Tíminn - 28.05.1972, Side 1

Tíminn - 28.05.1972, Side 1
IGNIS I ÞVOTTAVÉLAR Bhutto og Gandhi hittast í dag NTB-Islambhad, Pakistan. Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistan, heldur i dag áleiðis til Nýju Dehli til viðræðna við frú Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands. Talsmaður utanrikisráðuneytis Pakistan skýrði frá þessu i gær og sagði jafnframt, að Bhutto hefði sjálfur átt hugmyndina að þess- um fundi. Á morgun heldur Bhutto síðan til Mið-Austurlanda og verður þar i 13 daga, en um leið heimsækir hann nokkur Afrikuriki. Fundur Gandhi og Bhutto er til að ræða vandamál, sem rikin eiga eftir að leysa eftir striðið i desem- ber. Bústofninn tvöfaldaðist Klp-Reykjavik. ,,Ég get ekki neitað þvi, að þetta gengur sérlega vel hjá mér núna,” sagði Runólfur Þorsteins- son, bóndi á Brekku i bykkvabæ, er við höfðum tal af honum i gær, en þá fréttum við#að sauðburður gengi sérstaklega vel hjá honum. ,,Ég er með um eitthundrað ær, og yfir 90% þeirra eru tvilembd- ar, eða meira. Það er ein af þeim fjórlembd og fimm eru þrilembd- ar, svo ég get ekki sagt annað en að þetta gangi vel.” Að vera með stærsta hlutann af fénu tvilembt, og svo fimm ær þrilembdar og eina fjórlembda, er mjög sjaldgæft. Að visu er það hægt með hormónagjöfum, en i þessu tilfelli er ekki um slikt að ræða. Hver vill 43 ára vínflösku? ÞJ-Húsavik í Morgunblaðinu 10. marz s.l. segir i frétt frá London, að þar i borg hafi verið seld á uppboði ein rauðvinsflaska, frá árinu 1929, fyrir sem svarar ca. 360 þúsund Isl. króna. Jökull Helgason á Húsavik á flösku af Vestur-India rommi, sem hann keypti árið 1929, og vanti einhvern slika flösku i safn sitt, getur hann haft tal af Jökli. Ekki hafði Jökull verulegan áhuga á innihaldi flöskunnar, þegar hann keypti hana, en hon- um þótti umbúðirnar fallegar, sem skreyttar eru baströndum. Flöskuna gaf hann föður sinum, Helga Jóhannessyni bónda að Múla i Aðaldal, en við lát Helga árið 47, eignaðist Jökull flöskuna aftur og á hana enn, eins og fyrr er sagt. Þeir feðgar hafa þvi átt flöskuna i samtals 43 ár, þegar hér er komið sögu, en um árgerð innihaldsins er oss ekki kunnugt. I Hesta- kona fegurðar- drottning OV-Reykjavík Þórunn Símonardóttir, 19 ára gömul Reykja- víkurmær, var í fyrrinótt kjörin ,,Ungfrú Island 1972" i Háskólabíói. I ööru sæti varð Kolbrún Sveinsdóttir, 20 ára kennaraskólastúlka úr Reykjavík, og útnefndu Ijósmyndarar dagblað- anna Kolbrúnu jafn- framt ,, Ljósmyndafyrir- sætu ársins". í þriðja sæti í keppninni um titil- inn „Ungfrú Island", varð 19 ára gömul stúlka frá Vestmannaeyjum, Erla Adólfsdóttir — Is landsmeistari í spjót- kasti kvenna 1971. „Fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar 1972" var kjörin Katrín Gisladótt- ir, 18 ára gömul mennta- skólastúlka frá Akur- eyri, og var hún einnig kjörin til að taka þátt í keppninni um titilinn „AAiss Young Internati- onal 1972" i Tokyo, en eins og kunnugt er vann Henný Hermannsdóttir þá keppni 1970. Alls tóku 12 stúlkur þátt í keppn- inni í Háskólabíói, 6 i hvorum flokki. Blaðamaður Timans ræddi við fegurðardisirnar að krýn- ingu lokinni, og voru viðbrögð Katrin Gisladóttir frá Akureyri, sem vann titilinn „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1972,” og auk þess rétt til að taka þátt I keppninni um titilinn „Miss Young International 1972”, er