Tíminn - 26.05.1972, Síða 16

Tíminn - 26.05.1972, Síða 16
TÍMINN Föstudagur 26. mal 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Danir leika án atvinnu- manna sinna á íslandi Landsleikurinn við Islendinga liður f undirbúningi fyrir Olympíuleikana í knattspyrnu Tómas Jónssun meft svig- bikarinn. Einsog fram hefur komið i fréttum, hafa Danir tryggt sér rétt til að leika í lokakeppni Olympiu- leikanna í knattspyrnu, en eins og kunnugt er, sigruðu þeir Rúmena, bæði á heimavelli og útivelli, og nægði þaðtil að hljóta sæti i lokakeppninni. Nú hefur verið tilkynnt i Kaup- mannahöfn, að Danir muni senda Olympiulið sitt til keppni i Reykjavik 3.júli n.k. en það þýðir, að engir atvinnumenn verða með i liðinu, sem leikur landsleik gegn lslendingum á Laugardals- vellinum. Aftur á móti hafa Danir ákveðið að tefla sinu sterkasta liði fram i landsleikjum gegn Finnlandi og Sviþjóð i júni. Munu þeir kalla á atvinnuleikmenn sina, sem leika viðsvegar i Evrópu, til liðs við sig. Þessar fréttir benda til þess, að danska landsliðið* sem hingað kemur i byrjun júli, verði ekki eins sterkt og búizt hafði verið við. Hins vegar þýðir það ekki, að danska liðið verði veikt. Danir munu leggja mikla áherzlu á að samþjálfa Olympiulið sitt fyrir átökin i Miinchen. Danir hafa oft náð mjög góðum árangri á ólym- piuleikunum i knattspyrnu. Skemmst er aö minnast þess, er þeir hlutu silfurverðlaun á Ólym- piuleikunum i Róm 1960. Tómas Jónsson náði bezíum heildarárangri Gunnar Kára. Sigurösson, formaður Skotarnir ærðust - og margir slösuðust Glasgow Rangers sigraði Dynamo Moskva i úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa, en þetta er þriðji leikur liðanna. Leikurinn fór fram i Barce- lona á Spáni og lauk 3:2 en Glasgow Rangers skoraði þrjú fyrstu mörkin. 20-30 þúsund Skotar fóru yfir til meginlandsins til að fylgjast með löndum sinum. I mikilli sigurvimu eftir leikinn slösuðust fjölmargir áhorfendur, en Skotarnir kunnu sér engin læti. Skarðsmótiö, hið árlega lokamót skiðamanna, skar endanlega úr um það hver hljóta skyldi svigbikarinn 1972, en hann hlýtur sá skiðamaður, sem nær bezt- um samanlögðum árangri í sex af þeim tíu svig- og stórsvigskeppnum vetrar- ins, sem gefa stig. Svigbikarinn var afhentur á Siglufirði að loknu Skarðsmótinu nú um helgina og sagði Ólafur Nilsson, sem afhenti hann fyrir hönd Skiðasambands íslands, að keppnin um bikarinn hafi verið afar hörð og skemmtileg allt frá Valsmenn höfðu nærri misst af lestinni - en tókst að sigra Þrótt, 3:2, og leika úrslita gegn Fram í Rvíkurmótinu til Litlu munaði aö Valsliðið tapaði af lestinni i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu. Valsmenn áttu i mestu brösum með Þrótt, en tókst þó að sigra með eins marks mun, A Grafarholtsvelli fór fram um siðustu helgi undankeppni hvita- sunnukeppninnar og voru leiknar 18 holur með forgjöf. Þeir 16 fyrstu komast áfram og leika holukeppni. Er keppt um bikar, sem verið hefur i umferð siðan 1944. Fyrst var þetta litil krús, en siðan hefur verið byggður