Tíminn - 26.05.1972, Page 6

Tíminn - 26.05.1972, Page 6
6 TÍMINN Föstudagur 26. mai 1972. AÐALFUNDUR Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda verður haldinn i Tjarnarbúð miðvikudag- inn 14. júni, 1972 kl. 10 f.h. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands isl. fiskframleið- enda Scania L 56 árg. 1966 ekinn 170 þúsund km er til sölu. Billinn er mjög góður. Upplýsingar hjá eiganda Jóni Árna Sigfússyni, Vikurnesi Mývatnssveit. Simi um Reynihlið. KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR Knattspyrnuráð Keflavikur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka Í.B.K. i sumar. Upplýsingar gefur Sigurður Steindórsson c/o iþróttavellinum Keflavik. ATVINNA Getum bætt við nokkrum saumakonum strax. Upplýsingar i sima 36600. Belgjagerðin. Utanmál: 24,6x17,5x17,4 cm. Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp. SÖNNAK- rafgeyminnn i V.W., Opel o. fl. nýja þýzka bfla. Fjölbreytt úrval SÖNNAK-rafgeyma ávallt fyrir- liggíandi. ARMULA 7 - SIMI 84450 Höfum til sölu jörö i Dala- sýslu. lOhektara tún. Ný hús (Nýbýli) Fjárhús fyrir 240 fjár, 4ra kúa fjós. Verö 1700 þús. Útb. samkomulag. Laus strax. ^-EIEHAHlBUHHlM VONARSTR/rri 12. símar 11928 og 24534 Sölustjóri. Sverrir Kristmsson heimasími 24534, ANTIK HÚSGÖGN Nýkomiö: Útskornir stólar boröstofustólar, ruggustólar, stakir stólar, sófaborö, spilaborö, veggklukkur, standklukkur, lampar, skápar, skrifborö, kontmóöur, barómet, kertastjakar, og margt fleira gamalla muna. Vinsamlega litiö inn. ANTIK HÚSGÖGN Vesturgötu 3. Simi 25160. KARTÖFLUPOKAR Þeir sem eiga kartöflupoka pantaöa hjá okkur, geri svo vel aö hafa samband strax, þar sem við hættum fram- leiöslu á þeim 10. júni n.k. Afgreiðum nú þegar upp i pantanir. POKAGERÐIN HVERAGERÐI Simi 99-4287. Bændur 15 ára piltur óskar eftir sveitaplássi i sumar. Upplýsingar i sima 38342. Opid tij kl. \ 10 I KVOLD Vörumarkaðurinn hf. I ÁRMÚLA 1A — REYKJAVÍK — SÍMI 86-111. " Matvörudeild Húsgagna- og gjafavörudeild Vefnaðarvöru- og heimilistkjadeild Simi 86-111 I Skrifstofa Dansinn Framhald af bls. 10. sem nokkuð sláandi i sambandi við það umhverfi,sem maður á dansstað, eins og þeir gerast hjá okkur, er staddur i. Ég var á þorrablóti, sem þótti fara vel fram. Hitti ég þar kunn- ingja minn einn og tókum við sæti hið næsta hvor öðrum. Áöur höfðum við stundum rætt nokkuö um vínnotkun á dansstöð- um, þar sem ég hélt þvi fram, að þar væri umhverfið venjulegá slikt að menn tækju gjarnan þann kostinn að fá sér i glas, til þess að falla betur að aðstæðum og njóta skemmtunar. Ekki var þó kunn- inginn alveg tilbúinn að gera þetta að sinni skoðun, það var þvi nokkur reki á minar fjörur, þegar hann á þessu þorrablóti sagði við mig^nokkru eftir að dansinn var byrjaður,á þá leið: ,,Ja, það er nó ekkert sem heitir, annaðhvort fæ ég mér sjúss eöa ég er farinn heim, hér er ekki verandi edrú.” Óþolandi þregsli, kæfandi hiti og þykkt loft af reykjasvælu er einkenni dansstaða i Rvik. Eng- inn maður heilbrigður i venjulegu ástandi hefir skemmtan af aö vera þar staddur. Rökrétt fram- hald verður þvi, að komast i ann- arlegt ástand svo að viðkomandi