Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 7
TÍMINN 7 Sunnudagur 28. mai. 1972. „Góð ilmvötn eru ekki síður fyrir karlmenn en konur” segir ráðgjafi frá Marcel Rochas í París — Ég cr hissa á þvi,að ekki cinn einasti karlmaður hefur komið inn i snyrtivöruverzlanirnar, sem ég hef verið i hér. i Frakklandi kaupa karlmenn rakspiritus og ilmvötn sin i ilmvatnaverzl. og lita á það sem sjálfsagt mál. Ef slikar vörur eru á boðstólnum á rakarastofum eru það aðeins fremur óvandaðar vörur. Við Frakkar litum svo á,að ilmvötn séu svo sérstök, að þau kaupum við aðeins i beztu verzlunum. Svo fórust Michéle Hazard orð i viðtali við Timann, þegar hún dvaldist hér nýlega til að kynna ilmvötn franska fyrirtækisins Marcel Rochas fyrir islenzkum viðskiptavinum og leiðbeina um notkun þeirra. Fjórar stúlkur frá fyrirtækinu sinna stöðugt slikri þjónustu við viðskiptavini erlend- is. Hún var 10 daga i verzluninni fslenzkur markaður á Keflavik- urflugvelli og siðan þrjá daga i verzlununum, Mirru, Austur- stræti 17, Ócúlus, Austurstræti 7 og Gjafa- og snyrtihúsinu Banka- stræti 8. Marcel Rochas stofnaði eitt af fyrstu stóru tizkuhúsum Frakk- lands árið 1925 og naut það mik- illa vinsælda á hinum „geggjuðu” árum þegar charleston-dansinn var við lýði. Rochas hóf ilm- vatnaframleiðslu i samvinnu við Albert Gosset. Þegar Rochas lézt ungur að árum tók kona hans Helene Rochas við stjórn fyrir- tækisins, en hætti framleiðslu tizkufata og sneri sér eingöngu að ilmvatnaframleiðslu. Frú Rochas er þekkt glæsikona og hefur löng- um verib taíin ein af bezt klæddu konum heims. Fyrirtækið Marcel Rochas framleiðir nú fimm tegundir ilmvatna fyrir konur i þrem mis- munandi styrkleikum. Hér eru seldar tvær tegundir Femme og Madame Rochas. Fyrir karlmenn eru framleiddar tvær tegundir i tveim styrkleikum, Moustache og Monsieur Rochas. — Mér finnst mjög gott að vinna hér, sagði Michéle Hazard. — Konurnar eru mjög viðmóts- góðar. Og raunar er auðvelt fyrir fólk i minu starfi að gera konum til hæfis, þvi að þær hafa alltaf áhuga á snyrtivörum. En þær virðast verða fyrir von- brigðum með,að ég er ekki að kynna neitt nýtt. En ég vona að það geti orðið á næsta ári, og sömuleiðis vona ég.að ilmvötn verði ódýrari hér á landi. Fyrir konur eru ilmvötn ekki munaðar- vara, og ég tel vafasamt að tolla þau sem slik. Erindi mitt hingað var fyrst og fremst að gefa konum og körlum ráð um notkun ilmvatna okkar, og kaup á þeim. Madame Rochas ilmvatnið nýtur meiri vinsælda hér en Femme. Madame Rochas hefur léttan blómailm og hæfir vel ljóshærðum konum og raunar geta flestar konur notað það. Femme er þyngra með höfugum ávaxtailmi. Kannski finnst islenzkum konum það of þungt og sætt, en það hæfir mjög vel dökk- um glæsilegum konum. Ég mæli hins vegar ekki með þvi fyrir ljós- hærðar. Einnig leiðbeindi ég um notkun ilmvatnanna. Þar er meginreglan sú, að bera þau á húðina á þeim stöðum, sem hún er heitust, þá nýtur ilmurinn sér bezt. Svo virðist sem karlmenn hér á landi fari varhluta af góðum ilm- vötnum. Ég verð ekki vör við að konur kæmu og keyptu ilmvötn handa mönnum, unnustum eða vinum. Þetta finnst mér mis- skilningur, þær ættu að hugsa meira um þá að þessu leyti, þvi að oft bera konur gott skynbragð á, hvað hæfir mönnum þeirra - og á það bæði við um snyrtivörur og fatnað. Ilmvötn okkar fyrir karlmenn eru Monsieur Rochas, sem er nokkuð ilmsterkt og vinsælt með- al ungra manna, og Moustache, sem hefur léttan, karlmannlegan ilm og er sigilt fyrir menn á öllum aldri. — Mér finnst gaman að koma hingað til tslands, sagði Michele Hazard. Það er svo ótrúlega hlýtt hér, heima setja nær allir Island eingöngu i samband við is og snjó, og jafnvel Eskimóa. Ég kom hingað dúðuð i loðkápu og trefla. Þetta starf er mjög skemmti- legt að mér finnst, þvi að mig hef- ur alltaf langað til að ferðast. Eini gallinn er sá, að ég er svo stutt á hverjum stað, að timi vinnst ekki til að kynnast fólki neitt að ráði. SJ. FRÁ BARNASKÓLUM HAFNARFJARÐAR Fyrirhugað er, að starfrækja for- skóladeildir fyrir 6 ára börn (fædd 1966) við barnaskólana næsta vetur. Innritun fer fram i barnaskólunum mánudaginn 29,mai kl. 14-15, sem hér segir: í Viðistaðaskóla komi börn,sem eiga heima viö Keykjavikurveg og þar fyrir vestan, i Lækjarskóla komi börn sem eiga heima á svæðinu frá Reykjavikurvegi að Læknum og á Hvaleyrarholti, i öldutúnsskóla komi börn sunnan Lækjar nema af Hvaleyrar- holti. Tekið skal fram,að hér er ekki um skóla- skyldu að ræða og ennfremur að ekkihefur endanlega verið gengið frá hverfa- skiptingu milli skólanna. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. Micliéle llazard frá Marcel Rochas Þetta er jakkinn sem auglýsingafólki okkar finnst glæsilegastur. Látið það ekki blekkja yður. í búðinni er heilmikið úrval af mynztrum og litum. Komið því og veljið þann jakka, sem yður sjálfum finnst fallegastur. Það skiptir mestu máli. » láfc mm ín2£$s1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.