Tíminn - 26.05.1972, Síða 11

Tíminn - 26.05.1972, Síða 11
10 TÍMINN Föstudagur 26. maí 1972. Föstudagur 26. mai 1972. TÍMINN BERGSTEINN JÓNSSON: Hvets á dansinn að gjalda? Löngum hafa lslendingar verið ir, segir frá þvi i fornsögum, að menn reyndu með sér. A þeim vettvangi vuru leikar stundum fast sóttir. t dag er iþróttalíf all fjölbreytt i landinu og árangur oft bærilegur, en gæti verið betri, þvi að stofninn er góður. Aðstöðu er hinsvegar i ýmsum efnum áfæatt og viða betri erlendis. Á siðari árum hefir þó margt færzt i rétta átt og betra horf.hvað snertir aöstöðu til iþróttaiðk- ana. Má þar t.d. nefna Laugardalsmannvirki öll. Sund- laugabyggingin nýja með 50 m langri laug, nokkuð góðri aðstöðu til allra baða, nema sólbaðs og er það töluverður galli,að sund- laugagestir skuli ekki geta notið sólbaðs án sundfata, en það telja sérfróðir mjög hollt báðum kynj- um. bá er Laugardalsvöllurinn sá stærsti og bezt búni leikvangur, sem við höl'um átt, etida var hans orðin aðkallandi þörf. Siðast talin þessara mannvirkja er svo Laug- ardalshöllin. Að visu hefur hún sætt töluverðri gagnrýni, ekki kannski alveg að ástæðulausu. Hafa sumir haldið þvi fram að hægt hefði verið að byggja tvö hús litlu minni að notagildi hvort fyrir svipað verð og þelta kostaði eitt. Ijó eilthvað væri til i þessu, sem ég legg ekki dóm á, er hitt vist, að með tilkomu Laugardalshallar- innar var brotiö blað i sögu sumra irótla eins og t.d. handknattleiks. Ýmsir hala um þaö rætt að iþróttum sé gert mishátt undir höfði hvað aðstoð og fyrirgreiðslu snertir. liegar að er gáð kemur i Ijós.að iþróttir hafa hlotið náð hjá opinberum aðilum. Skal það sizt eftir talið og mætti vera meira en fleira verður að sinna og ekki unandi við að hinar alm- iþróttagr verði til frambúð- ar með öllu afskiptar. Ég nefni t.d velrariþróttir. tþróttafélög- in hala af mikilli ósérplægni og þrotlausri vinnu áhugamanna komið upp skiðaskálum hingaðog þangað um nágrennið og sums- taðar lyl'tum. bessi aðstaða er unnin upp af blásnauðu ungu l'óiki, sem i fæstum lilfellum hefir fengið hina minnstu hjálp af al- manna lé, hinsvegar hefir sómi Faxaflóasvæðisins i skiðakeppn- um staðið og fallið með þessari aðstöðu og ég hef ekki heyrt þess getið að þetta Ijölmennasta sveit- arfélag landsins hafi fuódið til minnkunar að þiggja þetta úr hendi latækra ungmenna á þeim árum.sem það sendir þeim l'yrstu skattreikninga. Hér ber að geta þess, að nú á siðastliðnum vetri hefir, af opinberu fé, vbrið lagður vegur upp i Bláfjöll og er það til- lag og visir að einum allsherjar- skiðastað suðvestanlands. Þetta er mikið lagnaðarefni og hef ég áður minnzt á það hér i blaðinu og fer ekki frekar út i það að sinni. Ekki er útsýnið betra ef horft er frá bæjardyrum skauta iþróttar- innar. Þar biða okkar mikil og litt numin lönd, sem bráðan ber til að yrkja. Hér hefir verið drepið á örfáar greinar .iþrótta og e.t.v. þær al- mennari. Ein er þó sú meðal hinna ónefndu, sem sizt skyldi þagnar- gildi liggja, munu fáar eldri og engin almennari. Þessi iþrótt er dansinn. Dans er trú'ega íðkaður ineö öiium þjóö- um, þó á mismunandi hátt sé. Viða i menningarlöndum er fyrir löngu hafin kerfisbundin dans- kennsla, eru keppnir i þeirri iþrótt bæði milli landa og heims- álfa alkunnar. Þannig hefir dans- inn öðlazt viðurkenningu, sem iþrótt og á þess kost að vera tek- inn inn i Olympiuleikana hvenær, sem er. Hér i Rvik eru nú starfandi a.m.k. þrir dansskólar, sem kenna almenna dansa auk