Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Nýtt form Stanley Gibbons hefir nú tekið upp nýtt form á útgáfu Evrópuverðlista sins, eða að gefa hann úl i 3 bindum. Fri- merki Evrópu eru orðin svo mörg, að telja má ómögulegt að gefa út frimerkjaverölista með þeim i einu bindi. Stanley Gibbons er annað fyrirtækið, sem tekur upp þennan hátt, áður hefir Michel hafið slika útgáfu á siðasta ári, en þá gaf Stanley Gibbons út verðlista sinn i mörgum smábindum. Var t.d. Scandinavia, eða rétt- ar Norðurlöndin, þvi lsland og Finnland voru með i sér bindi. Ilefir nú verið horfið frá þeirri breytingu, er þessi listi þvi eini Scandinaviulistinn, sem koma mun l'rá Stanley Gibb- ons. t marz kom út fyrsta bindi hins nýja lista, Evrópa A—F, og kostar það 2,25 sterlingspund. l->arna er þvi um að ræða endurskoðaðan lista t.d. Austurriki, Belgiu, Danmörk, Finnland og Frakkland, en þessum löndum mun einna helzt safnað hér. Auk þessa eru svo vitanlega Austanlönd in, Albania, Búlgaria og Tékk- óslóvakia, sem nokkuð er safnað hér á landi einnig. Fyrir 2 1/2 ári kom Gibbons verðlistinn út i tveim bindum fyrir Evrópu, siðan komu svæðalistarnir og nú loks er formið, sem nota skal i fram- tiðinni, fundið. Lista þennan nefna útgef- endur „Græna Gibbons”, en kápan er græn meö frimerkja- myndum og er listinn um 500 blaðsiður. Verð frimerkjanna hefir verið endurskoðað af gaum- gæfni, og er um að ræða þó nokkrar hækkanir. Tekið hefir verið upp að verðleggja sam- stæður merkja, þá á örlitið lægra verði en merkin stök. Röðun merkja hefir einnig verið endurskoðuð og sam- ræmd, auk þess sem öllum nýjum útgáfum timabilsins hefir vitanlega verið bætt i. Nafnaskrá er yfir öll Evrópu- lönd og svæði, sem gefið hafa út frimerki, jafnvel á ýmsum málum svo auðveldara sé að finna þau. Þá hefir listinn inni að halda orðalista yfir fri- merkja fræðiheiti, sbr. Orða- bókina Islenzku yfir slik heiti, en hér vantar aðeins islenzk- una, sem fá má i Orðabókinni, sem Setberg gaf út á sinum tima. Þá er viða að finna smá- kafla um frimerkjasögu og póstsögu, auk þess sem gengisbreytingatafla úr pund- um i aðrar myntir er i listan- um. Sigurður H. Þorsteinsson. Út á „gjaldmiðil tslands, sem nefnist króna”, og ein- hver hefur villzt til að „leggja inn” gefa peningastofnanir út banka- og sparisjóðsbækur, sem afhentar eru viðskipta- manni, sem sönnun fyrir inn- lögninni. t bækurnar eru prentuð sérstök fyrirmæli um nolkun þeirra. Má hiklaust telja þessar stofnanir með umsvifamestu bókaútgefend- um landsins og er raunar und- arlegt, að þær skuli ekki vera i „Félaginu” og taka þá t.d. þátt i Bókamarkaðinum, þar sem „krónan er alltaf i fullu verðgildi”. Greina má á milli almennra sparisjóðsbóka og sparisjóðs- ávisanabóka (ávisanabóka), sem sparisjóður eða spari- sjóðsdeild viðkomandi banka gefur út. Um hinar fyrrnefndu gildir sú regla, að af spari- sjóðsinnistæðu má ekki greiða nema þvi aðeins, að viðskipta bókin sé sýnd og skal upphæð- in þá jafnframt skráð i hana, en hinar siðarnefndu þarf ekki að sýna, þvi að þá hefur