Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVÉLAR ¦ "__'OÍ ICNIS ¦ RAFIÐJAN — VESTUAGOTU 11 19294 I I RAFTORG V/AUSTURVOLL 26660 J c 116. tölublað — Laugardagur 27. mai 1972 — 56. árgangur. 3 Reynum að ræða við áhrifamenn - segir framkvæmdastjóri auglýsinga- fyrirtækisins, sem kynnir landhelgismálið TK-London. Sem kunnugt er, hefur utanrikisráðuneytið samið við brezka auglýsingafyrir- tækið Wittaker Hunt Public Relations Limited, um kynninguá málstaö Islands í landhelgisdeilunni. Blaðamaður Tímans náði tali af eiganda fyrirtækis- itis, Donald F. Hunt, og spurði hann, hvers konar aðferðum hann mundi beita til þess að afla mál- stað islands fylgis. Donald F. Hunt sagði, að beitt yrði öllum kunnum aðferðum i sambandi við slika dreifingu, en mest áherzla yrði lögð á að tala við þá aðila og þá þingmenn, sem gætu haft áhrif á almenningsálit- ið. Fyrirtækið legði sérstaka áherzlu á slika starfsemi, en minna á áberandi auglýsingar eða fréttamennsku i blöðum. Fyrirtækið hefði einnig með að gera dreifingu á þeirri kvikmynd, sem nú er i undirbúningi. Fyrir- tæki hans legði sig i lima við að ná sambandi við alla þá aðila, sem annað hvort eiga einhverra hags- muna að gæta i sambandi við fiskveiðar á Islandsmiðum eða þá aðila, sem liklegir eru til að geta haft áhrif á almenningsálit i út- gerðarbæjunum. / leit að heppi- legu húsnæði Frá og með deginum I gær var kinverskur sendifulltrúi settur hér á landi. Eins og Timinn skýrði frá i gær, komu kinverjarnir hingað i fyrradag, en i gær ræddi formaður sendinefndarinnar, Lin Hua, við Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóra i Utanrikisráðuneytinu og Pétur Eggerz, ambassador. Kinverjarnir byrjuðu I gær að leita að heppilegu húsnæði fyrir sendiráð stjórnar sinnar og var meðfylgjandi mynd tekin, er þeir skoðuðu hús i gamla bænum i Reykjavfk. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um,hvort húsnæði verður keypt eða leigt, en Timinn hefur rökstudda ástæðu til að ætla.að kfnverjarnir hafi hug á kaupum. — Sá aftari á myndinni talar islenzku dável. (Timamynd Gunnar) SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR NTB-Moskvu Richard Nixon, Bandarlkjafor- seti og Leonid Bresjnef, leiðtogi kommúnistaflokks Sovétrikja- nna, undirrituðu i gærkveldi hinn svokallaða SALT-sáttmála við hátiðiega athöfn i Moskvu. Fór athöfnin fram að loknum kvöid- verði, sem Bandaríkjaforseti hélt til heiðurs leiðtogum Sovét- rikjanna. SALT-samningurinn er hinn sjötti, sem leiðtogar rikjanna hafa undirritað siðan Nixon kom ¦ til Moskvu á mánudaginn. Jafn- framt er hann hinn mikilvægasti, ekki aðeins fyrir sambúð rikjanna tveggja, heldur og fyrir allan heiminn, með undirritun hans er stórlega dregið úr hætt- unni á þvi, að kjarnorkustrið brjótist út. SALT er sammstöfun á „Strateglc Arms Limitation Talks", sem lauslega þýtt mætti kalla viðræður um takmörkun kjarnorkuvopna. Viðræður þessar hófust hinn 17. nóvember 1969, en það var rúmum tveimur árum áður, hinn 27. janúar 1967, að Lyndon Johnson, þáverandi Bandarikjaforseti, lagði fyrst til að þessar viðræður yrðu hafnar. Forsætisráðherra Sovétrikjanna, Alekseij Kosygin, gaf svo jákvætt svar stjórnar sinnar 2. marz 1967. Aðalsamningamenn rikjanna hafa verið þeir sömu frá upphafi, Gerard Smith fyrir hönd Banda- rikjanna og Vladimir Semjonov fyrir hönd Sovétrikjanna. Þykja þeir hafa staðið sig með afbrigð- um vel báðir tveir, og undanfarið hafa þeir verið að dag og nótt. Samningarnir, sem undirritað- ir voru i gærkvöldi, fela i sér, að takmarkaður er mjög fjóldi árásar- og varnarvopna, sem rikin mega ráða yfir og fram- leiða. Hér fer á eftir skrá yfir þau vopn, sem hvort riki um sig má nú hafa. Eru tölurnar frá alþjóða- stofnun,sem kannar hernaðar- mátt kjarnorkuveldanna og eru hámarkstölur: (Fremri tölurnar eiga Bandarikin, hinar aftari Sovétrikin.) Langdrægar eldflaugar einni sprengju: 954 1510 Langdrægar eldflaugar mörgum sprengjum (mirv): 100 Engar Arásareldflaugar, sem skjóta má frá kjarnorkuknúnum kafbát- um: 656 350 Árásareldflaugar,sem skotið er frá diesel-kafbátum: Engar 90 viö við með með Stórslasaður maður Fannst í rústum Þó-Reykjavik. Maður á fertugsaldri brenndist mjög alvarlega, er tjald, sem hann svaf i.brann ofan af honum. Maðurinn var i tjaldi vestur á Snæfells- nesi, og var hann fluttur i þyrlu i sjúkrahús i Reykja- vik. Það var um kl. 14 i gær, að fólk frá Skóganesi i Mikla holtshreppi á Snæfellsnesi kom að tjaldinu nánast fyrir tilviljun. Var þá tjaldið brunnið, og maðurinn lá þar i hálfgerðu meðvitundarleysi. Strax var haft samband við sjúkrahúsið i Stykkishólmi, og þaðan var sendur sjúkra- bill og tveir læknar. Þegar læknarnir höfðu skoðað manninn, kom i Ijós, að hann var mjög mikið brenndur, svo mikið, að ekki var talið unnt að gera að sár- um hans i sjúkrahúsinu i Stykkishólmi. Var þá haft samband við Varnarliðið, og það beðið að senda þyrlu á staðinn til að flytja manninn i sjúkrahús i Reykjavik. Kom þyrlan fljótlega vestur og flutti manninn til Reykjavikur. Kaupskipa- flotinn stöðvaður OÓ-Reykjavik. Verkfall stýrimanna á kaupskipaflotanum hófst á miðnætti i fyrrinótt. Sátta- semjari hélt fund með deilu- aðilum, sem hófst kl. 16 i fyrradag og stóð yfir fram til kl. 3,30 um nóttina, en samn- ingar tókust ekki. Annar sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Fá skip voru i Reykjavikur- höfn i fyrradag, og voru þau farin úr höfn um miðnætti þegar verkfallið skall á. Hafa þvi engin skip stöðvazt ennþá vegna verkfallsins. Myndirnar voru teknar af hafnarbökkunum i Reykjavik i gær, og eru einu skipin sem þar sjást erlend. ¦WO^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.