Tíminn - 25.05.1972, Síða 5

Tíminn - 25.05.1972, Síða 5
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN 5 Of langur fyrir þýzka vegi en ekki fyrir okkur? SJ—Reykjavik. Þessa mynd tók Guðjón Einars- son ljósmyndari Timans inni i Bifreiðaeftirliti i gær, föstudag, af lengsta farþegabíl á landinu. Bifreiðin er 13 metrar að lengd og tekur 61 farþcga. Hún er eign Þingvallaleiðar. Leyfi fékkst ekki til að aka þessum bil i Þýzka- landi, og þvi varð að flytja hann á flulningabil tii Kaupmanna- hafnar—þaðan, sem hann kom hingað. AÐSTOÐARSKOLASTJORAR VIÐ ÞRJÁ MENNTASKÓLA - auglvst eftir slíkum við MH, MA og MR skó,a"n v,ð v.œkJar*jítu- nefur ° 3 7 0 menntamalaraðuneytið auglyst EB-Reykjavik. menntaskóla landsins, Mennta- stöðurnar, og þurfa þeir sem ætla Nú á að fara að ráða aðstoðar- skólann á Akureyri, Menntaskól- sér að ná þessum stöðum, að vera skólastjóra við þrjá fjölmennustu ann við Hamrahlið og Mennta- búnir að skila umsóknum sinum ■ fyrir 15. næsta mánaðar. Fjölmenni við jarðarför Binna Klp-Reykjavik. A laugardaginn var gerð frá Landakirkju i Vestmannaeyjum útför Benónýs Friðrikssonar skipstjóra, sem var þjóðfrægur undir nafninu Binni i Gröf. Kirkjan var fullsetin og athöfn- in öll hin hátiðlegasta. Allir Vest- mannaeyjabátar voru i höfn Danska skipið, sem strandaði i Hornafjarðarósi fyrir réttri viku, losnaði úr sandbotninum og komst á flot snemma að morgni miðvikudags. Þegar skipið kom til Horna- fjarðar, var ekki kallað á hafn- sögumann, og stýrimaður ætlaði að sigla skipinu alla leið að bryggju, en þarna er vandrötuð siglingaleið og sandgrynningar i ósnum. Strandaði skipið á flóði, þennan dag, og var flaggað i hálfa stöng á þeim öllum. Binni i Gröf var 68 ára gamall þegar hann lézt. Hann hóf aö sækja sjóinn rétt 12 ára gamall og var alla tið einn mesti aflamaður, sem á fiskimið Islendinga hefur sótt. Hann var kvæntur Katrinu Sigurðardóttur frá Hvolshreppi, sem lifir mann sinn ásamt 8 börn- um þeirra. og var þvi erfitt um vik að ná þvi á flot aftur. Skipið var með áburðarfarm, og nokkrum dögum eftir að það strandaði, kom annað skip frá sama skipafélagi og var 160 tonn- um af farminum skipað yfir i það. A háflóði i fyrrinótt var settur vir á milli skipanna. Siðan togaði þaðy sem siðar kom, en vélar strand- aða skipsins voru keyrðar á fullu, og tókst þannig að koma þvi á flot. Eru bæði skipin nú á Hornafirði. Fara þessar ráðningar fram samkvæmt reglugerð frá siðasta ári um menntaskj Samkv. reglu- gerðinni eiga aðstoðarskóla- stjórarnir að vera ráðnir af menntamálaráðuneytinu til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastiginu. 1 reglugerðinni segir, að að- stoðarskólastjóri skuli vera stað- gengill skólastjóra og honum til aðstoðar við daglega stjórn skól- ans, skýrsluhald, gerð stundar- skrár og próftöflu og framkvæmd prófa. Þá segiri reglugerðinni, að aðstoðarskólastjóri eigi ásamt deildarstjórum að annast kynn- ingu kjörsviða og valfrjálsra greina meðal nemenda. Snjór á Landmannaleið KJ-Reykjavik. Um hvftasunnuna komust ferðalangar f Landmannalaugar, þótt snjór væri á Frostastaöa- hálsi. Voru þarna á ferð menn á jeppum og mundu þeir vera þeir fyrstu, sem gista Landmanna- laugar nú um nokkurt skeið. Danska skipið náðist á flot Vinnubúðir æskulýðsstarfs kirkjunnar á Vestfjörðum OV-Reykjavik 1 fyrrasumar gerði