Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN 3 Akureyringar sýna Strompleikinn á Seltjarnarnesi Leikfélag Akureyrar, sem aö undanförnu hefur sýnt „Stromp- leikinn’ eftir Halldór Laxness, hyggur nú á leikferð suður yfir heiðar og mun sýna „Strompleik- inn” i Félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi næstkomandi laugar- dag og sunnudag. „Strompleikurinn” er fjórða og siðasta verkefni félagsins á þessu leikári. Hin fyrri voru: „bað er kominn gestur” eftir István örkeny, barnaleikritið „Dýrin i Hálsaskógi” eftir Thorbjörn Egn- er og „Músagildran” eftir Agatha Christie. t „Strompleiknum” koma fram 18 leikarar, en með helztu hlut- verk fara Guðlaug Hermanns- dóttir, Aðalsteinn Bergdal, Krist- jana Jónsdóttir, Jóhann ög- mundsson, Gestur Einar Jónas- son, Július Oddsson, Saga Jóns- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Maria Kristjánsdóttir, en leik mynd er eftir Ivan Torök. Eitt helzta mál félagsins i dag er stuðningur við framkomna hugmynd um leiklistarmiðstöð fyrir Norðurland, sem staðsett yrði á Akureyri, þar sem hópur leikara fengi starfsaðstöðu og gæti, auk þess að fullnægja leik- listarþörf Akureyrar og ná- grannabyggða, farið i leikferðir til ýmissa staða á Norðurlandi, sem þess óskuðu. Leiklistarmið- stöð á Akureyri telur félagið rétt- lætismál, sem myndi skapa nokk- urt jafnvægi við þá aðstöðu, sem atvinnuleikhús höfuðborgarinnar nú hafa. Enda „jafnvægi i byggð landsins” mjög á dagskrá nú og að undanförnu. Þessi leikferð er hin þriðja, sem félagið fer til höfuðborgarinnar. Aður hefur verið farið með „Brúðuheimilið” 1945 og „Bæinn okkar” 1966. L.A. sýnir „Strompleikinn” i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á laugardag kl. 16,00 og sunnudag kl. 20,00. Guðlaug Hermannsdóttir í hlutverki Ljómu og Gestur Einar Jónasson sem Innfiytjandinn „GÆTUM SENT HEILAN BÍL- FARM AF BÖRNUM ÞANG- Sigurvegarinn á frummálinu „The winning”. Leikstjóri: James Goldstone. Ilandrit: Howard Rodman. Kvikmyndari: Richard Moore. Tónlist: Dave Grusin Bandarisk frá 1970. Sýningarstaður: Laugarásbió. Islenzkur texti. Þvi miður tekst Goldstone ekki að gera þessa mynd trú- verðuga, þó að kvikmynda- taka Richards Moore sé betri en i meðallagi og leikur nýlið- ans Richards Thomas veru- lega góður. Þau frægu hjón Joanne Woodward og Paul Newman leika hér aðalhlut- verkin, bæði nokkurn veginn sömu manngerðirnar og við höfum séð áður. Hann eitil- harður af sér, orðfár og ber ekki tilfinningar sinar á torg, hún skynsöm og róleg, ein- mana og „kann ekki að stýra fleygi sinu um hinn fallvalta sjó ástarinnar.” Hvorugt þeirra sýnir neitt, sem við höf- um ekki séð áður. Að vísu forðast þau greinilega að of- leika, en einhvern veginn verður ást þeirra aldrei að lif- andi vissu, og tilfinningar þær, Framhald á bls. 14. AÐ SEM BEÐIÐ ER UM EITT AAisjafnlega gengur að koma kaupstaðarbörnum í sveit í sumar IV Klp- Reykjavik BÆNDUR — Hver getur tekiö dreng í sveit? Er van- ur vélum.... 14 ára stúlka óskar eftir að komast á gott sveitaheimili í sumar... Drengur óskar eftir að komast í sveit, þarf ekki kaup, og meðlag greiðist ef óskað er. Auglýsingar eins og þessar hefur mátt finna í dagblööunum undanfarnar vikur, og i sumum þeirra, eins og t.d. Timanum, eru margar slikar á hverjum degi. En hvaða árangur bera þessar auglýsingar, og hvernig gengur að koma börnum í sveit i sumar? Til að fá svar við þvi snerum við okkur til nokkurra, sem aug- lýst hafa eftir að koma börnum i sveit, svo og ráðningarskrifstofu landbúnaðarins, sem hefur m.a. með ráðningar á börnum og ung- lingum að gera. Guðmundur Jósafatsson, for- stöðumaður ráðningarskrifstof- unnar, sagði, að þetta gengi svip- að og undanfarin ár, en þó hefði heldur fækkað ráðningum frekar en hitt. Það gæfi auga leið, þvi að börnunum fjölgaði með hverju ári, en sveitabýlunum fækkaði. „Það er ekki mikið framboð af plássum á sveitaheimilum, en þvi meira