Þjóð- dansafélagsins. Ég sagði áðan að dans- inn myndi vera fjölmenn- asta iþróttagreinin hérlendis og býst ég við, að um það verði ekki ágreiningur. Hitt er þó jafn vist, hvort sem allir verða á sama máli, að eins hörmulega er ekki búið að neinni iþróttagrein i land- inu, eða öllu heldur ekkert er fyrir hana gert sem slika, nema kennslan sem skólarnir annast. Ég læt mér detta i hug.að ein- hver myndi hafa tilhneigingu til að benda mér á, að sitthvað væri gert dansins vegna, svo sem fjölgun staða(þar sem dans á að heita framkvæmdur, svo og fleiri og hetur búnar hljómsveitir o.e.t.v. fl. Við skulum athuga þetta ögn nanar og byrja t.d. á ,,danshúsunum”. Það er þá fyrst að nefna, að ég þekki ekkert danshús hér i Rvik. Er það ekki vegna ógleggni einnar, heldur af þvi að þau eru alls ekki til. Þau hús, sem svo á að heita aö dans sé framinn i hér i höfuð- staðnum, eru svo sannarlega ekki til orðin dansins vegna, enda eru þau hið innra talandi tákn um annað erindi. Ekki veit ég með vissu hvort þessi hús eru nokkru lik, en dettur þó helzt i hug nætur- klúbbar, þar sem aðstaða til vin- neyzlu er auðsjáanlega aðaltil- gangur og skipar öndvegi. Dans- gólfin aftur á móti litil skák eða kringla handa örfáum pörum, sem eru orðin leið á að faðmast sitjandi. Komi gestir almennt fram á gólfin, sem þeir reyna stundum, getur enginn hreyft sig neitt nema upp og niður vegna þrengsla og verði einhver fyrir þvi óhappi að bregða öðrum er engin hætta á að falla sökum plássleysis, þessum endemum er helzl jafnandi við haustréttir, þar sem hver kindin treður ofan á annari, enda er þess að minnast þegar mjóu hælarnir voru i tizku iyrir nokkrum árum, aö fólk fékk af þeim áverka á fætur sina, er dæmi um,að þeir færu ofan i rist- ina og niður i gólf, varð stundum að flytja fólk á slysastofu þessa vegna. Það er töluvert útbreidd skoðun, að ekki muni reynast unnt að reka danshús, ef áfengis nyti ekki við sökum þess að taprekstur væri fyrirsjáanlegur. Sé þetta raun- verulega rétt er sú staðreynd geigvænlegri er fólk gerir sér i fljótu Dragði ljóst. Hitt leikur vart á tveim tungum.að ábatavonin er ólikt meiri hjá þeim húsum, sem vinsölu stunda, er það sizt nokkur furða, þar sem álag á áfengum drykkjum er ca. 100%. Það væri óneitanlega forvitnilegt viðfangs- efni fyrir þá, sem enn þá trúa á skárri hliðar mannsins, að láta á það reyna, hvort grundvöllur er fyrir rekstri skemmtistáðar, sem ekki hyggst byggja tilveru sina á sölu áfengis. Hvor er stærri Enda þótt sá hópur sé býsna stór, sem ekki reynir að stiga dansspor nema að hafa spillt ástandi sinu með vinneyzlu, tel ég þó, aö hann sé ofmetinn vegna þess hve mikið á honum ber. Þaö er auðskiliö mál að þeir, sem hægara vilja hafa um sig og skemmta sér án áfengis, hljóta að þoka frá þvi umhverfi, sem er mótaö af vilja gagnstæðum þeirra, hér af leiðiiý að hin stefnan með sinum áhangendum verður allsráðandi á skemmtistöðum, enda afar eðlilegt að hver og einn haldi sig þar fremur, sem honum er búin aðstaða. Þegar þess er gætt,að öll sam- komuhúsin samanlagt taka að- eins litinn hluta borgarbúa er ekki fjærri lagi að láta sér detta i hug, að sá hópurinn, sem af sjálfu sér verður útlægur af skemmti- stöðunum sé miklu stærri og myndi koma fram, ef honum væri búin skilyrði við sitt hæfi. Dansmennt Hér er það.sem dansskólarnir koma sem hornsteinn, inn i þetta vandamál. Það þarf sterkt al- menningsálit til að breytinga megi vænta og einmitt dansskól- arnir undirbyggja þetta