Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. mai 1972. TÍMINN Ufa^fandU FrawioknarfJokioirfnn Framkv*wJ«ti(in; Krlstfán Benadlktsson, Rjtstíórart Pónr'mh : Þórarinsson (ép)> Andres Krisf jánsson, Jón He)9*t0ft, IndriSl : G;: Þorsteinss©" og Tóma* Kariwon„ AúgHýsinsfaítiórl: Steln- Srimor Gislason. Rit**iórnarskrifstofur f €<Jdtlfrú*«U,: SÍttW.r 5S30O ^-58306, Skrif?tofur Bapkastræti 7. :¦-» AfgreiSsiUSHni 12123. Augiýsingasími 19523,. Aorar skrifstofur simi T8OT0, : Áikriflargjald kr>: 22$,ÖQ á manuai Innanlands. í lausatoly: kr> lívOfr elntíkiS. — BiaÖaprent b.f. (Otftat) Nýju jarðræktarlögin Nýlokið Alþingi samþykkti ný jarðræktarlög, sem fela i sér ýmsar merkilegar brey tingar frá fyrri lögum. Nokkrar helztu breytingarnar eru þessar: 1. Vélasjóður verður lagður niður, þar sem ræktunarsamböndin gegna nú orðið hlutverki hans, en Búnaðarfélag Islands mun annast þá leiðbeinirtgastarfsemi, sem áður heyrði undir hamV. 2. Aukaframlag til jarðræktar, sem Land- nám rikisins hefur greitt, verður nú innifalið i framlagi jarðræktarlaganna og er hér um verulega vinnuhagræðingu að ræða. 3. Framlag til ræktunar verður jafnhátt, án tillits til hektarafjölda, en hámarksframlag var áður bundið við 25 ha túnstærð. 4. Framlag til endurræktunar túna, grænfóð- urræktunar, votheysverkunar og súgheys- verkunar eru talsvert aukin frá þvi, sem verið hefur. 5. Tekið er upp nýtt framlag til hagaræktun- ar, þegar vissum skilyrðum hefur verið full- nægt varðandi sléttun, sáningu og túnstærð. 6. Sú breyting er gerð á framlagi til girðinga, að það nær jafnt til girðinga um heimahaga og ræktunarlönd. 7. Tekið er upp framlag til kölkunar ræktunarlands. Reynsla hefur leitt i ljós, að kölkun lands er viða hin mesta nauðsyn. 8. Tekin er upp sú heimild,að greiða megi 30% hærra framlag á félagsræktun, ef hlutað- eigandi bændur hafa ekki viðunandi ræktar- lönd, en jarðir þeirra eru góðar bújarðir að öðru leyti. 9. Sú breyting er gerð á framlagi til fram- ræslu, að það nær nú einnig til uppmoksturs úr eldri skurðum, kilræsa og ræsa úr plaströrum. Nokkur reynsla er fengin af plaströrum og þykir hún spá góðu um þurrkun lands á þann hátt. 10. Tekinn er upp nýr liður um framlag til vatnsveitna á einstaka sveitabæi. Rikissjóður hefur til þessa aðeins greitt framlag til slikra vatnsveitna, þegar fleiri bæir mynduðu félag um þær. Sliku verður ekki komið við, nema óviða. 11. Tekið er upp framlag til vélageymslu. Þýðingarmikið er, að vélar séu geymdar i full- nægjandi húsnæði, og ætti þessi styrkur að ýta undir það. 12. Fjárhagsleg aðstaða búnaðarsambanda er verulega bætt frá þvi, sem verið hefur. Þau fá t.d. eftirleiðis greiðslu 65% af ferðakostnaði héraðsráðunauta. Loks er svo að geta þess, að ýmsar breyting- ar hafa verið gerðar á jarðræktarlögunum, sem eiga að auðvelda þau i framkvæmd, t.d. ýmsir liðir færðir saman og skýrslugerð gerð einfaldari á þann hátt. Tvimælalaust eiga hin nýju jarðræktarlög að geta orðið til mikils ávinnings fyrir landbúnað- inn og bændastéttina. Þ.Þ: ERLENT-YÍIRLIT Frakkar neituðu að veita Tsiranana liðveizlu Yfirhershöfðingja afhent völdin á Madagaskar UM skeið hafa verið miklar óeirðir i Tananarive, höfuðborg Malagasi-lýðveld- isins, sem er þekktara undir nafninu Madagaskar. Óeirðir þessar hófust i tilefni af þvi, að nokkrir leiðtogar stúdenta höfðu verið fangelsaðir, og tóku fyrst stúdentar og siðar verkamenn þátt i þeim. A.m.k. um 40 manns hafa fall- ið i þessum róstum. Stjórnin reyndi að koma til móts við uppþotsmennina með þvi að láta hina fangelsuðu stúdenta lausa og fallast á ýmsar kröf- ur þeirra um námsskilyrði. En það nægði ekki til að lægja öld- urnar, heldur risu þær enn hærra og beindust aðallega gegn Tsiranana forseta. Þess var krafizt, að hann legði nið- ur völd. Þegar rósturnar höfðu , staðið i nokkra daga, sá Tsiranana þann kost vænstan að láta forsætisráðherraemb- ættið alveg af hendi, en hann hefur farið með það, ásamt forsetaembættinu, og verið raunverulegur einræðisherra landsins. Jafnframt tilkynnti hann, að hann hefði falið yfir- hershöfðingjanum, Gabriel Ramanantsoa, að mynda stjórn og fara með aðalvöldin i landinu. Tsiranana ætlar sér að verða forseti áfram, en hafa minni völd en áður. Vafa- samt þykir, að þetta muni nægja til að koma á friði, þar sem andstæðingar Tsiranana