til vinstri, en hægra megin er Þórunn Simonardóttir, Reykjavik, Ungfrú Island 1972. þeirra dæmigerð: „Ég bjóst alls ekki við þessu,” sagði Þórunn Simonardóttir, Ungfrú Island 1972. „Ég fór i þessa keppni með það eitt fyrir aug- um að standa mig eins vel og ég gæti, og núna þykir mér þetta náttúrlega mjög gam- an.” Þórunn er gagnfræðingur að menntun, en vinnur nú i Pop- húsinu i Reykjavik. Hún er 178 sentimetrar á hæð, með grá augu og skolhærð. Helzta áhugamál hennar er hesta- mennska, og á hún einn hest sem hún kallar Prins. Unnusta Þórunnar, Harald P. Her manns, bar að á meðan við vorum að spjalla við hana, og sagðist hann vitanlega vera mjög tireykinn af henni. „Mér leizt vel á þetta frá upphafi,” sagði hann. „Nei, ég hef ekk- ert á móti svona keppni.” Þegar hann var spurður, hvort hann byggist við að sigurinn breytti einhverju, svaraði hann: „Nei, ég vona ekki. Nei, ég held alls ekki.” Þórunn sagði ekki endan- lega ákveðið, hvort hún færi til Tokyo, þangað sem Ungfrú Is- land ætti að fara, sjálf væri hún dálitið hrædd við að fara á svo framandi slóðir, en Portú- gal langaði hana að heim- sækja. Fulltrúi ungu kynslóðarinn- ar 1972, Katrin Gisladóttir, er nemandi i II. bekk M.A., og fór heim til Akureyrar strax i gærmorgun, nokkrum klukku- stundum eftir að hún vann titl- ana tvo. Hún er 168 sentimetr- ar, með gráblá augu og brún- hærð. Er blaðamaður Timans ræddi við hana, sagðist hún vera fyrst og fremst hissa á öllu saman. „Og svo skamm- ast ég min svolítið,” sagði hún og hló. „Mér finnst hinar svo miklu betri Katrin sagðist kunna ágætlega þeirri tilhugs un að eiga að fara til Japan, sem verður i næsta mánuði, rétt eftir að hún lýkur prófum. „Annars er ég ekkert farin að átta mig á þessu. Ég er hálf- dösuð, hef litið sofið aö undan- förnu og þarf að hugsa málið dálitið. „I sumar — væntan- lega eftir að hún kemur frá Japan — mun Katrin vinna á skrifstofu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir norðan. Háskólabió var þéttskipaö áhorfendum, og fór skemmtunin — sem stóð þar til klukkan var farin að ganga fjögur — hið bezta fram. Euwe og Marshall til Rvíkur OÓ-Reykjavik. Dr. Euwe, forseti Alþjóðaskáksam- bandsins, og Mars- hall, sem er nokkurs konar umboðsmaður Bobby Fishers, komu til Reykjavikur i gær. Hér munu þeir dvelj- ast i rúman sólar- hring og kynna sér að- stæður og undirbún- ing einvigisins um heimsmeistaratitilinn i skák, sem hefst í Laugardalshöllinni 2. júli. n.k. Einnig er væntanlegur fulltrúi sovézka Skáksam- bandsins, sömu erinda Dr. Euwe og Marshall komu með sömu flugvél, en þeir hafa áður ræðzt við i Hollandi. Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Skáksam- bandsins, sagði i gær, að mennirnir kæmu hingað til skrafs og ráðagerða og til að halda fundi með forráða- mönnum Skáksambandsins og ræða einstök framkvæmdar- atriði I sambandi við einvigið. Dr. Euwe hefur ekki komið hingað til lands siðan fyrir heimsstyrjöldina siðari, en nokkuð er langt siðan Skák- sambandið bauð honum hing- að til að kynna sér aðstæður og fylgjast með undirbúningi. Undirbúningur keppninnar er nú i fullum gangi, og munu þeir tvimenningarnir athuga allar aðstæður og gera sinar athugasemdir, ef einhverjar eru. Fulltrúi sovezka Skáksam- bandsins mun ekki verða hér á sama tima, en kemur eftir helgina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.