Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Bankalán til samvinnu- félaganna stórminnkuðu á árunum 1966 - 1968 - segir í nýútkomnu hefti af samvinnuritinu Hlyni Fimmtudagur 25. mai 1972 SJ-Reykjavik. 1 4 tbl. Hlyns, mánaðarrits um samvinnumal, sem er nýkomið út, er m.a. birtur útdráttur úr skýrslu Skipulagsdeildar Sam- bandsins um efnahag og rekstur kaupfélaganna á árunum 1966 - 1970. Þar kemur m.a. i ljós, að bankalán til kaupfélaganna á timabiiinu 1966 til 1968 hafa slór- minnkað. t greininni i Hlyn segir: „Sérstaka athygli vekur og það, sem segir i skýrslunni um heildarstöðu félaganna gagnvart bönkum og sparisjóðum landsins. Inneiginir félaganna i þeim auk- ast verulega á timabilinu úr 20 millj kr. i árslok 1966 upp i 70 millj. kr. i árslok 1970. Yfirdráttarfyrirgreiðsla hækkar hins vegar úr 145 millj. kr. i árslok 1966 upp i 174 millj. kr. i árslok 1968, en siðan blasir við sú furðulega staðreynd.að i árs- lok 1970 hefur þessi tala lækkað niður i 129 millj. kr. Þannig hefur yfirdráttarfyrirgreiðsla, að frá- dregnum innistæðum hjá banka- og sparisjóðakerfi landsins lækkað um meira en helming, eða 53 af hundraði á timabilinu öllu. Þetta gerist á sama tima og vitað er, að útlán - yfirdrættir jafnt sem önnur útlán — hafa aukizt stórlega." Einnig er frá þvi greint, að kaupfélögum i landinu (með fulla starfsemi) fækkaði úr 55 félögum árið 1966 i 47 félög árið 1970. Heildarvelta kaupfélaganna hefur hins vegar aukizt i krónu- tölu úr 4.007 millj. 1966 i 6.894 millj. 1970. Beituskurðar- og kinna- vél sem sparar mikið ÞÓ—Reykjavik. Fyrir stuttu gafst blaða- mönnum kostur á að sjá beitu- skurðarvél og kinnavél, sem þeir félagar Jóhann Páísson og Guðjón Ormsson hafa fundið upp og smiöað. Beituskurðarvélin sparar mann við beituskurðinn og afköst hennar eru 35—40 kg. á minútu. Að auki er talið, að skurðurinn á sildinni verði jafnari, þannig að 1 1/2 til 2 kg. sparist á hvert bjóð, sem beitt er. Þeir félagar Guðjón og Jóhann, sögðu, að fyrir nokkrum árum hefðu þeir fundið upp beitu- skurðarvél, og hefðu þær vélar vakiö athygli útvegsmanna og sjómanna. Við notkun kom i ljós, að þær léttu störfin og spöruðu vinnuafl til muna, en þær reyndustekki nógu sterkbyggðar, og þá einkum hnifarnir. Það tók þá um fjögur ár að fullgera vélina, en þegar þeir voru búnir að þvi, var áhugi fyrir linu- veiðum svo til búinn. En nújpegar breytt viðhorf eru i útvegsmálum, hafa þeir smiðað nýja beitu- skurðarvél, véldrifna og afkasta- meiri en hinar fyrri. Sé miðað við 45 bjóð er sildar sparnaður að verðmæti i róðri um 2000 kr., miðað við sildarverð siðustu vertiðar. Bátar, sem róa 100 róðra á vertið spara þvi i kringum 200. þús. kr., en áætlað verð á vélinni er um 150 þús. kr. Þeir Guðjón og Jóhann sögðu, að i upphafi hafi þeir aðeins hugsað sér kinnavéina til að létta störf fisksalanna og einstaklinga, sem fást við að kinna þorkshausa. Þetta hefði tekiztsvo vel, að I ljós kom, að hér var um geysilega verðmætasköpuri að ræöa, með þvi að breyta á vélrænan hátt vöru úr verðlitlu úrgangsefni, i vörur, sem eru eftirsóttar til manneldis, ekki eingöngu á inn- lendum markaði heldur einnig erlendis. Vélsú, er var til sýnis,er þriöji áfangi þeirra félaga i þessum tilraunum, og hefur nú tekizt að auka afköst kinnavélarinnar úr 20 kg. i 40 kg. Með frekari til raunum töldu þeir félagar, að auka mætti afköst vélarinnar úr 40 kr. i 80 kg. á klukkustund. Er þeim áfanga verður náð, getur fiskverkandi sparað sér 200 þús. kr. á vertið, með þvi að nota vélina, við að kinna. Atriði úr ballettunum, sem sýndir verða i Þjóöleikhúsinu á föstudag oglaugardag. (Tfmamynd Gunnar) Fundur um herstöðvarmálið: Samþykkti að kjósa 25 manna starfshóp um málið Tveir ballettar í Þjóðleikhúsinu Á þriðjudagskvöldið 16. mai siðastliðinn var haldinn almennur umræðufundur i samkomuhúsinu Glæsibæ, um herstöðvamálið Á fundinn komu rösklega 300 manns og tóku fjölmargir til máls. Eftirfarandi fundarsamþykkt var gerö: Fundurinn samþykkir að kjósa 25manns i starfshóp^sem myndar miðstöð þess starfs, sem fram- undan er á næstu vikum til að efla baráttu þjóðarinnar gegn erlend- um herstöðvum og i þvi skyni að knýja á um framkvæmd þess ákvæðis stjórnarsáttmálans, er lýtur að brottför bandariska hers- ins af tslandi. Fundir i starfsmiðstöðinni eru haldnir á föstum tima og eru þeir opnir. Verkefni miðstöðvarinnar er' m.a. að efna til almennra stuðn- ingsmannafunda til aö taka endanlegar ákvarðanir um stefnumótun og tilhögun aðgerða. Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að annars vegar verði efnt til funda og ráðstefnuhalds i Reykjavik og úti á landi, og hins vegar fjöldaaðgerða. Þá telur fundurinn mikilvægt, að myndað- ir verði starfshópar, sem taki að sér rannsókn á ýmsum hliöum herstöðvarmálsins. A föstudaginn verða frumsýnd- ir tveir nýir ballettar i Þjóðleik- húsinu, og eru þeir báðir samdir af ballettmeistara leikhússins, Vasil Tinterov. Fyrri ballettinn nefnist „Prinsinn og rósin", og hefur Karl O. Runólfsson samið tónlistina, og mun það vera með þvi siðasta,sem Karl samdi af tónlist. Flutningstimi á þessum ballett er um 50 min. Aðalhlutverkin eru dönsuð af ballettmeistaranum sjálfum, Vasil Tinterov, og Oddrúnu Þor- björnsdóttur, en um 25 dansarar koma fram i þessum ballett, en þei eru flestir nemendur á List- dansskóla Þjóðleikhússins. Hinn ballettinn, sem Vasil Tinterov hefur samiö, heitir Amerikumaður i Paris við hina þekktu tónlist George Gershwin. Helztu hlutverkin i þeim ballett eru dönsuð af Ingibjörgu Björns- dóttur og ballettmeistaranum sjálfum. Tiu dansarar koma fram i þess- um balletti, og er sýningartfminn ca. 20 min. Vasil Tinterov er búlgarskur að ætt og uppruna, og er hann 29 ára gamall. Hann stundaði nám i niu ár við þekktasta ballettskólann i Búlgariu og starfaði sem sóló- dansari i 4 ár við óperuna i Sofiu. Einnig hefur hann starfað bæði i Vinarborg og Leipzig. S.l. tvö ár hefur hann haft aðsetur i Stokk- hólmi og verið sólódansari þar hjá þekktum dansflokkum, m.a. hjá Cramerballettinum, sem er einn af kunnustu ballettum Svi- þjóöar. Auk þess hefur hann samið balletta fyrir sænska sjón- varpið og dansað með i þeim sýn- ingum. Hann var ráðinn ballett- meistari við Þjóðleikhúsið s.l. haust og hefur verið aðalkennari og stjórnandi Listdansskólans i vetur. önnur sýning á ballettunum verður á laugardaginn. Hljóm- sveitarstjóri er Carl Billich, og hefur hann útsett tónlistina. Leik- myndateikningar og búninga- teikningar gerði Barbara Arna- PRESTKOSNINGAR SJ — Reykjavik. Prestkosning fór fram i Söðuls- holtsprestakalli i Snæfellsness- og Dalaprófastdæmi 7. mai s.l. og i Mælifellsprestakalli i Skaga- fjarðarprófastdæmi 11. mai s.l. Atkvæði voru talinn i presta- köllunum á Skrifstofu biskups miövikudag. Um Söðulsholts- prestakall var einn umsækjandi Einar Jónsson cand. theol. A kjörskrá voru 224 þar af kusu 140. Umsækjandi hlaut 127 atkvæöi, 13 seðlar auðir og kosningin var lög- mæt. Um Mælifellsprestakall var einn urnsækjandi, sr. Agúst Sigurðsson prestur i Ólafsvik. Þar voru á kjörskrá 189, en 143 kusu. Umsækjandinn hlaut 139 atkvæöi 4 seðlar auðir og kosningin var lögmæt. Þess má geta, aö oft er litil þátttaka i prestkosningum. 1 þessum tilvikum báðum var hins vegar óvenju mikil þátttaka, i Söðulsholtsprestakalli 62,5% og i Mælifellsprestakalli 75,6%. 1 Abæjarsókn, sem heyrir undir siðara prestakallið tóku 100% kjósenda þátt i kosningunni og 86% i Mælifellssókn sjálfri. Landhelgis-Fokkerinn kominn Hin nýja Fokker Friendship flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-SYR á Reykjavikurflugvelli I gærdag. Timamynd Gunnar. ÞÖ-Reykjavik Hin nýja Fokker Friendship flugvél Langhelgisgæzlunnar kom til landsins á hvitasunnudag. Vélinni haföi verið flogið til Is- lands frá Japan i 12 áföngum. Var lagt af stað frá Japan 13.mai og komið hingað þann 21.mai. Ingimar Sveinbjörnsson, flug- stjóri hjá Flugfélagi tslands, var flugstjóri á heimleið, en með Ingimar i förinni voru Jón Pétursson.flugmaður og Steindór Jónsson, flugvélstjóri. Þessi nýja Fokker vél Land- helgisgæzlunnar ber einkennis- stafina TF-SYR. Litur vélin i alla staði mjög vel út og Ingimar Sveinbjörnsson flugstjóri lét mjög vel af vélinni. Flugmenn Landhelgis- gæzlunnar eru nú á Fokker-nám- skeiði hjá Ft og á næstunni er gert ráð fyrir, að Ingimar fari með flugmenn Landhelgisgæzlunnar i þjálfunarferðir, enda er hug- myndin að koma vélinni, sem fyrst i gagnið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.