almenn- ingsálit. Þegar farið er að kenna dans kerfisbundið fer fólk að fá áhuga á að æfa hann, án þess að blanda öðru samanvið eins og t.d. áfengi. Aður en varir kemst það að þeirri staðreynd að betri skemmtun fæst með þvi að vera allsgáður. DANSHÚS Einmitt upp úr þeim jarðvegi, sem dansskólarnir undirbyggja, mætti hugsa sér,að sá stóri hópur, sem af áður greindum orsökum, lendir að meira eða minnaleyti utan við dansskemmtanir, mætti vænta sér forystu, sem væri fólg- in i þvi að undirbyggja og hrinda i framkvæmd byggingu danshúss, þvi fyrsta sinnar tegundar i lög- sagnarumdæmi Rvikurborgar, sem ekki kafnaði undir nafni eins og öll hin fyrri. Það er og allrar athygli vert, að ekkert danshús i Rvik skuli hafa verið hannað til þeirra nota. Þeg- ar þess er gætt er siður furða.þótt loftræsting og a.þ.h. sé verra en vera þyrfti. Ég vil leyfa mér þá bjartsýni, að vænta þess að borgaryfirvöld verði þessu máli hlynnt, þegar til þeirra verður leitað, þvi að margt hefir borgin gert fyrir ýmsar iþróttagreinar, þótt ekki séu þær viölika almenningseign og dans- inn. Það gæti heldur varla talizt eðlilegt, ef borgin kysi að standa fjær á meðan sú hneisa er af henni rekin að vera nálega ekki samkeppnisfær við neitt sveitar- félag á landinu i þessum efnum. DANSHLJÓMSVEITIR Margir hafa tilhneigingu til að liggja danshljómsveitum nokkuð á hálsi, og vist er þeim mörgum áfátt. Hér tjáir þó ekki að viðhafa einhliða skoðun, þvi að þegar bet- ur er að gáð eiga þær færri kosta völ en i fyrstu mætti halda. Það er t.d. varla von.að hljóm- sveitir eyði löngum tima til æf- inga á músik, sem helzt aldrei er krafizt af þeim, ekki sizt þegar þess er gætt, að flestir þessir menn hafa músikframleiðslu fyr- ir aukastarf. Það er þvi næsta auðséð, að gestir húsanna, sem virðast i flestum tilfellum hafa eins mik- inn áhuga fyrir skál og dansi, hljóti að leiða hljómsveitirnar að meira eða minna leyti. Ef gest- irnir, eöa meirihluti þeirra, er ó- ánægður með músikina er húsið verr sótt og hljómsveitin orðin völt i sessi. Þetta skeður áþreif- anlega burtséð frá hæfni hlióm- sveitarmanna, sem vfðast hvar mun i bezta lagi. Ég veit með nokkurri vissu, að fleiri hljómsveitir en að kæmust myndu fúsar til að leika við þær aðstæður, sem raunverulegt danshús kæmi til með að bjóða upp á. Er það lika vel til samræmis við aðra starfandi menn, að músikantar væru þá ánægðari, ef þeir fengju aukin tækifæri til fjölbreytni i starfi, fengju tækifæri til að vinna i sæmilegu andrúmslofti, hefðu fyrir framan sig stórt dansgólf skipað fólki. sem komið væri til þess að dansa og vildi eiga við þá einlæga samvinnu m.a. um aö reka það slyðru orð af borginni okkar að hún eigi ekkert danshús. EKKI SÓTT TIL HINNA HÚSANNA Enginn má skilja mál mitt svo að mér detti i hug aö tæma núver- andi danshús, þvert á móti veit ég vel, aðlitið borð kæmi á þau, enda sé það i lýðræðisátt, að fólk hafi nokkra valkosti i þessum efnum, sem öðrum. Það væri misþyrm- ing að draga þann, sem bezt kann við sig drukkinn og rennsveittan i ofurþrengslum hitasvælu og reyk, inn i mannsæmandi umhverfi. Hitt er svo . sjálfsagt, aö þeir, sem öðru visi hugsa^hafi að einhverju að hverfa og skemmti- legra miklu fyrir borgina, bæði vegna sins heimafólks og sem gestgjafi, að hafa sitt af hvoru tagi á boðstólum Umhverfiö Ganga má út frá þvi sem gefnu, að býsna stór hópur fólks skilur litt á milli áfengis og dansleikja, — vaninn handfastur. Þessu fólki finnst það naumast vera komið á