Tíminn - 25.05.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 25.05.1972, Qupperneq 7
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN 7 hann fengi að heyra, hvað hann hefur i skatta. Trúlega er það ekki nein smáupphæð, þvi leikararnir er flestir nokkuð tekjuháir, svo ekki sé meira sagt. ár hafa lettneskar flugvélar meira en tvöfaldazt að lengd og farþegafjöldinn er nú yfir þrjár milljónir á ári. ★ Spanskir bilar seldir i Frakklandi I fyrsta sinn i áratugi eru spænskir bílar komnir á markað i Frakklandi. Bilarnir likjast nokkuð Fiat-850 og eru fram- leiddir i Barcelona hjá fyrir- tækinu. A þessu ári hafa 196 bilar af þessari gerð verið seldir i Frakklandi. Siðast þegar spænskir bilar voru fluttir til Frakklands voru það sportbilar af gerðinni Pegaso Z 102 og var það árið 1951, en ekki voru þeir nú fleiri en fimmtán, sem seldir voru yfir landamærin. Vilji menn frétta af spænskum bila- útflutningi þar á undan þarf að leita allt aftur til fyrri heims- styrjaldarinnar, eða áranna þar á undan 1907 til 1911 þegar frægir og mjög dýrir bilar, Hispano-Suiza voru fluttir til Frakklands og reyndar til ýmissa annarrra landa, en kaupendurnir voru meðal auð- manna heimsins. En það eru fleiri bilategundir en þessir spænsku bilar, sem byrjað er að selja nýverið i Frakklandi. Til tiðinda telst þar landi, að þangað hafa verið fluttir 156 pólskir fiatar á þessu ári, en fyrireinu árisáust þeir ekki. Nú eru tékknesku skódarnir i Frakklandi orðnir 300 talsins, en voru aðeins 66 fyrir einu ári. Japönsku Toyoturnar eru 119 en voru aðeins tvær fyrir einu ári, og Datsun-bilar eru nú 108 en voru áður fjórir. Siðast nefndu bflategundirnar hafa hafið inn- reið sina hérlendis, en þá er bara að vita, hvenær við fáum tækifæri til þess að kaupa þann spánska sem fyrstur var nefndur. ★ Sigurvegari í pylsuáti ► Það er hægt að verða sigur- vegari á mörgum sviðum. Hér sjáið þið Dereen Maunsell frá London vera að æfa sig fyrir keppni um titilinn Pylsuætan en Dereen bar sigur úr býtum i siðustu keppni um þennan titil fyrir fjórum árum, en þá fór- keppnin fram i Waterloo stöðinni i London. en þar vinnur Dereen einmitt við að bera fólki te. Þegar hún sigraði siðast át hún 300 gr á 65 sekúndum. Ævisaga Ninu að koma út Nina van Pallandt, söngkonan, sem lengst af var þekktust fyrir að syngja með manni sinum Friðrik, en kom nokkuð við sögu, þegar mest gekk á út af ævisögumálum Howard Hughes nú nýverið, fær fljótlega ævisögu sjálfrar sin út- gefna. Það var John Marshall skemmtikraftaumboðsmaður, sem tilkynnti, að útgá’fufyrir tækið Walker & Co hetði sam- þykkt að greiða Ninu álitlega upphæð fyrir ævisögu hennar, og mun bókin koma út i sept- ember næst komandi. Nina vakti mjög mikla athygli, þegar hún skýrði frá þvi i yfir- heyrslum vegna Hughes — ævi- sögunnar, að Irving, sá, sem skrifaði falsævisöguna, héfði verið hjá henni, þegar hann þóttist hafa verið hjá Howard Hughes að safna upplýsingum um hann fyrir ævisöguskrif in. * Gaf leikaranum golf- kylfu Nixon forseti bauð leikaranum Bob Hope heim til sin tilHvita hússins, nú nýverið, og færði honum að gjöf golfkylfu með merki forsetans sjálfs á. Leikarinn sagði á eftir, að þótt þeir væru vinir, forsetinn og hann,hefði heimboðið ekki verið til þess eins, að forsetanum gæfist kostur á að eefa sér enlf- kylfuna, heldur öllu fremur til þess að reyna að gera sig ánægðan nú þegar skattarnir væru að koma. Hefur forsetinn þvi liklega reiknað með.að leik- arinn yrði heldur óhress, þegar Ventspils mikilvæg oliuútflutningshöfn Lettnesku hafnirnar Riga, Liepaja og Ventspils, sem margir þekkja úr skipa- fréttunum hér, eru mikilvægar fyrir stóra hluta Sovétrikjanna utan lettnesku landamæranna. Um 30% af vörum til og frá öllum baltisku löndunum fer um þessar hafnir. Ventspils er orðin mikilvæg miðstöð fyrir sovézkan oliuflutning. Lettnegkir sjómenn veiða i Atlanzhafinu allt til stranda hitabeltislanda Afriku og Norður-Atlanzhafs. Siðasta ár var afli þeirra 34 sinnum meiri en aflinn 1940. Riga, höfuðborg lettneska lýðveldisins, hefur flugsam- göngur við yfir 50 borgir i öllum Sovétrikjunum. Siöustu fimm Stærsta verksmiöjusvæði austanveröum Sovétrikj- unum I nágrenni borgarinnar Krasnojarsk i Siberiu, hefur verið lagður grunnur að verk- smiðjubyggingum, sem verða hinar stærstu i vélaiðnaðinum austan Úralfjalla. Verksmiðju- svæðið verður 100 hektarar að grunnfleti, en i tengslum við það mun risa ný borg, þar sem gert er ráð fyrir.að geti búið um 300 þúsund manns. I verksmiðju þessari verða framleidd flutningatæki, stórir tengivagn- ar og þess háttar. Til dæmis verða framleiddir tengivagnar við vöruflutningabifreiðar þær, sem smiðaðar eru i bilaverk- smiðjunum miklu i Koma, alls um 100 þúsund vagnar af þeirri gerð árlega. „Hafðu engar áhyggjur af mér, elskan. Peningarnir sem voru settir þér til höfuðs duga mér alveg þangað til þú verður látinn laus. „Vertu ekki að hafa áhyggjur af þvi. Það eru flestir hrifnir af lækninum sinum.” .--trn— „Stebbi, ég held að dóttir okkar sé stungin af með þessum pipu- lagningarmanni.” DENNI DÆAAALAUSI Úrið þitt hlýtur að hafa stoppað, þvi maginn i mér hefur alltaf á réttu að standa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.