Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. J972. Búið að stofna Flug- félag Austurlands 60 manns þegar orðnir hluthafar ÞÓ—Reykjavik. Stofnfundur Flugfélags Austur- lands var haldinn á Egilsstöðum sl. miðvikudag. Um 60 aðilar á Djúpivogur: Hvor humarbát- ur hefur fengið 30 tunnur - 15-20 handfæraveiðarar að fara af stað EB-Reykjavik. Þórarinn Pálmason, fréttarit- ari Timans á Djúpavogi, sagði i viðtali við blaðið i vikunni, að þeir tveir bátar, sem nú eru gerðir út á humar frá Djúpavogi, Skálavikin og Haukur, hefðu aflað mjög vel eða um 30 tunnur hvor bátur. Hófu þeir humarveiðina 15. þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum Þór- arins verða 15- 20 bátar gerðir út frá Djúpavogi i sumar á hand- færaveiðar. Er það svipuð tala báta og i fyrra. Fara þessir bátar á veiðar upp úr mánaðamótun- um. Eins og annars staðar á landinu litur mjög vel út með landbúnað- arstörfin i sumar i sveitunum við Djúpavog, allt orðið grænt milli fjalls og fjöru, sem grænt getur orðið. Listahátíðin Austurlandi hafa skráð sig fyrir hlutum i félaginu, og lagt fram hlutafjárloforð fyrir tæpum 700. þús. kr. Akveðið er, að hlutafé félagsins skuli nema 2.7 millj. kr. Hlutafjársöfnun er nú hafin á Austurlandi, og stendur hún út næsta mánuð. Hlutabréfin verða að fjárhæð kr. 1000 og kr. 5000. Þeir Austfirðingar, sem skrá sig á þessu timabili fyrir hlut á þessu timabili, teljast stofnfélagar, og er stefnt að sem almennastri þátttöku i Austfirðingafjórðungi. Stjórn félagsins og umboðsmenn stjórnarinnar á hverjum stað veita næstu daga viðtöku hlutafé, og væntir stjórnin þess, að al- menningur á Austurlandi taki sem virkastan þátt i félagsstofn- uninni. Tilgangur Flugfélags Austur- lands er að tryggja öruggar og greiðar flugsamgöngur á Austur- landi og við Austurland, með þvi að kaupa og reka flugvélar i þvi augnamiði, og til hvers konar leiguflugs, sjúkra- og póstflugs, og jafnframt reksturs ferðaþjón- ustu á Austurlandi. Þá hyggst félagiö beita sér fyrir endurbót- um á flugmálum i fjórðungnum. í stjórn Flugfélags Austurlands voru kjörnir: Guðmundur Sig- urðsson héraðslæknir Egilstöð- um, formaður, Þorsteinn Sveins- son kaupfélagsstjóri Egilstöðum, varaformaður og Steingrimur Ingimundarson stöðvarstjóri, Djúpavogi. Til vara voru kosnir Guðmundur Karl Jónsson bæjar- stjóri. Endurskoðendur voru kosnir Sigurjón Jónasson og Sig- urjón Bjarnason, og til vara Þorsteinn Gústafsson og Magnús Einarsson. Stjórn Félagsins hefur nú i at- hugun kaup vandaðrar flugvélar og hafa helzt komið tii greina flugvélar af gerðinni Piper Aztec eða British Normann Islander. Við undirbúning að stofnun, félagsins, fékk undirbúnings- stjórn þá Jón Oddsson hæstarétt- arlögmann og Grétar Óskarsson flugvélaverkfræðing'til ráðuneyt- is. Fengu sálmabókina að gjöf með nafngyllingu Keflvisku tónlistarmcnnirnir Jóhann Ilelgason (t.h.) og Magnús Sig- mundsson. HÆGGENG HUÓMPLATA MEÐ MAGNÚSI 0G JÓHANNI ÞÓ-Reykjavik. Við fermingarathöfn i Dalvik- urkirkju s.l. hvitasunnudags- morgun, afhentu félagar i Lions- klúbbi Dalvikur öllum fermingar- börnunum nýju sálmabókina að gjöf. Nafn hvers fermingarbarns var gral'ið með gylltum stöfum i bækurnar. Stefán Snævar, sóknarprestur sagði, að Lionsfélagar ætluðu einnig að færa fermingarbörnum úr Svarfaðardal samskonar gjöf, er þau yrðu fermd hinn 4. júni n.k. Komin er út hæggeng hljóm- plata með tveimur Keflviskum piltum, Magnúsi Sigmundssyni og Jóhanni Helgasyni. A plötunni eru alls 10 lög, öll eftir þá félaga, en nokkra textanna, sem eru allir á ensku, gerði bandariskur piltur, Barry Nettles, sem hér dvaldist á vegum nemendaskipta Þjóð- kirkjunnar, ICYE árið 1969-1970. Þeir Magnús og Jóhann hafa sungið og leikið saman i nokkur ár, en það var ekki fyrr en upp