við- skiptamaöur samið svo um við viðkomandi peningastofnun, að hann megi gefa út ávisun itékka) á innistæðuna og fær hann i þvi skyni sérstakt ávis- anahefti. A slika bók er þá letrað, að hún sýni ekki ávallt hina réttu inneign og sé þvi ekki veðhæf. Einnig geta menn samið við peningastofn- anir um að hafa annars konar viöskiptareikning, svonefndan hlaupareikning, sem þeir geta ávisað á og fá til þess sérstök hefti. Lægri innlánsvextir eru greiddir af hlaupareiknings- viðskiptum en almennum sparisjóðsviðskiptum. Ef viðskiptabók, sem gefin er út fyrir sparisjóösinni- stæðu, glatast, skal heimilt að innkalla með auglýsingu, sem prentuð sé þrisvar i röð i Lög- birtingablaðinu, með 6 mán- aða fyrirvara frá þvi að fyrsta auglýsingin er birt, hvern þann, sem kann að hafa við- skiptabókina i höndum, en ef enginn hefur sagt til sin áður en fresturinn er liðinn, má greiða þeim, sem vipskipta- bókina hefur fengið, upphæð- ina. Ef eigandi að viðskiptabók hreyfirekki innistæðu sina i 15 ár samfleytt, skal ekki reikna vexti af innstæðunni framar. Ber þá að skora á eiganda að segja til sin og skal það gert með auglýsingu á sama hátt og ef bók glatast. Ef hann gef- ur sig ekki fram áður en til- skilinn frestur er liðinn, er viðskiptabók hans ógild og féð ásamt vöxtum eign spari- sjóðsins. Þó er stjórn sjóðsins heimilt að greiða féð, að meira eða minna leyti, ef réttur eig- andi gefur sig fram innan 5 ára B.Þ.G. „Ræktun eða ovissa? Á sumri komandi er fyrir- hugað hestamannamót á Hellu á Rangárvöllum (fjórðungs- mót). Að sjálfsögðu eru menn nú þegar farnir að undirbúa hesta sina fyrir mót þetta. Alltaf koma upp nýir og nýir hestar, sérstaklega stóðhest- ar. Það er alltaf forvitnilegt að fylgjast með framþróuninni i hrossarækt, og alltaf miðar nú sem við köllum i rétta átt, þ.e. fallegri hross og jafn betri.Svö er fyrir að þakka, að ennþá eru til gamlir góðir stofnar hrossa i landi voru, ef við vær um svo skynsamir að notfæra okkur það á réttan hátt, og þó, kannski er ekkert öruggt að byggja á.hvað rækt- un snertir. Svo virðist sem góð foreldri séu ekki örugg um að gefa gott afkvæmi. Það gæti eins vel orðið miðlungs gott. Svo getur annað foreldri, sem er gott en hitt aftur miður gott, gefið ágætt afkvæmi. Þar eð öll hrossaræktun er svo stutt á veg komin hjá okkur rennum við blint i sjóinn um.hvernig afkvæmið verður. Erfðir eru svo óvissar, vegna þess a ð fá- ir stofnar skera sig úr heild- inni i hrossaræktinni. Aðrar þjóðir, sem eru búnar að rækta og hreinrækta vissa hrossastofna i mjög langan tima, vita með vissu hvernig þetta eða hitt afkvæmi verður og eins hvernig það reynist. Fróðlegt væri að vita um erfðalögmál islenzkra hrossa, og t.d. hvort erfðirnar séu sterkari hjá stóðhestum al- mennteða hryssum. Furðu lit- ið hefur mér vitanlega verið skrifað um þetta efni, og er það alleinkennilegt. Það er allt vissum lögmálum háð, og það ekki sizt allt sem lýtur að erfðum. Ræktun er á vissan hátt visindagrein, og sem slik þarf hún að vera framkvæmd af þar til gerðum kunnáttu- mönnum. Það