af börnum, sem vilja kom- ast i sveit, sagði Guðmundur. — Við gætum farið með heilan bil farm á hvern þann stað, þar sem beðið er um einn strák, sem er allt að 15 ára gamall. Úr þvi að þeir verða 15 ára, gengur betur að koma þeim. Stundum vantar hreinlega stráka, 15 ára og eldri, sem eru vanir vélum.” Sömu sögu sögðu flestir þeirra, sem við náðum i og höfðu auglýst eftir að koma pilti eða stúlku i sveit. Úr þvi að piltarnir eru orðnirl5 ára og stúlkurnar a.m.k. 14, gengur mun betur að koma þeim fyrir, enþeirrsem yngri eru. Þó er viða undantekning, eins og t.d. á einum stað, sem við hringdum i, þar sem ekki aðeins tókst að að ráða þennan, sem auglýst var fyrir, heldur og einnig yngri bróður hans og systur. Sumir höfðu þá sögu að segja, að á milli 15 og 20 hefðu hringt, en aðrir sögðust ekkert hafa fengið. Þeir sem auglýstu snemma, eins og t.d. i april, höfðu flestir fengið svar, en þeim, sem voru seinna á ferðinni, gekk ekki eins vel. „Ég hafði völ á að koma honum á 6 staði hér i næsta nágrenni, og enn fleiri fyrir norðan”, sagði ein frúin, sem við náðum tali af. En á næsta stað var svarið: „ Ekki einn einasti hefur hringt, og þó er strákurinn bæði stór og sterkur.” „Jú, ég kom honum á gott heimili i Borgarfirði, og hann er farinn fyrir nokkru.” Ég bara skil þetta ekki, stelpan er 14 ára gömul, og ég kem henni hvergi fyrir i sveit, f fi< ff/v' iJié. 1 Kaupstaðarbörnin sækjast eftir þvi að komast I sveitina, en þau veröa ekki öll þeirrar gæfu aðnjótandi. en 10 ára stelpa hér i næsta húsi fékk pláss eins og skot.” Þannig hljómuðu svörin sitt á hvað. Við náðum einnig tali af tveim bændum, sem auglýst höfðu eftir strákum. Þeir sögðu báðir, að siminn hefði ekki stopp- að allan daginn og næstu daga þar á eftir. Annar taldi, að hann hefði fengið eitthvað á annað hundrað upphringingar á einum degi. „Maður komst varla i fjósið fyrir þessum djöflagangi. Og það var hringt frá öllum landshornum, að ég held, sagði annar þeirra. Ekki er fjarri lagi, að um 5000 til 6000 börn af öllu landinu fari i sveit á hverju sumri. Hér fyrir nokkrum árum var þetta rann- sakað, og kom þá i ljós, að um 1500 börn úr Reykjavik einni færu i sveit. Hefur sú tala áreiðanlega ekki lækkað að mun, en þar fyrir utan koma svo börn frá öðrum stöðum, eins og t.d. Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavik, Akureyri og viðar. Með sumum þeim yngstu er greitt meðlag yfir sumarið, en aðrir fá eitthvert kaup. 1 fæstum tilfellum eru það háar upphæðir, það skiptir mestu máli fyrir flest börnin að komast i sveitina og fá að dvelja þar yfir sumarmánuðina. r Sumarsýning opnuð í Asgrímssafni í dag Úr Kljótshlið, frá Múlakoti, 1920- 20. Safniðopið alla daga í júní, júli og ágúst nema laugar- daga. 1 dag verður hin árlega sumar- sýning Ásgrimssafns opnuö, og er hún 36. sýning safnsins siðan það var opnað almenningi árið 1960. Eins og á hinum fyrri sýningum safnsins hefur verið leitazt við að velja sem fjölþættust verk. Nær sýningin yfir hálfrar aldar tima- bil. Eru þá m.a. hafðir i huga er- lendir geslir, sem jafnan skoða Ásgrímssafn á sumrin. Skýringartexti, sem fylgir hverri mynd, er einnig á ensku. 1 heimili Ásgrims Jónssonar hefur verið komið fyrir vatnslita- myndum og nokkrum teikning- um. Myndirnar eru m.a. frá Hornafirði, úr Borgarfirði og nokkrar frá Reykjavik, málaðar um 1910. 1 vinnustofu Asgrims er sýning á oliumálverkum. Meðal þeirra eru nokkrar myndir, sem nú eru sýndar i fyrsta sinn. Ein þeirra er Rauðarárvikin i Reykjavik, sól- setur, máluð um 1923. Asgrimssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Asgrim Jónsson og safn hans. Einnig kort i litum af nokkrum landslagsmyndum i eigu safnsins, ásamt þjóðsagna- teikningum. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74, verður opið alla daga i juni, júli og ágúst, nema laugardaga, frá kl. 1,30-4. Aðgangur ókeypis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.