Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 4
4 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Ertu sátt(ur) við árangur Íslands í Eurovision? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við fjölmiðlafrumvarpið í núverandi mynd? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 49% 51% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Stjórnarformaður Norðurljósa: Munum standa af okkur lögin FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, segir að þær breytingartillögur sem for- sætisráðherra hafi kynnt á fjöl- miðlafrumvarpinu breyti engu um afstöðu Norðurljósa. „Lögin eru alveg jafn sértæk og þau voru áður. Þeim er ætlað að brjóta upp Norðurljós,“ segir hann. Hann segir að þrátt fyrir þetta muni starfsemi Norður- ljósa halda áfram óskert. „Þar sem við teljum að þessi lög séu eftir sem áður brot á stjórnar- skrá og alþjóðlegum samningum munum við ganga í að fá þessum lögum hnekkt og ætlum að halda áfram öflugum fjölmiðlarekstri, enda ekki van- þörf á að hafa frjálsa og óháða fjölmiðla í þessu landi,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ekki komi til hóp- uppsagna hjá N o r ð u r l j ó s u m þótt frumvarpið verði samþykkt. Hins vegar sé líklegt að dregið verði úr þjón- ustu utan höfuðborgarsvæðisins. Skarphéðinn segir að þótt stefnt sé að því að efla félagið geti lagasetning gert núverandi eigendum erfiðara um vik með að fjölga í hluthafahópnum sök- um þeirrar óvissu sem fyrir- sjánleg er. Hins vegar ríki ein- hugur meðal núverandi hlut- hafa. „Þeir hluthafar sem eru í félaginu munu standa þetta af sér,“ segir Skarphéðinn. Á stjórnarfundi í Norðurljós- um í gærmorgun var þriggja mánaða uppgjör félagsins kynnt og segir Skarphéðinn að staða félagsins sé góð og reksturinn í samræmi við þær áætlanir sem starfað sé eftir. ■ Hneyksli á Írlandi: Dómari með barnaklám DUBLIN, AP Írska stjórnin hefur haf- ist handa við að svipta dómara emb- ætti. Dómarinn er sakaður um að hafa keypt barnaklám á netinu og hefur mál hans grafið undan tiltrú almennings á írska dómskerfinu og lögreglunni. Mál gegn dómaranum, sem var rekið fyrir dómstólum, féll um sjálft sig þegar í ljós kom að lög- regla notaðist við útrunna leitar- heimild þegar húsleit var gerð hjá dómaranum. Verði dómarinn sviptur embætti verður það í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því að Írland fékk sjálf- stæði frá Bretlandi fyrir rúmum áttatíu árum. ■ BARIST Í NÍGERÍU Forseti landsins hefur lýst yfir neyðar- ástandi. Nígería: Neyðar- ástandi lýst yfir NÍGERÍA, AP Forseti Nígeríu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Óeirðir milli mismunandi trúflokka og kynþátta hafa geisað í landinu síðan bundinn var endi á herfor- ingjastjórn fyrir fimm árum. Forsetinn segir óeirðirnar gríðarlega ógnun við öryggi í landinu. Kennir hann ekki síst stjórnendum héraðsins Plateau um, en þar blossuðu óeirðirnar upp. „Stjórnendur hafa vitandi og óafvitandi hvatt til aðgerða sem grafa undan frið og ró,“ sagði for- setinn og lét ekki þar við sitja heldur rak landstjóra héraðsins og gerði lagasafn þess ógilt. ■ ÞJÓÐVERJAR REIÐIR SVISSLEND- INGUM Flug sex svissneskra her- þotna yfir Berlín eftir flugsýn- ingu í nágrenninu vakti marga íbúa til reiði og varð tilefni opin- berrar rannsóknar. Herþoturnar eru sagðar hafa flogið allt of lágt yfir borginni, án heimildar. Þær flugu yfir nærri sendiráði Sviss og þýska þinghúsinu. 720.000 NÝJAR ÍBÚÐIR Ný ríkis- stjórn Spánar hyggst beita sér fyrir byggingu 720.000 íbúða fyr- ir lág- og millitekjufólk á næstu fjórum árum. Með þessu vill stjórnin bregðast við miklum verðhækkunum en húsnæðisverð hefur nær tvöfaldast frá 1996. FJÖLMIÐLALÖG Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, skoraði á Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og formann Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær að koma í ræðu- stól og staðfesta að fullkomin sátt sé meðal þingmanna Fram- sóknarflokksins um breytingar- tillögur á fjölmiðlafrumvarpi. Halldór varð ekki við áskorun- inni. Að sögn Bryndísar var ástæð- an fyrir áskoruninni sú að hún vildi vekja athygli á því að ekki væri samræmi milli ummæla Halldórs í fjölmiðlum í fyrradag og ummælum annarra þing- manna Framsóknarflokksins. „Halldór tilkynnti í fjölmiðl- um um mikið samkomulag á milli stjórnarflokkanna. Í gær- morgun kom hins vegar í ljós í fréttum útvarps að að minnsta kosti einn þingmaður framsókn- armanna, Jónína Bjartmarz, væri enn að skoða tillögurnar. Hún sagðist ekki tilbúin að lýsa því yfir að hún sé sátt við þess- ar tillögur,“ segir Bryndís. ■ ■ EVRÓPA