Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. maí 1972. TÍMINN 5 Alfreð Þorsteinsson: Hver var að tala um siðleysi? T Meðan ég var að sinna skyldustörfum fyrir Timann erlendis, var veitzt aö mér á SUF-siðu blaðsins/ en sú siða er skrifuð á ábyrgð stjórnar SUF og er ritstjórum blaðsins með öllu óviðkomandi og án ábyrgðar þeirra. Það eitt, að valinn skuli timi til persónulegra árása á mig, að mér fjarstöddum, þegar ég hef ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð mér, gefur nokkra hugmynd um innræti þeirra manna, sem að þessum skrifum stóðu. Drenglyndi og heiðarleiki virðast löngu grafnar og gleymdar dyggöir á bæ Ólafs! Ragnars Grim- ssonar, sem sagður er ritstýra SUF-blaðsiðunni, og hans félaga. Ég ætti kannski að láta mér i léttu rúmi liggja brigzl þessara manna um,að ég hafi brugðizt trúnaðartrausti sem starfsmaður blaðsins, en þar sem þessi skrif jaðra við at- vinnuróg kemst ég ekki hjá þvi að mótmæla hreinum ó- sannindum, sem fram koma i umræddri grein. Ég hef hvorki fyrr n^ áiðar tekið viðtal við sjálfan mig i Timann eða nokkur önnur blöð, enda hef ég hingað til getað komið skoðunum minum á framfæri með öðrum hætti. Kristján B. Þórarins- son, einn af stjórnarmönnum FUF, tók viðtöl þau, er birtust i Timanum. Ég vil ennfremur mótmæla þvi, að ég hafi rofið samkomu- lag við ritstjóra Timans um birtingu efnis frá ráðstefnu FUF. Ekkert samkomulag af þvi tagi, sem nefnt var á SUF- siðunni, var gert milli min og ritstjóra. Það hefur lika orðið til i hugarheimum manna utan ritstjórnarskrifstofu Timans. En i þessu sambandi þykir mér rétt að skýra frá þvi, að það var ekki meiningin að birta efnislega frásögn um er- indin i Timanum, til þess voru þau of löng og itarleg, heldur var meiningin að gefa þau út i sérstökum bæklingi, sem sendur verður til allra ungra Framsóknarmanna. 1 þvi skyni voru öll erindin tekin upp á segulband. Ég hef oft þurft að verja hendur minar vegna skrifa andstæðingablaðanna, og kvarta ekki undan þvi hlut - skipti. Það fylgir pólitisku starfi. En þessar persónulegu árásir Ólafs Ragnars Grimssonar og félaga hans, eru þær ódrengilegustu, sem ég man eftir. Það fer þeim ákaflega illa að brigzla öðrum um siðleysi. Valið milli 12 stúlkna í Fegurðarsamkeppni íslands og Fegurðarsamkeppni ungu kynslóðarinnar Fegurðarsamkeppni tslands og Fegurðarsamkeppni Ungu- kynslóðarinnar árið 1972 verða haldnar saman i Háskólabiói föstudagskvöldið 26. mai kl. 11:30 Framkvæmd keppninnar er I höndum frú Sigriðar Gunnars- dóttir eins og áður, en henni til aðstoðar við allan undirbúning og þjálfun stúlknanna eru frú Hanna Frímannsdóttir og Heiðar Jóns- son. Kynnir verður Árni Johnsen, blaðamaður, hljómsveitin Svan- friður leikur og Karon samtök sýningarfólks verða með nýstár- lega tizkusýningu fyrir Fanny tizkuverzlun ungu konunnar Kirkjuhvoli og verzl. Faco Laugavegi 37 og 89. Keppendur eru 12 talsins, 6 stúlkur I hvorri keppni viðsvegar að af landinu og hefur verið farið eftir ábendingum, þar sem um engar sýslukeppnir var að ræða á sl. sumri. Keppendur um titilinn Fegurðardrottning islands 1972, hljóta allar utanlandsferðir I verðlaun. Guðrún Valgarðsdóttir frá Seyðisfirði, Fegurðardrottning islands 1971 mun krýna. Dómnefnd skipa: Pálina Jónm undsdóttir, formaður Baltasar, listmálari. Bjarni Konráðsson, dósent, Jónas R. Jónsson, söngvari, Frú Maria Dalberg, snyrtisérfræðingur. Þetta eru stúlkurnar 12,sem taka þátt i fegurðarsamkeppni i Háskólabiói Ikvöld MINNKANDI RÆKJU- VEIÐI VIÐ DJÚP Rækjuvertið á Vestfjörðum lauk síðustu daga aprilmánaðar. Höfðu þá borizt á land 2.192 lestir frá áramótum, en haustvertiðin gaf 1.144 lestir. Er heildaraflinn frá október til april þvf 3.336 lestir, en var 4.137 lestir I fyrra. Á Bildudal bárust á land i april 137 lestir at 12 bátum, en i fyrra var aflinn 80 lestir frá 13 bátum. Aflinn frá október til vertiðarloka varð nú 411 lestir, en var i fyrra 638 lestir. Aflahæsti báturinn i april var Vfsir með 14,3 lestir i 24 róðrum.Hann er einnig aflahæst- ur á vertiðinni með 50,1 lest. Við ísafjarðardjúp bárust á land 389 lestir i april, en i fyrra var aprilaflinn 443 lestir. Er heildarafli rækjubátanna við Isa- fjarðardjúp þá orðin 2.154 lestir frá þvi i haust, en i fyrra var heildaraflinn yfir sama timabil 2.959 lestir. Á Hólmavik bárust á land 97 lestir i april, en i fyrra var aprii- aflinn 89 lestir. Alls hafa borizt á land i vetur á Hólmavik og Drangsnesi 771 lest af rækju, en i fyrra af aflinn 540 lestir á sama timabili. VIÐRÆÐUR Framhald af bls. 1 Aflahæsti rækjubáturinn á isafirði á vertiðinni er Halldór Sigurðsson með 82 tonn. Skipstj- er Ólafur Halldórsson, sem er á myndinni. 