Tíminn - 25.05.1972, Side 1

Tíminn - 25.05.1972, Side 1
K3NIS ÞVOTTAVÉLAR Lundúnaviðræðurnar: ER BRÁÐABIRGÐA SAM- KOMULAG HUGSANLEGT? Ráðherrar verjast allra frétta, en viðræður halda áfram í dag TK-London. islenzku ráðherrarnir byrjuðu viðræðurnar við brezka ráðarnenn i gær- morgun. Þeir gerðu grein fyr- ir skoðun islenzku rikis- stjórnarinnar i landhelgis- málinu og eindregnum vilja hennar til þess aö færa út i 50 miiur þann 1. september n.k. I hádeginu snæddu ráðherr- arnir með Sir Alec Douglas Home, utanrikisráðherra Breta, og héldu siðan við- ræðunum áfram að loknum hádegisverði. — Seinni hluta dags I gær var ákveðið að halda þessum viðræðum áfram i dag, og ráðherrar beggja stjórna vörðust allra frétta um það, hvað þeir hefðu boðiö fram sem samkomu- lagsgrundvöll. Á blaðamannafundi, sem var boðaður óformlega i islenzka sendiráðinu i gær kl. 18, komu fulltrúar allra helztu fréttastofnana hér i London. Utanrikisráðherra var þar spurður spjörunum úr. Þar var bæði beitt rökum Breta og islenzku rikisstjórnarinnar. Einar Agústsson utanrikisráð- herra lagði áherzlu á það, að tilgangurinn með þessum við- ræðum viö brezku rikisstjórn- ina væri að reyna að finna friösamlega lausn, sem gæti oröið oss öllum til góðs i þess- ari deilu, sem nú væri hafin milli rikjanna. Jafnframt lagði utanrikisráðherra áherzlu á það, „að Alþingi hefði með öllum greiddum atkvæðum þingmanna ákveð- iö að islenzk fiskveiðilögsaga yrði færð út i 50 sjómilur frá grunnlinum þann 1. septem- ber n.k. Frá þessari ákvörðum hefði hvorki hann né neinn annar leyfi til að hvika.” Sjávarútvegsráðherra og hann væru komnir til Lundúna til þess að reyna að finna lausn á þvi vandamáli, sem Islend- ingar gerðu sér grein fyrir að skapaðist i þeim bæjum og þorpum á Bretlandi, þar sem að togaraútgerð væri megin undirstaða atvinnulifs. Á þessum óformlega blaða- mannafundi, þar sem voru fulltrúar flestra stærstu fréttastofnana hér i borg, komu fram ýmsar spurningar um nánari atriði hugsanlegs samkomulags milli rikis- stjórna Bretlands og Islands, en ráðherrar vörðust allra frétta af þvi, þar sem viðræð- um verður haldið áfram i dag. Lúðvik Jósefsson sjávar- útvegsráðherra svaraði mjög mörgum spurningum blaða- manna um veiðar á tslands- miöum, þróun islenzka togaraflotans frá striðslokum og breytingar á islenzka báta- flotanum eftir að sildin hvarf. Lúðvik skýrði þau sjónarmið, sem liggja til grundvallar ákvörðun tslendinga um að færa út fiskveiðilandhelgina, ekki aöeins til þess að vernda fiskveiöistofninn, heldur einnig til þess aö tryggja, að Islendingar hafi meirihlutann af þeim veiddum fiski, sem kemur á land af tslandsmiö- um. t dag klukkan þrjú er hins- vegar ákveðinn opinber blaða- manna fundur I tslenzka sendiráðinu i Park Street. Þangaö hefur verið boðið öll- um þeim blaðamönnum, sem hafa áhuga á fiskveiöum og náttúruvernd. Frá viðræðufundi Einars Agústssonar utanrikisráöherra, Lúöviks Jósefssonar, sjávarútvegsráðherra og Sir Alec Douglas Home I London I gær. (Simamynd UPI) Er