Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN Utgefwdt; Framt6kttarfiokkurfrtn ::SrAinkv?en><Jft»tf(ir<i:ICrlSt[»rt B«^díkf*Sön;:'!ytí»j^aft:tóMr:ilrt«:;:i JMxarlnsson (ab), Andrés Krfsfíánsson, íón HaJgaton, tndrfSÍ Q. Þorsíeiníson 09 Toma* Ks-riason, A«$týsJng;astjórf: Stefn- grimur Gislason. Rllsfiófnaríkrifstoflir i €ddvM$mU, SÍmar 183ÖO — 18305. Skrifstofyr Bankastfæti 7. .— Af»retSílUífttf 1H322. Augfysingasími 19Sl3f ASrar -skrifstpfvr: swnt: :TWOÓV: Áíkrtffargjdld kr, •22$,0fl á : mánuSi innanlapits. í UiXsaffiif-. kr. MM aWaktS. — BfiSaprent h.f. (OHaat) . Hvað vill stjórnarand- staðan í efnahagsmálum? Blöð stjórnarandstöðunnar þykjast hafa þungar áhyggjur vegna efnahagsmálanna og gagnrýna rikisstjórnina fyrir röng vinnubrögð og aðgerðaleysi i þeim efnum. En i öllum hinum mörgu og löngu skrifum þeirra um efnahagsmálin er aldrei minnzt á, hvað stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt til eða vilji gera til úrbóta. Fyrir þá, sem gera sér ljóst hvernig ástand efnahagsmálanna var orðið haustið 1970, er það ekkert undrunarefni, þótt horfur séu nú tvísýnar i efnahagsmálum. Það var ekki út i bláinn, sem ýmsir leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins vildu þá flýta þingkosningunum og láta þær fara fram þá þegar. Það stafaði af þvi, að þeir sáu fram á að gera þyrfti svo róttækar efnahagsráðstafanir, að það yrði ógerlegt fyrir kosningar. Hinsvegar var ekki farið að ráðum þeirra, heldur að tillögu forustumanna Alþýðu- flokksins, sem vildu sitja meðan sætt væri, og beittu sér þvi fyrir bráðabirgðaverðstöðvun, likt og fyrir kosningarnar 1967. Þannig var ákveðið að fresta þvi fram yfir kosningar að fást við vandann og láta eins og allt væri i bezta lagi. En færasti hagfræðingur þáv. stjórnarflokka, gat ekki orða bundizt og lýsti því ástandi, sem tæki við eftir verðstöðvunina, sem hreinni hrollvekju. Hann gerði sér fulla grein fyrir þeirri verðhækkunaröldu, sem þá tæki við. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki getað borið á móti þvi, að verðhækkanir þær, sem dunið hafa yfir undanfarið, hafa langflestar orðið til fyrir verðstöðvunina eða á meðan á henni stóð. Núverandi rikisstjórn verður þvi ekki sakfelldfyrirþær. Og að þvi leyti sem þær rekja rætur til nýrra kauphækkana, hefur stjórnarandstaðan siður en svo staðið gegn þeim að undanförnu. Og eftir er það svo, að stjórnarandstaðan bendi á þær aðgerðir, sem hún vill láta gera i efnahagsmálunum. Hingað til hefur hún ekki bent á annaðiorði en að framlög til fram- kvæmda séu of há i fjárlögunum og fram- kvæmdaáætluninni. En hverjar voru svo til- lögur stjórnarandstöðuflokkanna á borði i þessum efnum? Þeir greiddu ekki atkvæði gegn einni einustu hækkun i sambandi við af- greiðslu fjárlaganna eða framkvæmdaá- ætlunarinnar, heldur lögðu til,að útgjöld fjár- laganna yrðu hækkuð um hálfan milljarð króna og heimildir framkvæmdaáætlunarinnar um 300 millj. kr. Og i borgarstjórn Reykjavikur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður, eru framlög til framkvæmda á fjárhagsáætlun borgarinnar nær tvöfölduð frá þvi i fyrra. Það er ekki undarlegt.