Æskulýðs- starf Þjóðkirkjunnar tilraun með vinnubúðir unglinga á Vestfjörð- um. Gafst sú tilraun svo vel, að i sumar verður framhald á starf- seminni, og i þetta skiptið á tveimur stöðum, i Tálknafirði og á Flateyri við önundarfjörð. Munu unglingarnir vinna þar fyrir mat sinum við fiskvinnslu i frystihúsum staðanna, og njóta ennfremur leiðsagnar við kvöld- vökugerð og iþróttir. Ekki verður þó sizt lögð áherzla á umræður um vandamál unglinganna sjálfra og helgihald. Á Flateyri verða i sumar ein- göngu stúlkur, og þurfa þær að verða að minnsta kosti 15 ára i ár. Hefst fyrri flokkurinn þar 18. júni, en sá seinni 15. júli: dvelja allir hóparnir i þrjár vikur. A Tálknafirði verða bæði piltar og stúlkur, eins og i fyrra, og hefst fyrri hópurinn 21. júni. Aðalleiðbeinandi þar verður guð- fræðineminn Jakob Hjálmarsson, sem einnig stjórnaði i fyrra, en honum til aðstoðar verða þau Guðmundur Jörundsson iþrótta- kennari og Sigrún Helgadóttir kennari. Á Flateyri verða leið- beinendur þau Þóra Kristinsdótt- ir kennari og Þorvaldur Helgason háskólanemi. Innritun er þegar hafin á skrif- stofu æskulýðsfulltrúa, Klappar- stig 27, simi 12236. Þá var nokkuð um ferðamenri i Veiðivötnum, en þangað fóru bæði hópferðabifreið á vegum Ferðafélagsins og einstaklingar á jeDpum. 1 Galtalækjarskógi tjaldaði svo fólk, sem ekki var á fjallabilum, eða jeppum, og naut útiverunnar þar i návist Heklu. Maður vanur tré- og múrverki óskar eftir að taka að sér VERK ÚTI Á LANDI Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: SUMAR 1315. BÁTUR ÓSKAST Vil kaupa 10-16 tonna bát, helst planka- byggðan. Má þarfn- ast viðgerðar á bát og vél. Simi 32101. BENZIN LAND/ROVER-VÉLAR Af sérstökum ástæðum hefi ég til sölu nokkrar vélar af þessari gerð. Vatnsþétt rafkerfi, 24 v.startari, 24 v.Alternator 1500 watta. Seljast ódýrt. Agúst Jónsson, Hverfisgötu 14. R. Simar 25652/17642. Box 1324. FIRMAKEPPNI Hestamannafélagið Sörii i Hafnarfirði heldur sina árlegu firmakeppni á skeiðvelli sinum viö Kaldárselsveg laugardaginn 27. þ.m. Um leið fer fram úrtaka gæðinga fyrir Fjórðungsmótið að Hellu. Nefndin. HROSSA SÝNINGAR 1972 Forskoðun kynbótahrossa vegna auka- fjórðungsmóts á Norðurlandi verður þannig: 6. júni á Húsavik 7. júni Þingeyjasýslur 8. júni Eyjafjörður 9. júni Eyjafjörður og Akureyri kl. 16 10. júni Skagafjörður og Sauðárkrókur kl. 14 11. júni Hólar 12. júni Skagafjörður 13. júni Austur-Húnavatnssýsla 14. júni Vestur-Húnavatnssýsla. Stóðhestar verða sýndir 3 vetra,ótamdir ef glæsilegir eru og vel ættaðir. Munið að af- kvæmasýna hryssurnar. Þátttöku þarf að tilkynna strax til formanna hestamanna- félaganna eða stjórna hrossaræktunar- sambandanna. Búnaðarfélag íslands — Hrossaræktin. Sumarbúðir í þýzka Alþýðulýðveldinu Æskulýðssamtök Þýzka Alþýðulýðveldis- ins bjóða 10 börnum á aldrinum 12-14 ára til ókeypis dvalar i sumarbúðum i Prerow við Eystrasalt á timabilinu 2. - 24. júli. Farið verður frá Reykjavik 1. júli og komið aftur 27. júli. Þátttakendur greiða einungis ferðakostn- að, sem er áætlaður ca. kr. 18.000.00. Með hópnum verður islenzkur fararstjóri. Umsóknir sendist Islensk-þýzka menn- ingarfélaginu, Laugavegi 18, 4. hæð, Simi 21620. SVEIT 11 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili til snúninga. Simi 32865.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.