undir hana myndarlegur hnallur, svo að nöfnin komist fyrir — og er þetta þvi orðinn all merkilegur gripur. tJrslit i undankeppninni urðu þessi: Guðmundur Ófeigsson, 87-19 68 Gunnar Ólafsson, 88-20 68 Hákon Guðmundsson, 93-24 69 Þeir Guðmundur og Gunnar léku aukakeppni um 1. verðlaunin og sigraði Guðmundur i henni á 2. holu. Bezta árangri án forgjafar náði Haukur V. Guðmundsson, sem lék á 78 höggum (39:39) 3:2. Hafði fyrirfram verið búizt við yfirburðasigri Valsmanna. Með þessum úrslitum eru Vals- menn komnir i úrslit. Þeir leika úrslitaleik gegn Fram, sem hefur einu stigi betur, en það þýðir, að F'ram nægir jafntefli til aö hljóta Reykjavikurmeistaratitilinn i knattspyrnu 1972. A fyrstu minútum i leiknum gegn Þrótti skoruðu Valsmenn tvö heppnismörk, sem bæði komu upp úr innköstum. Fyrra markið skoraði Ingi Björn Albertsson með skalla á 2. minútu. Siðan skoraði Alexander úr þvögu, sem skapaðist i markteig. Var staðan i hálfleik 2:0, Val i hag, en Þróttar- ar áttu þó engu minna i þessum hálfleik. A 2. minútu i siðari hálfleik kom svo fyrsta mark Þróttar. Gunnar Ingvarsson skaut frá miðju. Sveif knötturinn yfir Sigurð Dagsson, markvörð Vals, sem var illa stað- settur, — og i markið. Atta minút- um siðar jafnaði Helgi Þorvalds- son fyrir Þrótt, 2:2, með skoti frá markteigslinu. En siðasta orðið i þessum leik átti Ingi Björn, sem skoraði fallegt mark eftir að hafa einleikið frá miðju. Eins og fyrr segir, áttu Vals- menn i miklum erfiðleikum. Þróttarar voru sizt verri aðilinn i þessari viðureign — en tvö heppnismörk Valsmanna i byrjun gerðu það að verkum, að þeir hlutu ekki annað eða bæði stigin. upphafi. Þegar liða tók á veturinn var ljóst, að baráttan um sigurinn myndi fyrst og fremst standa milli þeirra Arna Óðinssonar, Akureyri, Hafsteins Sigurðsson- ar, tsafirði og Tómasar Jónsson- ar, Reykjavik. Stórsvigskeppni Skarðsmótsins gerði siðan út um sigurinn, en i henni hafði Tómas Jónsson, Reykjavik nokkra yfir- burði. Fyrstu tiu menn i bikarkeppn- inni urðu þessir: stig. 1. Tómas Jónsson R. 3,75 2. Árni Óðinsson, Á. 5,23 3. Hafsteinn Sigurðsson 1 7,93 4. Viðar Garðarsson A. 24,36 5. Jónas Sigurbj.s. A. 24,46 6. Guðmundur Jóhannesson 126,15 7. Hákon Ólafsson S. 30,32 8. Haukur Jóhannsson A. 34,36 9. Reynir Brynjólfsson A. 34,53 10. Arnór Guðbjartsson R. 37,70 Arangur þátttakenda i þessari keppni er mældur eftir stigakerfi alþjóða skiöasambandsins og er sá sigurvegari, sem hlýtur fæst stig. Framangreindur stigafjöldi sýnirr hve mörg stig hver kepp- andi hefur hlotið að meðaltali i hverri af þeim sex keppnum, sem til útreiknings koma. Þetta er i fyrsta skipti, sem þessi keppni fer fram og hlaut Tómas Jónsson, Reykjavik, veg- legan bikar til eignar, sem gefinn er af Fischer — skiðaumboðinu, heildverzlun Magnúsar Haralds- sonar. (FráS.K.Í.) Spánverjar sigruðu 1:0 Spánn sigraði Uruguay i lands- leik i knattspyrnu með 1:0. Leikurinn fór fram i Madrid á þriðjudagskvöld og var vináttu- leikur. 