Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. maí 1972. TÍMINN Ingvar Gíslason kosinn varaforseti ráðgjafar- þings Evrópuráðsins Ráögjafarþing Evrópuráös hélt árlega vorráðstcfnu sina dagana 15.-19. mai i Strassburg i Elsass, þar sem höfuðstöðvar Evrópu- ráðs hafa verið fra stofnun þess 1949. Ráðstefnuna sóttu tveir Is- lenzkir fulltrúar, alþingis- mennirnir Jóhann Hafstein og Ingvar Gislason, sem var for- maður sendinefndarinnar. A fyrsta fundi ráðstefnunnar var kosinn forseti þingsins til næsta árs Vedo Vato þjóðþings- maður frá ítaliu. Ingvar Gisla- son, var kosinn, ásamt átta öðrum fulltrúum, frá ýmsum löndum, varaforseti til eins árs. Forseti og varaforsetar myrida forsætisnefnd, sem fer með yfir- stjórn þingsins. Mörg mál lágu fyrir þinginu, m.a. var rættt mjög itarlega um framtiðarstarfsemi Evrópu- ráðsins I ljósi þess, að tiu Evrópu- ráðsriki af 17 munu að Hkindum verða aðilar að Efnahagsbanda- laginu og taka upp mjög náið samstarf á þeim vettvangi. Sumir ræðumenn töldu, að starfsemi Evrópuráðs og ráðgjafarþings þess kynni að breytast nokkuð á næstu árum, en allir voru á einu máli um mikilvægi Evrópu- ráðsins um ókomna framtið. Formaður islenzku sendi- nefndarinnar tók þátt í umræðum um þetta efni. Lýsti hann m.a. afstöðu Islendinga til evrópskrar samvinnu og minnti á, að ís- lendingar hefðu ekki I hyggju að ganga I Efnahagsbandalagið fremur en sex önnur Evrópuriki. Lét Ingvar I ljós þá skoðun, að Evrópuráðið væri nauðsynlegt nú Það finnst kannski mörgum þetta vera einkennilegt farartæki, og það er það sannarlega. Það er komið frá Varnarliðinu og er eins konar bátur og bfll. Þegar þeir Bergur Lárusson og Kristinn Guðbrandsson voru IGullleitinniá Skeiðarársandi á dögunum, fengu þeir þetta farartækilánað, oghefur þaðreynzt vel iánum, sem liggja á sandinum, og eins er það gott á blautum sandinum. TimamyndGunnar SÍÐUSTU TÓNLEIKARNIR Ingvar Gislason. sem jafnan áður sem samstarfs- og umræðuvettvangur. Aformað er, aö næsti fundur ráðgjafaþings Evrópuráðsins verði i haust. SJ-Reykjavik. Lokatónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar Islands á þessu starfsári verða i Háskólabiói i kvöld kl. 21. Hljómsveitin hefur leikið á um 30 tónleikum i vetur i Reykjavik og úti á landi. Pianóleikarinn viðfrægi Shura Cherkassky verður einleikari á þessum tónleikum, en stjornandi er Bohdan Wodiczko. A efnisskrá er forleikur eftir Victor Urbancic, tileinkaður hljóðfæraleikurum Sinfóniuhljómsveitarinnar, pianókonsert nr. 1 eftir Tjækovski, Iberia eftir Debussy og Hary Janos svita eftir Kodaly. 