Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. CHEVROLET KEMST LENGRA EN AÐRIR Chevrolet Blazer er afburöa torfæru- bíll, sem stenzt íslenzkar kröfur. VEL BÚINN: Hverjum Blazer bíl fylgir: Miðstöð, aflhemlar, vökvastýri, framdrifslok- ur, styrktir demparar, stór tengslisdiskur, stór riðstraumsrafall, krómaðir stuðarar og hjólkoppar og hjólbarðastærð 6,50 x 16 með slöngum. KRAFTMIKILL: Stór 6 strokka vél, 4,1 lítra 110 ha. net SAE. Fáanlegur með V8 5 lítra, 135 ha. net. SAE og 5,3 lítra, 175 ha. net. SAE vélum. Einnig má velja um 3ja gíra,4ra gira eða sjálfskiptan gírkassa. Enginn annar fjallabíll býður 3 vélar og 3 gír- kassa að velja um. RÚMGÓÐUR. Blazer hefur rúmgóða yfirbyggingu, nýja og endurbætta. Fáir ef nokkrir fjallabílar bera eins mikinn farangur og Blazer. LIPUR. Blazer er stór og traustur að sjá. Þrátt fyrir það er hann ótrúlega lipur í bæjar- akstri. Þaulhugsað bil milli hjóla, gerir hann færan um að komast yfir nær hvaða torfæru sem er. REYNDUR. Blazer hefur staðizt dóm reynslunnar við erfiðustu íslenzk skilyrði. Það sanna vinsældir hans sem lögreglubíls og til annarra nota, þar sem fjölhæfra og sterkra bíla er krafizt. A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 Árelíus Níelsson: Lófaklapp í kirkjum Það ber margt á góma viö- vikjandi kristnihaldi og kirkju- siðum nú á dögum. Þaö er varla hægt að segja lengur, aö um trúarleg efni riki afskiptaleysi og deyfð. Popp- messur og poppmúsik í kirkjum er á hvers manns vörum. Dans i guösþjónustum er siöur en svo nokkur fjarstæöa, sem þáttur I sjálfum helgisiðunum. Og nú er um þaö rætt og deilt, hvort leyfa beri klapp og fagnaðarlæti eöa til vanþóknunar i kirkjum eða ekki. Sums staöar, þar sem safnaðar- hús og samkomusalir eru notaðir fyrir kirkjur kemur það að sjálfu sér, að klapp er leyft, ekki sizt við flutning söngs og tónverka. Verður þvi næstum að setja vissar reglur um,hvenær klapp er leyft og hvenær það þykir óvið- eigandi. En sé þetta málefni athugað nánar,kemur enn i ljós, að ekkert er nýtt undir sólinni. Á fyrstu öldum kristninnar var þegar um þaö deilt, hvort láta mætti og láta ætti velþóknun i ljós með lófaklappi. Hinn mikli predikari Krysostomus, sem var viðurnefni hans og þýðir gullmunnur leyföi gjarnan, og tók með gleöi á móti lófaklappi við sina messur. Hann er talinn einn mesti predikari allra tima, var kirkju- faðir og uppi á fjóröu öld e. Kr. í kirkjum Vesturheims er viða klappað, hrósað og helgið til að láta predikarann eða prestinn fylgjast með þeim áhrifum sem orð hans hafa á söfnuöinn. Og að sjálfsögðu er slikt ekki siður gjört, þegar annað efni t.d. tónlist og sýningar fara fram i kirkjum. Það má þvi segja, að hér er ekki um alveg nýtt fyrirbrigði að ræða og eins hitt, að sinn er siður i landi hverju. Og þótt hér skuli enginn dómur á þessi opinberu viðbrögð i kirkjum sem annars staðar lagður, þá mætti spyrja: Hversvegna má prestur ekki njóta sömu aðstöðu og aðrir flytjendur orðs og hljóma? Af hverju má ekki hvetja hann, gleðja eða styrkja við starf sitt, eins og hvern annan ræðumann