þótt blöð stjórnarand- stöðuflokkanna séu fáorð um tillögur þeirra til að draga úr þenslunni, sem þau telja nú mestu varða i efnahagsmálum. Þ.Þ. Blóðugar þjóðflokkadeilur halda áfram í Burundi Micombero varð að fá hjálp frá Mobuto Flest hinna nýju rikja i Afriku er sjladan getið i heimsfréttum. Nokkur undantekning i þessum efnum, eru smárikin Burundi og Ruanda, sem eru á háslétt- unni, eða svonefndu þaki Afriku noröaustan viö Tanga- nyikavatn. Þessi lónd eru einna afskekktust i Afriku. Þótt þau séu fátæk frá náttúr- unnar hendi, þðgar stórbrotin fegurð þeirra er undanskilin, eru þau meöal hinna fjöl- býlustu I heim'i. Þau hafa hvort um sig nær 4 millj. ibúa, en Burundi er ekki nema 28 þús. ferkm. að flatarmáli og Ruanda 26 þús. ferkm. Landbúnaður er aöalatvinnu- vegurinn, en hásléttan er erfið til ræktunar og verkkunnátta litil. Sökun mikils fjölbýlis og lélegra landkosta, er fátækt og fákunnátta óviða meiri i heiminum. Meðaltekjur á ibúa i Burundi er 53 dollarar (1968) meðalaldurinn er 39 ár og um 90% fbúanna eru ólæsir. Burundi og Ruandi hafa notið litillar efnahagslegrar hjálpar frá hinum rikari þjóðum, þvi að ekki hefur þótt ástæða til að sækjast eftir hylli þeirra. Helzt virðist það Kin- verjar, sem hafa gefið þvi auga,að ekki væri óheppilegt að hafa þar einskonar mið- stqð, en leiðir geta legið þaðan til ýmissa átta, eins og ná- grannalandanna Tanzaníu, Uganda og Zaire (áður Kongó) en hið siðastnefnda er sennilega auðugasta land Afriku. Hingað til hafa þó til- raunir Kinverja til að ná fót- festu i þessum löndum mis- heppnazt. ASTÆÐAN til þess, að riki þessi eru öðru hverju nefnd i heimsfréttum, er sú, að þjóö- flokkadeilur hafa verið þar meiri en annarsstaðar I Afriku, þegar Biafrastrfðið eitt er undanskilið. Upphaf- lega átti þarna heima dverg- vaxinn þjóðflokkur, Batwa, en yfirráð hans voru brotin á bak aftur, þegar Búhútilar eða Hútúar komu til landsins og settust þar að. Hútúar eru mun stærri vexti og atorku- meiri á flesfan hátt. En þeir urðu að lúta i lægra haldi á 15. og 16.öld er nýr þjóðflokkur Batutsiar eða Tútsiar, gerði innrás og tók völdin i sinar hendur. Tútsiar eru einna mestir vexti allra blökku- manna i Afrfku og striðsmenn miklir. Þeir hafa farið með völd i Burundi, þótt þeir séu aðeins sjötti hluti ibiíanna, en Hútúar um 80%. í Ruanda, þar sem Tútsiar voru tfundi hluti Ibúanna, misstu þeir fyrst völdin 1959 en þá gerðu Hútúar uppreisn gegn konungi Tútsia og unnu sigur eftir hin blóð- ugustu átök. Siðan hefur verið þar lýðveldi og Hútúar farið með völd, en fjöldi Tútsia hefur flúið til nágranna- landanna. 1 BURUNDI hefur Tútsium hinsvegar enn tekizt að halda völdum, en spurning er hversu lengi. Valdabaráttan milli Tútsia og Hútúa þar, er höfuð- ástæða þess, að Burundi hefur að undanförnu verið oftar nefnt á slðum heimsblaöanna en Ruanda. Það var fyrst á siðustu ára- tugum 19.aldar að Evrópu- menn, tóku að leggja leiðir sinar til þessara landa. Árið 1899 geröu Þjóðverjar þau að nýlendum sinum og hélzt sú skipan til 1916, er Belgiumenn Michel Micombero gerðu innrás frá