Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.05.1972, Blaðsíða 20
Moskvuheimsóknin: Sameiginleg geimferð Rússa og Bandaríkjamanna 1975 Fimmtudagur 25. mai 1972. NTB-Moskvu Undirritaðir voru tvennir samningar i Moskvu I gær á milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Nixon Bandaríkjaforseti og Kosy- gin forsætisráöherra Sovétrlkj- anna undirrituðu sámvinnusátt- mála um geimvisindi, og Rogers utanrikisráöherra Bandarikj- anna og Kirkjilin yfirmaöur vis- indastofnunar Sovétrikjanna undirrituðu samning um sam- vinnu i tækni og visindum. Samkvæmt geimferðasáttmál- ;uimii fara Sovétmenn og Banda- rlkjamenn I sameiginlega geim- ferð 1975. Tengd verða saman geimför af gerðunum Apollo og Sojus, og mun það gerast 15. júni það ár. Þegar hefur tenginga- tækjabúnaður geimfara rikjanna veriö staðlaður Leiðtogar rikjanna héldu áfram fundum sinum i gær og gera þaö einnig i dag, en eftir hádegi i dag koma til Moskvu aðalsamninga- menn rikjanna i SALT-viðræðun- um i Helsingfors og halda fund með rikisstjórnum sinum. (Sjá nánar aðra frétt hér á síöunni.) Nixon lagði i gær blómsveig á leiði óþekkta hermannsins og hélt siðan aftur til Kremlar til að ráðgast við samfylgdarmenn sina, þá Kissinger og Rogers. Eftir að hann hafði undirritað geimferðarsamninginn, þáði hann boð Bresjnefs um að heim- sækja sumarhús sovézka leiðtog- ans, en það er um það bil 16 km fyrir utan Moskvu. Boð Bresjnefs hefur verið túlkað á þann veg, aö andrúmsloftið á fundum þeirra sé þægilegra og afslappaðra en búizt haföi verið við. Þrir geimfarar verða i hvoru fari 1975, og munu þeir fara sam- an umhverfis jörðina i þrjá sólar- hringa. og líkur á undirritun SALT samninganna á morgun NTB-Moskvu, Helsingfors Allt bendir nú til þess, að hinir svokölluðu SALT-samningar um takmörkun kjarnorkuvopna- búnaðar, veröi undirritaöir i Moskvu, áöur en Nixon Banda- rikjaforseti heldur þaðan um helgina. Gerard Smith, aðalsamninga- maöur Bandarikjanna i Helsing- fors, heldur til Moskvu með her- flugvél i dag til skrafs og ráöa- gerða við Nixon og aöstoðarmenn hans, sérstaklega þá Rogers og Kissinger. Fréttum ber ekki sam- an um, hve lengi Smith verður i Moskvu, og segir i sumum, aö hann haldi rakleiðis til baka, en i öðrum. að hann verði i nokkra daga. Ef Smith staldrar viö i Moskvu, má búast við að SALT- samningarnir verði undirritaðir ekki siðar en á föstudag, og rennir það stoðum undir þann grun, aö Vladimir Semjonov, varautan- rikisráðherra Sovétrikjanna og aðalsamningamaður stjórnar sinnar i Helsinki, fer einnig til Moskvu i dag. Upphaflega áttu þeir Smith og Semjonov að fara saman til Moskvu með lest, en siðari hluta dags i gær bárust þær fregnir, að Smith færi með sérstakri herflug- vél frá bandarfska hernum. Aðrir samningamenn stjórn- anna tveggja verða eftir i Helsingfors og halda viðræðum áfram, þar sem enn hefur ekki náðst endanlegt samkomulag um nokkur mikilvæg túlkunaratriði, en talsmenn viðræðunefndanna létu i ljós bjartsýni i gærkvóldi. Melvin Laird, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, sagði i gær, að hann væri i stöðugu sam- bandi við bandarlsku sendinefnd- ina i Helsingfors og að hann myndi gefa NATO stöðugar skýrslur um gang viðræðnanna. Utilokað að Solsjenitsyn fái verðlaunin af hent í Sovét — sagði Furtseva menntamálaráðherra NTB-Moskvu Menntamálaráðherra Sovétrlkjanna frú Jakaterina Furtseva, sagöi