dansstað fyrr en það fer að finna áhrif áfengis, —þar sem annað er þar er hitt. Umhverfið er orðið meiru ráðandi en margan skyldi gruna. Ég vil nefna hér eitt dæmi, Framhald á bls. 6. Héðinn Valdimarsson var mikill talsmaður sameiningar árin 1937- 1938. Þá leiddi sameiningarmálið ekki til sátta, samlyndis og öfl- ugra stjórnmálaafls þeirra, sem aðhyllast stefnu samvinnu, jafn- aðar og lýðræðis, heldur til meiri sundrungar, hatrammari deilna, og klofnings Alþýðuflokksins 1938 og Sósialistaflokksins aftur litlu siðar, þegar Héðinn fór aftur úr honum. Finnbogi Rútur Valdimarsson, sem i gamni er kallaður „páfi” sameiningarmanna, útfærði sam- einingarmálið i formi Framfara- félags Kópavogs 1946 en siðar ( 1954) á grundvelli samtaka óháðra kjósenda. Þetta nægði til þess að tryggja honum völd i Kópavogi um tima. Fylgjendur stjórnmálaflokkanna undu þó ekki til lengdar yfirvarpi samein- ingarinnar og hvert stjórnmála- félagið var stofnað af öðru á grundvelli eðlilegra hugsjóna- og þjóðmálastefnu þeirra, fyrst Al- þýðuflokksfélagið, siðan Fram- sóknarfélagið og loks félag Al- þýðubandalagsmanna. Niður- staða sameiningarmálsins varð þvi sú, að stefnur og flokkar brut- ust fram i sinn eðlilega farveg. Hannibal Valdimarsson hóf af- skipti af sameiningarmálinu, sem formaður Alþýðuflokksins og rit- stjóri Alþýðublaðsins og hvatti Alþýðuflokksmenn til þess að kjósa með bróður sinum og hinum óháðu sameiningarmönnum i Kópavogi 1954 en gegn Alþýðu- flokksmönnum i kaupstaðnum. Segir svo um afleiðingar þess i 50 ára afmælisriti Alþýðuflokksins (bls. 46); „Neyddist meirihluti framkvæmdastjórnar til að mót- mæla skrifum hans, en hann neit- aði að birta mótmælin i blaðinu.... Þegar hann komst i andstöðu við sams tarfsmenn sina innan flokksins og forklúðraði for- mennskunni, leitaði hann nýrra ævintýra og beitti Alþýðusam- bandinu fyrir sig til að mynda Al- þýðubandalagið”. Þegar Hanni- bal Valdimarsson komst svo siðar einnig i andstöðu við Alþýðu- bandalagsmenn, voru „Samtök- in” mynduð á grundvelli samein- ingarhugmynda og útþynntrar jafnaðarstefnu. Gisli Guðmundsson, alþingis- maður, tók saman bókina „Framsóknarflokkurinn, störf hans og stefna” fyrir og i samráði við miðstjórn flokksins árið 1952. Þar segir m.a. svo um flokkinn: „Stundum hefur orðið nokkurt umtal um það, hvort telja skuli Framsóknarflokkinn „miðflokk” eða „vinstri flokk”, en fyrir ligg- ur samþykkt flokksþings um, að hann skuli teljast „frjálslyndur miðflokkur”. Jafnframt segir: „Samvinnuhugsjónin er megin- kjarni stefnu Framsóknarflokks- ins”. Jónas Jónsson, formaður Fram- sóknarflokksins 1934-1944, er sá maður, sem mest vann að stofnun flokksins utan þings 1916, og mót- aði stefnu hans fyrstu þrjá ára- tugina meira en nokkur annar maður. í grein i Suðurlandi II. 3. 1916, undir nafninu „Stjórnmála- horfur á Islandi” sagði J.J. svo: „Til þess að gagn sé að flokkum verða þeir að vera stefnufastir og langlifir. En til að geta verið það, verða þeir að vera sniðnir eftir þörfum þjóðanna. Lik lifskjör skapa likar skoðanir. Þess vegna eru allir heilbrigðir flokkar i raun og veru byggðir á stéttum...! hverju einasta landi, sem til lengdar hefur haft viðunanlega þingræðisstjórn, eru yfirleitt i ihaldsflokkunum efnuðustu mennirnir og þeir, sem hafa mest völd i landinu, i framsóknar- flokknum miðstéttin og i verka- mannaflokknum fátæklingarn- ir....” llermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins 1944-1962 sagði svo um stefnu flokksins