Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN 5 Þessa dagana eru blöðin uppfull af fréttum um handtöku ungs fólks vegna fiknilyfja- smygls, fimm sitja i gæzluvarð- haldiog þegar þetta er ritað, upp- lýsir Morgunblaðið að um 50 islenzkum ungmennum hafi verið visað úr dvalarlöndum þeirra fyrir neyzlu fiknilyfja eða smygl á þeim. Alvarlegar fréttir, sem kunna að koma fjölmörgum á óvart. Það hlýtur að teljast til meiri háttar viðburða, að Islendingum sé visað úr landi, þar sem þeir dvelja og yfirleitt er ekki haft hátt um það. En að um 50 manns hefði verið visað úr landi siðastliðin 4 ár verfurað teljast til stórtiðinda. Mér skilzt á grein Morgunblað sins, að blaðamenn þess muni kanna þetta mál itarlega og fara utan i þvi skrni. Það eru góðar fréttir, þegar blað hér á landi tek- ur upp þá stefnu að láta kanna eitthvað mál rækilega og leggur i kostnað, sem slikri könnun hlýtur að vera samfara. Blöðin gera yfirleitt alltof litið af þessu og þeim mun vel þegnari tilbreyting er þaö, þá sjaldan að slikt fram- tak er sýnt. En við lestur þessarar fréttar i Morgunblaðinu rifjaöist upp fyrir mér ýmislegt, sem bar við, þegar ég var farmiðasali á Piccadilly. Og nú var ég að hugsa um að rif ja eitthvað af þvi upp. Það hefur lengi tiðkast að ung- ar stúlkur færu bæði héðan og einnig frá öðrum löndum til Bret- lands og gerðust þar „aeu pair” eða „óper” eins og það var yfir- leitt kallað. Þessar stúlkur bjuggu hjá enskum fjölskyldum, áttu að teljast til fjölskyldunnar i einu og öllu tilliti, og hjálpa litil- lega til við húsverkin og barna- gæzluna og vinna þannig fyrir uppihaldi sinu og vasaaurum. í mörgum tilvikum gekk þetta eins og i sögu. Staðföst og sterk vinátta stofnaöist milli fjöl- skyldnanna ytra og hér heima en þau voru lika mörg tilvikin, sem betur máttu fara. Aðalgallinn á þessum vistráðningum virtist mér vera sá, að hvorki stúlkurnar sjálfar né heldur foreldrar þeirra virtust gera sér grein fyrir þeim réttindum og skyldum, sem „óper” starfinu fylgdi. Það var ýmist,að stúlkurnar voru mis- notaðar ytra af húsráðendum þar - notaöar sem ódýrt vinnuafl og þrælað út, eða þá að það aðhald og eftirlit, sem enska fjölskyldan átti að láta i té, var ekki sinnt. A sama hátt misskildu stúlkurnar oft hlutverk sitt. Þær áttuðu sig ekki á mismunandi siöum og venjum. Margar töldu fyrirmæli um að vera komnar heim klukkan 11 um kvöld þýddi að þær gætu komið heim hvenær sem þeim sýndist - og svo voru útidyrnar læstar. Aðrar héldu,aö þær ættu ekkert að gera - heldur bara skemmta sér og stunda eitthvað uppgerðarnám við einhvern tungumálaskóla. Siðan upphófust vandræðin. Stúlkurnar áttu yfirleitt tak^v- markaða aura. Fjölskyldurnar ráku þær frá sér - hvert áttu þær að fara? Æfintýri stórborgar- innar heilluðu of mikið - brún- eygðir, dökkhærðir Alsirbúar og Möltumenn höfðu töfra langt um- fram alla Gumma og Geira heima á tslandi. Þeir voru gagn- kunnugir i Soho og þekktu undir- heima borgarinnar eins og vasa sina. Ég vissi um þó nokkur dæmi þess, að fyrverandi óperstúlkur legðust hreinlega út með slfkum herrum