Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. mai 1972. TÍMINN 3 Lífshættulegum eiturefnum stolið OÓ-Reykjavik. Kemiskúm efnum, sumum ban- eitruðum, var stolið úr geymslu i húsi Raunvisindastofnunar Háskólans við Dunhaga aðfarar- nótt fimmtudags. Eru efnin ýmist i glösum, flöskum eða dósum. f umbúðunum voru margs konar efni i formi vökva eða dufts. Er ekki á færi annarra en sérþjálf- aðra manna að þekkja efnin, og eru mörg þeirra stórhættuleg i höndum annarra. Ekki er vitað með fullri vissu, hve miklu var stolið, en 32 einingar eru komnar i leitirnar, og er vonazt til að það sé allt magnið, sem stolið var. Geymslan er i kjallara hússins, og var brotinn gluggi á henni og skriðið þar inn. Var ekki önnur fyrirstaða fyrir þá,sem inn fóru, en að brjóta rúðuna. Voru kem- isku efnin geymd á hillum i her- berginu. Innbrotið hefur verið framið eftir kl. 8.30 um kvöldið, en starfsmenn voru i húsinu fram að þeim tima. Þegar mætt var til vinnu i morgun, sást.að brotizt hafði ver- ið inn. Af ryki i hillunum mátti sjá, að eitthvað hafði verið tekið, en ekki var hægt að átta sig á i morgun, hvað tekið hafði verið. I hádegisútvarpi i gær varsagtfrá efnaþjófnaðinum og fólk varað við. Skömmu eftir hádegi til- kynntu tveir ungir piltar lögregl- unni, að þeir hefðu séð mörg glös i geymslu undir tröppum i nágrenninu. Þar fundust 32 um- búðaeiningar, sem i voru alls konar efni. Komust glösin óbrotin til skila, en i einhverjum þeirra voru eitur- efni, sem eru svo mögnuð, að það getur valdið dauða viðkomandi að taka tappa úr flösku án sérstakra varúðarráðstafana. Ekkiervitaðhverjir tóku efnin, en likur eru árað það hafi verið unglingar. Lögreglan skorar á þá, sem ef til vill hafa eitthvað af efn- um úr geymslunni undir höndum, að láta umsvifalaust vita af þeim og alls ekki að opna umbúðirnar eða henda efnunum. Ahöfnin á Beechcraft flugvél Landflugs, sem fór til Station Nord til að fiytja veðurathugunarmennina. Frá vinstri er Sigurður Halidórsson, flugmaður, Jón Valdimarsson, flugstjóri og Valdimar Sæmundsson flugvirki. TIMAMYND Gunnar. Fljúga 2000 km. í norður til að flytja starfsmenn Station Nord Barizt um efstu sætin I einmenningskeppni. Lengst til vinstri er Gfsli Guðmundsson, þá Haraldur Arnason og Magnús Magnússon. Timamynd Róbert. SKOTGLAÐIR LÖGREGLUAAENN OÓ-Reykjavfk. Arlegri skotkeppni lögreglu- manna i Reykjavik lauk i gær. Alls tóku 125 lögregluþjónar þátt i keppninni, sem bæði er sveita- keppni, sem beztu skotmenn af hverri vakt keppa I, og einmenn- ingskeppni. 1 skotkeppni lögregl- unnar eru eingöngu notaðar skammbyssur. 1 sveitakeppninni fóru leikar svo, að vakt Páls Eirikssonar varð hlutskörpust, hlaut 2152 stig, næst i röðinni var vakt Axels Kvaran með 2065 stig, þá vakt Greips Kristjánssonar með 2017 stig og siðan Umferðardeild með 1923 stig. 1 einmenningskeppni var bar- áttan hörð, og varað skera úr um fyrsta og annað sæti með einvígi milli Gisla Guðmundssonar rann- sóknarlögreglumanns og Har- aldar Arnasonar lögregluþjóns. Þeir kapparnir eru iþróttalega sinnaðir og notuöu skotskifurnar i einviginu. Gisli varð hlutskapari og hlaut 92 stig, Haraldur 91 stig og þriðji varð Magnús Magnússon rannsóknarlögreglumaður með 90 stig. Jafnari gat baráttart um efstu sætin ekki orðið. 