Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN 19 HANDKNATTLEIKSMENN ÍR FARA TIL BANDARÍKJANNA i SUMAR - Taka þátt í íþróttahátíð, þar sem fremstu íþróttamenn heims leiða saman hesta sína. - Dr. Ingimar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR næsta keppnistímabil skipta Bandariska handknattleiks sambandið, hefur boðið 1. deildarliöi ÍK i handknattleik, að koma til Bandarikjanna I júli i sumar, þar sem tR-ingum er boð- ið að taka þátt i „Summerfest '72" — sem er haldið árlega i Milwaukee (100 km. frá Chifago) í Wisconsiririki við Michiganvatn. Sumarfestival þetta stendur yfir frá 14 — 23. júli, og er áætlað að um 800.000 manns komi til með að sækja það. Þar koma fram allir beztu iþróttamen n og skemmti- kraftar Bandaríkjanna. Keppt verður þar i frjálsum Iþróttum, karate, júdó, handknattleik, rugby, knattspyrnu (þar sem tvö lið frá Englandi taka þátt I), og fleiri iþróttum. IR-ingar hafa nú ákveðið, aö taka boðinu, sem er eitthvað það bezta og glæsilegasta, sem is- lenzkt fé'-^qslið hefur fengið fyrr og siðar. IR-liðiö verður því fyrsta félagsliöið, sem fer I keppni til Bandarikjanna og örugglega ekki það siðasta. Það verður ekki langt að biða, þar til að bandariskur handknattleikur, verður kominn i heimsklassa og Hér sjást landsliðsmenn 1R — Ágúst Svavarsson og Brynjólfur Markússon — æfa sig i að skjóta á mark, eftir hraðaupp- hlaup. (Timamyndir Róbert.) Evrópumót í lyftingum: ÍSLENDINGARNIR STÚÐU SIG ALLVEL A MÓTINU — Árangur lyftingamannanna, sem kepptu i EM var allgóður, sérstaklega Óskars Sigurpálsson- ar, sem lyfti 465 kg i þriþraut og setti nýtt Islandsmet i jafnhöttun, 180 kg. Þetta sagði Guðmundur Þórarinsson, iþróttakennari, fararstjóri lyftingarmannanna, sem tóku þátt i Evrópumótinu i Constanta i Rúmeniu um helgina. Eins og fyrr segir náði Óskar góðum árangri og varð 14. af 20 keppendum i þungavigt, sem hófu keppni. Hann lyfti i þríþraut 465 kg, en tslandsmet hans er 467,5 kg. Óskar pressaði 162,5 kg. snar- aði 122,5 og jafnhattaði 180, sem er tslandsmet. Sigurvegari i þessum flokki varð Talts, Sovét, lyfti 587,5 kg. I þriþraut. Hann setti tvö heimsmet, pressaði 211 kg og jafnhattaði 222,5 kg. Guðmundi Sigurðssyni gekk erfiðlegar en Öskari, en hann keppti I milliþungavigt. Dómararnir þrir, sem dæmdu hjá Guðmundi, voru erfiðir viður- eignar og komu sér ekki saman, en það bitnaði á keppendum. Guðmundur varð 10. af 16 keppendum, sem hófu keppni. Hann lyfti samtals 437,5 kg en ts- landsmet hans er 465 kg. Guð- mundur pressaði 135 kg, jafnhatt- aði 175 og snaraði 127,5. Sigurvegari i þessum flokki var Sovétmaðurinn Rigert, sem lyfti 557,5 kg I þríþraut, sem er heims- met. Hann setti og heimsmet i snörun 166 kg. Guðmundur lét vel af ferðinni og kvað Islendingana hafa vakið athygli, þeim var m.a. hælt fyrir góðan stil i jafnhöttun og pressu. Þeim var boðið á mót, en sá bögg- ull fylgir að visu skammrifi, að þeir verða að greiða ferðakostnað sjálfir. Alls tóku 25 Evrópuþjóðir þátt i þessu Evrópumóti. OE islenzk lið farin að skipta við bandarisk félagslið. Þegar við höfðum samband við Július Hafstein, formann hand- knattleiksdeildar 1R, og spurðum hann hvenær IR-liðið héldi utan, sagði hann: — Það verður haldið til New York 19. júli, með Loftleiðum — þaðan verður ferðinni haldið áfram til Milwaukee, þar sem við tökum þátt i fjögurra liða móti, dagana 21.-23. júli. Auk 1R tekur bandariska landsliöið og tvö félagslið frá Kanada þátt i mótinu — Frá Milwaukee, verður svo haldið til Columbus i Ohio-riki, þar sem við leikum 25. júli við bandariska landsliðið — en leikir okkar við landsliðið er liður i undirbuningi landsliðsins, sem tekur þátt i Olympiuleikunum i Munchen. — Frá Columbus, höldum við til New York og leikum þar einn leik — við eitt sterkasta félagslið Bandarikjanna, Adelphi Club, 28. júli. En við ljúkum svo ferðinni með þvi að taka þátt i árlegu hraðkeppnismóti i New Jersey 30. júli. — Til gamans má geta þess, að það koma margir heimsfrægir skemmtikraftar fram á ,,Summerfest72"—sem IR-ingar taka