Tíminn - 24.05.1972, Qupperneq 17

Tíminn - 24.05.1972, Qupperneq 17
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN Umsjón: fllfreð Þorsteinsson ,Þessir piltar eru engir áhuga- menn’ - sagði belgíski landsliðseinvaldurinn um íslenzka landsliðið eftir síðari landsleikinn, sem lyktaði 4:0 Frá Alfreöi Þorsteinssyni í Brussel. Elmar Geirsson var sannarlega i sviösljósinu í landsleikjunum í Belgíu. Og svo hrifnir voru Belgiu- menn af honum, að for- ráðamenn Anderlect, belgísku meistaranna höföu tal af honum eftir síöari landsleikinn og létu í Ijós áhuga á þvi,að Elmar gerðist atvinnumaöur með liðinu. Er þetta geysimikil viður- kenning fyrir Elmar og islenzka knattspyrnu. En það er með öllu óvist, að úr þessu verði, og ástæðan er sú, að Elmar hefur mjög takmarkaðan áhuga á þvi að gerast atvinnuknattspyrnu- maður. Hann stundar tannlækna- nám i Berlin og leggur alla áherzlu á að ljúka þvi. Það var ekki aðeins eftir siðari leikinn, að forráðamenn erlendra knattspyrnuliða létu i ljós áhuga á Elmari. Eftir fyrri leikinn komu að máli við hann menn frá þýzka atvinnumannaliðinu Rot Weiss Essen og könnuðu áhuga hans á þvi að æfa og keppa með liðinu. Það mun hafa verið Helmund Scön, þýzki knattspyrnuein- valdurinn, sem sá báða landsleiki tslands og Belgiu, sem vakti athygli Essen-manna á Elmari. t viðtali við iþróttasiðu Timans sagði Elmar, að hann hefði sára- litinn áhuga á þessu. Námið sæti i fyrirúmi hjá honum. Hins vegar hefði hann hugsað sér að koma heim i sumar - i júli — og leika þá með Fram, ef einhver not væru fyrir sér. Mun Fram þegar hafa gert ráðstafanir til að auð- velda honum félagaskiptin. Enginn vafi leikur á þvi, að Elmar var sá leikmaður, lands- liðsins, sem mesta athygli vakti, enda þótt varnarmenn okkar og markvörðurinn, Sigurður Dags- son, stæðu sig framúrskarandi vel. Elmar gaf atvinnumönnum ekkert eftir og setti slikan svip á liðið, að án þátttöku hans hefði is- lenzka liðið leikið mjög einhæfan og leiðinlegan varnarleik. En með sprettum Elmars og þeim usla, sem hann gerði i vörn Belgiumannanna, fékk islenzka liðið á sig skemmtilegri blæ. Þess vegna var leikur liðsins aldrei leiðinlegur, þótt varnarleikur væri alls ráðandi. -alf.- islenzka vörnin vel á verði. Lengst til vinstri er Asgeir Eliasson. olafnr Sigurvinsson og Kinar Gunnarsson snúa baki i myndavélina, en iengst til liægri sjást Sigurður Dagsson, liggjandi, og Marteinn Geirsson. Það var ekki hægt annað en dást að íslenzku lands- liðspiltunum í knattspyrnu i síðari landsleiknum gegn Belgíumönnum, sem háður var i Brugge á mánudags- kvöld. Aftur gerðist það, að belgísku atvinnu- mönnunum tókst ekki að vinna íslenzka landsliðið með neinum glæsibrag. Leiknum lyktaði 4:0, og það var fyrir hjálp irska dómaratriósins, að sigurinn varð svo stór. Tvívegis dæmdu þeir vitaspyrnu á islenzka liðið, og i hvorugt skiptið varum sanngjarnan dóm að ræða. Belgísku blaðamennirnir hristu höfuðið yfir báðum þessum vitaspyrnudómum. Það sama gerðu áhorfendur. Og Elmar Geirsson langbezti maður islenzka liðsins í þessum leik, sagði eftir leikinn, að hann hefði