1 fyrra bar Magnús sigur úr býtum I einmenningskeppninni og Gisli varð i öðru sæti. 1 einmenningskeppninni tóku alls þátt 26 mann. Til að fá að taka þátt i þeirri keppni þurfa keppendur að hafa náð 85 stigum i undankeppni. Þó-Reykjavik. Sem kunnugt er af fréttum, er verið að flytja dönsku veður- athugunarstöðina Station Nord á Grænlandi. Veðurathugunarstöð- in, sem er staðsett fyrir norðan 82. breiddarbaug n.br., hefur verið starfrækt i fjölda ára, og hafa Bandarikjamenn og Danir rekið stöðina i sameiningu. Fyrir skömmu tilkynntu Bandarikja- menn að þeir myndu ekki taka þátt i þessari starfsemi áfram, en stöðin hefur verið mjög dýr i rekstri, m.a. vegna þess hve kostnaðarsamt það hefur verið að halda flugbrautinni þar opinni. Sá maður, sem hvað mestan hug hefur borið til stöðvarinnar, er danski greifinn Eigil Knuth. Sjálfur hefur hann starfað þarna norður frá um fjölda ára, og þeg- ar fréttist um ákvörðun Banda- rikjamanna, fékk hann þvi til leiðar komið, aö rekstri stöðvar- innar yrði haldið áfram, en á öðrum stað, þar sem yrði léttara að reka stöðina. Fyrir valinu varð staður, sem liggur lengra inni i landinu en Station Nord. Þessi staður, sem er um 200 km fyrir vestan Station Nord, heitir Cap Moltke. Þessa dagana er nú verið að flytja verðurathugunarstöðina, og tekur islenzkur aðili þátt i flutningunum. Er það flugfélagið Landflug i Reykjavik. Landflug á að flytja Danina, sem eru sex talsins, frá Station Nord til Cap Moltke, en Herkules flutningavél flytur öll tæki á milli staðanna. Station Nord er meira en 2000 km fyrir norðan Reykjavik, og i gærkvöldi fór Beechcraft flugvél Landflug áleiðis til Station Nord. Aður en Beechcraftinn fór i loftið, hittum við áhöfnina aðeins að máli og spurðum um ferðina. Jón Valdimarsson, sem verður flugstjóri i þessari ferð, sagði, að 28 veiðifélög i Vesturlandskjördæmi. I bók sinni „Veiðimál i örum vexti”, sem að var vikið hér i gær, segir Einar Hannesson hjá Veiðimálastofnuninni, að af 95 veiðifélögum hér á landi, sé tæp- lega þriöjungur i Vesturlands- kjördæmi eða 28 félög. Megi ætla, að veiðifélögin geti orðið 40 - 50 talsins i kjördæminu, þegar búið verði að stofna félög við öil vötn, sem einhver slægur sé i og fleiri en tvær jarðir eigi hlut i eða um stöðuvatnaklasa, sem sömu aöiiar eigi, eins og t.d. vötn á af- rétti. Jarðir i veiðifélögunum rúmlega 450 talsins. — Jarðir i fyrrgreindum veiði- félögum i kjördæminu munu nú vera rúmlega 450, segir Einar ennfremur um þetta atriði. — Er hlutdeild einstakra jarða i veiö- inni afar misjöfn eins og gefur að skilja, þar sem lengd landareigna að veiðivatni, uppeldisskilyrði og hrygningarskilyrði fisks og veiði- aöstaða, bæði netja og stanga- veiði, er afar breytileg um ein- staka