i gær, aö ekki kæmi til mála,að Alexander Solsjenitsyn, nóbelsverð- launahafi I bókmenntum árið 1970 fengi að taka á móti verð- launum sinum i Sovét- rikjunum. Sagði ráðherrann þetta á fundi með sovézkum og er- lendum blaðamönnum i Moskvu. Jafnframt sagði hún, að hún sæi enga ástæðu til að Sovetrikin tækju þátt i slikum skripaleik. —Við trúum ekki, að Solsjenitsyn hafi fengið verð- launin fyrir verk sin, sagði ráðherrann, — heldur er þetta pólitisk verölaun fyrir baráttu hans gegn sovézka þjóðskipu- laginu og þegnum landsins, sem er svo greinileg I bókum hans. Ráðherrann sagði einnig.að enginn hefði bannað Solsjenitsyn að fara til Stokk- hólms og taka á móti verð- laununum þar. Frú Furtseva neitaði þvi ekki, að nóbelsverðlaunahafinn hefði hæfileika til ritstarfa og sagði, að vissulega gæti hann skrifað „almennileg verk, ef hann kærði sig um þaö". Hún sagði, að hann vildi aftur á móti ekki viðurkenna byltinguna — Og hann viðurkennir ekki það góða, sem hefur áunnizt I landi okkar, sagði hún. — Hann er i uppreisn við allt samfélagið, og þvi ættum við að gefa út það sem hann skrifar, fyrst svo er? spurði hún. Flugvélar- rán í Afríku NTB-Jóhannesarborg Tveir vopnaðir menn rændu i gær suður-afriskri farþegaflugvél af gerðinni Boeing 727 og neyddu flugstjórann til aö lenda i Blantyre, höfuðborg Malawi, fyrrum Nýassalands. Vélinni var rænt, er hún var á leið frá Salisbury i Rhódesiu til Jóhannesarborgar, og kröfðust ræningjarnir þess, að farið yrði með þá til Tananarive á Madagaskar, að öðrum kosti myndu þeir sprengja vélina i loft upp með dýnamiti. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. A B C D E F G B Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Heiðreksson. Hólmgrlmur 20 leikur Reýkvikinga: Ha8 — d8 Vertíðin hafin hjá Hvítármönnum: 1-3 LAXAR í NET EB-Reykjavik l>á er laxinn farinn að strcyma I net laxveiði- bændanna við Hvitá i Borgar- firði. Lögðu þeir net sin fyrst I fyrradag og i gærmorgun voru þeir farnir að fá'ann. Kristján Fjeldsted bóndi I Ferjukoti sagði i simtali við Timann i gær, að yfirleitt hefðu i gærmorgun verið komnir 1-2 laxar i hvert net, 3 laxar i net heföi verið það mesta, og væru fiskarnir 8-12 pund. Hann er sem sé eitthvaö farinn að ganga. Það sem háir þeim Hvitár- mönnum, er rokið þar efra undanfarna daga, og I gær var þar norðaustan strekkingur. Hvitá er talsvert mórauð, að sögn Kristjáns, og net þvi óhrein mjög. Vatnið i ánni er nú 8 stiga heitt, og er það mjög óvenjulegt hitastig miðað við árstima. Ekki er áin vatns- mikil þessa dagana, hefur dregið úr vatnsmagni hennar undanfarna daga. 1 1 Pillan góð gegn krabbameini - niðurstöður rannsókna á Puerto Rico ÓV-Reykjavik Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna er gerðar hafa verið á Puerto Rico á undanförnum átta árum, hefur komið I ljós, að ,,pillan"fyrirbyggirkrabbamein i íeghálsi kvenna. Alls voru athugaðar 9.634 konur, og þar af notuðu 4.864 pilluna, en hinar aðrar aðferðir til varnar getnaði. I ljós kom eftir átta ára stöðugar rannsóknir á konunum, að þeim. sem notuðu pilluna, var minna hætt við að fá krabbamein I legháls og móðurlif. Einnig kom I ljðs, að pillan er gott varnarmeðal fyrir annars-og- ýmiss-konar smitun i móðurlifi og er reiknað með, að það sé hormónainnihald pillunnar, sem þar sé að verki. Það var háskólinn á Puerto Rico,sem stóð fyrir þessari til- raun, sem