er ekki þar með sagt,að kunnáttumaður i slik- um visindum sé endilega hestamaður, eða maður semhefir gott vit á eðlisgangi og eðlisfjöri hrossa. Þarna getur þurft að stilla saman fleiri en einn streng svo úr þvi verði gott samspil. Það er löngu kominn timi til að taka þessi mál föstum tökum frá visindalegu sjónarmiði, af reynslu ræktunarmanna sem einstaklinga og af reynslu hrossaræktunarfélaga eða sambanda. Þá eru til, eða hafa verið til, vissir hópar hrossa i landinu, sem verið hafa'dálítið einangraðir vegna vissra að- stæðna. Fróðlegt væri,að slikir stofnar væru rannsakaðir ekki sizt fyrir það að þeir eru oft meira og minna skyldir.-— SMARI Þegar eldra fólkið hér á landi rifjar upp liðna tið, minnist dag- lega lifsins eins og það var i sveit- unum fyrir og uppúr siðustu alda- mótum, verður baðstofan ekki sizt lifandi i frásögnum þess. Þar voru allir viö vinnu sina á löngum vetrarkvöldum, og einhver góður lesari las upphátt þeim til skemmtunar, eða þá að kvæða- maður kvað rimur,- Sennilega gera allir, sem ekki muna til þeirra gömlu daga, sér glöggar hugmyndir um þann hátt heimilislifsins, sem fram fór i baðstofunni, hvernig kambarnir gengu, rokkarnir voru þeyttir, vefstólarnir slegnir og prjónarnir tifuðu, þegar verið var við tóvinn- una. Þá var margur snilldar vef- arinn, og þá voru margar frábær- ar tóskaparkonur. Nú eru gömlu baðstofurnar horfnar af sjónar- sviðinu, og vefstólarnir og rokk- arnir með þeim, nema þá rokk- arnir sem stofuprýði. Útvarp og sjónvarp hefur tekið við af gömlu sagnaþulunum og kvöldvökur eru ekki til i þeirri mynd sem áður var. Ennþá tifa samt prónarnir i höndum iðinna kvenna. Og ennþá fáum við ullina af kindunum okk- ar, sem sumir telja að taki allri annarri ull fram um ein- angrunarhæfileika - hún er svo hlý. En þvi miður er skammar- lega illa hirt um hana af fram- leiðendum, og stafar það mikið af þvi, hvað hún er i lágu verði. Þar sem fé kemst snemma til fjalla, borgar sig engan veginn að eyða tima i að smala þvi til rúnings. Vitanlega er það fé rúið, sem heimtist að vorinu, en óhæfilega lágt verð hvetur ekki til þrifnaðar i meðferð ullarinnar. Svo er verið að rýja að vetrinum, skitaklepr- aða ull, sem verður að fleygja meira og minna af i ullarverk smiðjunum. Þannig er þetta nú, þvi miður. Hér á eftir mun ég ræða um lopapeysur, sem framleiddar eru úr þessari islenzku ull, bæði til heimanotkunar 7 má næstum segja, að hvert mannsbarn noti þær meira eða minna - og til sölu á innlendum og erlendum mark- aði. Þessar ágætu flikur eru til- tölulega nýlega komnar til sög- unnar, en þétt og vel prjónuð peysa hefur marga kosti. Hún getur verið falleg, ef litasamsetn- ing er smekkleg, hún er hlý, mjúk, s'itsterk og þægileg sem vinnufatnaður. Eftirspurn eftir peysum á sölumarkað fer vax- andi, og heyrt hef ég eftir for- stjóra Alafossverksmiðjunnar, að þótt allir landsmenn settust niður og færu að prjóna lopapeysur, væri ekki hægt að fylla markað- inn. E.t.v. stafar þessi mikla eftirspurn meðfram af þvi, að peysurnar, sem aðrar handunnar