Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. maí 1972. TÍMINN Finninn Jorma Rinne kastaði kringlu 60,54 m á móti i Taveste- hus i fyrrakvöld. - • "- Fyrsta frjálsiþróttamót sumarsins á Bislet á þessu sumri fór fram á þriðjudag. Beztum árangri náði Per Halle i 5 km hlaupi, 13:58,0 min. Garshol hljóp 200 m á 22 sek. Holmeide stökk 2 m i hástökki og Dag Overby sigr- aði i kringlukasti 51,40 m. Norski methafinn Lislerud gerði þrjú fyrstu köstin ógild og var þar með úr leiknum. - * - í Bergen var einnig keppt á þriðjudag og Sörnes hljóp 3000 m hindrunarhlaup á 8:45,0 min. 1 3000 m hlaupi sigraði Risa á 8:24,6 min. Nævdal hljóp 200 m á 22,1 sek og Per Vik og Gjengedal stukku báðir 2 m i hástökki. Vatns- mýrarhlaup ÍR 1972 Eins og undanfarin ár gengst 1R fyrir hlaupi unglinga i Vatns- mýrinni fyrir sunnan Norræna húsið, og mun það að þessu sinni farp fram sunnudaginn 26, mai og hefst kl. 14,00. Hlaup þetta er með nokkru öðru sniði en hin unglingahlaupin, Breiðholts- og Hljómskálahlaup- in, sem félagið hefur gengizt fyrir i vetur. Vatnsmýrarhlaupið er sniðið eftir likum hlaupum á Norður- löndum. Allir jafngamlir hlaupa i einu, piltar og stúlkur, en i byrjun er hraðinn takmarkaður með þvi að fullorðinn hlaupari hleypur hægt fyrir hópnum og enginn má fara fram fyrir hann fyrr en hann gefur merki um það, en eftir það er svo frjáls hraði. Með þessu fyr- irkomulagi er hægt að koma i veg fyrir, að þessir ungu þátttakendur ofgeri sér með þvi að byrja hlaup- ið á of miklum hraða. Keppnin er aldursflokka keppni og er keppt til verðlauna, og eru verðlaun veitt um það bil helm- ingi þátttakenda hvers aldurs- flokks. Vatnsmýrarhlaupið er opið öll- um, sem vilja taka þátt, og eru væntanlegir keppendur beðnir að mæta um kl. 13,30 til skrásetning- ar og númeraúthlutunar, svo keppnin geti gengið vel. Bobby Seagren á fullri ferö. SEAGREN OG ISAKSSON STUKKU BÁÐIR 559 M! Heimsmetið i stangarstökki var bætt allrækilega á frjáls- iþróttamóti i El Paso i Texas i gærkvöldi. Kjell Isaksson, Sviþjóð og Bob Seagren, USA stukku báðir 5,59 m, sem er 6 sm. hærra en heimsmetið, sem Isaksson setti fyrir nokkrum vikum. Þeir fóru báðir yfir hæðina i þriðju til- raun, en höfðu áöur stokkið 5,57 m. Isaksson hefur þá þrivegis bætt heimsmetiö i vor, en nú er hinn harði keppnismaður og olympiumeistari frá Mexikó 1968 kominn með i dansinn. Seagren er mikill keppnis- maður, og olympiutitillinn verður ekki auðtekinn frá hon- um i Mlfnchen. Myndin er af Seagren tekin i. fyrstu keppni hans i vor. METÞATTTAKA 0G V0N Á ÍSLANDSMETUM Vormót [R verður háð í kvöld og hefst kl. 20. Nær Erlendur OL-lágmarki I kvöld? Það verða um 100 þátttakendur i Vormóti ÍR, sem hefst á Mela- vellinum kl. 8 i kvöld. Er hér um metþátttöku að ræða. Er sérstak- lega ánægjulegt, hve mikil þátt- taka er i millivegalengdahlaup- um, en þau gera einmitt frjáls- iþróttamót skemmtilegust. Flestir skráðir keppendur eru i 1000 m hlaupi karla, 15, og verður hlaupið i tveimur riðlum, A- og B- riðli. Aðalbaráttan verður milli Agústs Asgeirssonar, 1R, Böð- vars Sigurjónssonar, UMSK, Júliusar Hjörleifssonar, UMSB og Einars Óskarssonar, UMSK. Beztu