og fóru ekki heim fyrr en þeir höfðu fleygt þeim frá sér—. Siðan komu þessar stúlkur á skrifstofuna og þurftu að komast heim. Farseðil höfðu þær yfirleitt ekki. Foreldrar þeirra höfðu bara borgað miðann aöra leiðina. Fjölskyldan erlendis átti að borga hina. Og það gerði hún ekki, þegar i hlut átti stúlka, sem rekin hafði verið af heimilinu. Lærdómur af þessu? Sennilega sá, að foreldrar og forráöamenn ættu að kynna sér betur hvert þeir er.að senda dætur sinar - hvernig kjörin eru - hverjar eru skyldur og réttindi - og seinast en ekki sizt — hvaða erindi eiga dæturnar eiginlega til útlanda - aleinar og 17 ára gamlar? OPIÐ BRÉF Til ritstjóra væntanlegrar Is- landssögu, Sverris Kristjáns- sonar, sagnfræðings. Við undirritaðir einstaklingar, sem allir eru starfandi innan hinnar nýju, islenzku kvenrétt- indahreyfingar, viljum vekja at- hygli á þvi, að við sagnfræðilegar rannsóknir til þessa, virðist hfa verið fram hjá þvi gengið, að hér i landi hafa frá upphafi búið konur auk karla, stundað hér störf i þágu þjóðfélagsins og lagt sitt af mörkum til viðhalds þjóðarinnar. Nú stendur yfir aukin og útfærð söguritun i tilefni 1100 ára afmæl- is Islands byggðar. Til þess að saga þessi verði heiðarleg heim- ild, er það krafa okkar, að hún verði jafnframt saga hinnar is- lenzku konu. Til leiðbeiningar viljum við benda á eftirfarandi atriði: 1. Réttindi og skyldur konunnar i hinu heiðna samfélagi, siðgæðis- hugmyndir og sifjalög heiðins sið- ar, hugsanlegar leifar hinnar frumgermönsku sýnar á konunni. Er hin ógifta kona paria, þjóð- félagsleg offramleiðsla: er móðurhlutverk hinnar ógiftu konu virt? Er konan gefin, eða gefur hún sig? Eru til heimildir um fjölkvæni/fjölveri á hinum fyrstu öldum Islands byggðar, og hversu lengi má finna dæmi um slik sambýlisform? 2. Ahrif kristninnar og hinnar rómönsku og austurlenzku kven- sýnar á réttarstöðu konunnar. Eru afskipti kirkjunnar af hjóna- bandinu til að vernda konuna og afkvæmi hennar fyrir þvi frelsi, sem karlmaðurinn tekur sér? Er hin ógifta kona paria, þjóðfélags- leg offramleiðsla: er móðurhlut- verk hinnar ógiftu konu virt? Er konan gefin, eða gefur hún sig? 3. Hugsanleg áhrif frönsku byltingarinnar á réttarstöðu kon- unnar. 4. Atvinnusögu konunnar frá upp- hafi Islands byggðar, og sé litið á fleira en móðurhlutverk hennar og listsköpun i formi hannyrða og lausavisna, sem dæmi má taka sjósókn, fiskvinnslu, matvæla- iðnað og tóvinnu til heimabrúks og útflutnings. Leggja verður sér- staka áherzlu á þróun siðustu ald- ar frá stöðnuðu bændaþjóðfélagi til borgarlegs þjóðfélags siðustu áratuga og teljum við, að bæði eldri og yngri kvenfrelsisbaráttu verði að skoða i ljósi breyttra at- vinnuhátta, en einnig sé um að ræða erlend áhrif. Gera verður grein fyrir hlutverki verkakon- unnar og millistéttarkonunnar, svo og hlutverki karlmannsins i kvenfrelsisbaráttunni. Krefjumst við þess, að þeirri spurningu sé sarað heiðarlega, að hve miklu leyti aukin réttindi konunnar á þessari öld eigi sér stoðir i at- vinnuháttum og þjóðfélagsbygg- ingú og að hve miklu leyti þau séu