Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN Of langur fyrir þýzka vegi en ekki fyrir okkur? SJ—Reykjavik. Þessa mynd tók Guðjón Einars- son ljósmyndari Timans inni í Bifreiðaeftirliti i gær, föstudag, af lengsta farþegabil á landinu. Bifreiðin er 13 metrar að lengd og tekur 61 farþega. Hún er eign Þingvallaleiðar. Leyfi fékkst ekki til að aka þessum bil i Þýzka- landi, og því varð að flytja hann á flutningabil til Kaupmanna- hafnar—þaðan, sem hann kom hingað. AÐSTOÐARSKOLASTJORAR VIÐ ÞRJÁ MENNTASKÓLA - auglýst eftir slikum við MH, MA og MR EB-Reykjavik. Nú á að fara að ráða aðstoðar- skólastjóra við þrjá fjölmennustu menntaskóla landsins, Mennta- skólann á Akureyri, Menntaskól- ann við Hamrahlið og Mennta- Fjölmenni við jarðarför Binna Klp-Reykjavik. A laugardaginn var gerð frá Landakirkju i Vestmannaeyjum ^útför Benónýs Friðrikssonar skipstjóra, sem var þjóðfrægur undir nafninu Binni í Gröf. Kirkjan var fullsetin og athöfn- in öll hin hátiðlegasta. Allir Vest- mannaeyjabátar voru i höfn þennan dag, og var flaggað i hálfa stöng á þeim öllum. Binni i Gröf var 68 ára gamall þegar hann lézt. Hann hót aö sækja sjóinn rétt 12 ára gamall og var alla tið einn mesti aflamaður, sem á fiskimið Islendinga hefur sótt. Hann var kvæntur Katrinu Sigurðardóttur frá Hvolshreppi, sem lifir mann sinn ásamt 8 börn- um þeirra. Danska skipið náðist á flot Danska skipið, sem strandaði i Hornafjarðarósi fyrir réttri viku, losnaði úr sandbotninum og komst á flot snemma að morgni miðvikudags. Þegar skipið kom til Horna- fjarðar, var ekki kallað á hafn- sögumann, og stýrimaður ætlaði að sigla skipinu alla leið að bryggju, en þarna er vandrötuð siglingaleið og sandgrynningar i ósnum. Strandaði skipið á flóði, og var þvi erfitt um vik að ná þvi á flot aftur. Skipið var með áburðarfarm, og nokkrum dögum eftir að það strandaði, kom annað skip frá sama skipafélagi og var 160 tonn- um af farminum skipað yfir i það. Á háflóði i fyrrinótt var settur vir á milli skipanna. Siðan togaði þaðy sem siðar kom, en vélar strand- aða skipsins voru keyrðar á fullu, og tókst þannig að koma þvi á flot. Eru bæði skipin nú á Hornafirði. Vinnubúðir æskulýðsstarfs kirkjunnar á Vestfjörðum OV-Reykjavik 1 fyrrasumar gerði Æskulýðs- starf Þjóðkirkjunnar tilraun með vinnubúðir unglinga á Vestfjörð- um. Gafst sú tilraun svo vel, að i sumar verður framhald á starf- seminni, og i þetta skiptið á tveimur stöðum, i Tálknafirði og á Flateyri við önundarfjörð. Munu unglingarnir vihna þar fyrir mat sinum við fiskvinnslu i frystihúsum staðanna, og njóta ennfremur leiðsagnar við kvöld- vökugerð og iþróttir. Ekki verður þó sizt lögð áherzla á umræður um vandamál unglinganna sjálfra og helgihald. Á Flateyri verða i sumar ein- göngu stúlkur, og þurfa þær að verða að minnsta kosti 15 ára i ár. Hefst fyrri flokkurinn þar 18. júni, en sá seinni 15. júli: dvelja allir hóparnir i þrjár vikur. A Tálknafirði verða bæði piltar og stúlkur, eins og i fyrra, og hefst fyrri hópurinn 21. júni. Aðalleiðbeinandi þar verður guð- fræfcineminn Jakob Hjálmarsson, sem einnig stjórnaði i fyrra, en honum til aðstoðar verða þau Guðmundur Jörundsson iþrótta- kennari og Sigrún Helgadóttir kennari: Á Flateyri verða leið- beinendur þau Þóra Kristinsdótt- ir kennari og Þorvaldur Helgason