Kongó. Eftir heimsstyrjöldina fyrri, fól Þjóðabandalagið Belgiu- mönnum að fara þar með gæzluverndarstjórn og þetta umboð framlengdu Sam- einuðu þjóðirnar eftir siðári heimsstyrjöldina. Gæzlu- verndarsvæði þetta nefnist Ruanda-Urundi. Sökum hinna belgisku yfirráða er franska hið opinbera mál i þessum löndum. Burundi og Ruanda hlutu sjálfstæði 1962 og hafa siðan átt aðild að Sameinuðu þjóðunum. Hútúar höfðu þá stofnað lýðveldi I Ruanda, eins og áður er rakið, en Burundi varð konungsrfki, þar sem öll völd voru i höndum Tútsia. Haustið 1965 gerðu Hútú ar I Burundi byltingartilraun, sem talið var aö- Kinverjar heföu stutt. Þrír forsætisráðherrar voru myrtir með stuttu milli- bili. Tútslar hefndu þessa grimmilega og voru 76 helztu leiðtogar Hútiia dæmdir til dauða og teknir af lifi. En konungurinn nautþessa sigurs ekki lengi, þvi að sumarið 1966 vék 19 ára gamall sonur hans honum frá og tók sér konungs- nafnið Ntare IV. Hann gerði 26 ára gamlan liðsforingja, Michel Micombero, aö for- sætisráðherra. Micombero launaði hinum unga konungi þetta iila. Fáum mánuðum seinna svipti hann Ntare IV konungdómi og rak hann i út- legð, en gerðist sjálfur ein- ræðisherra. Micombero hefur á ýmsan hátt þótt sæmilegur stjórnandi, en við mikla erfið- leika er að etja. ÞAD hefur að sjálfsögðu torveldað Micombero stjórnina meira en flest annað, að hann er aldrei óhultur vegna Hútúa. Þeir gerðu skipulega byltingartil- raun haustið 1970 og kom til blóðugra átaka. Micombero tókst að sigra og lét taka 23 leiötoga Hútúa af Hfi.I fram- haldi af þessu mun Micombero hafa talið það lik- legt til að styrkja sig i sessi að sættast við Ntare IV. Konungur féllst á sættirnar og hélt heimleiðis I marzmánuði s.l. en strax eftir heimkomuna var hann sendur I stofufang- elsi I göm'lu konungshöllinni. Hútúar töldu heimkomu konungs samt ekki góös vita. Um siðustu mánaðamót þegar konungur hafði verið heima I sex vikur, réðst vopnaður flokkur þeirra á konungs- höllina og myrti Ntare. Þetta leiddi til mestu óaldar, þvi að sumir leiðtogar Tútsla kenndu Micombero um morðið og risu gegn honum, en Hútúar reyndu að nota þetta til að ná völdunum. Ýmislegt bendir til þess, að Micombero hefði sjálfur misst völdin, ef Mobutu forseti i Zaire (áður belgiska Kóngó) hefði ekki komið honum til hjálpar og sent honum herlið/ sem hjálpaði til að koma á röð og reglu. Ekki þykir það óllklegt, að Mobutu vilji hafa eitthvað fyrir sinn snúð, en pólitlskir flóttamenn frá Zaire hafa leitað sér hælis I Burundi' og gert þaðan árásir á Zaire Sennilegt er, að Mobutu vilji fá það tryggt,að flóttamenn frá Zaire geti ekki lengur notið hælis i Burundi og gert arásir þaðan. Fregnir af þeim átökum, sem átt hafa sér stað I Burundi áður en Mobutu skarst I leikinn, ber ekki saman. Sumar fregnir telja, að um 10 þiis. manns hafi fallið, en aðrar allt að 50 þús. Sumar fregnir segja, að um milljón manna hafi misst heimili sln. Þjóðflokkadeilurnar I Burundi hafa aldrei verið háðar af neinni miskunnsemi og fjarri fer þvi, að séð sé fyrir endann á þeim. Þ.Þ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.