Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 25. maí 1972. Lækningamáttur hverahitans Gisli Sigurbjörnsson, for- stjóri Klli og hjúkrunarheim- ilisins Grundar, skrifar nýlega grcin i Heimilispóstinn, sem er blað fyrir vistfólk og starfs- fólk heimilisins, þar sem hann ræöir m.a. um lækningamátt hcita vatnsins, — GIsli segir m.a: „Þórður Sveinsson, prófess- or og yfirlæknir á geöveikra- hælinu Klcppi, vakti fyrstur manna athygli mína á lækningamætti heita vatnsins. Var ég lengi veikur af asthma, en hann gaf mér góð og holl ráð, sem að miklu gagni komu. Var Þórður prófessor cinn af þessum sjaldgæfu gæfumönnum, sem hafði áhuga á ótal framfaramálum, eitt þeirra var lækningamátt- ur hverahilans, lcirs, gufu og hcita vatnsins. Þess vegna var það skömmu eftur að við hófum starfið austur i Ilveragerði, fyrir nær tuttugu árum, að ég fékk mcð aðstoð hr. Peter von Sicmcns, scm nú er aðalforstjóri risa- fyrirtækisins Siemens i l>ý % k.a I a n d.í., p r ó f e s s o r Lampert hingað til lands. Prófessor II. I.ampert var yfirlæknir Weserbergland- klinik, Höxtcr, en sú stofnun cr mjög þckkt fyrir alls konar baðlækningar, m.a. á bækl- unarsjúkdómum.Iömun og fí'lít- Tvisvar sinnum kom prófessor Lampcrt ásamt konu sinni hingað til lands og l'ór nokkuð um landið og kynnti sér ýmis hverasv., en við vorum að hugsa um að koma upp baðstað — kurort — likt og gert er viða um lönd. Siðan hafa margir erlcndir menn, flestir Þjóðverjar, komið þcssara erinda á okkar vegum. Justus Liebig háskól- imi i Giesscn hefur sent hingað lækna og aðra visindamenn að okkar beiðni og margir aðrir hafa einnig komið hér við sögu. Nöfn þeSsara manna verða ckki nefnd að þessu sinni ncma eitt — prófessor Gg. Herzog — en hann hjálpaði mcr vcl og lcngi allt til dauðadags". Heiisulindarbær i grein Gisla Sigurbjörns- sonar scgir ennfremur: „Þáverandi ráöherra, Ing ólfur Jónsson, skipaði nefnd i málið og skilaði hún fljótt nefndaráliti. „Mörg ár eru liðin. Skýrslur og álitsgcrðir voru margar gerðar af erlendum visinda- mönnum og sendar viðkom- andi stjórnvöldum. Tvivegis hafa verið gerðar teikningar af hóteli — sanatorium — og margt verið ritað og rætt, en ekkert gerðist. Astæðan er einfaldlega sú, að áhugi og skiluingur hafa ekki verið fyr- ir hendi á heilsulindarbæ. Skilningurinn kemur, þegar útlendingarnir fara að koma fleiri og gripa í tómt. Og nú hafa okkur islendingum verið gefnir peningar frá útlöndum, nær tólf milljónir króna, til þess að fá útlendinga til þess að segja okkur, hvað við eigum að gera. Að visu eigum við að geta lagt orð I belg, og nýlega hefur vcrið auglýst eftir mönnum til þess að vinna að þessu ináli. sem talið er undir ferðamál. Ég skildi lengi vel ekki þessadeyfðog áhugak-ysi alls þorra manna, en nú veit ég betur. Málið var ennþá ekki komið á dagskrá, en kemst það líklega eftir eitt eða fleiri ár, þegar búið er að fá álits- gerðir aftur, — þeim, sem fyr- ir liggja var aldrei sinnt. Á að hreinsa Þingvöll fyrir 1974? Hér kemur bréf frá „Náttúru- verndarmanni", og vikur hann þar allhressilega að fyrirbæri, sem allmjög hefur verið á dag- skrá siðustu árin og sætt mikilli gagnrýni, en verið hljótt um sið- ustu missiri. Hann