á stofnþingi SUF 1938: „Keppinautar okkar til beggja handa hafa mikið um það rætt, hvort Framsóknarflokkurinn muni hallast til hægri eða vinstri....Við erum hér saman komin til þess að athuga dagsins vandamál og finna lausn á þeim i samræmi við stefnu okkar og lifs- skoðun. — Og sú stefna er hvorki til hægri né vinstri, heldur beint fram”. LANGTIMAMARKMIÐ OG SAMEININGARMÁL Að undanförnu hefur mér veéið blandað æði oft i skrif Timans, einkum i sambandi við frásagnir blaðsins af ráðstefnu FUF i Reykjavik um Framsóknar- flokkinn og langtimamarkmið i stjórnmálum. Hafði ég ekki hugs- að mér að taka þátt i þessum blaðaskrif.um, en greinum á bls. 6iTimanum 18. þ.m. (SUF siðan) get ég ekki tekið með þegjandi þögninni og vildi þvi leyfa mér að vekja athygli lesenda Timans á eftirfarandi atriðum til skýringar og umhugsunar. Könnun á samvinnustefn- unni sem þjóöfélagsstefnu. Astæðan fyrir þvi, aö ég féllst á beiðni forystumanna FUF i Reykjavik um að flytja erindi á ráðstefnunni um Framsóknar- flokkinn i nútið og framtið er sú, að ég hef varið töluverðum hluta fritima mins undanfarna tvo ára- tugi eða svo til þess að gera félagsfræðilega könnun á þvi starfi, og vona ég að hægt verði að birta islenzkum lesendum niður- stöðurnar siðari hluta þessa árs eða á þvi næsta. Af eðlilegum ástæðum hefur könnunin á samvinnustefnunni sem þjóðfélagsstefnu jafnframt leitt athyglina að Framsóknar- flokknum og kjarnanum i stefnu hans, þ.e. þeim meginatriðum, sem mynda sameiginlega lang- timamarkmið hans og hugsjóna- grundvöll. Þennán kjarna er að finna i stefnuyfirlýsingum flokks- ins allt frá upphafi, og hann endurspeglast i starfi hans á Al- þingi og i rikisstjórnum. Vegna þessa áhugasviðs mins og athugana vildi ég ekki skorast undan þvi að flytja umrætt erindi um Framsóknarflokkinn og lang- timamarkmið i stjórnmálum, énda þótt mér væri ljóst,að i stuttu erindi væri tæpast hægt að gera meira en að vekja athygli á meginatriðum, benda á um- hugsunarverðatriði og setja fram niðurstöðuágrip, sem grundvöll að frekari rökræðu og nánari könnun. Þetta sjónarmið skilst mér,að hafi verið i fullu samræmi við til- gang forystumanna FUF i Reykjavik með ráðstefnunni. Fyrir þeim vakti að gera ráð- stefnuna að upphafi frekari um- ræðu og nánari könnunar á langtimamarkmiðum og hug- sjónastefnu Framsóknarflokks- ins. Frjálslyndur umbóta- flokkur félagshygg ju- manna. Það gefst væntanlega tækifæri til þess að gera Fram- sóknarmönnum siðar i ræðu og riti nánari grein fyrir þeim fræði- legu atriðum, sem erindi mitt byggðist á. Ég skal þvi ekki fara ú t i það mál hér og nú. En niður- staða min um langtimamarkmið Framsóknarflokksins, kjarnann, sem kemur aftur og aftur fram i stjórnmálayfirlýsingum flokksins og störfum hans á Alþingi og i rikisstjórnum allt frá upphafi og fram til þessa dags, var þessi: „Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur uin bótaf lokkur, byggður upp á grundvelli megin- sjónarmiða hipna vaxandi is- lenzku miðstétta og félags- hyggjumanna. Hann vill standa vörð um sjálfstæði, frelsi og full- veldi islcnzka rikisins, tryggja tslendingum lýðveldisstjórnar form á grundvelli lýðræðis og þingræðis og þar með stuðla að frelsi, jafnrétti og öryggi borgar- anna innan ramma lögbundins skipulags. Hann vill beita sér fyrir dreifingu rikisvaldsins og efnahagslega valdsins. Til þess að stuöla að hagvexti, framleiðni, framleiösluaukningu og alhliöa framförum lands og lýðs, vill hann koma á samvinnuhagkerfi