halda áfram að krefjast þess, að hann fari alveg frá. ÞÓTT kosningar þær, sem hafa farið fram á Madagaskar að undanförnu, bendi til mikilla vinsælda forsetans, virðist reyndin önnur. f fyrra fékk flokkur hans, sem telur sig sósialdemokratiskan, 104 þingsæti af 107 alls. I forseta- kosningunum, sem fóru fram i janúarmánuði siðastl., var Tsiranana endurkosinn forseti i þriðja sinn gagnsóknarlaust. Óeirðirnar, sem hafa verið i höfuðborginni undanfarið, bera hinsvegar ekki vitni um miklar vinsældir hans. Miklar óeirðir urðu lika i Tananarive á siðastl. vori. Þær voru ekki kveðnar niður fyrr en fransk- ar hersveitir skárusti íeikinn. Fyrst var Kinverjum kennt um þær, enda var þeim stjórn- að af flokki, sem hefur tengsl við Peking. Siðar bárust for- setanum skjöl, sem hann taldi sanna, að sendiherra Bandarikjanna hefði hvatt til uppreisnar gegn honum. Hann vék þvi sendiherranum og öðrum æðstu mönnum sendiráðsins úr landi og breytti það engu, þótt Bandarikjamenn teldu sig geta sannað, að hér væri um falsskjöl að ræða. SITTHVAÐ er það, sem hef- ur valdið óánægju með Tsiranana á siðari árum, en óneitanlega var hann vinsæll um skeið. Flokkur hans varð aðalflokkur iandsins, þegar Madagaskar fékk heima- stjórn, og hefur haldið þeirri stöðu siðan. Tsiranana hefur verið óslitið forseti siðan 1959. Siðustu árin hefur hann verið heilsuveill, þótt hann sé ekki nema 61 árs að aldri, og þvi oft verið fjarverandi timum sam- an og stjórn hans þvi lent i meiri handaskolum en ella. Þá hefur hann lagt áherzlu á náið samband við frönsku stjórnina og hefur hún haft um 4000 manna lið staðsett á Madagaskar með leyfi Tsiranana honum til halds og trausts, eins og kom á daginn Kamanantsoa. á siðastl. vori. Að þessu sinni neituðu Frakkar að skerast i leikinn og lét Tsiranana fyrst undan siga eftir það. Frakkar hafa veitt Madagaskar veru- lega efnahagslega aðstoð og mestöll viðskipti Madagaskar Tsiranana eru við Frakkland. Þrátt fyrir það, eru Frakkar ekki vinsælir á Madagaskar, en þeir fóru þar með nýlendustjórn frá 1885 til 1960. Mikil uppreisn var gerð gegn Frökkum 1947 og féllu i henni um 80 þús. manns. Hin nária samvinna Tsiranana við Frakka, hefur þvi verið umdeild. Við það hefursvobætzt,að siðustu árin hefur Tsiranana tekið upp allnána samvinnu við stjórn Suður-Afriku og hann sjálfur fariö til Suður-Afriku i opin- bera heimsókn. Þetta hefur mælzt mjög illa fyrir meðal blökkumannarikjanna á meginlandi Afriku, en Madagaskar tekur þátt i einingarsamtökum þeirra. Vafalitið hafa þau látið skipuleggja áróður gegn Tsiranana meðal stúdenta og verkamanna á Madagaskar og er ekki ósennilegt, að sá áróður eigi verulegan þátt i róstunum, sem hafa orðið i Tananarive að undanförnu. ÞAD ÞARF hinsvegar ekki að þykja undarlegt, þótt Madagaskar hafi sérstöðu i hópi Afrikurikja, þvi að þjóðernislega séð telja Malagazar sig ekki Afriku- menn. Hinir upphaflegu land- nemar, sem komu þangað fyrst fyrir um 2000 árum, komu -frá Indónesiu og Malajaskaga og eru afkom- endur þeirra i miklum meiri- hluta meðal landsmanna, þótt siðar bættust blökkumenn frá meginlandinu og Arabar i hópinn. Þjóðernislega og menningarlega hefur Madagaskar þvi nánari tengsli við Asiu en Afriku. Eins og kunnugt er, er Madagaskar fjórða mesta ey- land i heimi, næst á eftir Grænlandi, Nýju-Guineu og Borneó. Flatarmál landsins er um 587 þús. ferkm. og fólks- fjöldinn rúmar sjö milljónir. Landið er yfirleitt frekar hálent og er landbúnaður helzti atvinnuvegurinn, um 90% ibúanna lifa á landbúnaði. Evrópumenn hófu að leggja þangað leiðir sinar i byrjun 16. aldar, fyrst Portúgalar, en siðan Bretar og Frakkar. Sambandið við meginland Afriku hefur alltaf verið held- ur litið, enda er 385 km breitt sund á milli og skipakostur ekki verið fullkominn i þessum hluta heims. Madagaskar var einn afskekktasti hluti heims þangað til sjóleiðin fannst til Indlands, en siglingar minnk- uðu aftur um þessar slóðir eft- ir að Súezskurðurinn var opn- aður. Lokun hans siðustu árin hefur verið Madagskar til verulegs ávinnings. Þótt Madagaskar teljist til variþróaðra landa, hafa fram- farir verið þar tiltölulega meiri en viðast á meginland- inu. Þannig eru 40% ibúanna taldir læsir og er það meira en yfirleitt gerist i hinni svörtu Afriku. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.