vel getað skilið, að írski dómarinn dæmdi víta- spyrnu einu sinni, þar sem þeir dæmdu á heimavelli Belgíumanna, en með tveimur vítaspyrnum, sem enginn fótur hefði verið fyrir, hefðu þeir gengið feti lengri en almennt gerist. Þarna voru greinilegir „heima- dómarar” á ferð. Og mönnum varð spurn, er ekki nógu erfitt fyrir islenzka landsliðið — mesta áhugamannalið veraldar — að leika gegn toppmönnum i iþróttinni, þó að það bætist ekki ofan á að hafa dómarann á móti sér? Miðað við þær erfiðu aðstæður, sem islenzka landsliðið lék við i Brugge, verður árangur liðsins að teljast góður. Og það var eftir- tektarvert, að i leikslok sagði ein- valdur belgiska landsliðsins og benti á islenzka liðið: — „Þessir piltar eru engir áhugamenn. ” Mjög verðugt hrós frá manni, sem hafði heitið þvi fyrir leikinn, að Belgiumenn sigruðu með minnst 6 marka mun. Það var dásamlega gott veður i Brugge, þegar leikurinn á mánu- dagskvöld hófst. Hitinn u.þ.b. 20 stig á celsius, en sólarlaust. Mjög margir áhorfendur voru á leiknum, sennilega á milli 15-20 þúsund, sem er mjög góð aðsókn i Brugge, en sennilega hefur mestu valdið um hina góðu aðsókn, hve vel islenzka liðið stóð sig i fyrri leiknum. En nú var búizt við,að Belgiumenn hefndu harma sinna. Jæja leikurinn hófst, og ekki er hægtað segja,að maður hafi verið sérlega bjartsýnn. En það kom fljótlega i ljóSyað Belgiumönnum tókst illa að finna leið að markinu, þótt þeir tefldu fleiri mönnum fram i framlinunni en i fyrri leiknum. Isl. vörnin gaf ekkert eftir. Ólafur Sigurvinsson, Einar Gunnarsson, Guðni Kjartansson og Marteinn Geirsson, stöðvuðu hverja sóknarlotuna á fætur annarri. Og raunar stóð Jóhannes Atlason sig ágætlega, þó að heldur seinn væri. En það fór ekki á milli mála, hvor aðilinn væri betri. Belgiumennnirnir með Van Himst i broddi fylkingar voru hreinir listamenn með knöttinn. Þeir léku hratt og örugglega og hvað eftir annað skall hurð nærri hælum, við islenzka markið. Til að mynda bjargaði Ólafur Sigur- vinsson á linu. En samt var leiðin ekki greiðfær. Og það var ekki fyrr en 29.minútu, að þeim tókst að skora. Var þar að verki Joussus, eftir að Belgiumenn höfðu pressað að islenzka markinu. Aðeins tveimur minútum siðar, gerist það i vitateigi islenzka liðsins, að Jóhannes lenti i einvigi við Van Himst. Jóhannes gerði tilraun til að renna knettinum i horn, en Van Himst gerði sér litið fyrir og lét sig falla við fætur Jó- hannesar i teignum. Allir á vellinum — nema irski dómarinn - sáu, að þetta var leikaraskapur. En irski dómarinn benti á vita- punkt. „Þetta var mjög ergilegt”, sagði Jóhannes eftir leikinn. „Ég braut ekki af mér. Þess vegna var sárt að fá þessa vitaspyrnu. Ég skil ekki, hvers vegna irski dómarinn sá ekki,hvað raunveru- lega skeði. Úr þessari vitaspyrnu skoraði Lombert örugglega 2:0 og var staðan þannig i hálfleik, nákvæmlega eins og i fyrri lands- leiknum. 