á islandi. Jafnframt þvi vill hann stuðla að stofnun velferöarþjóð- félags, félagslegu öryggi, réttlæti og aukinni menningu i landinu. Hann telur mikilvægt að sætta stiðandi andstæður og hagsmuna- hópa og leita jafnvægis i efna- hags— og stjórnmálum. ” I erindinu gerði ég einnig nokkra grein fyrir kenningunni um samvinnuhagkerfið, og benti á,hve samtvinnað samvinnustarf- ið og umbótabarátta Fram- sóknarflokksins hafi verið. Ég held,að ekki sé vafi á þvi, að hver sá, sem á fræðilegum grund- velli reyndi að draga saman hug- sjónastefnu hans og starfs i 56 ár, mundi i meginatriðum komast að sömu niðurstööum og ég, þótt setjá mætti niðurstöðurnar fram með eitthvað breyttu orðalagi. Erindið var flutt fyrri dag ráð- stefnunnar en setið var fyrir svörum siðari daginn. Fyrri daginn voru engar athugasemdir gerðar við það, en siðari daginn gerðust nokkrir ungir menn, sem flestir höfðu ekki setið ráðstefn- una fyrri daginn, all aðsópsmiklir og notuðu spurningatimann ekki nema að litlu leyti til þess að bera fram fyrirspurnir heldur til þess að setja fram málskrúðugar at- hugasemdir, sem sumar hverjar komu erindinu næsta litið við. Meginþorri ráðstefnugesta virti þó form ráðstefnunnar og litu ekki á spurningatimann sem dag- skrárlið almennra umræðna, enda gerði dagskrá ráðstefn- unnar ráð fyrir almennum um- ræðum i lok erindanna allra. Þversögnin mikla. Ég hef reynt að gera mér grein fyri þvi, hvers vegna fræðilegt er- indi um Framsóknarflokkinn og lanjtimamarkmið i stjórnmál um olli svo miklu hugarróti hjá nokkrum hluta ráðstefnugesta. Að athuguðu máli viröist mér or- sökin vera hin mikla þversögn, sem fellst i hugtökunum sam- eining annars vegar en langtima- markmiðhins vegar. Sé sameiningarmálið skoðað niður I kjölinn, þá er augljóst að það felur i sér, að þeir flokkar, sem sameina á verða lagðir nið- ur, en á grunni þeirra byggður nýr flokkur. Flokkar, sem þannig á að sameina geta þvi ekki átt sér neina sjálfstæða framtið og ekki heldur nein sjálfstæð langtima- markmið. Flokkur, sem á sér aftur á móti langtimamarkmið i stjórnmál- um, stendur föstum fótum i is- lenzku þjóðlifi og hefur miklu hlutverki að gegna, er hins vegar ekki liklegur til þess að fallast á, að hann sé lagður niður. Hinn fámenni en málgefni hóp- ur forvigsmanna sameiningar- málsins hefur vafalaust komið auga á þessa þversögn. Þar er að öllum likindum að finna skýr- inguna á atferli þeirra á ráðstefn- unni. Daufar undirtektir á fundum sameiningar- manna. Til viðbótar þessari þversögn kemur svo hitt, að postular sam- einingarmálsins hafa ferðazt út og suður um allt land til þess að prédika sinn boðskap og fengið heldur daufar undirtektir að undanförnu. Að þessum sameiningarfundum hafa yfirleitt staðið félög ungra manna úr fjór- um stjórnmálaflokkum. Mér er sagt, að siðustu mánuði hafi þátt- taka i fundum þeirra verið þetta frá 8—14 manns, en flestir munu þó hafa verið i Kópavogi, samtals 17 manns, þegar flestir voru á fundi sunnudaginn 14. mai, þar af voru 4 frummælendur og einn 10 ára drengur. — Hafi hins vegar félög þessi hvert út af fyrir sig auglýst fundi um önnur mál hafa þau yfirleitt fengið meiri aðsókn. Ljóst er þvi, að sámeiningarmál- ið á i raun og veru mjög litinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þvi er aðeins haldið vakandi af tiltölulega fámennum hópi manna, sem rekur það likt og heimatrúboð. — Þetta áhugaleysi þjóðarinnar um málið og áhugi Framsóknarmanna á umræðum um langtimamarkmið