lögfræðilegur tilbúningur. Er frelsi tuttugustualdarkonunnar jákvætt eða neikvætt? (Skilgr. Chr. Bay, Horney, Maslow, Fromm). Gefinn verði gaumur breyttu við- horfi samfélagsins til húsmóður- innar/k'onunnar á timum, þegar framleiðslugreinar og æ stærri hluti allrar þjónustu dregst út af heimilinu. Er hægt að finna merki þverrandi sjálfsvirðingar hús- móðurinnar/konunnar á þessari öld? Hvern þátt á karlmaðurinn i sjálfmynd konunnar? Er hægt að merkja breytingar á stöðu hinnar ógiftu konu á siðustu öld? Er hún paria, þjóðfélagsleg offram- leiðsla: er móðurhlutverk hennar virt? Breytist siðgæðisvitund karlmannsins við það, að konan öðlast frelsi, hefur já- kvætt/neikvætt frelsi karlmanns- ins aukizt? Hefði verið hægt að komast hjá verðbólguþróun sið- ustu áratuga með þvi að nýta bet- ur vinnuafl konunnar? Gerð verði grein fyrirtviþættristöðu einstakl ingsins innan hins pólitiska kerfis þessarar aldar, þ.e. einstaklings- bundinn kosningaréttur og aðild að þrýsti- og hagsmunahópum og siðan lagt hlutlægt mat á pólitiskt frelsi konunnar. Reykjavik, 18. mai 1972. Guðrún Sigriður F'riðbjörnsdótt- Framhald á bls. 8. Þegar Alþýðulýðveldið Kina tók við sæti Kina hjá Sameinuðu Þjóðunum risu upp ýmis mál, sem athuga þurfti og breyta. Eitt þeirra sneri að frimerkjasöfnur- um, en það var áletrunin á kin- verzku á þau frimerki, sem Sam- einuðu Þjóðirnar gefa út. Formósustjórnin heldur ennþá við liði hinni gömiu kinverzku skrift, með margskonar útflúri á skriftartáknunum, en Alþýðulýö- veldið hefir aftur á móti ein- faldað mikið skriftarform sitt og gert táknin einfaldari. Á meðfylgjandi mynd getur svo aö lita heiti Sameinuðu Þjóðanna, eins og það var áður á frimerkj- unum hægra megin á myndinni, með hinu gamla kinverska letri, en til vinstri sést svo hið nýrra, einfaldara letur, sem tekið hefir verið upp i Alþýðulýðveldinu og má greinilega sjá( að mismunur er mikill. I janúar sagði Daninn Ole Hamann, sem er póstmálastjóri Sameinuðu Þjóöanna: „Ég hefi engin fyrirmæli fengið um breytinguna, en við erum vit- anlega undir hana búnir. Við munum halda áfram að selja fri- merki af birgðum, en vitanlega verða frimerkin 1972 og framveg- is prentuö með hinu nýja einfald- ara letri.” Þess má geta, að Ole Hamann hefir teiknað mörg af frimerkjum EB Ö , Vtr\ Sameinuðu Þjoðanna og fleiri merki, en nú er hann formaður nefndar þeirrar, er velur ný fri- merki fyrir stofnunina og segir þvi um þessi mál: „Ég sit sem dómari i nefndinni og það mundi lita illa út ef það yrði svo teikning min, sem ynni.” Sameinuðu Þjóöirnar hafa sið- an 1945 gefið út 246 frimerki, og eru þá ekki talin með frimerki þessa árs. Birgðir þær , sem stofnunin liggur með á hverjum tima, eru virtar á um 17-18 milljónir banda- rikjadala. 1970 seldu Sameinuðu Þjóðirnar frimerki fyrir 6 millj- ónir dala, sem var skipt á milli meðlima landanna, sem hluta af tillagi þeirra til stofnunarinnar á þvi ári. Auk frimerkja gefa svo Sam- einuðu Þjóðirnar út hverskonar póstbréfsefni flugbréf, bréf - spjöld,flugkort o.fl. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.