Tíminn - 26.05.1972, Side 15

Tíminn - 26.05.1972, Side 15
Föstudagur 26. maí 1972. TÍMINN 15 — Þér eruð auðvitaö á leiðinni i leikhúsið, ungfrú Lausiston? — Nei, ég hef hugsað mér að biðja Maeve að boröa með mér hádegisverð, ef þér getið sam- þykkt það. — Það geri ég, en má ég leyfa mér að koma með uppástungu? Viljið þið ekki báðar gera mér þann heiður að borða miðdegis- verðinn með mér? — Með ánægju, svaraði ég, og hann brosti til min með þakk- lætissvip. Svo snéri hann sér til Maeve, og svipur augnaráðsins fékk mig til að hætta að anda. Svona horfa aðeins ástfangnir menn. Maeve, sem aldrei hafði tekið eftir þessu augnaráði, svar- aði vingjarnlega: — Þakka, herra Wade, það vil ég mjög gjarnan. Ég heyrði að hann pantaði borð og svo bifreið, óljóst þó, þvi ég var orðin svo mjög annars hugar vegna þessarar nýju og furðulegu uppgtövunar. Maeve og Edwin Wade, — hvilik dásamleg sam- te nging. Viö borðuðum ágætan mið- degisverð, og Edwin Wade reynd- ist hinn fullkomni borösherra. í hvert sinn.sem hann snéri máli sinu að Maeve sá ég ylinn i aug- um hans. Það var næstum þvi óskiljanlegt,að Maeve skyldi ekki hafa séð þetta sjálf fyrir löngu. Ég var orðin dálitið óþolinmóð, vegna þess að mig langaöi til þess að tala einslega við Maeve um Edward Wade. Og þegar hún heimsótti mig daginn eftir, leiddi ég talið að honum mað gætni. Það var virkilega ánægjulegur dagur, sem við áttum i gær, sagði ég. — Ég hélt að málafærslumenn væru þurrlegir og leiðinlegir menn, en herra Wade reyndist svo sannarlega bæði geðfelldur og skemmtilegur. — Já, hann er viðkunnanlegur, ekki satt? sagði Maeve, og sýnd- ist með öllu ósnortin. — Býður hann þér oft út? — Nei, ekki mjög oft — en ævinlega á afmælinu minu og svo fyrir jólin. — Einstöku sinnum borðum við úti saman, þegar ég hef unnið yfirvinnu. Hann er mjög tillitssamur i þeim efnum. — Hefurðu starfað lengi hjá honum? — Ég er búin að vera einkarit- ari hans i sjö ár. — Þú hlýtur að þekkja hann mjög vel, Maeve? Hún brosti að þessari spurn- ingu. — Betur en flestar konur þekkja eiginmenn sina, imynda ég mér. Svo stend ég fyrir hús- haldi hans lika. Þetta likaði mér að heyra. Ég hallaði mér aftur á bak i stólnum meö ánægju. — Það er mjög undarlegt að þessi maður skuli ekki hafa gift sig aftur, þvi hann er bæði ung- legur og aðlaðandi, sagði ég. — Já. . . já, hann er það vist. Undrunarsvipur kom yfir andlit hennar, eins og hún hefði aldrei hugsað úti þetta fyrr. —- Þegar maður hefur unnið svona lengi hjá sama manninum, gleymir maður þvi gjarnan hvernig hann er i raun og veru. Já, hann er sjálfsagt aðlaðandi, ég hef bara ekki hugsað úti það, ég veit aðeins að hann er ágætur húsbóndi. Hon- um þykir verulega vænt um að geta hjálpað þér, Kay, bætti hún við, eins og að hún heföi ekki neinn sérstakan áhuga á mann- kostum hans. Ég hitti hann oft næstu tvær vikurnar, og einn daginn þegar ég var á skrifstofunni hjá honum, spurði ég hann hvort hann hefði séð leikinn, sem ég lék i, en hann sagðist ekki hafa séð hann. Það gaf mér hugmyndina. — Getið þér ekki komiö þangaö eitthvert kvöldið, sagði ég. — Ég skal sjá um aögöngumiðana, en þér takið Maeve með yður. Á eftir getum við svo farið