1 júni leikur Sinfóniuhljóm- sveitin á Listahátið, við opnunina 4. júni og á tvennum tónleikum, þar sem Karsten Andersen, Yehudi Menhuin, André Previn og André Watts koma fram ásamt henni. Hassmálið: Upplýst um fleiri sending ar, sem búið er að neyta TRYGGINGAR Framhald af bls. 1 inu, auk stjórnar félaganna og nokkurra starfsmanna. I upphafi fundar minntist formaður stjórnarinnar, Erlendur Einars- son, eins af forvigismönnum félaganna, Jóns S. Baldurs, fyrrv. kaupfélagsstjóra á Blönduósi, sem lézt 1. ágúst 1971 og hafði átt sæti i fulltrúaráði félaganna frá upphafi. Fundarstjóri var kjörinn frú Sigriður Thorlacius, Reykjavik, og fundarritarar þeir Jón Einars- son fulltrúi, Borgarnesi, Jóhann Björnsson póstfulltrúi, Vest- mannaeyjum, Hallgrimur Sigurðsson skrifstofustjóri, Reykjavik, og Jón Rafn Guð- mundsson aðstoðarf ra m- kvæmdastjóri, Reykjavik. Erlendur Einarsson forstjóri flutti skýrslu stjórnarinnar. Kom þar fram m.a., að heildarið- gjaldatekjur Samvinnutrygginga námu tæpum 487 milljónum króna árið 1971, en það var 25. reikningsár félagsins, og höfðu iðgjaldatekjurnar aukizt um 17,5 milliónir króna. Heildariðeialda- tekjur Andvöku námu kr. 9.261.000.- og höföu aukizt um 25.87% frá fyrra ári. Iðgjalda- tekjur Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f., námu kr. 12.764.000.- á þessu fyrsta starfsári þess. Séu hins vegar iðgjöld allra félaganna, Samvinnutrygginga, Andvöku og Endurtrygginga- félagsins, tekin saman sem ein heild, verða þau kr. 508.8 milljón- ir. Er það ánægjuleg þróun eftir 25 ára islenzkt samvinnutrygg- ingastarf, að iðgjaldatekjurnar skuli hafa komizt yfir hálfan milljarð króna. Asgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri félaganna, skýrði ársreikninga þeirra, jafnframt þvi,að hann flutti itarlega skýrslu um starfsemina á árinu 1971. Reksturinn einkenndist af þeirri þróun, sem varð i efnahagsmál- um þjóðarinnar á árinu. 1 skýrslu sinni sagði fram- kvæmdastjóri m.a.: „Þrátt fyrir svokallaða verð- stöðvun, sem sett var með lögum i lok ársins 1970 og gilti allt árið 1971, varð veruleg hækkun á kostnaði félagsins, bæði beinum kostnaði og tjónakostnaði, eink- um kostnaði bifreiðatjóna, en ið- gjöld bifreiðatrygginga fengust ekki hækkuð þrátt fyrir brýna nauðsyn. Afleiðing þess varð sú, að árið 1971 var rekið með tapi, sem ner^'r tæpum 5 milljónum króna. *>að verður að vinna að þvi, að iðgjaldagrundvöllur hverrar tryggingagreinar verði þannig uppbyggður, að iðgjöldin geti staðið undir tjónum og kostn- aði, þannig að hagnaður einnar greinar verði ekki til langframa látinn standá undir tapi ann- arrar." Um bifreiðatryggingar sagði hann jn.a. „Eins og marg oft hefur komið fram, hefur afkoma bifreiða- trygginga verið mjög slæm undanfarin ár, en þó aldrei verri en nú, þegar iðgjöldin nægja ekki lengur til að standa undir tjóna- kostnaðinum. Umferðarslysin eru orðin geigvænleg. úr þessu verður að bæta með öllum tiltæk- um ráðum og verða allir, sem þessi mál varða, að taka höndum saman til að fækka umferðarslys- um og bæta umferðarmenningu okkar tslendinga. Það er raun- hæfasta ráðið til lækkunar tjóna- kostnaðarins. Sú ákvörðun rikis- stjórnarinnar i janúar s.l. að láta þá, sem tjóni valda, bera nokkurn hluta tjónsins, tel ég vera spor i rétta átt i þessu sambandi, sem stuðlar að þvi að draga úr um- ferðarslysunum, og er það vel." Heildartjón Samvinnutrygg- inga námu á árinu 1971 kr. 367.9 millj. og höfðu aukizt um kr. 64.9 milljónir eða 21.45%. Er um að ræða hækkun tjóna I öllum trygg- ingaflokkum nema endurtrygg- ingum. Tjónaprósentan árið 1971 var 75.56% af iðgjöldum á móti 64.54% árið 1970. Eins og áður hefur komið fram, urðu niðurstöður rekstrar Sam- vinnutrygginga á árinu 1971 TAP að fjárhæð kr. 4.825.140.