hluti og i heild. En til þessara atriða er m.a. tekið tillit við niðurjöfnun veiði eöa arðs af henni. Hins vegar er atkvæðis- réttur i veiðifélögum jafn, þ.e. ábúandi hvers lögbýlis hefur eitt atkvæði og hið sama er um eig- anda eyöijarðar. Afbragðstekjur af veiðihlunnindum Þá segir Einar, að i Vestur- landskjördæmi séu nokkrar af beztu veiðijörðum landsins og þvi afbragðstekjur af veiðihlunnind- um, hvort sem veitt sé i net eða leigt út til stangarveiði. Það sé i öllum tilvikum góð búbót fyrir jörð að njóta veiðihlunninda og ætti að gefa jörðinni aukinn styrkleika, ef svo megi að orði kveða, sem bújörð. -EB þeir ætluðu sér aö leggja af stað um áttaleytið, og myndu þeir halda til Meistaravikur á Græn- landi. Þangaö yrðu þeir komnir um miðnættið, og snemma i morgun átti svo Beechcraftinn að halda áfram norður eftir. Jón sagði, að þeir hefðu með i förinni 5 tunnur af besini, en þvi miður er litið um það þarna norð- ur frá. Er reiknað með.að förin frá Meistaravik til Station Nord taki 4 1/2 klukkutima, en flugið i allt mun taka 18 klukkutima. Til Islands kemur vélin aftur á föstu- dagsnótt. Vitað er, að vél frá Flugfélagi Islands hefur a.m.k. einu sinni farið svona norðarlega. Bezt heppnaða frímerkja- sýning á íslandi óV-Reykjavik. Frimerkjasýningin „Norden — 72”, sem haldin var i Norræna húsinu i Reykjavik um hvitasunn- una, var sú bezt heppnaða efnis- lega,sem haldin hefur veriö hér á landi, að sögn Siguröar Þor- steinssonar, forseta Landssamb- ands islenzkra frimerkjasafnara. Um 3000 manns sóttu sýninguna, og hefur aðeins einu sinni áður komið fleira á frimerkjasýningu hérlendis. Verðlaun voru veitt, og féllu þau sem hér segir: 1. heiðursverðlaun: Helge Grönblöm, Finnlandi. Auk hans fengu gullverðlaun Helgi Gunn- laugsson, Reykjavik, Roger A. Swanson, Chicago og Holger Philipsen, Kaupmannahöfn. Onnur verðlaun, gylt silfur, fengu: Frank C. Mooney, Njarð- vikum, T.J. Kivilahti, Finnlandi og Magni R. Magnússon, Reykja- Onnur verðlaun, gyllt silfur, fengu: Frank C. Mooney, Njarð- vikum, T.J. Kivilahti, Finnlandi og Magni R. Magnússon, Reykjavik. Þriðju:verðlaun, silf- ur, hlutu T.J. Kivilahti, Finn- landi, Penttihamalainen, Finn- landi og þeir Karl & Þór Þor- steinssynir, Reykjavik. Hafa þessir aðilar þar með hlotið réttindi til að taka þátt i al- þjóðlegum frimerkjasýn-^ ingum. Þess má og geta, að heiðursverðlaunasafniö er metið á u.þ.b. 4 milljónir islenzkra króna. HÚSMÆÐRASKOUNN LAUGUM ÞINGEYJARSÝSLU tilkynnir að hann starfar i tveim timabilum sjálf- stæðum næsta vetur: Fyrra timabil frá 15. sept. til 15. des. Námsefni framreiðsla og önnur þjónusta i gistihúsum, mötuneytum og hliðstæðum stofnunum. Prófskirteini að timabilslokum felur i sér meðmæli og væntanlega samningsaðstöðu til betri launakjara. Seinna timabil frá 10. jan. til 10. mai. Námsefni húsmæðrafræðsla. Umsóknir sendist skólanum fyrir 15. júli. Koma verður skýrt fram.hvort sótt er um annað eða bæði timabilin. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.