flokksins hafa greinilega vakið ugg i brjóstum sameiningarmanna. Samstarf og samvinna er sitt hvað. Þeir ungir Framsóknarmenn, sem að heimatrúboði samein- ingarmanna vinna, telja sig starfa I samræmi við yfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins. Vitna þeir i eftirfarandi sam- þykkt, sem 15. flokksþing Framsóknarmanna gerði: „Framsóknarflokkurinn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sameiginlegt stjórn- málaafl allra þeirra, sem að- hyllast hugsjónir jafnaðar, sam- vinnu og lýðræðis”. Ég hef leyft mér að lita svo á, að þessi samþykkt 15. flokksþings Framsóknarmanna hafi þegar komið til framkvæmda með myndun núverandi rikisstjórnar. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar er það sameiginlega stjórnmála- afl, sem um er rætt i flokksþings- samþykktinni: hún er rikisstjórn allra þeirra, sem aðhyllast hug- •sjónir jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis og hún er að framkvæma málefnasamning, sem byggist i grundvallaratriðum á stefnu Kysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins 1962-1968, sagði svo um Framsóknarflokk- inn i erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar 1965: „Framsóknarflokkurinn hefur aldrei boðað kreddutrú né trú á algildar „uppskriftir”, sem allan vanda gætu leyst á einfaldan hátt og væru óumbreytanlegar. Flokkurinn hefur hvorki byggt stefnu sina á kapitalisma né kommúnisma, né heldur sósial- isma og ekki talið sigreikullii ráði fyrir það. Enda....er mála sann- ast, að allar einfaldar pólitiskar formúlur hafa illa þolað slitið og timans tönn reynzt þeim harð- leikin”. Framsóknarflokksins og annarra stuðningsflokka hennar. Mér dettur ekki i hug,að flokks- þingið hafi með þessari samþykkt verið að samþykkja að leggja Framsóknarflokkinn niður. Frá minu sjónarmiði er samstarf og samvinna sitt hvað og islenzkt þjóðfélag hefur mikla þörf fyrir Framsóknarflokkinn i nútið ekki siðuren það hafði þörf fyrir hann i fortið. Hann heldur þvi áfram að vera til. A þvi er enginn vafi. Hann hefur miklu hlutverki að gegna og stefna hans á mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Lokamarkmið helztu formæl- enda sameiningarmálsins er hins vegar það að leggja niður nokkra þá flokka, sem starfandi eru i landinu i dag, þ.á.m. Fram- sóknarflokkinn, og steypa upp úr þeim einhverja imyndaða flokks- mynd, sem næsta óljóst er hvern- ig mundi verða og að hverju hún mundi stefna. „Sameining til hvers og fyrir hverja?” mættu menn gjarnan spyrja, þegar þetta mál ber á góma. Hvað mundi breytast frá þvi sem er, miðað við núverandi ástand ? Að stokka upp form en ekki inntak eða stefnur gæti i mesta lagi breytt nöfnum manna i trúnaðarstöðum flokkanna. Það er allt og sumt. Varla verður það talin rismikil hugsjón. Efla ber stjórnarsamstarf- ið. Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt, að Framsóknarmenn vilji efla núverandi stjórnarsamstarf jafn- framt þvi sem þeir efla Fram- sóknarflokkinn. Framsóknar- flokkurinn er og hefur jafnan verið frjálslyndur umbótaflokk- ur, sem leitar jafnvægis i stjórn- málum. Hann hefur unnið til hægri eða vinstri, eftir-þvi sem málefni hafa staðið til. Fyrir Framsóknarflokkinn var þvi eng- inn vafi á þvi, hvernig staðið skyldi að myndun stjórnar eftir siðustu kosningar. Augljóslega þurfti að leita jafnvægis til vinstri eftir langt stjórnartimabil hægri flokka i landinu. Það er lika greinilegt, að farsælast er að stefna að sem lengstu stjórnar- timabili núverandi