háskólanemi. Innritun er þegar hafin á skrif- stofu æskulýðsfulltrúa, Klappar- stig 27, simi 12236. skólann við Lækjargötu. Hefur menntamálaráðuneytið auglýst stöðurnar, og þurfa þeir sem ætla sér að ná þessum stöðum, að vera búnir að skila umsóknum sfnum fyrir 15. næsta mánaðar. Fara þessar ráðningar fram samkvæmt reglugerð frá siðasta ári um menntaskj Samkv. reglu- gerðinni eiga aðstoðarskóla- stjórarnir að vera ráðnir af menntamálaráðuneytinu til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastiginu. í reglugerðinni segir, að að- stoðarskólastjóri skuli vera stað- gengill skólastjóra og honum til aðstoðar við daglega stjórn skól- ans, skýrsluhald, gerð stundar- skrár og próftöflu og framkvæmd prófa. Þá segiri reglugerðinni, að aðstoðarskólastjóri eigi ásamt deildarstjórum að annast kynn- ingu kjörsviða og valfrjálsra greina meðal nemenda. Snjór á Landmannaleið KJ-Reykjavik. Um hvitasunnuna komust ferðalangar i Landmannalaugar, þótt snjór væri á Frostastaða- hálsi. Voru þarna á ferð menn á jeppum og mundu þeir vera þeir fyrstu, sem gista Landmanna- laugar nú um nokkurt skeið. Þá var nokkuö um ferðamenri i Veiðivötnum, en þangað fóru bæði hópferðabifreið á vegum Ferðafélagsins og einstaklingar á jeDpum. I Galtalækjarskógi tjaldaði svo fólk, sem ekki var á fjallabilum, eða jeppum, og naut útiverunnar þar i náyist Heklu. Maður vanur tré- og múrverki óskar eftir að taka að sér VERK ÚTI Á LANDI Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: SUMAR1315. BATUR OSKAST Vil kaupa 10-16 tonna bát, helst planka- byggðan. Má þarfn- ast viðgerðar á bát og vél. Simi 32101. SVEIT 11 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili til snúninga. Simi 32865. BENZIN LAND/ROVER-VÉLAR Af sérstökum ástæðum hefi ég til sölu nokkrar vélar af þessari gerð. Vatnsþétt rafkerfi, 24 v.startari, 24 v.Alternator 1500 watta. Seljast ódýrt. Agúst Jónsson, Hverfisgötu 14. R. Sfmar 25652/17642. Box 1324. FIRMAKEPPNI Hestamannafélagið Sörli i Hafnarfirði heldur sina árlegu firmakeppni á skeiftvelli sinum við Kaidárselsveg laugardaginn 27. þ.m. Um leið fer fram úrtaka gæðinga fyrir Fjórðungsmótið að Hellu. Nefndin. HROSSA- SYNINGAR 1972 ¦^fv Forskoðun kynbótahrossa vegna auka- fjórðungsmóts á Norðurlandi verður þannig: 6. júni á Húsavik 7. júni Þingeyjasýslur 8. júni Eyjafjörður 9. júni Eyjafjörður og Akureyri kl. 16 10. júni Skagafjörður og Sauðárkrókur kl. 14 11. júni Hólar 12. júni Skagafjörður 13. júni Austur-Húnavatnssýsla 14. júni Vestur-Húnavatnssýsla. Stóðhestar verða sýndir 3 vetra,ótamdir ef glæsilegir eru og vel ættaðir. Munið að af- kvæmasýna hryssurnar. Þátttöku þarf að tilkynna strax til formanna hestamanna- félaganna eða stjórna hrossaræktunar- sambandanna. Búnaðarfélag íslands — Hrossaræktin. Sumarbúðir í þýzka Alþýðulýðveldinu Æskulýðssamtök Þýzka Alþýðulýðveldis- ins bjóða 10 börnum á aldrinum 12-14 ára til ókeypis dvalar i sumarbúðum i Prerow við Eystrasalt á timabilinu 2. - 24. júli. Farið verður frá Reykjavik 1. júli og komið aftur 27. júli. Þátttakendur greiða einungis ferðakostn- að, sem er áætlaður ca. kr. 18.000.00. Með hópnum verður islenzkur fararstjóri. Umsóknir sendist Islensk-þýzka menn- ingarfélaginu, Laugavegi 18, 4. hæð, Simi 21620.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.