1 fyrri hálfleik átti islenzka liðið ekki mörg tækifæri. Þó gerði Elmar Geirsson, Belgiumönnum lifið leitt, þegar hann náði knettinum. Enginn vafi er á þvi, að hefði Hermann Gunnarsson leikið fyrri hálfleikinn með Elmari, hefðu Belgiumennirnir ekki talið sig hafa efni á þvi leika með jafnmarga sóknar- menn og þeir gerðu. Þeir hefðu orðið að draga einn mann aftur. En það voru ekki fyrr en 10 minútur voru liðnar af siðari hálf- leik, að Hermann kom inn i spilið. Og þegar hann og Elmar hófu samspil, skapaðist hætta við belgiska markið. Hápunktur samleiks þeirra var 2 minútum fyrir leikslok, þegar Elmar vann einvigi við Vanden Daele - og siðan markvörðinn - og gaf fyrir á Hermann, sem stóð fyrir opnu marki. En á siðasta augnabliki tókst Thissen, öðrum bakverði belgiska liðsins, að hindra Her- mann i að skora. En vissulega átti islenzka liðið skilið að skora mark þarna. I siðari hálfleik skoruðu Belgiu- menn tvö mörk. Fyrra markið kom úr vitaspyrnu, sem dæmd var á Ólaf Sigurvinsson, og er það einhver furðulegasti dómur, sem undirritaður hefur séð. Knötturinn var á leið úr teignum, og ólafur barðist um hann við belgiskan sóknarmann. Knötturinn féll á öxl ólafs, og allt i einu, flautaöi dómarinn, en hikaði siðan andartak, eins og hann áttaði sig ekki á þvi, hvers vegan hann flautaði, en benti siðan á vitapunktinn, öllum til hinnar mestu furðu. Úr vita- spyrnunni skoraði Lombert og var staöan þá 3:0. Þaö hefði ekki verið óeðlilegt, að islenzka liðið hreinlega brotnaði niður við slikt mótlæti. En það var öðru nær. Afram var barizt. Að visu tókst ekki aö hindra, að Belgiumenn bættu fjórða markinu við, skorað af Dockx, fallegasta mark leiksins, en fleiri uröu mörk leiksins ekki. Og undir lokin var það islenzka liðið, sem sótti öllu meira. Miðað við aöstæður, verður frammistaða islenzka liðsins að teljast mjög góð. Fyrirfram var búizt við miklu meiri markamun, en samheldni og baráttukjarkur islenzku piltanna var til fyrir- myndar. Auðvitað reyndi meira á vörnina en sóknina. Og vörnin, sem heild, stóð sig mjög vel, með Ólaf Sigurvinsson, sem bezta mann. En ekki þurfti að kvarta undan frammistöðu Einars, Guðna, Marteins, og Jóhannesar. Tengiliðirnir, Asgeir Eliasson og Guðgeir Leifsson, voru i þyngra lagi, en tókst þá þó hvað eftir annað að trufla Belgiumennina. En bezti maður islenzka liðsins, sá leikmaður, er sýndi Belgiu- mönnum, hálaunuöum atvinnu- mönnum aldrei neina minni- máttarkennd, var Elmar Geirsson. Hvilikur kraftur, hvilik leikni — og hvilikur baráttuhugur hjá einum leikmanni! Enda var ekki að furða, þótt áhorfendur klöppuðu honum lof i lófa. 1 slenzka landsliðið kemur heim með tvö töp, en þau voru eins litil og frekast var hægt að hugsa sér. Óhætt er að segja, að islenzk knattspyrna standi jafnrétt á eftir. Hún beið engan hnekki i Belgiu — hún óx. Þorbergur frá keppni Þorbergur Atlason, mark- vörður i Fram, varð fyrir þvi ó- happi að meiða sig i landliðs- æfingu^em haldin var fyrir siðari landsleikinn i Belgiu. Er hann meiddur i hné og verður að öllum likindum frá keppni næstu vikurnar. 1*30 og«i Póstsendum I ANDERLECT HEFUR ÁHUGA Á I I AÐ FA ELMAR GEIRSS0N I HUNT FÓTB0LTASKÓR Malarskór: Uruguay, stærð 6-10, verð kr. 1762,00 Argentína, stærð 7-9, verð kr. 1425,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.