hófst 1966. Hafa konurnar verið rannsakaðar nákvæmlega á tveggja mánaða fresti allar götur siðan, og varð útkoma eins og að ofan greinir Rannsóknir á verkunum pillunnar á likamsstarfsemi kvenna hafa annars verið i fullum gangi á Puerto Rico siðan 1956, en það var ekki fyrr en 10 árum siðar, að ákveðið var að hefjast handa við þessa skipulegu til- raun. Konurnar voru valdar af mikilli kostgæfni og i báðum hópum eru konur með samskonar menntun, fjárhagsafkomu og þess háttar. Við tilraunina voru notaðar allar gerðir getnaðarvarnatafla^ en þær sem innihalda sérlega mikið magn af progesteron virtust reynast hvað áhrifa- rikastar i baráttunni gegn krabbameini. Öldungadeildin samþykkir að hætta fjárveitingum til stríðsins í Indó-Kína NTB-Washington, Saigon Oldungadeild Bandarikjaþings samþykkti i gær frumvarp Mike Mansfield, leiðtoga demókrata i deildinni, sem var þess efnis, að eftir l.sept. næstkomandi væri Bandarikjastjórn óheimilt að veita fé til striðsrekstursins i Viet nam. Frumvarpið fól einnig i sér, að frá og með sama tima hættu Bandarikin allri þátttóku i bar- dögum i Indó-Kina, ef Norður- Vietnamar féllust á vopanhlé. Þykir þetta töluvert áfall fyrir „haukana" i Pentagon, en nánari fréttir höfðu ekki borizt seint i gærkvöldi. 200suður-vietnamskir hermenn gengu á land um það bil 85 kil- ðmetrum norðan við Quang Tri i gær, og mætti þeim hörð stór- skotaliðsárás Norður-Vietnama. Sagði herstjórnin i Saigon siðla dags i gær, að mannfall væri litið i liði Saigon-stjórnarinnar, en þvi meira i liði „óvinanna", og hefði stjórnarhernum miðað nokkuð áleiðis inn til landsins, eða um það bil einn og hálfan kilómetra. Bandariskar sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 héldu áfram árásarferðum sinum á Norður- Vietnam i gær og i nótt, og herma áreiðanlegar heimildir, að allt það mannfall , sem orðið hafi i liði Norður-Vietnama, sé af þeirra völdum. Hressilegt kynlíf bezta megrunaraðferðin! - segir í grein eftir bandarískan lækni NTB-New York iþróttir, leikfimi og megrunarlyf ýmiss konar eru ekki lengur auðveldasta að- ferðin til að losna við auka- kilóin, segir bandariski læknirinn Abraham Friedman i grein i nýjasta hefti viku- ritsins Ladies Home Journal.Það sem dugar bezt er að hafa samfarir nokkrum sinnum i viku. Dr. Friedman segist hafa tekið eftir þvi á undanförnum 25árum, að feitustu sjúklingar hans áttu yfirleitt við kynlifs- vandamál að striða. I stað þess að lifa heilbrigðu og eðli- íegu kynlifi, átu sjúklingar hans. Margir þeirra, sem ekki höfðu getað náð af sér „yfirvigt" á venjulegan hátt, léttust þegar eftir að þeir höfðu farið að ráðum Fried- mans um að lifga upp á kynlif sitt. Astæðuna fyrir þvi, að Hf- legt kynlif sé grennandi, segir Friedman vera þá, að við samfarir stigi púlsinn allt upp i 150 slög á minútu, og við hverjar samfarir brenni maðurinn allt að 200 hita- einingum (kalorium) fyrir utan þann svita, sem áreynslan framkalli. Dr. Friedman byggir kenningar sinar á þvi að fólk fari gjarnan á fætur um miðjar nætur til að borða i þeim tilgangi að deyfa kyn- hvöt sina. — Slikar máltiðir, segir Friedrhan, — innihalda allt að 700 kalorium, og ef maður fylgdi eðlishvöt sinni, sparaði maður sér 900 kaloriur. Sjálfur sagðist Friedman hafa létzt um 7 kiló á þeim þremur árum, sem liðin eru siðan hann gekk i hjónaband.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.