Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 2
2 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR „Væri það ekki smekkleysa að fagna þessu?“ Snorri Már Skúlason er kynningarfulltrúi Þjóð- minjasafnsins en Smekkleysa veitti safninu Smekkleysuverðlaunin vegna hugmynda um að reisa sjö metra sverð á Hagatorgi. SPURNING DAGSINS Snorri, stendur til að fagna verðlaununum? DÓMSMÁL „Þeirri fullyrðingu stefnda um að hann hafi rýmri rétt en hinn almenni borgari til að meiða æru annars manns í krafti stöðu sinnar er alfarið hafnað enda á skjön við öll dómafordæmi íslenskra dómstóla og Mannrétt- indasáttmála Evrópu,“ segir í stefnu Jóns Ólafssonar í meið- yrðamáli gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Davíð Oddsson hefur lýst yfir þingsókn í málinu og mættu hvorki hann né lögmaður hans við fyrir- töku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Málið var þingfest í janúar og fékk stefnandi átta vikur til að skila greinagerð í málinu. Við fyrirtöku málsins skil- aði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög- manni Jóns, inn sókn í málinu þar sem tólf atriðum úr greinargerð forsætisráðherra er svarað. Þar er því hafnað að með ummælum sín- um hafi Davíð verið að lýsa eigin hugrenningum. Ekki sé hægt að líta fram hjá stöðu Davíðs, mennt- unar hans og áhrifa í íslensku þjóð- félagi og ummæli hans því alvar- legri en ella. Í orðalagi Davíðs felist meðal annars að rannsókn skattrannsóknarstjóra hafi snúist um „grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar“. Þykir lögmanni Jóns það sterkt til orða tekið að kalla Jón mesta skattsvikara Íslandssögunnar og að viðskipti hans hafi brag af því að vera að kaupa og selja þýfi. Seg- ir þar enga fyrirvara leysa Davíð undan ábyrgð af þeim orðum sín- um. Það skaði alþjóðaviðskipti Jóns að forsætisráðherra heima- lands hans kalli hann skattsvikara og þjóf. Í stefnunni er einnig vísað til þeirra ummæla umboðsmanns Alþingis að það kunni að brjóta í bága við fyrirmæli stjórnarskrár og mannréttindasáttmála ef hand- hafar opinbers valds lýsa mann sekan um refsiverðan verknað áður en sekt hans hefur verið sleg- ið fastri með dómi. Þá er því meðal annars hafnað að Jón Ólafsson sé opinber persóna þar sem hann hefur ekki tekið þátt í stjórnmálaumræðu á opinberum vettvangi. hrs@frettabladid.is Rannsókn á tryggingafélögunum: Rannsóknin kostaði 32 milljónir KOSTNAÐUR Rannsókn Samkeppnis- stofnunar á tryggingafélögunum kostaði samtals um 32 milljónir króna, að því er fram kom í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um niður- stöðu Samkeppnisstofnunar í máli tryggingafélaganna. Rannsóknin hófst haustið 1997 með því að starfsmenn Samkeppnisstofnunar gerðu húsleit á skrifstofum Sam- bands íslenskra tryggingafélaga og lauk með sátt fyrr í þessum mánuði. Viðskiptaráðherra segir ýmsa samverkandi þætti hafa ráðið því hversu langan tíma rannsóknin tók. Þar hafi fjárskortur ekki verið ráð- andi þáttur heldur hafi mannaskipti og önnur mál orðið til að seinka lokafrágangi málsins. Þá segir að svo langur tími til að ljúka málinu sé bagalegur en slíkt þekkist annars staðar. Ráðstafanir hafi verið gerð- ar til að slíkur dráttur á afgreiðslu mála endurtaki sig ekki. Ráðherra telur ekki þörf á lagabreytingum í ljósi þess að samkeppnisyfirvöld töldu ekki ástæðu til að beita fjár- sektum við brotum tryggingafélag- anna vegna þess hversu langan tíma rannsóknin tók. ■ Sjómaður slasast: Þyrla send eftir sjómanni SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir sjómanni sem klemmdi hönd sína í vél þegar verið var að gera að afla í togar- anum Guðmundi í Nesi á þriðja tímanum í gær. Togarinn var þá um hundrað sjómílur vestur af Látrabjargi og þurfti þyrlan að taka eldsneyti á Rifi á báðum leið- um. Komið var með manninn á Landspítalann í Fossvogi og gert að sárum hans þar. Þau reyndust minni en talið var í fyrstu og gerði læknir á vakt ráð fyrir að maður- inn fengi að fara heim síðla í gær- kvöldi. ■ RÁÐHERRAR RÆÐA SAMAN Utanríkisráðherrar Spánar, Eistlands, Finn- lands og Slóveníu stungu nefjum saman. Stjórnarskrá ESB: Enn deilt um stjórnarskrá BRUSSEL, AP Brian Cowen, utanríkis- ráðherra Írlands, sem er í forsvari Evrópusambandsins, sagði árangur vera