- og er tapið allt af ökutækjatryggingum. Bifreiðatryggingar hafa nú i 5 ár verið reknar með halla, og er úti- lokað að láta það viðgangast lengur, að aðrar tryggingagrein- ar séu látnar bera uppi tap á þeim. Sjóðir Samvinnutrygginga námu i árslok 1971 kr. 412.5 millj., og höfðu aukizt um kr. 50.8 millj. á árinu. Tryggingasjóður Andvöku nam i árslok kr. 37 millj. og bónus- sjóður kr. 5.8 millj., en samanlögð tryggingarupphæð liftrygginga i gíldi er kr. 1.918. milljónir. OÓ-Reykjavik. Sifellt flækjast fleiri og fleiri aðilar inn i hassmálið, og eftir þvi sem rannsókninni miðar áfram, koma upp ný atriði, sem athuga þarf nánar. 1 sambandi við mál þeirra þriggja, sem sitja inni i Kópavogi, er komið upp annað hassmál. Fyrir liggur, að sömu aðilar hafa smyglað til landsins og dreift að minnsta kosti hálfu kilói af hassi um s.l. áramót, en það mál er ekki upplýst að fullu enn sem komið er. Dómsrannsókn er nú að hefjast i Reykjavik I máli þeirra, sem þar sitja i gæzlu, en sifellt bætist við þann hóp, sem yfirheyra þarf, vegna kaupa og neyzlu á hassi. A Akureyri gengur rannsóknin vel. Þar situr einn maður i gæzlu- varðhaldi, og er hann grunaður um að hafa dreift hassi úr send- ingunni, sem kom með Laxfossi. Við leit fann lögreglan 25 til 30 grömm af hassi i fórum manns- ins, en fullvist má telja, að hann hafi fengið meira magn, bæði á Akureyri og sent frá Reykjavik i pósti. Nokkrir Akureyringar hafa verið yfirheyrðir vegna grun- semda um hassneyzlu, en lög- reglan fyrir norðan telur, að ekki sé mikið um fIknilyfjaneyzlu þar, sem þó er hún einhver. Angi af málinu hefur náð vestur á Súgandafjörð. Þar lögðu nokkrir ungir menn saman i sjóð til hasskaupa og áttu aö fá úr Laxfosssendingunni. Voru þeir búnirað greiða fyrirfram, eins og fleiri, og komu einhverjir úr hópnum til Reykjavikur til að ná i pöntunina. Er verið að rannsaka þann anga málsins í Reykjavik og á Suðureyri. Þá er unnið að þvi að ná i tengi- liðina, sem útvega hassið er- lendis. Meðal þeirra eru Islendingar, sem búsettir eru ytra og eru I „góöum sambönd- um" við eiturlyfjaheildsala, sem eru vitanlega ekkert annaö en hreinræktaðir glæpamenn. Pappírsveizlan Nú er liðið næstum eitt og hálft ár siðan þessi þáttur hóf göngu sina hér i blaðinu. Hann hefur komið uppihaldslitið þennan tlma, en nú er komið að leiðar- lokum, og valda þvl fyrirhuguð vistaskipti. Engum getum skal að þvl leitt hvaða tilgangi svona þáttur þjónar, en hann hefur stundum verið höfundi sinum til skemmtunar, sem er eitt það versta, sem fyrir getur komið I blaðamennsku. Hún er sem kunnugt er ástunduð vegna annarra en blaðamanna sjálfra. Annars er biaðamennskan hér orðin svo hreinlif og full af heim- iltiiun, að hún verkar stundum á mann eins og