þátt i. T.d. Blood, Sweat og Tears... Chuck Berry ... The Association ...Chicago ... Bobby Sherman ... The Jackson Five og fl. — Þa hafa IR-ingar ráðið til sin nýjan þjálfara fyrir næsta keppnistimabil, það er hinn kunni handknattleiksþjálfari dr. Ingi- mar Jónsson — og er IR-liðið byrjað að æfa afkrafti undir hans stjórn. (A siðunni birtum við myndir, frá æfingu hjá IR-liðinu á annan i hvitasunnu — undir stjórn dr. Ingimars). « — Allir þeir leikmenn, sem léku með IR-liðinu s.l. keppnis- timabil, fara með liðinu til Bandarikjanna og eru þeir ákveðnir i að vinna vel að undir- búningi fararinnar. Félaginu er mikill heiður sýndur með þvi, að Július Hafstein, formaður handknattleiksdeildar 1R. verða boðið i siika keppni, sem fer fram i Milwaukee, þar sem saman verða komnir nokkrir af fremstu iþróttamönnum heims. sns Dr. Ingimar Jónsson, hinn nýi þjálfari ílí liðsins á æfingu á annan i hvltasunnu. ¦ fylgist með leikmönnum Búizt við metþátttöku í Vormófi ÍR annad kvöld Rabbað við frjálsiþróttafólk á æfingu Fyrsta opinbera frjálsiþrótta- mót sumarsins, Vormót 1R, fer fram annað kvöld á Melavellin- um. Eftir þvi sem heyrzt hefur verður mikil þátttaka i mótinu, mun meiri en verið hefur i þvi móti undanfarna áratugi. Má þvi reikna með, að keppni verði skemmtileg i öllum greinum. Óskar Sigurpálsson, stóö sig ágætlegaá Evrópumeistaramótinu í lyftingum. Fer hann á Olympiuleikana I Múnolien I sumar. ¦HH Guðmundur Hermannsson. Fréttamaður Iþróttasiðunnar leit við á Melavellinum fyrir há- degi á annan dag hvítasunnu, en þar voru um 20 frjálslþróttamenn og konur við æfingar. Fyrstur á vegi okkar varð Þórarinn Ragnarsson, sem þjálf- ar karlalið UMSK. Atta ungir Kópavogsbúar og liösmaður Mos- fellinga voru þar við hlaupa- æfingar og það voru erfiðar æfingar. Þórarinn sagði, að þátt- taka yrði mikil frá UMSK I 1R mótinu, sérstaklega i hlaupa- greinunum. Strákarnir úr UMSK hafa æft mjög vel siðla vetrar og ég býst við góðum timum hjá þeim i sumar, sagði Þórarinn. A kastsvæðinu fyrir sunnan hlaupabrautina æfði aldursforseti islenzkra frjálsiþróttamanna, Guðmundur Hermannsson. Hann varpaði kúlunni hvað eftir annað á 16 metra i kyrrstöðu og það er engan bilbug á honum að sjá. Guðmundur tekur þátt I mótinu annað kvöld, en hann bjóst nú ekki við sérstöku kasti i keppn- inni, en kvaðst þó vonast eftir all- góðum árangri. Þarna var einnig Elias Sveinsson hástökkvari að kasta kringlu. Hann sagðist hafa verið slæmur I hné undanfarnar vikur og ekki vera viss um, að hann gæti tekið þátt i hástökkinu, en vonaðist þó til þess. Ágúst Asgeirsson millivega- lengdahlaupari æfði spretti og sagðist ætla að hlaupa 1000 m á Vormótinu. Hann hefur æft vel i vetur og setti nokkur innanhúss- met. Ekki bjóst hann við góðum tima á Vormótinu. Aftur á móti sagöist hann vera bjartsýnn, þeg- ar liða tæki á sumarið. Loks voru á vegi okkar tvær stúlkur, Ragnhildur Pálsdóttir og Björg Kristjánsdóttir. Ragnhild- ur ætlar að taka þátt I 1000 m hlaupinu, en Björg er i landsprófi og verður ekki með i þessu móti. Báðar hafa æft vel og voru hinar bjartsýnustu á árangurinn i sumar. —OE. Agúst Asgeirsson. Ragnheiður Pálsdóttir. KR-ingar komu ósigraðir heim frá Færeyjum Handknattleikslið KR kom heim úr þriggja daga keppnis- ferðalagi sinu frá Færeyjum sl. sunnudagskvöld. Liðið lék þrjá leiki I ferðinni — og sigraði i öllum leikjunum, sem fóru fram i nýrri iþróttahöll i Þórshöfn. Fyrsta leik KR i ferðinni gegn Kyndli var útvarpað — honum lauk með sigri KR 33:16. I öðrum leiknum sigraði KR, Neistann, 21:14. Þriðji og siðasti leikurinn, sem KR-ingar léku i ferðinni, var gegn landsliði Færeyja — lauk leiknum með sigri KR 27:22. Ekki er hægt að segja að það hafi verið sterkasta landslið Færeyja, sem KR lék viö — þvi að þaö eru margir af sterkustu leikmönnum Færeyja við nám i Danmörku. Kyndill, liðið sem KR lék fyrst gegn, mun koma til tslands I sum- ar og leika hér nokkra leiki. Liðið kemur I júli, I boði Ungtemplara- félagsins Hrannar. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.