ullarvörur, eru hér svo ódýrar, að útlendingar, sem hingað koma, segjast ekki einu sinni fá efnið i sambærilegan fatnað i heima- löndum sinum fyrir sama verð og hér er útsöluverð i verzlunum. Þetta veit ég að þýzkar og sænsk- ar ferðakonur hafa sagt. Nú hafa margar konur hér áhuga á að prjóna peysur i fri- stundum sinum, sér til tekjuauka, og sumar vildu jafnvel stunda það að nokkru leyti sem aðalvinnu. Ýmsir verzlunaraðilar hafa lika sýnt, að þeir hafa hug á að fá góð- ar lopapeysur, vel lagaðar og vel frá gengnar af mismunandi stærðum til að selja. Stórfyrir- tækin Álafoss og SIS hafa efnt til námskeiða, þar sem konum er leiöbeint um snið og frágang. Ala- Laugardagur 27. mai 1972. Laugardagur 27. mai 1972. TÍMINN 9 HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, SILFRASTÖÐUM: FRAMLEIÐSLA OG SALA Á LOPAPEYSUM Bóndi er bústólpi hann virður vel því skal foss hafði verulegan tilkostnað, þar sem konum hvaðanæva að af landinu var boðið fritt far til Reykjavikur og tilsögn i viku. Þessi námskeið voru að nokkru leyti i sambandi við Kvenfélaga- samband Islands, og haldin að Hallveigarstöðum. Heyrt hef ég, að Alafossfyrirtækiö þykist tæp- lega hafa haft erindi sem erfiöi af námskeiðum þessum, konur hafa reynzt tregar að láta peysur fyrir það verð, sem i boði er. S.I.S. hefur lagt til ágæta kenn- ara, sem leiðbeint hafa fjölda kvenna, t.d. á Norðurlandi, i sam- vinnu við Gefjun og Samband norðlenzkra kvenna. Það var S.N.K. sem hafði forgöngu á þessu máli hér norðanlands. Afskipti kvenfélagasamtakanna hafa ekki verið önnur en þau að greiða fyrir þvi,að peysurnar.sem boðnar eru á sölumarkað, verði ó- aðfinnanlegar. Þar sem þessar peysur eru bæði fluttar út og seld- ar ferðamönnum, má segja, að þær séu ein tegund landkynning- ar. Islendingar hafa jafnan verið gefnir fyrir ferðalög, „með Væringjablóð i æðum”, og nú fara margir, sem vettlingi geta valdið til suðlægra landa. Sumir koma heim með dáfagra handunna muni, keypta fyrir spottpris, og má raunar fá ýmislegt slikt fyrir býsna lágt verð hér i verzlunum. Við vorkennum þeim, sem búa við svo léleg kjör, að þeir vinna þessa listmuni fyrir sama og ekk- ert, okkur virðist útflutningur slikra muna léleg landkynning. Það sama finnst mér um allt of lágt verðlagðar prjónavörur okk- ar, sem seldar eru útlendingum. Hvaða verð ér það þá, sem kon- ur fá fyrir lopapeysur? Oft og einatthygg ég, að þær hafi svipuð laun og fangar i fangabúðum. En vissulega er það nokkuð misjafnt, og ég þekki dæmi til.að kaupfélag á Norðurlandi borgar 1100-1200 krónur fyrir peysuna. En hjá stærstu aðilunum, Alafossi, S.I.S. og Heimilisiðnaðarfélagi Islands, er það þó, aö ég held, fastbundið. Hjá Alafossi er innkaupsverðiö fr á 675 kr. upp i 900-1000 kr. Þær dýrustu eru stórar karlmanns- peysur, með tvöfaldri hettu, sjálf- sagt hnepptar. Hjá S.I.S. var há- marksverð i fyrra 825 kr„ það lægsta 600 kr. Góðir hnappar fást tæplega i búðum fyrir minna en 8- 10 kr. stk. Útsöluverð á lopa var i vetur hjá Gefjun 307 kr. á kg. Hjá Alafossi er gefið upp, aö 