heim til min, ég skal reyna að malla eitthvað austrænt og ómeltanlegt handa ykkur, i þvi efni er ég sérfræð- ingur. — Verður það ekki alltof mikil fyrirhöfn fyrir yður? spurði hann næstum með ákefð. — Langt i frá, aðeins gaman. Maeve gistir svo hjá mér, það verður of framorðið fyrir hana til að fara alla leið heim til Fairfield. Maeve hefur aðeins gott af þvi — hún situr alltof lengi heima hjá sér i deyfð og drunga. Hann horfði á mig meö alvöru- svip. — Fjölskylda hennar er vist alveg einstök i samheldni sinni. Ég hef það á tilfinningunni, að fjölskyldan sé með öllu óað- skiljanleg — Og svo hefur Maeve orðið fyrir þungbærri sorg. Þetta var einmitt það umræðu- efni, sem ég hafði óskað mér. — Það er nú svo langt siðan — ég get fullvissað yður um það.að Maeve er engin syrgjandi ekkja eftir unnustann, sem hún missti fyrir fimmtán árum siðan. Það er skoðun min, að það sé frú Blaney, sem viðheldur þeirri sorg. Svo bætti ég við i aðeins mildari tón- tegund: — Þér vitið kannski hvernig gamlar manneskjur bregðast stundum við svona lög- uðu — henni leizt vel á Ronney, heldur svo dauðahaldi i fortiðina og ætlast til að Maeve geri slikt hið sama. — En mundu hún gera það — ef tilfinningar hennar væru ekki hinar sömu? — Þetta getur orðið að vana. . . vana, sem ég vil gjarnan sjá fjúka út i veður og vind. Maeve er ennþá ung, áreiðanlega nógu ung til þess að eiga sina eigin framtið. Hann snéri þannig að ég gat ekki séð framan i hann, en það var eitthvað unglegt i röddinni þegar hann svaraði mér. — Maeve á mjöggóða vinkonu þar sem þér eruð, Kay. — Það er ekki sá hlutur til, sem ég vildi ekki gera til þess að hún verði hamingusöm, sagði ég. Hann snéri sér nú aö mér og brosti hjartanlega. — Þetta skal ég muna. Þetta litla samkvæmi mitt heppnaðist ágætlega. Edwin Wade hafði sent mér blóm á leik- húsið, og þegar þau komu inn til min eftir leikinn, bar Maeve indælar orkideur á kjólnum sin- um. Við ókum i hátiðaskapi heim til min. Ég hafði tilbúna blandaða ristarsteik, ekkert annað að gera en að kveikja á gasinu og á litlu augnabliki var allt til reiðu. Við drukkum með steikinni gamalt rauðvin og á eftir kex og ost. Ég var rétt búin að hella kaff- inu i bollana og taka upp flösku með gullnum dropum, sem ég hafði haft með mér frá Frakk- landi, þegar siminn hringdi. Maeve mun hafa séð undrun i andliti . minu þegar ég heyrði hver var i simanum, þvi hún snéri sér snöggt að mér og sagði: Jónatan......? Hann var ópersónulegur og fjarlægur að þvi að mér heyrðist. — Ég bið þig afsökunar á ónæð- inu, Kay, en er Maeve ennþá hjá þér? — Get ég fengið að tala við hana? Mamma er alveg hræöi- lega utan við sig -— ég er hræddur um að hún verði að koma strax héim. — En hversvegna? — Maeve stóð við hliðina á mér og tók simann. — Hvað er að, Jónatan? Er það eitthvað. út af mömmu? Á meðan að Jónatan talaöi við hana, sá ég andlit hennar gjör- breytast. Það var sviplaust og fjarlægt, alveg eins og það var svo oft á Fairfield. Loks sagði hún: — Allt i lagi, ég skal koma. Hún lagði simann á og snéri sér að mér. — Mamma er i uppnámi og vill að ég komi heim þegar i stað, Kay. — Já, en það er næstum komið miðnætti, Maeve. Það hlýtur að