er einnig all- stórhuga og telur ekki fráleitt, að þjóðin sjálf eigi að gripa þarna i tauma. En svona er bréfið: „Landfari góður. Ég var að lesa nýútkomið hefti af Samvinnunni og get ekki stillt mig um að hripa þér nokkrar lin- ur af tilefni þessa nýja heftis, sem fiallar að mestu um gróðurvernd og mengunarmál. Mig langar til að þakka ritstjór- anum, Sigurði A. Magnússyni, fyrir það að gera þessi mál að meginefni þessa Samvinnuheftis, og ekki siður þeim ágætu höfund- um, sem um málið fjalla. Þar er margt orð i tima talað. Ég vil hvetja alla þá mörgu tslendinga, sem bera þessi mál fyrir brjósti, til þess að lesa þetta Samvinnu- hefti. Þá langar mig til þess að taka upp i þetta bréf smákafla úr inn- gangsorðum ritstjórans, Sigurðar A. Magnússonar, þar sem hann minnist á vandræðamál. Hann segir: „Eitt er það þó, sem vert er að ámálga hér og itreka enn einu sinni af marggefnu tilefni. Þing- vallahneykslinu, sem fjallað var rækilega um hér i Samvinnunni haustið 1967, hefur tæplega verið hreyftopinberlega á liðnum fimm árum, og margt bendir til þess, að ráðamenn þjóðarinnar — einnig þeir nýju valdhafar, sem kenna sig við réttlæti, jöfnuð og félags- hyggju ætli að láta það viðgang- ast áfram, að helgasta reiti og ó- véfengjanlegri sameign allrar þjóðarinnar sé spillt með þeim vægast sagt ógeðslega hætti, sem öllum landsmönnum er kunnur. Það á að kalla Þingvallanefnd til saka fyrir að veita nokkrum privatmönnum áframhaldandi heimild til að eiga sumarbústaði i þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það á að kalla Þingvallanefnd til saka fyrirað leyfa byggingu sumarbú- GARÐ /j sláttuvélar MAJOR mótorsláttu- vélar Sláttubreidd: 51 cm (20") Mótorstœrð: 3,5 hestöfl/ SÆNSK GÆÐA VARA Ótrúlega hagstætt verð: KR. 8.600-9.000 ^Sfc, 1 Samband ísl samvtnnufélaga ^ IN N FLUTNINGSDEILD Útsölustaðir: DOMUS Laugavegi KRON Hverfisgötu Véladeild S.í.S. Ármúla 3 Sambandið Suðurlandsbraut 32 Hveragerði verður heilsu- lindarbær, hjá þvl verður ekki komizt, þrátt fyrir allt". En þótt Gísla hafi enn ekki tekizt að gera Hveragerði að slikum heilsulindarbæ og hann hefur fyrirhugað, óx merkileg starfsemi upp úr þessum at- hugunum hans, en það er rannsóknarstofnunin I Neðra- Asi, sem Gisli hefur veitt for- stöðu og hefur fengið ýmsa merka vísindamenn til að gera hér rannsóknir á sviði ræktunarmála. Siðar mun gef- ast tækifæri til að greina betur frá þeirri starfsemi. Þ.Þ. BÆNDUR 15 ára drengur, sem hefir fengist dálitið við sveitastörf, óskar að komast á gott sveitaheimili i sum- ar. —Upplýsingar i sima 13635 og 86056. staða i Gjábakkalandi. Siðan á að vikja öllum nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar frá störfum með skömm og skipa nýja nefnd heiðarlegra og vamm- lausra manna, sem láta hvorki kaupa sig, múta sér né með öðr- um hætti fá síg til þeirrar svi- virðu, sem of lengi hefur verið þoluð á Þingvöllum. Frá öllu þessu ætti að vera búið að ganga áður en þjóðhátiðarárið 1974 gengur i garð. Að öðrum kosti verður hátiðahald á Þing- völlum varla meira en billegt grin. Það yröi vissulega veglegri og merkilegri afmælisgjöf að færa þjóðinni aftur Þingvöll ó- mengaðan árið 1974, heldur en reisa hinn