700-800 gr. fari I peysuna. En ég kom i vetur til nágrannakonu minnar, sem prjónar framúrskarandi vandaðar peysur, og vigtaði stóra karlmannspeysu, mikið tvibanda, óþvegna, enda kaupum við lop- ann óþveginn. Hún vóg 1200 gr. Þessi kona'selur aldrei peysur, hvað sem hún gerði,ef hún fengi sæmilega greiðslu fyrir þær. Og það er áreiðanlegt, að mikiö af prjónuðu peysunum kemur aldrei á markaðinn nema verðið hækki til muna. Nýlega var ég á ferð i Reykja- vik, og gerði það að gamni minu að fara inn i nokkrar búðir, þar sem seldar voru lopapeysur, og spyrja,hvað greitt væri fyrir þær. Ekki fékk ég svar nema i einni verzlun, það var eins og þetta væri hálfgert feimnismál. Flestar peysurnar, sem ég sá, voru laust prjónaðar, en skjólið, sem þær veita fer mikið eftir þéttleikan- um. En sjálfsagt er að hafa hvorttveggja á boðstólnum, þvi að ekki hentar öllum það sama. S.I.S., Alafoss og Heimilisiðn- aðarfélagið taka ekki peysu^ nema þær standist strangt gæða- mat, og það finnst mér alveg hár- rétt af þeim. En peysurnar, sem keyptar eru af framleiðendum á 600-825 kr„ eins og er hjá S.I.S. eru komnar i 1700-1800 kr. i fri- höfninni i Keflavik, eftir þvi sem ég hef heyrt. Okkur er sagt, að það sé svo dýrt húsnæði,sem þessi varningur sé i,á leiðinni frá selj- anda til kaupanda, að þessi álagning sé alltof lág. Hjörtur Eriksson, forstjóri Gefjunar, tel- ur, að álagning þyrfti að vera fjórföld, ef viðunandi ætti að vera. Þá færi 600 kr. peysan i 2400 kr. Þar af væru vinnulaun prjóna- konunnar ca. 280 kr. Þaö er bæði skömm og skaði, hvernig haldið á þessum málum. Eflaust veldur nokkru hér um það boðorð nútimans, að framleiðsla skuli vera illa borguö. Hið Eftirsóknarverða þjóöfélag á að hafa sem flesta þegna sina við vellaunuð þjónustustörf. Aftur skal þar vera sem fæst ai sjó- mönnum, bændum og öðrum framleiðendum. Prjónakonan virðist helzt tilheyra þessum vandræðaflokki þjóðfélagsins. Enda er vandalaust að færa rök fyrir þvi, að þarna sé um starf að ræða, sem launist, og eigi að launast, öðru visi en með hinum sauruga málmi. 1 fyrsta lagi er þetta tómstundastarf, sem verk- ar róandi á taugar konunnar. I öðru lagi er hægt að hafa annað i takinu samstundis, gæta barna, segja þeim sögur, horfa á sjón- varp eða hlusta á útvarp. Svo eru prjónarnir tilvaldir fyrir drykk- fellda konu, ólikt heilsusamlegra að halda 'á þeim heldur en glas- inu. Enginn neitar þvi, að það er ánægjulegt að sjá fallega flik verða til i höndum sinum, en verður er verkamaðurinn laun- anna, meira að segja kvenmaður- inn. Og ég þekki konur, sem ham- ast við aö prjóna peysur fyrir þessi smánarlaun, af þvi að þær eru i svo mikilli fjárþröng, en hafa ekki möguleika á að stunda vinnu utan heimilis. Þær verða ekkert sérstaklega góðar á taug- um, en hinsvegar fá þær oft slæma gigt eða vöðvabólgu i herðarnar. Þessar konur ná sum- ar mjög miklum flýti, jafnvel svo að þær ljúka við peysuna á dag, en varla mun það með öllum frá- gangi hafast af á 8 timum. Ein af þeim konum, sem leiðbeint hefur við lopapeysuprjón, telur að 