að nást í viðræðum aðildarríkj- anna um stjórnarskrá Evrópusam- bandsins en viðurkenndi að kalla þyrfti utanríkisráðherra ríkjanna til aukafundar í næstu viku ef sam- komulag ætti að nást áður en frest- ur til þess rennur út. Bretar börðust fyrir takmörkun- um á völdum Evrópusambandsins og meirihlutakosningu um afbrota-, félags- og skattamál. Olli það gremju Frakka og Þjóðverja. Pólland og Frakkland höfnuðu atkvæðagreiðslukerfi sem þeim fannst veita stærstu ríkjum sam- bandsins of mikil völd. ■ Windsor-höll: Innbrot hjá drottningu BRETLAND Karlmaður á fertugs- aldri var handtekinn í Windsor- höll Bretlandsdrottningar eftir að hann þóttist vera lögreglumaður og komst þannig um þar sem al- menningur á ekki rétt á að vera, að sögn Daily Mail. Málið hefur orðið til þess að vekja á ný umræðu um hversu vel sé gætt að öryggi konungsfjöl- skyldunnar. Stutt er síðan blaða- maður Daily Mirror gat farið nokkurn veginn allra sinna leiða innan hallarinnar og manni sem klæddi sig sem Osama bin Laden tókst að smygla sér inn í 21 árs af- mæli Vilhjálms prins í fyrra. ■ RÁNDÝRT BENSÍN Það fór ekki á milli mála á þessu skilti bens- ínstöðvar að bensínið væri orðið rándýrt. Olíuverð: Aldrei hærra BANDARÍKIN Bandaríkjamenn þurftu í gær að greiða hærra bensínverð en nokkru sinni áður. Verðið á galloninu fór þá í fyrsta sinn yfir tvo dollara en það jafn- gildir því að bensínlítrinn kosti 41 krónu og fimmtán aurum betur. Því er spáð að bensínverð eigi eft- ir að hækka eftir því sem líður á sumarið. Á einni bensínstöð stóð að bensínið kostaði „an arm and a leg“ en það má þýða sem svo að bensínið sé orðið rándýrt. ■ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun OSLÓ, AP Meirihluti Norðmanna er fylgjandi aðild landsins að Evrópu- sambandinu, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun. Þetta er í fyrsta skipti sem stuðningur við aðild mælist yfir 50 prósentum. Niðurstöðurnar eru þær að 51 prósent er fylgjandi aðild en 36 pró- sent andvíg. Þrettán prósent taka ekki afstöðu. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, segir að svo kunni að fara að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu verði haldin á árunum 2005 til 2010. „Það liggur ekkert á að taka þetta mál upp aftur,“ sagði Bondevik. Norðmenn hafa tvisvar fellt aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerð- ist síðast fyrir áratug, á svipuðum tíma og Finnar og Svíar gengu í sambandið. ■ NORSKIR ÞJÓÐDANSAR Rúmlega helmingur Norðmanna vill aðild að Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun. Í fyrsta sinn vilja meira en 50 prósent Norðmanna í Evrópusambandið: Meirihlutinn vill aðild FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R DAVÍÐ ODDSSON Davíð Oddsson hefur lýst yfir þingsókn í málinu og mættu hvorki hann né lögmaður hans í fyrirtöku málsins í Héraðsdóm. Greinargerð að hálfu Davíðs hefur verið lögð fram. JÓN ÓLAFSSON Í svörum við greinargerð Davíðs segir að það skaði alþjóðaviðskipti Jóns að for- sætisráðherra heimalands hans kalli hann skattsvikara og þjóf. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna spurði viðskiptaráðherra um niðurstöðu Samkeppnisstofnunar í máli tryggingafélaganna. KOSTNAÐUR VIÐ RANNSÓKN Á TRYGGINGAFÉLÖGUM ‘97-’04 Samkeppnisstofnun 29.347.946 Aðkeypur sérfræðikostnaður 2.643.653 Heildarkostnaður 31.991.599 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hefur ekki rýmri rétt til ærumeiðinga Í greinargerð lögmanns Jóns Ólafssonar í meiðyrðamáli gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra er því hafnað að Davíð hafi meiri rétt en hinn almenni borgari til að meiða æru annarra í krafti stöðu sinnar. Ránið hjá SPRON við Álfabakka: Telst upplýst LÖGREGLUMÁL Pilturinn sem hand- tekinn var á mánudag vegna vopnaðs ráns í útibúi SPRON við Álfabakka hefur viðurkennt verknaðinn. Pilturinn vísaði á ránsfenginn en ekki er upplýst hve mikill hann var. Talið er að pilturinn hafi verið einn að verki og telst málið upplýst. Pilturinn hefur áður komið við sögu lög- reglu en ekki var talin þörf á að fara fram á gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir honum og hefur honum því verið sleppt. ■ ALLAR TÖLUR ERU Í KRÓNUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.