fáránlega sögualdar- b æ eða fylla hibýli manna með veggskjöldum og öðru ámóta glingri". Mér finnst að visu, að ritstjór- inn taki óþarflega djúpt i árinni um þá menn, sem i Þingvalla- nefnd hafa setið, og vil ekki gera orð hans um þá að minum, en hins vegar hefur hann lög að mæla um málið sjálft. Sumarbústaðirnir á Þingvöllum eru smán þjóðarinn- ar, blettur á viðhorfi hennar til mesta þjóðminningarstaðar landsins, ósamræmanlegur sjón- armiði um verndun Þingvalla. Þó er ég alls ekki á móti sumarbú- stöðum, þar sem hægt er að koma þeim fyrir, án þess að þeir séu skemmdarverk. Það er tvennt, sem ég hef ætið undrazt i sambandi við þessa sumarbústaði og tilvist þeirra. Annað er það, hvernig sú Þing- vallanefnd, sem Alþingi hefur fal- ið það trúnaðarstarf fyrir þjóðina alla, er innan rifja, þegar hún gat fengið sig til þess að veita þessi sumarbústaðaleyfi. Þessir menn geta varla hafa hugsað það til botns með samvizku sinni, i hverju þessi trúnaður þeirra var fólginn? Fróðlegt væri lika að sjá það i erindisbréfi þessarar nefnd- ar, hvar það er talið til þessa trúnaðarstarfs að úthluta sumar- bústaðalóðum i þjóðgarðinum og á samliggjandi rikislandi. Þessu hefur nefndin aldrei svarað, né heldur sýnt þjóðinni heimildir sinar til verksins. Og þó ekki væri nema þögnin um þetta i allri hrið- inni, mætti reka hana fyrir mér. Hitt atriðið, sem ég hef undrazt, er innrétting þeirra manna, sem þarna hafa fengið sumarbústaða- lóðir, hvernig þeir geta fengið sig til þess að búa þarna i þjóðgarð- inum i óþökk meginhluta þjóðar- innar, hvernig þeir geta litið framan i nokkurn mann meb það afbrot á baki. Menn, sem eiga einhverja félagssamvizku, mundu hafa skilið og ekki hafa fundið frið með sjálfum sér, fyrr en þeir bættu fyrir þetta og fjar- lægðu hundakofa sina. Þá hefðu þeir fyrst átt að geta á heilum sér tekið, ef nokkur mannslund væri i þeim. Ég tek undir það með ritstjóra Samvinnunnar, að við eigum að hreinsa þennan blett af ásynd Þingvalla fyrir byggðarafmælið 1974. Þingvallanefnd ætti auðvit- að að hafa forystu um það, og að þvi ætti að fara með opinberu ráði og allri friðsemd, en sitji nefndin bak við þagnarmúrinn áfram, ætti Alþingi að mæla fyrir um þetta hreinsunarverk, og bregðist Alþingi lika, gæti þjóðin hert á málinu með undirskriftum. Ég vil ekki að sinni mæla með þvi, að notuð sé Miðkvíslaraðferðin við að hreinsa Þingvöll, en vissulega finnur maður slikri aðferð margt til réttlætingar, þegar hugsað er um þessa hluti, sem mikill meiri- hluti þjóðarinnar fordæmir, og engar umbætur fást á, hvernig sem látið er. En fyrst og siðast vil ég biðja Þingvallanefnd að birta þjóðinni þær opinberu heimildir i erindisbréfi, er réttlæta verknað hennar og úthlutun sumarbu- staðalóða á þvi landi, sem henni var falið að gæta. Náttúruverndarmaður". UNGLINGS PILTUR 14-18 ARA óskast i sveit, helzt vanur. Upplýsingar i Arnarnesi við Eyjafjörð simi 96-32109 eða i Reykjavik i sima 32026. QUICK FÓTB0LTASKÓR Póstsendum Auglýsið í Tímanum Malarskór: Tornado, stærð 7-13, verð kr. 1565,00 Popular, stærð 3-8, verð kr. 1045,00 Leður-fótboltaskór (möl), stærð 37-43, verð kr. 605,00. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.