30 kr. á klst. sé liklega nálægt meðal timalaunum. Sumir tala um 15 kr. Timakaupið skiptir ekki máli, að minum dómi, ef verkið i heild er sæmilega borgað. En nú mun há- markið vera um 500 kr. fyrir peysu, sem hefur farið i gæða- mat. Auðvitað reyna konur að selja án þess að flikin sé metin, helzt frá hendi til- handar, og er þá algengt verð 900-1000 kr„ meira ef þær eru hnepptar. Flestar þessar peysur standast vafalaust gæða- mat, en ef þær væru látnar á matsmarkað, yrði söluverðið i samræmi við það, sem ég hef áð- ur sagt frá. 1 almennum verzlun- um erútsöluverð algengt frá 1000- 1400 kr. Það er enginn vafi á þvi, að fram- leiðslu á prjónavörum má stór- auka, og S.N.K. hefur áhuga á,að svo verði. Við viljum skipuleggja söluna innanlands eftir þvi sem hentugast reynist, höfum t.d. hugsað okkur að hafa vandaðar peysur og annað prjónles i sem mestu úrvali á stöðum, sem út- lendir feröamenn heimsækja, eins og t.d. i Mývatnssveit. Hefur verið starfandi nefnd innan S.N.K. nú i tvö ár, þótt litill árangur sjáist af störfum hennar enn sem komið er. Iðja, félag verksmiðjufólks i Reykjavik, vill gjarna verða þessum dreifða hópi, prjónakonunum, að liði. En hvernig það vérður helzt hægt, er ekki gott að segja um. Gerður Hjörleifsdóttir hjá Heimilisiðnaðarfélaginu lét svo ummælt á nýlega afstaðinni ráð- stefnu um sveitarstjórnar mál, sem haldin var i Reykjavik, að það væri mjög óþægilegt fyrir Heimilisiðnaðarfélagið, hvað peysurnar kæmu strjált. E.t.v. réðist bót á þvi, ef verðið hækk- aði, og gæti þá Iðja máski orðið nokkurs konar milliliður. En það sem mest riöur á, er að konurnar sjái sjálfar, að vinna þeirra við aö auka verðgildi hinnar lágt metnu ullar er allt of illa borguð. Fjöl- breytni vörunnar mun aukast, jafnframt virðingu fyrir starfinu, ef farið verður að meta það til verðs. Það er ekki vafi á þvi, að margarkonur munu hafa ánægju af þvi aö búa til fagran „model” fatnað úr ull, ef störf þeirra verða metin öðru visi en með tilliti til þess, hvað hægt sé að hafa álagn- inguna háa á verzlunarferlinum. Ef allt er skoðar i réttu ljósi, fara hagsmunir framleiöenda og selj- anda saman. Helga Kristjánsdóttir. Silfrastöðum. Ég er með fyrir framan mig 7. tbl. af Búnaðarblaðinu 1966. Þar er grein meö eftirfarandi fyrir sögn: „Nýtt fjárkyn i Bretlandi. Aukin frjósemi og mjólkurlagni sérstakt keppikefli”. Greinin hefst á frásögn af visindamanni, John Broadbent, sem vinnur aö erfðafræðirann- sóknum á sauöfé hjá einkafyrir- tæki á Englandi. Hann er með vangaveltur um kynbætur sauð- fjár. Hann getur þess, að aukinn afrakstur af búinu fáist fyrst og fremst með þvi að auka arðinn eftirhverja á. A búinu, sem hann starfar við, fást 1,3 lömb eftir ána. Svo segir frá bónda einum, Oscar Colburn aö nafni.Hann læt- ur ekki sitja við oröin tóm. Hann blandar saman þremur brezkum fjárkynjum og framleiðir nýtt kyn, sem hann kallar Colbred. Þarna stendur skrifað: „Hrein- ræktaðar Colbred-ær eru frjó- samar — oft með yfir 200 lömb eftir 100 ær — og einnig mjólkur- lagnar og ullargóðar.” Nú