flóuð mjólk. Þetta er svo sem gott og gilt hvað snert- ir fréttirnar einberar. Þær eru beztar sem stytztar og gagnorð- astar. En slikur harður texti segir aldrei nema hluta af mannlifinu. Þess vegna geta mál þingin þjón- að þeim tilgangi að segja ein- hverja aðra sögu, sem hvorki er studd heimildum né tilvitnunum. Annars ber ekki að lasta þá þróun, sem orðið hefur I blaða- mennskunni. Hún hefur vaxið að veg og gildi og skapað sér ýmiss konar innri lögmál, sem fyrst og frémst snúast um að vernda ein- staklinginn fyrir hnjaski. Séu blaðamenn viðkvæmir fyrir ein- hverju, þá eru þeir viðkvæmir fyrir meðferð persónumála, þvl að fæstir munu vita betur en þeir hve litlu verðuV bætt, það sem úr- skeiðis kann að fara i meðferð neikvæðra skrifa. Enda er nú langt slðan spáfréttin leið undir lok, eða frétt án heimilda, en I einn tima þóttu ýms lausaskot bera vott um fjörlega blaða- mennsku. Og vist var hún litrlk- ari, en hún átti til með að fara verr með menn og málefni en sá harði texti, sem nú tlðkast. Blöð hafa skyldur við kaupend- ur sina. Þær skyldur eru svo þungar á metunum, að segja má að lif blaða sé háð þvl, hvernig tekst að rækja þær skyldur. Þau eiga að vera sem almennastur vettvangur, hver svo sem útgef- andinn er. Stundum er talaö, um, að hér vanti svo.nefnd óháð blöð. En hbaða blað er ekki I ein- hverjum mæli háð eigendum sin- um, jafnvel þótt einstaklingar séu, hlutafélög eða stjórnmála- flokkar. Það sem gerir blöð óháð er samvizka blaðamanna, og þeir sterku einstaklingar, sem meta meira trúnað sinn við almenning en eitthvert smavægilegt skytteri. Einungis góð og trúverðug blaðamennska skapar gagn- kvæmt traust, en vöxtur og við- gangur pressunnar I heild nærist á þvl trausti. Sagt hefur verið, að blaða- mennskan sé slitandi starf. Hún er það kannski i fyrstu, en þeir sem staldra eitthvað við, fá fljót- lega sigg á hinar viðkvæmari taugar. Það kemur upp I vana að fjalla um grátinn eða hláturinn I samfélaginu. Þeir bræður verða aðeins að mismunandi stórum fréttum. Heift og hamingju á starfsvettvangi standa menn nokkurn veginn af sér með jafn- aðargeði, og hól og skammir hrynja af mönnum eins og þegar stökkt er vatni á gæs. Og fyrr en varir eru liðin ótal mörg ár, sem áttu kannski að fara til annars. Menn hefur borið fyrir á sviðinu, einn á fætur öoruiii Samtlðin hefur vonað upp á suma þeirra. Aðrir hafa fallerast. Og þá beztu hefur dauðinn tekið. Það skal alltaf vera hann, sem hirðir ung- ann úr okkur. Langmestur hluti blaða- mennskustarfsins er unninn af hljóðlátu fólki, sem stendur álengdar, þegar atburðirnir ger- ast. Þetta fólk er vitni að sam- timanum, og skrif þess hverfa jafuótt I glatkistuna, af þvi að blöðin eru eins og einherjar. Þau risa að morgni og deyja að kvöldi, en veizlan varir samt stöðugt — þessi óguðlega pappirsveizla, þar sem þeir eru drukknir undir borð- ið, sem fara ógætilega. Að svo mæltu bið ég blaðamönnum allrar blessunar og kveð lesendir mina með söknuði. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.