Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN 15 Hreinlætistækjasýning í arkitektasalnum t fundarsal Byggingaþjónustu Arkitektaféiags tslands aö Laugavegi 26, stendur nú yfir sýning á ýmsum búnaöi í baöher- bergi svo og öörum frágangi, eins og myndin sýnir. Hér má líta baö- ker, salerni, handlaugar af ým- sum geröum og i fjölbreyttu lita- vali. Veggfiis'ar, veggfóöur og önnur efni prýöa veggi, sem mynda þessi baöherbergi. A gólf- um eru flisar, dúkar og mottur. Hér gefst byggjendum eöa öör- um, sem þurfa aö bæta húsakost sinn á þessu sviöi, kostur á aö sjá á einum staö sýnishorn frá flest- um seljendum og spara sér þannig hlaup milli margra staöa. Meöan á sýningunni stendur munu arkitektar veita gestum ókeypis upplýsingar og leiöbein- ingar kl. 16-18, e.h. Sýningin er opin á sama tima og Byggingaþjónusta A.Í., kl. 10- 12 og 13-18 daglega en laugardaga kl. 10-12, og mun standa yfir til 28. maí n.k. Aðgangur aö sýningum Bygg- ingaþjónustunnar er öllutn ókeypis. Lögreglumennirnir 20, sem útskrifuöust úr framhaldsdeild Lögregluskólans. Timamyndir GE. sr 61 VID NÁM Metsölubókin komin út á íslenzku Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið Ot er komin islenzkri þýöingu bókin EVERYTHING YOU ALWAYS WANTED TO KNOW ABOUT SEX — but were afraid to ask —, eftir Dr. David Reuben, sem nefndur hefur veriö hinn nýi boöberi heilbrigös kynlifs og er margfaldur metsöluhöfundur i heimalandi sinu Bandarikjunum og viöa annars staöar. Bókin er i flokki handbóka frá bókaútgáfunni örn og örlygur hf., en hún hefur áöur gefiö út t.d. LÖGFRÆÐIHANDBÓKINA, TRYGGINGAHANDBÓKINA, UPPELDISHANDBÆKUR og bókina ÆSKA OG KYNLÍF, sem er handbók um kynferöismál fyr- ir unglinga og uppalendur. Hin nýútkomna bók fæst eins og fyrri handbækur frá Erni og örlygi i tvenns konar bandi. David R. Reuben styöst viö nýj- ustu niðurstöður rannsókna i læknisfræði og sálarfræði, auk kynreynslu þúsunda eigin sjúkl- inga. Hann veitir fræöandi, um- búðalaus og skýr svör við ýmsum atriðum, sem hafa til þessa veriö höfð i flimtingum i búningsklef- um eöa falin i sérhæfðum læknis- fræöiritum. Nútima kynlifsfræösla er hlægileg aö áliti dr. Reubens. Nemendur veröa fróðari um kyn- lif á einni helgi en miðaldra kenn- arar þeirra á langri ævi. Fáfræöi á þessu sviði er skaövænleg, og til þess aö eyöa henni eru öll svið kynlifsins tekin til athugunar i þessari bók og náttúrlegar og „ónáttúrulega” hvatir ræddar hlifðarlaust. Dr. Reuben fellir enga siðgæöisdóma, en svarar spurningum á léttan, látlausan og fullnægjandi hátt. Hann færir okkur þekkingu I stað þekkingar- leysis, öryggi i staö óvissu - hann skýrir undandrátlarlaust og skil- merkilega ALLT, SEM ÞO VILDIR VITA UM KYNLIFIÐ, EN ÞORÐIR EKKI AÐ SPYRJA UM. ALLT, SEM ÞO HEFUR VILJAÐ VITA UM KYNLIFIÐ er þýdd af Páli Heiöari Jónssynj en Guösteinn Þengilsson, læknir, veitti sérfræðilegar upplýsingar og aðstoð við þýðinguna. Þeir fengu starfsstyrki í 12 mánuöi Vilhjálmur Bergsson og Jón Óskar. OÓ-Reykjavik. Lögregluskólanum var sagt upp um siðustu helgi. t vetur voru I skólanum tvær byrjendadeildir, sem standa yfir i sjö vikur, og er þá kennt allan daginn. i byrjendadeild- inni, sem kennt var i