iðgjaldagrundvöllur bif- reiðatrygginga brostinn? Iðgjöld Samvinnutrygginga, Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga rúmar 500 millj. KJ-Reykjavik A aðalfundi Samvinnutrygg- inga, sem haldinn var á fimmtu- daginn i Reykjavik, kom m.a. fram, að félagið tapaði 24 milljón- um króna á bifreiðatryggingum á árinu 1971, og i fyrsta sinn i 25 ára sögu félagsins varð tap á rekstri þess, sem orsakaðist eingöngu af ökutækjatryggingum. Virðist af þessum tölum mega ráða, að ið- gjaldagrundvöllur bifreiða- trygginganna sé brostinn, enda samþykkti aðalfundurinn tillögu til dómsmálaráðherra um endur- skoðun á tryggingaupphæðum og iðgjaldagrundvelli ábyrgðar- trygginga bifreiða fyrir 1. mai i97:t. Hér á eftir fer hluti af fréttatil- kynningu um aðalfund Sam- vinnutrygginga, og Liftrygginga- félagsins Andvöku: Aðalfundir Samvinnutrygginga og Liftryggingafélagsins And- vöku voru haldnir fimmtudaginn 18. þ.m. að Hótel Sögu i Reykja- vik. Einnig fór fram 1. aöalfundur Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. Fundinn sátu 18 fulltrúar viðsvegar aö af land- Frh á bls. 3. Gróður mánuði fyrr á ferðinni ÞÓ-Reykjavik. — Miöaö við árstima er sprett- an mjög góð, og ég tel, að gróður- inn sé mánuöi fyrr á feröinni en I fyrra, sagöi Agnar Guönason ráöunautur, er við ræddum viö hann. — Ég var siðast norður i Arnes- hreppi á Ströndum, sagöi Agnar, — en þar hefur spretta verið mjög dræm undanfarin ár. Þar er nú alveg sérstaklega lifvænlegt. t Bjarnarfirði, sem var alveg dauöur fyrir tveimur árum, er nú t.d. allt vel gróið upp og grænt. Agnar sagði, að menn væru rétt farnir aö bera á tún, en samt sem áður væri reiknað með þvi, aö heyskapur geti hafizt i byrjun júni viða á landinu, a.m.k. á Suðurlandi, I Eyjafiröi og viða á Austfjöröum. Sagði Agnar, aö reiknað væri með, að nú yröi 1 miklu minna sáð af grænfóöri en undanfarin ár, vegna þess hve vel liti út með sprettuna. Aldrei hefur veriö sáð meira grænfóðri en i fyrra, en þá var sáð I 4500 hektara. Nú er talið, aö ekki verði sáö grænfróðri i nema rúma 3000 ha. á þessu ári. Skákeinvígið: Engin vasatöfl eða myndatökur ÞÓ-Reykjavik. Undirbúningur Skáksambands lslands að einviginu milli þeirra Fischers og Spassky er nú i full- um gangi, og eru, eins og gengur og gerist þegar svona undirbún- ingur á sér stað, mörg ljón á veg- inum. T.d. veröur stranglega bannað af hafa meö sér mynda- vélar og vasatöfl inn i Laugar- dalshöllina. t viðtali, sem Timinn átti i gær við Guðmund G. Þórarinsson, kom fram, að lögfræöingur Fischers hefði sett þaö skilyrði, að enginn fengi að hafa meö sér myndavél eða vasatafl inn á keppnisstaðinn. Til þess að koma i veg fyrir þetta, verða hafðir verðir i Laugardalshöllinni, sem eiga að koma i veg fyrir aö fólk geti tekið myndir eða teflt á vasa- tafl i höllinni. Kveðjugrein Svarthöfða — Sjá bls. 3 Frá aðalfundi samvinnutryggingafélaganna. Yzt til hægri er forstjórinn Asgeir Magnússon og við hlið hans stjórnarformaðurinn Erlendur Einarsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.