úr siðastliðnum áramótum, að þeir fóru að koma fram opinberlega svo heitið gæti. Fyrst komu þeir fram i sjónvarpsþættinum „4”, sem þeir Ómar Valdimarsson og Jónas R. Jónsson voru með fyrr á þessu ári og siðari hluta 1971. Það er hljómplötufyrirtækið „Scorpion,” sem gefur plötuna út, og er þetta fyrsta plata fyrir- tækisins. Margar aðrar plötur eru i undirbúningi. A plötu þeirra Magnúsar og Jóhanns leika með þeim nokkrir ungir hljómlistarmenn. Upptakan, sem er i stereo, var gerð hér á landi, i stúdiói Péturs Steingrimssonar. hefst 4- iún' Sjónwarpsbíllinn að komast af stað SJ-Iteykjavik Listahátið i Reykjavik hefst sem kunnugt er sunnudaginn 4. júni og stendur til 15. júni. Þann dag eru lokatónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar undir stjórn André Prévins, en André Watt leikur einleik á pianó. Þessa tólf daga verða um 60 dagskráratriði á ýmsum stöðum i borginni. Talsvert hefur borizt af pöntun- um á einstök atriði Listahátiðar, en á mánudaginn verður opnuð miðasala i Hafnarbúðum. Mest er aðsóknin að tónleikum þeirra Vladimirs Ashkenazy pianóleik- ara og Yehudi Menuhins fiðlu- leikara i Laugardalshöll 12. júni. Þá er nær upppantað á ballett- sýningar Konunglega danska ballettsins i Þjóðleikhúsinu 10. og ll.júni og Dagskrá úr verkum Steins Steinarrs i umsjá Sveins Einarssonar i Iðnó 6. júni. Verð aðgöngumiða á atriði Listahátiðar er frá 100 kr. upp i 540 kr. Það nýmæli hefur verið tekið upp, að fólki gefst kostur á að kaupa einn miða á allar mynd- listarsýningar hátiðarinnar, sem kostar kr. 500, og getur eigandi miðans notað hann eins oft og honum sýnist á meðan hátiðin stendur yfir. Miðasalan i Hafnar- búðum verður opin daglega kl. 14- 19. Simi miðasölunnar er 26711, og þar fást nánari upplýsingar um einstök dagskráratriði. Afgangs- miðar á tónleika og leiksýningar verða seldir við innganginn i við- komandi húsum. 1 tilefni Listahátiðar veitir Flugfélag tslands eitt þúsund króna afslátt af fargjöldum inn- anlands, ef farmiðar eru keyptir tii og frá Reykjavik. Umboðs- menn Flugfélagsins afhenda væntanlegum gestum Listahátið- ar afsláttarkort að andvirði eitt þúsund krónur, og skal þvi fram- visað i miðasölu hátiðarinnar. Handhafi kortsins fær aðgöngu- miða út á þetta kort og fær mis- muninn endurgreiddan, ef hann kaupir ekki aðgöngumiða fyrir allar þúsund krónurnar. ÓV-Reykjavik Þessa dagana er unnið af kappi við að koma sjónvarpsupptökutækj- um i gamlan áætlunar- bil, sem verður siðan notaður við sjónvarps- upptökur utan upptöku- salar sjónvarpsins i Reykjavik. Fylkir Þórisson tæknifræðing- ur, sem er stúdióstjóri sjónvarps- ins, sagði i viðtali við Timann i gær, að aðaltilgangur með þessu verki væri að koma bilnum i gagnið fyrir Listahátiðina, og verður fyrst sjónvarpað hljóm- leikum sænsku útvarpshljóm- Þrjár trillur sukku í fárviðri á Flafeyri - aðrar þrjár skemmdust mikið. Siminn hvekkir Flateyringa ÞÓ-Reykjavik Þrir trillubátar sukku i fár- viðri, sem geysaði á Flateyri i fyrrinótt. Seinni hluta dags i fyrradag byrjaði að hvessa á Flateyri, en um þrjúleitið um nóttina snerist veðrið i norð-aust- ur og var ofsaveður i tæpa tvo tima. Menn á Flateyri gizka á að veðurhæöin hafi verið 10-12 vind- stig. Trausti Friðbertsson, fréttarit- ari Timans á Flateyri, sagði, að trillurnar, sem sukku, hefðu legið við bryggjukantinn, ásamt fjór- um öðrum trillum. Voru þær frá 3-91estiraðstærð. Allar trillurnar voru dekkaðar nema ein, og lágu þær allar efst við hafnargarðinn. I fárviðrinu brotnuðu tveir dekk- bátanna það mikið, að þeir sukku og eins var með ódekkuðu triil- una.'