stjórnarflokka i landinu. Hins vegar er bað augljóst mál, að samstarf og samruni er sitt hvað. Miðað við uppruna og sam kvæmt hugsjónafræðilegu eðli Framsóknarflokksins eru ekki mikil likindi til þess, að Fram- sóknarflokkurinn gæti blandazt sósiölskum eða hálfsósiölskum flokkum, sem eiga hugsjóna - fræðilegar rætur sinar i Marx- imanura. Færi nú samt svo ólik- lega, að þetta yrði gert mundi reynslan sýna, hversu margir þeir yrðu, sem létu ekki selja sig slikri pólitiskri sölu heldur beittu II Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, hefur verið formaður Framsóknarflokksins siðan 1968. I áramótagrein sinni ræddi hann m.a. um mikilvægi þess, að Framsóknarflokkurinn eflist með þjóðinni og sagði: „Innan hans geta allir þeir sameinast, sem að- hyllast stefnu hans og vilja efla hann i þeirri forystu, sem hann hefur um jákvæða mótun þjóð- félagsþróunar til betra lifs og bjartari framtiðar tslendinga all- ra. Er þess vænzt af öllum Fram- sóknarmönnum, hvar sem er á landinu að þeir haldi uppi þrótt- mikilli félagsstarfsemi og einbeiti sér i þvi jákvæða starfi að efla Framsóknarflokkinn i. nútið og framtið.” sér fyrir áframhaldandi starfi Framsóknarflokksins á þeim heilbrigða grundvelli, sem lagður var i upphafi. Að reyna að sam- eina frjálslyndan umbótaflokk samvinnu— og félagshyggju- manna eins og Framsóknarflokk- urinn, og flokka, sem reka ættir sinar til Marxismans, mundi ekki góðu heilli gert og mundi vafalitið ekki takast. Raunhæf skref i sam- einingarmáli. Hugmynd min er ekki sú að ræða sameiningarmáliö að ráði i þessari grein, þótt full þörf sé á þvi að skoða það frá öllum hlið- um, þannig að menn geti myndað sér skoðun á þvi á grundvelli sannsýni fremur en á grundvelli þess einhliða heimatrúboðs, sem um það hefur verið rekið. Þó leyfi ég mér að vekja athygli á þvi, að raunhæft fyrsta skref i samein- ingarmálinu sýnist vera það eitt, að þeir aðilar, sem ýmist voru reknir úr Alþýðuflokknum árið 1956 eða fóru með þeim, sem reknir voru, og hafa siðan mynd- að Samtök frjálslyndra og vinstri manna, eftir að hafa yfirgefið Alþýðubandalagið, sameinist aft- ur Alþýðuflokknum með það fyrir augum að efla rikisstjórnina. Bendir ýmislegt til þess að af þessu gæti orðið. Næsta raunhæfa skrefið i sam- einingarmálinu væri svo það, að þeir tveir flokkar, sem aðhyllast kenningar sósialismans, sam- einuðust, ef vilji verður þá til þess. t þeim efnum er þess þó að gæta, að sporin hræða. Menn eru þess minnugir, að Héðinn Valdimarsson og Sigfús Sigur- hjartarson vildu sameina Alþýðu- flokkinn og Sósialistaflokkinn fyrir liðlega 30 árum. Afleiðingin varð klofningur Alþýðuflokksins, sem hann hefur ekki fyllilega náð sér eftir enn þann dag i dag,og Héðinn fór fljótlega aftur úr Sósialistaflokknum. Onnur raunhæf verkefni fyrir stuðningsflokka núverandi stjórnar eru mörg,en þó fyrst og fremst þau að standa ötulan vörð um framkvæmd málefnasamn- ings rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar og hrinda hverri þeirri árás, sem stjórnarand- staöan gerir að henni, mönnum hennar og málefnum. Væri vissu lega verðugt verkefni fyrir unga fylgjendur rikisstjórnarinnar að ferðast um landið og halda fundi til þess að herða fólk til athafna i þágu þeirra verkefna málefna- samningsins, sem enn biða fram- kvæmda og stjórnarandstaðan reynir að skapa sem mesta tor- tryggni um. Hitt var lika athyglisvert, sem Alfreð Þorsteinsson benti á, að Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.