50 ára afmæli knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi Knattspyrnufélagið Kári verður 50 ára i dag, föstudaginn 26. mai og er það þvi elzta starfandi iþróttafélagið á Akranesii Það voru 10 drengir á aldrinum 10-14 ára, sem stofnuðu félagið á sinum tima, en þeir voru: Albinus Guðmundsson 13 ára, Bjarni I. Bjarnason 13 ára, Gisli Bjarnason 11 ára, Gisli Sigurðsson 12 ára, Guðmundur Bjarnason 13 ára, Guðmundur Sveinbjörnsson 11 ára, Gústaf Asbjörnsson 14 ára, Sighvatur Bjarnason 10 ára, Sigurður Helgason 12 ára og Sigurjón Sigurðsson 12 ára. Af stofnendum eru nú fjórir látnir, þeir Albinus Guðmundsson, Gústaf Ásbjörnsson, Gisli Bjarnason og Guðmundur Svein- björnsson. Þeirra er minnzt, sem duglegra forvigismanna og góöra félaga. Þótt stofndagur félagsins sé talinn 26. mai, var það ekki fyrr en um haustið sama ár, að endan- lega var gengið frá stofnun Kára og lög samþykkt fyrir félagið. Var það hinn mæti maður, Svein- björn Oddsson, sem var hinum ungu stofnendum hjálplegur við samningu þeirra. Það verður að biða betri tima, að rekja sögu Kára, en á þeim 50 árum, sem félagið hefur starfað, hefur á ýmsu gengið. Óhætt er að segja, að i dag sé starfsemi þess með miklum blóma og hefur félagið á að skipa góðum leikmönnum i öllum aldursflokkum knattspyrnunnar. Fyrsta stjórn Kára var þanmg skipuð: Gústaf Ásbjörnsson for- maður, Sigurjón Sigurðsson ritari og Guðmundur Bjarnason gjald- keri. Núverandi stjórn Kára er þannig skipuð: Gunnar Sigurðs- son formaður, Arsæll Valdimars- son varaformaður, Kristján Sveinsson gjaldkeri, Benedikt Valtýsson ritari og Helgi Danielssson meðstjórnandi. I tileíni afmælisins mun stjórn Kára taka á móti gestum i Hótel Akranes á afmælisdaginn, föstudaginn 26. mai milli kl. 20 og 22. Þar verða margir Kára-félag- ar heiðraðir fyrir margvisleg störf i þágu félagsins og unnin iþróttaafrek á undanförnum árum. Eru allir iþróttaunnendur og velunnarar Kára boðnir þang- að velkomnir. Þá mun afmælisins verða minnzt með keppnum i ýmsum iþróttagreinum og á laugardag- inn 27. mai fara fram kappleikir i knattspyrnu milli yngri flokka Kára og KA á iþróttavellinum og siðar þann sama dag verður efnt til hófs fyrir yngri félaga Kára i Hótel Akranes. Erlendur kastaði 57.26 metra w Ragnhildur setti Islandsmet ÖE-Reykjavik Erlendur Valdimarsson, IR kastaði kringlunni 57,26 m á Vor- mót ÍR i gærkvöldi og átti annað kast tæpa 57 m en OL-lágmarkið er 56,50 m. Hann þarf að kasta yfir 56,50 m á öðru móti, til aö ná takmarkinu til fulls. Annar maður, Páll Dagbjartsson, HSÞ vakti og athygli, kastaði 47,31 m sem er hans langbezti árangur. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK setti nýtt Islandsmet i 1000 m hlaupi, hljóp á 3:12,8 min. Erfitt var að hlaupa vegna strekkings- vinds. Gamla metið var 3:15,4 min. Lára Sveinsdóttir, A, náði mjög góðum tima I 200 m hlaupi, 25,4 sek. sem er 9/10 úr sek betra en tslandsmetið, en meðvindur var of mikill. Vilmundur Vil- hjálmsson, KR hljóp og 200 m vel, timi hans var 22,5 sek. Nánar um mótið á morgun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.