vera fullnægjandi aö þú farir snemma i fyrramálið. Er þetta svona bráöáriðandi? — Ekki fyrir mig, en vafalaust fyrir mömmu. Þar að auki er þetta mér aö kenna. Ég gleymdi áriðandi dagsetningu. . . hún hefur svo mikla þýöindu fyrir hana, og ég hef sært hana með gleymsku minni. Ég verð aö fara, Kay, mér þykir það leiðinlegt, en. . . . ' Edwin Wade stóð á fætur. — Ég skal aka þér heim, Maeve. — Nei, það er næstum klukku- tima akstur. — En það gerir þér léttara fyrir, ekki satt? — Þá er allt i lagi. Maeve fór að klæða sig i kápuna og Edwin leit til min meö litlu en eftirtektarverðu brosi. Hann yppti öxlum — óhjákvæmileg uppgjöf. Það var sem hann vildi segja? — Gott og vel, við höfum tapað i fyrstu umferð. - Já. 1114. Lárétt 1) Veizla,- 6) Tvennd.- 8) Lýg.- 10) Vot,- 12) Belju,- 13) Eins,- 14) Reiðihljóð,- 16) Hitunar- tæki,- 17) Varma,- 19) Kven- vargur. Lóðrétt 2) Dýr,- 3) Guð.- 4) Islam.- 5) Endar.- 7) Frek.- 9) Læknis- meðferð.-11) Dýr,-15) Ar.- 16) Pers.forn.- 18) Tónn.- Ráðning á gátu nr. 1113 Lárétt 1) Hafur,- 6) Rán.- 8) Láð.- 10) Sær,- 12) At,- 13) La,- 14) Stó,- 16) Tin,- 17) Slá,- 19) Skæri,- Lóðrétt 2) Arð.- 3) Fá,- 4) Uns,- 5) Hlass.- 7) Brand.- 9) Att,- 11) Æli,- 15) Ósk,- 16) Tár.- 18) Læ,- 26.mai 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlausgson leikur létt lög og spjallar viö hlustendur. 14.30 Siödegissagan: „Einka- lif Napóleons” eftir Octave Aubry.Þóranna Gröndal les (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Úr ferðabók Þorvalds Thoroddscns. Kristján Arnason les (5). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Við bókaskápinn. Thor Vilhjálmsson rithöfundur talar. 20.00 „Hamar án smiðs”, tónverk fyrir altrödd og sex hljóðfæri eftir Pierre Boulez. Jeanne Deroubaix og franskir hljóðfæraleikar- ar flytja, höfundur stjórnar. 20.30 Mál til meðferðar. Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður áér um þáttinn. 21.00 Samleikur i útvarpssal: Strengjasveit nemenda i Tónlistarskólanum i Reykjavik leikur 21.30 útvarpssagan : „lfamingjuskipti” eftir Stcinar Sigurjónsson. Höfundurinn les. (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur, Olöf Jónsdóttir les. (6). 22.35 Kvöldhljómleikar: Frá tónleikum Sinfóniuhljóm- svcitar íslands i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko frá Varsjá. a. „Iberia”, tónmyndir eftir Claude Debussy. b. „Háry János”, svita eftir Zoltán Kodály. 23.25. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur26, mai. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashkenazy í sjónvarps- sal Vladimir Ashkenazy leikur Sónötu i b-moll eftir Chopin. 20.55 Ironside Nýr bandarisk- ur sakamálamyndaflokkur um lögregluforingja, sem lamast og verður eftir það að fara allra sinna ferða i hjólastól. Hann sezt þó ekki i helgan stein, en heldur áfram störfum með hjálp vina sinna. Aðalhlutverkið leikur Reymond Burr. Þýö- andi Kristmann Eiðsson. 21.45 I.iil Lindfors Söngkonan bregður á leik með nokkrum götusópurum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.00 Erlend inálefni.Umsjón- armaður Jón H. Magnússon. 22.30 Dagskrárlok Auglýsið * i Tímanum 1 I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.