verði siður dómbær á sjálfan sig og umhverfi sitt. Ekki stendur heldur á húsunum að veita gestum úr áfengisapóteki sinu, og lyfseðlarnir eru peningar fólks, sem misjafnlega vel má missa þá frá nauðþurftum. Veitingastaðir sýna, aö vonum, fórnarlömbum sinum enga misk- unn, ef ölvaöur maður gætir ekki velsæmis sem alsgáður, er lög- regla kvödd til og látin fækka um einn eða fleiri viðskiptavini, enda kannski farið að lækka i pyngju þeirra og þá er nú minna gaman að þeim. Eftirköst sumra svona dans- leikja eru alkunn og játuð sem vandamál. I þvi sambandi hafa sumir bent á, að lengja þurfi opn- unartima veitingastaðanna, vegna þess að fólk sé ekki meir en svo komið i „stuð” þegar ballið er búið, þá veröi hávaði á götum úti og heimaselskapur eigi sér stað, sem valdi þeim ónæði, sem njóta vilji svefns og hvildar. Sumir hafa komið fram með til- lögur um að bæta úr þessu ástandi með stofnun nætur- klúbba, sem taki við þessu fólki til framhaldskeppni i þrasi og drykkju, eftir að undanrásar- vettvöngum hefir verið lokað. Benda menn á, aðekki sé betra að vera i vandræðum með fólk, hafandi fyrir það engan stað við þessar imynduðu skemmtanir. Það er auðvitað alveg misskiln- ingur að undansláttur i þessum efnum sé nokkur varanleg bót, heldur þvert á móti stækka vandamálin og verða erfiðari við- fangs eftir þvi sem lengra liður ef rangt er stefnt, fyrir utan það að fólk, sem stundar slark og eyðslu- semi meðan hálfur heimurinn sveltur og fjöldi býr við van- heilsu, á ekki skilið neinn sama- stað fyrir iðju sina. Talsmenn næturkiúbba reyna óspart að telja okkur trú um, að þeir séu menn þarfir, tala all fag- urlega og eru mjög ábyrgir i framan. Við bjóðumst til, segja þeir, að veita þjónustu, sem borgarana vantar, og vilja fegnir af okkur þiggja, — en mig grunar, að ábatavonin sé sá eldurinn, sem undir kyndir, enda er ekki óal- gengt hér á hnettinum aö slik stefna ráði ferðinni. Hér ber að geta þess með miklu þakklæti, að yfirvöld hafa ekki látið blekkjast af fint frambornu erindi þessara manna, heldur spyrmt við fótum og bannað alla slika starfsemi. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada OMEGA OAME 1 Jtípina. PIERPODT Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 HESTflMENN|^V Kappreiðar Hestamannafélagsins Mána, Suðurnesjum, verða haldnar sunnudaginn 11. júni, 1972, á Mánagrund. Keppnisgreinar: góðhestakeppni i A og B flokki, 250 m unghrossahlaup hástökk, 250 m skeið, 350 m stökk, 800 m brokk, 800 m stökk á beinni braut. Góð peningaverðlaun. Þátttaka tilkynnist til Guðfinns Gislasonar, simi 92-2210, Keflavik. Sundmót Í.R. 1972 verður haldið i sundlaugunum i Laugar- dal, þriðjudaginn 13 júni kl. 8 e.h. 1. 200 m Baksund kvenna. 2. 200 m Flugsund karla. 3. 100 m Bringusund telpna. 4. 100 m Skriösund karla. 5. 100 m Bringusund kvenna. 6. 100 m Bringusund karla. 7. 50 m Skriðsund teipna. 8. 100 m Bringusund Drengja. 9. 100 m Flugsund kvenna. 10. 200 m Fjórsund karla. 11. 4 x 100 m Fjórsund kvenna. 12. 4 x 100 m Fjórsund karla. Þátttökutilkynningar sendist Guðjóni Emilssyni fyrir 9. júni S. 16062.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.