fyrri hluta vetrar voru 26 nemend- ur, en í siðari deildinni voru nemendurnir 15. Framhaldsdeild skólans starfaði fjóra mánuði s.l. vet- ur og voru 20 nemendur i þeirri deild. Hafa þvi 60 nem- endur verið i Lögregluskólan- um s.l. vetur. Námsferill þeirra manna, sem gerast lögregluþjónar er þannig, að skömmu eftir að þeir eru ráðnir i starf i lög- reglulið, hvort sem er i Reykjavik eða úti á landi, fara þeir fyrst i byrjunardeildina. Að loknu námi þar og.próíi fer hver i það lögreglulið, sem hann er ráðinn til starfa hjá og kemur aftur i skólann eftir um eins og hálfs eða tveggja ára starfsreynslu. t framhalds- deildinni sitja þeir svo i fjóra mánuði, eða mun lengri tima en i fyrri deildinni. Lögregluskólinn er starf- ræktur fyrir allt landið. t vetur stunduðu þar nemendur frá Reykjavik, Akureyri, tsafirði, Hafnarfirði, Kópavogi, Kefla- vikurflugvelli, og Vestmanna- eyjum. Þegar lögregluskólanum er sagt upp á vorin undirrita ný- útskrifaðir lögreglumenn heit- stafinn. Þar heita þeir að halda uppi stjórnarskrá lýð- veldisins og öðrum lögum þess. Skólastjóri Lögregluskólans er Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri i Reykjavik. Nýútskrifaöur lögreglumaður undirritar heitstafinn. A miöri mynd er Bjarki Eliasson, yfirlögreglu- þjónn og lengst til hægri Sigurjón Sigurösson, lögreglustjóri, skólastjóri Lögregluskólans. SJO LISTAMENN HLUTU STARFSLAUN Sjö listamenn hlutu starfslaun listamanna fyrir árið 1972, og eru launin um 30 þúsund á mánuði. Starfslaunanefnd listamanna út- hlutaði launununum, og hlutu þau þessir listamenn: Laun i 12 mán. hlutu: Jón óskar, rith. og Vilhjálmur Bergsson, listmálari. 6 mán. laun hlutu: Agúst Petersen, listmálari, Magnús Tómasson listmálari, Nina B. Arnad., skáldk., og Steinar Sigurjónss., rithöfundur. Hafliði Hallgrimss., tónskáld hlaut þriggja mánaða laun. Alls bárust 30 umsóknir. Til út- hlutunar voru 1,5 millj. kr. I starfslaunanefnd eiga sæti: Halldór Kristjánsson, formaöur úthlutunarnefndar listamanna- launa, Hannes Daviðsson, for- maður Bandalags isl. lista- manna, og Knútur Hallsson, skrifstofustjóri menntamála- ráðuneytisins, sem jafnframt er formaður starfslaunanefndar. Jón óskar hlýtur launin til að halda áfram ritverki, sem hann vinnur að, Vilhjálmur Bergsson og Agúst Petersen til að starfa að málaralist, Magnús Tðmasson til tilrauna i leikskúlptúr á barna- leikvöllum, Nina • Björk Árnadóttir til þess að semja ljóðaflokk um Jesús Krist og kær- leikann i Nýja testamentinu, Steinar Sigurjónsson til þess að semja skáldsögu i ljóðrænu formi, og Hafliöi Hallgrimsson til þess að starfa að tónsmiðum. JARÐSK JALFTAKIPPIR í B0RGARFIRÐI ÞÓ-Reykjavik. Fólk i ofanverðum Borgar- fjarðardölum varð vart við jarð- skjálftakippi um klukkan 11 á sunnudagskvöldið. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði, að einn kippur hefði komiö fram á jarð- skjálftamælum veðurstofunnar. Reyndist kippurinn vera um 4 stig á Richterkvarða. Ekki var búið að staðsetja upp- tökustaöinn nákvæmlega, en talið er, að jarðskjálftakippirnir hafi átt upptök sin um 100 km frá Reykjavik, og þá skammt'sunnan við Eiriksjökul.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.