Þrjár aðrar trillur skemmd- ust einnig, þar af tvær mikið. Trillurnar sem sukku liggja nú á botninum við hafnargarðinn, og eru þær allar taldar ónýtar, t.d. er ópna trillan ekkert nema spýtnabrak. Bátarnir munu allir hafa verið vátryggðir. Sagði Trausli, að ekki væri vitað um annað tjón á Vestfjörðum i þessu veðri, enda væri það svo, að i þessari átt væri höfnin á Flateyri mjög opinn. Trausti sagði, að ibúar á Flat- eyri væru orðnir langþreyttir á simaþjónustunni. Það væri sama hvernig væri djöflazt á simanum við að hringja beint á langlinunni, það tæki fólk óratima að ná sam- bandi. Sagði Trausti, að sam- bandið virtist versna með hverri vikunni. sveitarinnar i Laugardalshöll þriðjudaginn 6. júni n.k. Sagði Fylkir, að ekki væri þó hægt að sjónvarpa beint frá biln- um, heldur yrði að senda mynd og tal í aðalsendi sjónvarpsins, og ef einhverjar hindranir væru fyrir, þannig aö sendingin næði ekki beinni sjónlinu í sendinn, yrði að koma upp svokölluðum „linkum” hér og þar til að ná sjónlinu. — Þannig fórum við til dæmis að á Handritadaginn, sagði Fylk- ir. — Við vorum með tækin á þaki Tollstöðvarbyggingarinnar, siðan með „link” i Hallgrimskirkju- turni, og loks fór sendingin þaðan i stóra sendinn og út. Ekki sagði Fylkir þessa lausn vera endanlega hjá sjónvarpinu. — Við vorum orðnir leiðir á að vera að henda þessum fyrir- ferðarmiklu tækjum fram og aft- ur i lánsbila, þannig að þegar okkur bauðst þessi bill, tókum við þvi, sagði hann. — Þessi bill er keyptur af Vestfjarðaleið. Að visu er ekki búið að ganga endanlega frá kaupunum, en ég held að kaupverðið sé einhversstaðar i kringum 200 þúsund krónur. Reikna má með, að heildar- kostnaður við þetta fyrirtæki verði i kringum 400.000 krónur, lauslega áætlað, en við eigum langflest tækin sem þarf til. Fylkir sagði að lokum, að bill- inn , sem er með öll þau tæki, er upptökustjórn sjónvarpssalarins hefur yfir að ráða, yrði mikið not- aður i sumar við upptökur á leikritum, iþróttaleikjum og fl. Möguleiki er á, að sjónvarpið eignist fullkomnari bfl á næstunrii, þar sem sjónvarpsstöðvar i ná- grannalöndunum eru margar að fara yfir i litsjónvarp, og þvi verður úreltum sjónvarpsbilum þeirra lagt eða þeir seldir fyrir lágt verð. Misjafn afli handfærabáta SJ—Patreksfirði Héðan er ósköp litið að frétta. Það hefur verið stormur siðan á þriðjudag og ekki hægt að fljúga. Mikið er farið að gróa, og fólk byrjað að setja kartöflur niður i garða. Annars hefur verið ákaf- lega gott veður, hlýindi og stillur. A þessum árstima er ævinlega gerður út héðan æði mikill fjöldi báta á handfæraveiðar. Afli hefur verið misjafn það af er. Afla- hæstu bátarnir hafa þó stundum fengið tonn á færi eftir sólar- hringinn, og þykir það mjög gott. Tveir bátar héðan eru á togveið- um, og er afli tregur hjá þeim. Nú er búið að útibyrgja við- byggingu við hótelið að Flóka- lundi i Vatnsfirði, og verða þar tekin i notkun 16 ný gistiherbergi á miðju sumri. 1 ráði er að stofnað verði hlutafélag um rekstur Flókalundar og Bjarkarlundar, sem sveitar- og sýslufélögin, Barðstrendingafélagið og e.t.v. rikið verði aðilar að. Humarinn á land í Höfn - til vinnslu á Stöðvarfirði EB-Reykjavik. Eins og við mátti búast var mjög gott hljóðið i Birni Kristjánssyni, fréttaritara Tim- ans á Stöðvarfirði, er blaðið ræddi við hann i vikunni. Næg atvinna er i kauptúninu og miklar fram- kvæmdir að fara af stað á vegum hreppsins. Sex humarbátar afla i sumar til vinnslu i frystihúsi kaupfélags staðarins. Þeir landa i Höfn i Hornafirði, og verður hum- arinn fluttur þaðan til Stöðvar- fjarðar á vörubifreiðum. Er það um fimm klukkustunda akstur. hreppsins má nefna, að fram- kvæmdur verður annar áfangi holræsalagnar i kauptúninu og byrjað á þriðja áfanganum i sum- ar, ef vel gengur. Sagði Björn að lokum, að þar eystra væri allt á undan timanum eins og viðar, tið- arfarið einstaklega hagstætt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.