Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. BÆNDUR Ilöfum aftur fyrirliggjandi VITAMIN OG STEINEFNABLÖNDUR FRÁ EWOS A-B: Ewomin F Jarmin Jarnpigg Racing K.M.Z. saltsteinn, nauðsynlegur öllu búfé. fyrir mjólkurkýr. fyrir varphænur. fyrir unggrisi. fyrir hesta. KFKfóðurvörur GUDBJORN GUÐJÓNSSON heildverzlun, Síðumúla 22. Simi 85295 — 85694 Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. Tækmver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Simi 33 1 55. „SÖNNAK RÆSIR BlLINN" Smmk Skíðanámskeiðin 1972 Lærið undirstöðuatriðl skiðaiþróttarlnnar i sumarfriinu. Þá verður næsti vetur tiihlökkunarefni. Aðstaðan er mjög góð í fjölluniun og innanhúss eru heit böð, góður matur og góðir félagar. Kvöidvökurnar eru þepaar landsfrægar. Brottfarardag-ar í suniar: Frá Ro ykja Júni 19. lúni 24. Jýni 30. Júlí 6. Júli 12. Júii 18. Julí 24. Júli 30. Agúst 4. Águst 8. Ágúst 13. Agúst 18. Agúst 23. Agúst 28. mánud. laugard. föstud. fimmtud. miðvikud. þriðjud. mánud. sunnud. fóstud. þriðjud. sunnud. föstud. miðvikud. mánud. Dagafj.: 6 dagar 7 dagar 7 dagar 7 dagar 7 dagar 7 dagar 7 dagar 6 dagar 4 dagar 6 dagar 6 dagar 6 dagar 6 dagar 7 dagar Tegund námskeiðs: Verð: unglingar 12—16 ára 6.400,00 almennt 9.400,00 almennt 9.400,00 almennt 9.400,00 .almennt 9400,00 almennt 9.400,00 almennt 9.400,00 fjölskyldur 8.200,00 Verzlunarmannah. skiðamút 5.600,00 unglingar 15—18 ára 6,400,00 unglingar 15—18 ára C.400,00 unglingar 14 áre og yngri 5.400,00 unglingar 14 ára og yngri 5.400,00 almennt (lokaferð) 8.900,00 Innifalið í námskeiðsgjaldi: Ferðir, fæði. m.a á báðum leiðum, gisting, skiðakennsla. skiðalyfta, leiðsögn í gönguferðum, ferðir frá skóla í skíðabrekkur og kvöldvökur. Skíða og skóleiga á staðnum. Bokanir og farmiðasala. Ferðaskrifstofa Zoega, Hafnarstræti 5. Rvk., sími 2 55 44. Skíðaskolinn í Kerlingarflöllum Opið bréf Ssam5hald af ir, Hildur Hákonardóttir, Hlin Torfadóttir, Björg Einarsdóttir, Erla E. Ársælsdóttir, Anna G. Njálsdóttir, Ásdis Skúladóttir, Brynhildur Magnúsdóttir, Guð- rún Hallgrimsdóttir, Hrefna Kristm an nsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Edda óskarsdóttir, Þuriður Pétursdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Jónina Guðnadóttir, Ragna S. Eyjólfsdóttir, Rannveig Jónsdótt- Á vítateigi Framhald af bls. 19 undarlegt, ef smekkur Reyk- vikinga er svona allt öðru visi en smekkur fólks i nágranna- löndunum okkar, þar sem auglýsingaspjöldin þykja lifga upp á umhverfið. Þetta mál ætti iþrótta- hreyfingin i Reykjavik að kanna gaumgæfilega. I fram- kvæmd væri hægt að hugsa sér þetta þannig, að Reykjavikur- félögin fengju hvert sinn reit á hliðarveggjum umhverfis Laugardalsvöllinn og gætu ráðstafað þeim að eigin vild. Það sama mætti gera i Laugardalshöllinni. Með þessu móti myndu tekjur iþróttafélaganna aukast veru- lega. —alf. Fangelsi Framhald af bls. 11. Hugmyndin um vinnu er i nán um tengslum við menntun, og fangelssisstörf ættu ekki að vera þungbær, hættuleg eða óholl. Yfirleitt ætti að virða vinnulöggjöfina og gera ráð fyrir tima til þjálfunar og meðferðar, en fangar ættu að fá a.m.k. einn hvildardag i viku, og jafnvel er lagt til að vinnan sé skipulögð þannig, að fangar fái tveggja daga helgi. Alla vega verða fangelsi aldrei allra meina bót, en allt verður að gera til að tryggja, að við lausn úr fangelsi geti menn komið sér fyrir i þjóð- félaginu á ný. Þetta mun þó ekki reynast kleift nema fangelsisstjórnir fái nóg fé til að framkvæma nauðsynlegar endurbætur. Til þess þarf póli- tiska ákvörðun sérhverrar rikisstjórnar. Samt vitum við, að stjórnmálamenn hvar sem er hafa fyrst og fremst áhuga á að þóknast sem flestum kjósendum, en bætt aðstaða innan fangelsa er eingöngu mál minnihlutans og kann að vera meirihlutanum til ama, þótt svo ætti ekki að vera. Vandamálið er vissulega flókið. 40 stunda vinnuvika stenzt ekki á Höfn Eb-Reykjavik Með sanni má segja að 40 stunda vinnuvikan sé ófram- kvæmanleg á Höfn i Hornafirði, að minnsta kosti þessar vikurnar. Þar vinnur fólkið í fiskinum fram eftir öllum kvöldum virka daga, aðeins á sunnudögum hafa Horn- firðingar reynt að eiga fri. A fimmtudaginn i þessari viku rikti óvenjumikið annriki við höfnina á Höfn. Verið var að landa áburði úr skipinu, sem strandaði þar eystra fyrir skömmu, þá var þar komið timburskp, og Hekla og Esja mættust þar þann daginn. Hins vegar mun ekki hafa verið um tafir að ræða vegna þessara skipakoma. Eins og fyrri daginn er mikið um aðkomufólk á Höfn, sem er þar i atvinnu. Miklar bygginga- framkvæmdir eru þar á vegum sveitarfélagsins, og samkvæmt upplýsingum Aðalsteins Aðal- steinssonar, fréttaritara Timans þar eystra, eru 30-40 ibúðarhús nú i smiðum á Höfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.