Tíminn - 26.05.1972, Síða 7

Tíminn - 26.05.1972, Síða 7
Föstudagur 26. mal 1972. TÍMINN 7 Mannlaus veðurathugun- arstöð Nýsmíöuð, sovézk, ómönnuð veðurathuganastöð, M-107, á að geta starfað fullkomlega i 10 ár, án þess að menn þurfi að lita nokkuð eftir henni eða athuga tæki hennar. Tæki veðurathuganastöðvar- innar afla upplýsinga um hita- stig, loftþrýsting, rakastig, tær- leika lofts o.s.frv. og senda sið- an þessar upplýsingar á öldum ljósvakans til móttöku- og úr- vinnslustöðva i allt að 650 km fjarlægð. Veðurathuganastöðin fær raf- magn frá sérstökum rafgeymi, sem gefið getur fullan straum áratuginn út. Mannlausu veðurathugana- stöðvarnar á að nota á afskekkt- um landsvæðum og þar sem erf- itt er um samgöngur. ★ Sjóferðin varð lengri, en til var ætlazt Ung frönsk stúlka fór um borð i bát i borginni Port Bou á Spáni, skammt frá landamær- * um Spánar og Frakklands. 1 bátnum var hvorki vél né árar, og tilgangurinn með þvi að fara út i bátinn var sá, að taka átti mynd af stúlkunni, sem er 23 ára og heitir Charlotte Semene frá Toulouse. Allt i einu kom vindhviða, sem tók bátinn með sér út á höfnina, og siðan út úr höfninni og út á opið haf. Aður en vinum Charlotte tókst að ná i hafnaryfirvöldin og koma þeim i skilning um, hvað hafði gerzt, var komin nótt. Næsta morgun, 11 klukkustundum eftir að Char- lotte steig út í bátinn, fannst báturinn á reki 12 mllur undan ströndinni, og var stúlkan þá meðvitundarlaus oröin, af kulda o g vosbúð. ★ Harvard færir út kvíarnar Ákveðið hefur verið, að við- skiptafræðideild Harvard-há- skóla opni útibú einhversstaðar i Evrópu árið 1973, að þvi er rektor skólans, Lawrence Fournaker hefur skýrt frá. Fournaker var i Paris fyrir skömmu, og sat þá fundi Harvardmanna. sem búa utan ★ Bandarikjanna, og skýrði þá frá þessari fyrirætlun um stækkun skólans. Borgir, sem nefndar hafa verið, sem væntanlegar Harvard-borgir, eru London, Briíssel, Strassborg, Genf, en þó er talið liklegast af öllu, að Vinarborg verði valin. ★ Drottningin heimsótti frænda sinn Það hefði sennilega þótt i frásögur færandi fyrir nokkrum árum, að Elisabeth drottning skyldi heimsækja hertogahjónin af Windsor, en þaö gerði hún einmitt nú fyrir skömmu, þegar hún var i opinberri heimsókn i Paris. Hér stendur drottningin á tröppunum við heimili Windsor- hjónanna, og er hertogafrúin að kveðja hana. Með þeim eru Fili- pus hertogi og Karl prins. Her- toginn af Windsor var sagður veikur og hafði ekki mátt til þess að fylgja frænku sinni til dyra. Fá Islenzka hesta til þess að æfa sig á Litlu prinsarnir Friðrik og Joakim i Danmörku eru þegar farnir að leggja fyrir sig reið- listina. Þeir eru sagðir jafnefni- legir reiðmenn og móðir þeirra og móðursystur voru i bernsku. Friðrik prins verður fjögurra ára 26. mai, en Jóakim verður þriggja ára 7. júni næst kom- andi. Verður þvi varla meira en ár, þar til Kaupmannahafnar- búar fá að sjá litlu prinsana á hestbaki, segir i dönsku vikuriti, sem er nýkomið út. Sá, sem á eftir að verða lærimeistari drengjanna i framtiðinni, hvað reiðlistinni viðkemur, er N.K. Gredsted, og sjáið þið hann hér á myndinni á einum af arabisku gæðingunum, sem Benedikta prinsessa á. Annars munu prinsarnir aðallega æfa sig á is- lenzku hestunum, sem Margrét Danadrottning og Henrik prins fengu i brúðargjöf frá forseta Islands. Hefur Gredsted reið- meistari ákveðið það, enda ætti ekki að vera hægt að velja betri gæðinga fyrir litlu dreng- ina. Alla veganna verður fallið ekki eins hátt, ef þeir detta af baki i byrjun, eins og dyttu þeir af einhverjum hinna stórvöxnu hesta, sem eru i hesthúsi drottn- ingarinnar. Gredsted kenndi dönsku prinsessunum að sitja hesta hér áður og fyrr, á meöan þær voru minni, en nú hefur áhugi þeirra á hestum minnkaö. Anne Marie hefur ekki brugðið sér á hestbak frá þvi hún varð Grikkjadrottning, og Margrét Danadrottning fer mjög sjaldan á hestbak. Hins vegar hefur Benedikta prinsessa enn nokkurn áhuga á hestum. Henrik prins bregöur sér annað slagið á hestbak, og á sinn eigin hest, Santo, og hefur Gredsted kennt honum, og segir(að hann sé allgóður reiðmaður. ★ Rannsóknir á Kyrrahafi Moskvu. — Undanfarna fjóra mánuði hafa sovézkir visinda- menn verið við liffræðilegar rannsóknir á Kyrrahafi og safn- að margvislegum sýnishornum um gróðurfar sjávar við strend- ur ýmissa eyja þar um slóðir. Leiðangursmenn munu vinna úr þeim gögnum, sem þeir söfnuðu i Vladivostok á næstu mánuð- um. Þú átt ekki að rýja hundinn, asninn þinn, bara féð. Á ég lika að taka af mér hárkoll- una, læknir? im Hín©a.l.i. Venjulega er þetta miklu skemmtilegra en að horfa á sjón- varpið. ☆ DENNI DÆMALAUSI Ég hélt,að hann myndi heyra bet- ur til min, ef ég færði mig nær honum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.