Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 Laugardagur 27. mai 1972. Sovézkir hvalveiðimenn fylgja settum reglum Hvað eftir annað hafa verið bornar fram ef vestrænum að- iljum ásakanir gegn sovézkum hvalveiðimönnum um rányrkju og útrýmingu hvalastofnsins. bessar fullyrðingar hafa ekki við rök að styðjast. Þvert á móti eru Sovétrikin meðal stofnenda alþjóða hvalveiðinefndarinnar, og aldrei hafa verið bornar fram kærur á Sovétrikin fyrir brot á samþykktum nefndarinn- ar. Hafa sovézkir hvalveiði- menn ætið haldið reglur nefnd- arinnar, sem þeir áttu sjálfir þátt i að setja. Með öllum hvalveiðileiðöngr- um eru eftirlitsmenn frá sovézka fiskveiðaráöuneytinu, og þá sjaldan reglurnar hafa verið brotnar af tilviljun eða slysni, hafa áhafnirnar verið dæmdar i þungar sektir og i ein- stöku tilfelli hefur veiðin verið gerð upptæk. bá er i sovézku ársskýrslunni til alþjóðasam- takanna skýrt frá slikum tilvik- um. Sovétrikin eru mikið hval- veiðiland og hafa þess vegna mikinn áhuga á þvi, að ekki séu stundaðar ránveiðar. ★ Flugvellirá svörtum lista Flugmenn frá fjölmörgum löndum komu saman til fundar um borð i skipi á miðjarðar- hafinu i byrjun mai-mánaðar, og þar komu þeir sér saman um að setja nokkra alþjóöaflugvelli á svartan lista vegna þess að öryggisbúnaður vallanna væri ekki nægiiega góður. Flugmenn þessir eru fulltrúar á þingi al- þjóðasamtaka flugmanna, en þingið var að þessu sinni haldið um borð í franska skipinu Mermoz, en skipið lagði að bryggju i Cannes i Frakklandi, að þinginu afstöðnu. Flugvell- irnir, sem settir voru á svartan lista eru þeir, sem erfitt er að fljúga til i vondum veðrum eða að næturlagi vegna slæmra staðhátta, skorts á blindflugs- tækjum og lélegs starfskrafts i flugumferðarstöðvunum. Ekki hafa flugmenn viljað skýra frá þvi, hvaða flugvelli hér um ræðir en haft verður samband við stjórnvöld viðkomandi landa i framhaldi af þingi flugmann- anna, og þeim skýrt frá niður- stöðum þingsins. ★ Bókaþjófar duglegir Bókaþjófar i Vestur-Þýzka- landi eru duglegastir við iðju sina á timanum frá hádegi og fram til kl. 3 dag hvern, og sér- staklega eru þeir sagðir taka til höndunum i bókabúðunum á mánudögum. Næstver sti bóka- þjófnaðardagurinn er föstudag- ur, að sögn sambands bóka- verzlana i V.-býzkalandi. Konan fyrst Japanskur einkaspæjari tók mann fastan, sem var að stela úr innkaupatösku konu nokk- urrar i stórverzlun i Tokyo. Konan vildi samt alls ekki bera fram kæru á hendur manninum. Spæjarinn fylltist grunsemdum, og fór að kanna málið betur, og þá kom i ljós, að vörurnar, sem voru i innkaupatösku konunnar voru stolnar. Bæði konan og maðurinn voru sektuð fyrir þjófnað. Segulmagnað vatn eykur vöxtinn Vatn, sem orðið hefur fyrir segulmögnun, getur haft mjög merkilega liffræðileg áhrif samkvæmt rannsóknum, sem sovézki visindamaðurinn N. Adjrchajev hefur gert á þessu sviði. Við segulmögnun vatnsins er það látið renna milli tveggja segulspóla, norður- og suður- póls, og við það verður það fyrir áhrifum frá báðum skautunum. Adjrchjev hefur nú stungið upp á þvi, að meðhöndla skuli vatnið með pólunum aðskildum. Til- raunir með einu af tækjum þeim, sem Adjrchev hefur smið að til tilrauna með bæði segul- skautin hafa leitt i ljós nýja eiginleika hjá hinu segumagn- aða vatni. M.a. hefur það komið i ljós, að vatnið stuðlar að örari vexti ýmiss kvikfénaðar og jafnvel kjúklinga. Þolir ekki rigningu Eitt er vist, að Joyce Pilking- ton léti sér aldrei detta i hug að fara syngjandi út i rigningu. Hún myndi ekki einu sinni stinga höfðinu út fyrir dyr, ef rigndi, nema i algjöru neyðar- tilfelli. Astæðan er sú, að hún þolir alls ekki vatn. Ef vatn kemur á andlit hennar verður hún eldrauð i framan, og öll út- steypt. Þar af leiðandi fer hún aldrei út i rigningu nema með regnhlif eða barðastóran hatt. Joyce er 22 ára gömul og á heima i Hindley i Lancashire i Eng- landi. Hún hefur ekki þvegið sér i framan með vatni undanfarin fimm ár, heldur verður hún að hreinsa andlit sitt með alls kon- ar kremum og hreinsiefnum. Dr. Harry Morrow, sem er for- seti ofnæmissérfræðingafélags- ins i Bretlandi fullyrðir, að Joyce sé einasta manneskjan i heiminum, sem hefur ofnæmi fyrir vatni. ★ Sjálfvirk tígulsteinaverk- smiðja Verkfræðingur einn i Lenin- grad hefur hannað tigulsteins- verksmiðju, sem á að geta framleitt um 50 milljónir múr- ★ steina árlega með starfsliði, sem samanstendur af 9 verk- og tæknifræðingum og 50 verka- mönnum hið mesta. Sjálfvirkni verður þarna eins mikil og tök eru á, einkum munu vélar leysa mannshöndina af hólmi á þeim ★ stigum framleiðslunnar, sem likamlega erfiðusteru með eldri framleiðsluaðferðum. Aætlað er, að tigulsteinaverksmiðjan hefji framleiðslu þegar á næsta ári. i sól og sumri Hún segist heita Britt, en hef- ur ákveðið að láta kalla sig Brittu, þar sem bara það að setja -a aftan við nafnið Britt geri það einhvern veginn miklu flottara. Hún segir lika, að sólin og sjávarloftið geri sér gott, og það má,sjá það á henni, að henni liður mætavel. DENNI DÆMALAUSI Brennandi lauf angar næstum þvi betur en ferska loftið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.