spretthlauparar okkar taka þátt i 200 m hlaupi, Bjarni Stefánsson, KR, Sigurður Jóns- son, HSK, Vilmundur Vilhjálms- son, KR, Valbjörn Þorláksson, A, og Borgþór Magnússon, KR. Það vantar beztu mennina i 3000 m hlaupið, en 7 keppendur eru skráðir og þar eru með ungir og efnilegir menn eins og Gunnar O. Gunnarsson, UNÞ og einnig má nefna Nils Nilsson, KR. Elias Sveinsson, IR fær senni- lega harða keppni i hástökki, en helztu keppinautar hans verða Karl West, UMSK og Stefán Hall- grimsson, KR. Nokkur eftirvænting rfkir um það, hvort Erlendur Valdimars- son, IR nær OL-lágmarkinu i kringlukastinu, en það er 56,50 m. Hann er meðal 10 keppenda i þeirri grein. Auk hans keppa Hreinn Halldórsson, HSS og Páll Dagbjartsson, HSÞ. Atta keppendur veröa i kúlu- varpi, þ.á.m. Guðmundur Her- mannsson, KR, sem þreytir sina fyrstu keppni i sumar og Hreinn Halldórsson, sem varpaði 16,16 m á móti i vor. Þátttaka er einnig góð i kvennagreinum, 11 i lang- stökki og 9 i 200 m hlaupi. Þar eru fremstar i flokki systurnar Lára og Sigrún Sveinsdætur, A. Mögu- leikar eru á metum, ef veðurskil- yrði verða hagstæð. Sex keppend- ur eru skráðir i 1000 m hlaup kvenna, fremst i l'lokki er Ragn- hildur Pálsdóttir, UMSK, en hún getur fengið harða keppni frá Unni Stefánsdóttur, HSK, Hrönn Edvinsdóttur, IBV og Lilju Guð- mundsdóttur, 1R. Keppt verður og i nokkrum unglingagreinum og er þátttaka góð i þeim. íslands- mótið í handknatt- leik utan- húss hefst * ¦ #• i juni Að venju efnir Handknattleiks- samband tslands til landsmóta i handknattleik utanhúss fyrir meistaraflokk karla og meistara og 2. flokk kvenna. Fyrirhugað er, að keppni i meistarflokki karla fari fram sið- ari hluta júnimánaðar, en keppni i kvennaflokkunum fari fram i ágúst. Þeir aðilar, sem hug hafa á að annast framkvæmd móta þess- ara, eru beðnir að senda umsókn- ir til stjórnar H.S.I. fyrir 5. júni n.k. i pósthólf 215. Ennfremur er óskað eftir þátt- tökutilkynningum i meistara- flokki karla og þurfa þær að hafa borizt Mótanefnd H.S.I. i pósthólf 7088 fyrir 10. júni n.k. FrástjórnH.S.t. Robinson stökk 8.14 Arnie Robinson vann bezta af- rek ársins i langstökki um helg- ina, er hann stökk 8,14 m I lang- stökki á móti i Frenso i Kali- forniu. Bezti árangur hans i greininni er 8,18 m. Hines varð annar meö 8,13 m. Al Feuerbach varpar kúlunni yfir 21 m i hverri keppni, og að þessu sinni 21,03 m. Kastsería hans var mjög jöfn,fimm köstyfir 20,72 m. Happdrætti Olympíunefndar Til að afla fjár til þátttöku Is- lendinga i Olympíuleikunum i Mtinchen, hefur Olympiunefnd tslands efnt til happdrættis, þar sem vinningar' eru 4 flugför til Miinchen og aðgöngumiðar að Olympiuleikunum, ásamt hótel- herbergjum. Verð hvers miða er kr. 100.-og hafa nú verið sendir út lO.OOOmiðar til einstaklinga. Treystir nefndin á velviljaþeirra, sem hafa fengið þessa niiða senda, og væntir, aíi viðkomandi sendi greiðslu fyrir andvirði þeirra hið fyrsta.Þá verða miðar til sölu á skrifstofu I.S.I. og er hægt að hringja i sima 30955 og munu þá miðar verða sendir heim eða i póstkröfu. "Setur Lára Sveinsdóttir Islands- met i kvöld?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.