segir frá þvi, að doktorinn og visindamaðurinn John Broad- bent fær bóndann Oscar Colburn i lið með sér. Þeir stofna félag, sem vinnur að kynbótarannsókn- um og sölu á kynbótafé. Nú ætla ég að leyfa mér að birta tvær myndir úr þessu blaði, aðra af Colbred-hrúti, en hina af Col- bred-ám, sem eru á beit á fóður- næpuakri. Eins og myndirnar bera með sér, þá er þetta fé bollangt. Það er ekkimeð baggavömb, það er alls ekki lágfætt. Það er frekar snoppulangt og er gulkulaust. A öðrum myndum sést, að jafnvel sumar ærnar eru með kúpta snoppu. Þá mun auðvitað hrútur- inn hafa kúpt höfuð og sterklegt. En sérstaklega vil ég biðja fjár- ræktarmenn að taka eftir þvi, aö það er greinilega styttra á milli framfótanna á hrútunum en er á milli afturfótanna á honum. Þannig á það að vera skilyrðis- laust. Til þess eru gild rök, afurðalegs og feguröarlegs. Þetta fé er aðeins þyngra en okkar fé. Hvað er þá hægt að læra af þessu? 1 fyrsta lagi er það bónd- inn en ekki ráðunauturinn eða visindamaðurinn, sem leysir gát- una. Þetta er mjög eölilegt. Bónd- inn lifir og hrærist með fé sinu. Hann er ekki siður gáfaður en visindamaðurinn og ráðunautur- inn. En eftir langa athugun og reynslu, jafnvel áratuga, er hann kominn mikið lengra en þeir. Hann visar ráðunautinum veginn. Bóndinn hefur samúö með fé sinu. Hann vill t.d. ógjarna rækta afvelta fé. Mannúöin hefur tvi- þættan ávinning: fjármálalegan og fyrir þá, sem hafa sál, and- legan ávinning. En dýrin hafa sál. Og ég vil skjóta inn þessari spurningu: Er nemendum Bún- aðarskólanna nógsamlega kennd mannúð gagnvart búfénu? Húsdýrin eru meira en vélar, en vélarnar þurfa þó tillitssemi og nákvæmni, ef vel á að fara. I öðru lagi. Þarna blandar bóndinn saman óskyldum stofn- um, en sem allir eru úr hans heimalandi. Þeir eru land-aldir. En slikt er sérstaklega nauðsyn- legtfyrir þá,sem rækta fé i köldu, votviðrasömu og stormóttu landi, — veðráttu, sem krefst sérstaks ullarlags togs og þels, veðráttu, sem krefst sauðfjár, sem hefur mikil þolþrif. Þetta gefur fjáreig- endum bendingu um að vera ekki að puöa hver út af fyrir sig meö sinn eigin stofn, jafnvel þótt báðir hafi t.d. kollótt fé. 3. Colbred-féð er ekki lágfætt. Arið 1913 kom út bókin „Fjár- maðurinn” eftir Pál Stefánsson frá Þverá. Páll var fjármaður. Hann segir,að erlendis séu ýmsar kjötfjártegundir, sem séu alls ekki lágfættar (og svo er enn). Og hér á landi þar sem sauðfé verður mikið að ganga i fjalllendi og kafa snjó, þá verður það miklu fremur aö skoöast kostur, aö féö sé frem- ur háfætt að öðru jöfnu. Þá má bæta flötu og blautu mýrunum við þetta. Og dæmin sanna að háfætt fé getur haft ágæt lærahold, sbr. mynd og lýsingu á hrútnum „Odda” i Br. Og við erum á tslandi. 4. Colbred-féð er kollótt, það er flest fé erlendis. Eftir þvi hafa þeir tekiö/Sem ferðast hafa um erlendis. Mað aukinni fjárræktar- menningu mun kollótta fénu fjölga hér á landi en þvi hyrnda fækka. 