Fjölmiðlafrumvarp og EES-reglur: Skref í rétta átt FJÖLMIÐLAFRUMVARP Stefán Geir Þór- isson, lögmaður og sérfræðingur í EES-rétti, segist enn hafa efasemdir um að lög um eign- arhald á fjölmiðlum muni standast regl- ur EES-samnings- ins, þrátt fyrir að nýjustu breytingar á frumvarpinu séu skref í rétta átt. „Það er alveg klárt að þetta er að fær- ast nær því að standast reglurnar en ég hef efasemdir um að þetta dugi til. Frumvarpið felur enn í sér miklar og almennar hindranir á markaðsaðgangi fyrir alla aðila á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er fyrst og fremst þetta grundvallarat- riði sem veldur vafa um hvort lögin muni standast EES-reglurnar. Til þess að taka af allan vafa þyrfti að skoða mjög gaumgæfilega dóma- framkvæmd um þessi atriði,“ sagði Stefán. ■ Kosningaferðalag: Schröder sleginn ÞÝSKALAND, AP Karlmaður gaf Ger- hard Schröder Þýskalandskansl- ara kjaftshögg þegar Schröder heilsaði kjósendum í Mannheim á kosningaferðalagi vegna komandi kosninga til þings Evrópusam- bandsins. Schröder var að gefa fólki eig- inhandaráritanir þegar maðurinn sló hann utan undir. Lögreglu- menn brugðust skjótt við og hand- tóku manninn. Schröder slapp ómeiddur frá árásinni. ■ SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON Stjórnarformaður Norðurljósa. STEFÁN GEIR ÞÓRISSON Enn efasemdir um að fjölmiðla- frumvarp standist EES-reglur, þótt nýjustu breytingar séu skref í rétta átt. BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Skoraði á formann Framsóknar- flokksins á Alþingi í gær að staðfesta í ræðustól að sátt væri meðal þingflokks Framsóknar- manna um breytingarnar á fjölmiðlafrumvarpinu. Bryndís skorar á Halldór í ræðustól Alþingis: Halldór staðfesti að sátt sé um fjölmiðlamálið Innherjamál að líkindum fellt niður Þekktur sænskur kaupsýslumaður verður ekki ákærður vegna kaupa á hlutabréfum í JP Nordiska skömmu áður en Kaupþing tók bankann yfir. Líkur eru á því að mál Íslendinga sem eru undir rannsókn fái sömu örlög. VIÐSKIPTI Vaxandi líkur eru taldar á því að rannsókn efnahagsbrota- deildar sænsku lögreglunnar á meintum innherjasvikum endi með því að málið verði látið niður falla. „Við höfum fellt niður mál gegn einum aðila í rannsókninni,“ segir Robert Engstedt, saksóknari hjá efnahagsbrotadeildinni í Stokkhólmi, um stöðu rannsóknar hlutabréfakaupa í sænska bank- anum JP Nordiska. Hann segir rann- sókn gegn hinum ekki lokið og neitar að staðfesta orð- róm um að málið verði látið niður falla. Hann vildi heldur ekki stað- festa upplýsingar um að niðurstaða fáist í málið á næstunni. „Það er ekkert hægt að segja um það hvenær rannsókninni lýkur. Hún er enn í gangi.“ Rannsóknin hófst með hús- rannsókn hjá sex einstaklingum. Fimm þeirra eru Íslendingar og einn Svíi. Þeir hafa allir neitað sök í málinu. Grunur lék á að þeir hefðu búið yfir innherjaupplýs- ingum um fyrirhugaða fjandsam- lega yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska. Nú hefur mál gegn Sví- anum verið látið niður falla, þar sem ekki fundust sannanir um innherjabrot. Meðal þeirra sem liggja undir grun eru fimm Íslendingar. Meðal þeirra eru Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, eigendur Bakkavar- ar. Húsrannsókn var gerð hjá þeim og hinum Íslendingunum sem tengjast starfsemi Kaup- þings í Lúxemborg. Sænskir rann- sóknarmenn hafa meðal annars kannað málið á Íslandi og sam- kvæmt heimildum þótti þeim nokkurri furðu sæta hversu mikl- ar upplýsingar um viðskiptalífið og einstök viðskipti lágu á lausu í samfélaginu. Þeir sem liggja und- ir grun hafa haldið því fram að kaup þeirra í JP Nordiska hafi verið á grundvelli upplýsinga sem voru almennar. Það hafi verið al- menn vitneskja að Kaupþing myndi ekki láta staðar numið með kaup á hlut í sænska bankanum, heldur ráðast í yfirtöku. Það sé einfaldlega ekki stíll Kaupþings- manna að láta staðar numið miðja vegu. Sömu aðilar stýra nú KB banka og hafa keypt fimmtungs hlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Almenn skoðun er á markaðnum að þar gildi það sama og í viðskiptunum með JP Nord- iska. Farið verði alla leið. haflidi@frettabladid.is SEGJAST SAKLAUSIR Ágúst og Lýður Guðmundssynir stigu fram og tilkynntu að þeir væru undir rannsókn þeg- ar gerð var húsrannsókn vegna gruns um innherjasvik. Mál eins þeirra sem rannsóknin beindist að hefur verið látið niður falla og líkur eru taldar á því að það sama muni gilda um hina einnig. ■ Þeir sem liggja undir grun hafa haldið því fram að kaup þeirra í JP Nordiska hafi verið á grundvelli upp- lýsinga sem voru almennar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.