1 fyrra var GuIIfaxi hæstur á vertiðinni með 115 tonn. Timamynd GS. samningur Bandarikjanna við Brasiliu er bráðabirgða- samningur, og hugsanlegir samningar okkar við Breta hljóta einnig aðeins að verða bráða- birgðasamningar. Að lokum sagði utanrikisráð- Keppendur um titilinn Fegurðardrottning Ungu-kyn- slóðarinnar verða allar með mismunandi skemmtiatriði, þar sem hæfileikar hverrar stúlku ráða miklu um úrslit og eru verð- launin þátttaka i keppninni Miss Yong International, sem fram fer I Tókio, Japan á þessu sumri. Fulltrúi tslands á Miss Young International 1971. Helga Eldon, krýnir. Dómnefnd skipa: Fanný Jónmundsdóttir, eigandi tizku-, verzl. Fanný. Guðbergur Auðuns- son forst. Auglýsingarst. Tigris. Henný Hermannsdóttir Miss Young International 1970. herra: —Ég tel, að þessar við- ræður við brezka ráðherra hafi verið mjög gagnlegur og báðir aðilar munu af einlægni búa sig undir þær viðræður, sem verða i næsta mánuði, og vonandi leiða til jákvæðs árangurs. Timinn hafði einnig tal af Lúðvik Jósefssyni, sjávarútvegs- ráðherra og spurði hann um málin, að samningaviðræðunum loknum. Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra sagði: —Þessar viðræðúr hafa verið mjog gagn- legar að minu áliti. I þeim hafa ýmis atvik málsins skýrzt fyrir báðum aðilum. Ég tel einnig, að við höfum náð nokkrum árangri i sambandi við okkar málstað. Mér er vel ljóst, að ágreiningur um þýðingamikil atriði i þessari d'eilu eru óleyst, og það er æði erfitt að segja til um, hvernig samninga- viðræðunum i næsta mánuði mun lykta. Vonir okkar standa hins- vegar til, að unnt verði að komast að einhverju samkomulagi, og i þessum viðræðum, sem við höfum nú lokið, opnuðust vissu- lega nýir möguleikar, en ég vil hvorki segja,að ég sé bjartsýnn né svartsýnn um hugsanlega lausn, og reynslan ein getur skorið úr um það, hvernig til tekst með þessi ágreiningsatriði, sem veru- legur ágreiningur er um. —Hvaðsegir þú um tillögu Breta um að takmarka veiðarnar við 185 þús. tonn árlega? —Þessi tillaga Breta er vissu- lega kjarninn i umræðunum, en við visum þessum hugmyndum algjörlega á bug. Við bendum á, að það sé nauðsyn fyrir okkur að hafa fullkomna stjórn á þvi, hvernig,hvar og hvernær sé veitt á fiskimiðunum á islenzka land- grunninu. 185 þúsund tonna heildarafli Breta á ári fullnægir ekki þeim skilyrðum sem við setjum um nýtingu og meðferð fiskimiðanna á landgrunni íslands. Eins og allir vita, þá hefur eitt megin atriði okkar verið það, að við ætlum okkur að vernda fiskeld* 1 ;stöðvar og fiskimiðin innan 50 milna markanna. Við getum ekki fallizt á það, að Bretar veiði hvar og hvenær sem er innan þessara marka, m.a. smáfisk og ókyn- þroska fisk. Við teljum.að vald til þess að hafa á hendi stjórn verndurnaraðgerða á islands- miðum, verði að vera i höndum islendinga sjálfra. Þetta er kjarni þess ágreinings, sem er i þessum viðræðum. Við höfum gert til- Tögur um annars konar tak- markanir á veiðum Breta á is- landsmiðum, en ég tel ekki rétt að segja nánar frá þvi á þessu stigi. PLASTPOKAR Eigum fyrirliggjandi sorp- poka I venjulegar grindur. Plastpoka til heimilisnota og fyrir verzlanir. Allar stærðir, allar þykktir. Sunnlendingar, leitið ekki langt yfir skammt. POKAGERÐIN HVERAGERÐI Sími 99-4287. BÆNDUR 14 ára drengur ósk- ar eftir að komast á gott sveitaheimili. Upplýsingar i sima 85826. Til tœkifœrisgjafa SK m GUDMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Simi 14007 (Tfmamynd Gunnar) STEINHRINGAR GULLOG SILFUR fyrir dömurog herra GULLARMBÖND HNAPPAR HÁLSMEN o.fl. SENTIPOSTKRÖFU^) --------->c/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.