eða listamann? Margir, sem ekki eru vanir slikum viðbrögðum i kirkjum, finnst svo sem þau trufli þann hljóðláta hátiðleika, sem gerter ráð fyrir I guðsþjónustum. Það er þvi gagnkvæmt tillit til áheyrenda hver til annars, fremur en nærgætni eöa ónær- gætni viö prestinn eða predikaranna, sem hér virðist mestu ráða. Þótt áheyrenda-skari Krysostomusar klappaði og veifaði vasaklútum sinum i hjart- næmri hrifningu, hefur lófaklapp ikirkjum naumast nokkursstaðar fengið almenna viðurkenningu sem hrifningartákn. En nú er hins vegar alveg nýtt að koma fram i þessum efnum. Lóíaklapp og ýmiss konar hreyfingar eru að verða virkur þáttur eða þátttaka áheyrenda í helgiathöfninni sjálfri, t.d. sem taktsláttur i sálmum og söng, þar sem fólkiö rær sér fram og aftur og til hliðar i sætum sinum. Segja má, að slikar hreyfingar séu nær þvi fast einkenni áheyrenda i pop- messum unga fólksins hin siðustu ár. Þjóðverjar hafa þvi bæöi i gamni og alvöru og af sinni frægu formfestu og reglusemi gefiö út stuttar reglur um lófaklapp i kirkjum. Þær eiga að vera samdar og samþykktaraf prestum og organ- leikurum i þessu mikla móður- landi kirkjusiða og kirkjutón- listar og eru settar hér til ihugunar og eftirbreytni þeim, sem telja klapp i kirkjum nokkru varða: „1. Lófaklapp i kirkju ætti ekki að leyfa nema brýn nauðsyn beri til. Sé um það nokkur vafi á sóknar- eða safnaðarstjórn aö skera úr, hvort þörfin sé nægileg eða ekki. 2. Lófaklapp verður samkvæmt eðli málsins að fara vel fram, skipulega og án alls æsings. Sjálf- sagt er að æfa slikt við nokkurs konar tilraunamessur. 3. Lófaklapp i kirkjum skiptist i fimm mismundandi atriði: A.- Ósjálfráö hrifning. B.- Þakkar- athöfn. C,- Skipulagt til hvatningar. D.- Kurteisisleg samsinning. E.- Truflunarklapp. 4. Lófaklapp sé aðeins notað i Lútherskri messu. Beðið skal færis við hlé i predikun. Sé tilefnið sérstakt má halda áfram að klappa, þótt byrjað sé að leika á orgeliö. Eigi hins vegar að klappa fyrir organista eða söngvara þarf að fá sérstakt leyfi til þess fyrirfram hjá prestinum. 5. Lófaklappi í kirkju sé stjórnað af kór, djákna eða kirkjuveröi, og eftir bendingum hans taktfast og ákveðið, þar sem vinstri hönd er slegið I hægri lófa og ekki oftar en 200 slög á minútu. 6. Til að koma i veg fyrir mis- noktun lófaklapps skal safnaðar- stjórn skylt að koma I kirkju og fylgjast með, hvað gerist hverju sinni. (Þaö kemur þá altjend einhver i kirkju.!) 7. Vanþóknunarklapp á varla heima i kirkju”. Þá eru þessar reglur komnar hér hlutaðeigendum til Ihugunar og gamans! En I alvöru spurt: Getur lófa- klapp i kirkju ekki. átt; fullan rét- á sér I þakkarskyni við prest og tónflytjendur? UTBOÐ — VATNSVEITA Ákveðið hefur verið að bjóða út 8.6 km vatnsveitulögn fyrir Stykkishólm. Útboðsgögn afhendast gegn 3.000 kr. skilatryggingu i skrifstofu Stykkishólms- hrepps, og i verkfræðistofu Rikharðs Steinbergssonar, Skipholti 35, R.vik. Skilafrestur til skrifstofu Stykkishólms- hrepps er til 10. júni n.k. Vatnsveita Stykkishólms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.