5. Colbred-féð er aðeins þyngra en okkar fé (sbr. samtalið við S.A.) . Vér verðum jafnframt þvi að fá ærnar frjósamari, að stefna að þvi, aö þær verði heldur stærri og virkjameiri en þær eru nú og lömbin bráöþroska, þá veröur þyngdin á tvilembingunum, og jafnvel þrilembingunum hæfileg. Lika veröur mjólkurlagnin aö verða jafnbetri en nú er, þá kemur þetta. Fleiri myndir fylgja þessari grein i Búnaöarbl. Ein er t.d. af óskari bónda, þar sem hann situr á hækjum sinum fyrir aftan Col- bred-hrút og er að skoöa lær- vöðvana. Myndin á að sýna, hvert er aðalatriðið i vexti fjárins, þ.e. góð lærahold. Það er vist litiö um það erlendis,að verið sé að mæla legglengdina. Þaö er aukaatriði, sem segir ekkert út af fyrir sig. En ég er viss um, að hann hefur byrjað að skoöa höfuðið, en farið svo aftur fyrir kindina og skoðað vöxtinn i réttri röð til betri flokk- unar á kjöti og meiri afurða á sauðfénu I heild. i páskahreti 1972. Jón Konráösson. Iffl!!!! m.I:, II II ■ H Lokiö cr einni vertíðinni enn. Þessi vertiö einkenndist af þvi, aö aflamagniö fékkst á Breiðafiröi, og svo viö suö- austurland. Þó stærstu skipin úr verstöövum suðvestanlands séu meö nokkuð sæmilegan afla, þá byggist hann á þvi, aö þeir gátu stundaö veiöarnar á Breiöafirði, og þannig veriö á þvisvæöinu, sem gjöfuiast var hverju sinni. Hæstu Reykjavikurbátarn- ir, sem stunduðu lfnu og net, voru með afla, sem hér segir: Asþór með 720 lestir, Arin- björn meö 661 lest og Baldur með 611 lestir. í Vestmanna- eyjum voru þessir bátar hæst- ir: Huginn mcö 932 lestir, Andvari með 852 lestir og Heimaey meö 695 lestir. m.b. Huginn stundaöi loönuveiðar og aflaði vel. Þrfr aflahæstu bátar i Grindavik voru þeir Albert með 982 lestir, Geirfugl með 928 lestir og Bjartur meö 932 lestir. A Akranesi voru meö mestan afia: Haraldur meö 654 lestir, Skírnir meö 540 lestir og Sigurvon meö 480 lestir. Sandgeröisbátar, þeir þrir hæstu, voru: Sólfari 1074 lestir, Náttfari 590 lestir og Dagfari meö 510 lestir. Tveir þeir síöasttöldu voru á loðnu- veiöum, svo að ekki kemur allur þeirra afli fram viö þessa tainingu. Viö Breiða- fjörö mun Skarösvik hafa ver- iö hæst um lokin, og er hún aö enn og veröur meö net þar til ekki fæst lengur sæmilegur afli f þau. A Hornafirði var vertiöin góöhjá flestum netabátum, en óhöpp uröu meö skip þaöan, scm lokuöust inni i slippstöð- inni á Akranesi. Af þeim sök- um voru færri bátar gerðir út i vctur en efnistóöutil, en aflinn mun samt vera orðinn meiri en hann var á vertíðinni f fyrra. Afli hjá Austfjaröabát- um varö sæmilegur, og barst þaö mikiö aö af afla, aö vinnslustöðvar höföu nægilegt hráefni og vinna var mikil hjá stöövunum. A Vestfjöröum var minni afli en siöastliöna vertið, en þó má telja.aö afli hafi verið yfir meöallagi. Norölendingafjóröungur fór iila út úr vertiöinni, þar sem afli togskipanna brást alveg við Noröurland. Eins og vitaö er, hefur afli undanfarandi ára við Norðurland verið aö mestu smáfiskur, og hefur árgangurinn frá 1964 boriö aflamagniö uppi. Nú er þessi stofn horfinn af miöum Norö- lendinga, og er vandspáð um aflabrögö næstu árin viö Norðurland. Ingólfur Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.