Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. Uhmi é% Mfc 4% 1 Framsókn hefur leyst /nenn o§ maicrni íhald af hólmi Sumarmynd úr Heykjavik. Viðskilnaður „viðreisnar”- stjórnarinnar bað er ekki óeðlilegt, að i tilefni af þinglokum um fyrri helgi, sé það rifjað upp, hvernig ástatt var i stjórnmálum og efnahags- málum, þegar núverandi rikis- stjórn kom til valda. Nokkur höfuðeinkenni þess ástands voru þessi: Miklum verðhækkunum hafði verið frestað um stundarsakir með bráðabirgðaverðstöðvun. Nær allir kaupsamningar voru lausir, og framundan voru miklar kaupdeilur, sem heföu leitt til stórverkfalla að óbreyttri stjórnarstefnu, eins og glöggt má ráða af reynslu áranna 1968—1970. Elli og örorkulaun voru orðin skammarlega litil, þvi að hin nýja forusta Alþýðuflokks- ins hafði misst allan áhuga á eflingu almannatrygginga. Ein helzta!atvinnugrein landsmanna, togaraútgerðin, hafði grotnað niður og þurfti að endurnýjast að fullu. Frystihúsin þurftu einnig stórfelldar endurbætur, ef fram- leiðsla þeirra átti að vera söluhæf á bandariskum markaði i fram- tiðinni. Iðnaðurinn bjó við mikla rekstrarfjárkreppu. Bændur voru launalægsta stétt landsins. Fram lög til framkvæmda i strjálbýlinu voru mjög takmörkuð, enda fólksflótti til þéttbýlisstaðanna si- vaxandi. F'ullkomlega skorti stjórn á fjárfestingarmálum, sem tryggði forgangsrétt þeirra fram- kvæmda, sem voru mest aðkall- andi. Ekkert hafði verið aðhafzt i landhelgismálinu um 10 ára skeið eða siðan nauðungarsamn- ingarnir voru gerðir við Breta og Vestur—bjóðverja 1961. 1 innsta hring beggja stjórnarflokkanna rikti trúleysi á islenzkt framtak og alvinnuvegi, og það helzt taliö til bjargar, að útlendingar fengju hér ódýra raforku til að koma upp stóriðju. Þessi áróður studdi mjög að trúleysi á land og sést á þvi, að fleiri Islendingar fluttust héðan búferlum á árunum 1968— 1970 en nokkru sinni áður á þessari öld. Kjörtimabilið 1967- —1971 einkenndist af meiri dýr- tiðarvexti, stærri verkföllum og stórfelldaraatvinnuleysi en dæmi eru um hérlendis eða i nálægum löndum eftir siöari heims- styrjöldina. ömurlegri vitnisburð var ekki hægt að fá um það, að bandalag Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins var orðið gjör- samlega ófært um að stjórna landinu. Stórfelld stefnubreyting Þótt ekki séu liðnir nema réttir 10 mánuðir siðan núv. rikisstjórn kom til valda, verður ekki annað sagt en orðið hafi stórfelld stefnu- breyting. Þjóðareining hefur náðst um þá stefnu núv. stjórnar- flokka að færa fiskiveiðilögsög- una út i 50 milur ekki siðar en 1. sept. 1972 og að segja upp samn- ingunum frá 1961. 1 fyrsta sinn um langt skeið hefur tekizt að gera viðtæka kjarasamninga, án stórfelldra verkfalla, og það til lengri tima en áður, en vinnu- friður er frumskilyrði þess, að hægt sé að takast á við verðbólg- una. Samkvæmt þessum samn- ingum mun grunnkaup hækka i á- föngum, en laun hinna lægst laun uðu hækka mest, og er það veru- legt spor i þá átt að gera lifskjörin jafnari og réttlátari. L aun bænda i verðlagsgrundvelli búvara hafa hækkað i samræmi yið hina nýju kjarasamninga. Ellilaun og örorkulaun hafa verið stór- hækkuð, enkum þó þeirra, sem ekki hafa aðrar tekjur. Sett hafa verið lög um aukið orlof og styttan vinnutima. Þá hefur A1 þingi sett lög um stórbætta að- stöðu þess skólafólks, sem hefur erfiða námsaðstöðu. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að endurnýja togaraflotann og dreifa hinum nýju togurum þannig milli útgerðarstaða, að tilkoma þeirra mun stórefla jafnvægi i byggð landsins. Lán til landbúnaðar og sjávarútvegs hafa verið stór- aukin og samþykkt lög, sem munu tryggja iðnaðinum stór- aukin rekstrarlán. Framlög rikis ins til verklegra framkvæmda hafa verið stórlega aukin einkum þó til framkvæmda i strjálbýlinu. Stefnt er að þvi að ljúka hringvegi um landið lyrir 1974 og að raf- væða öll sveitabýli fyrir þanntima Hafizt hefur verið handa um að gera skipulega áætlun um gróðurvernd landsins, og i nýjum jarðræktarlögum er i fyrsta sinn tekinn upp styrkur til haga- ræktunar. ÍJnnið er að þvi að ger- breyta skattakerfinu, og hafa allir helztu nefskattar verið af- numdir, en þessu starfi er ekki lokið enn og verður hið nýja skattakerfi þvi ekki dæmt til fulls af skattlagningunni iár.Siðast, en ekki sizt, skal svo nefna lögin um framkvæmdastofnun rikisins, en henni er ætlað að tryggja for- gangsrétt þeirra framkvæmda, sem mest eru aðkallandi, og að tryggja skipulega og markvissa hagnýtingu fjármagns og vinnu- afls, án þess að gripa til hafta, eins og gert var af fjárhagsráði Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á árunum 1947 til '49. Afleiðingar verð- stöðvunarinnar Hér er hvergi nærri það allt talið, sem núverandi rikisstjórn hefur þegar gert eða hafizt handa um. En vissulega ber þetta merki um stórhuga stefnu og mikla at- hafnasemi. Hitt skal svo játað, að stjórninni hefur enn ekki tekizt að ná þeim tökum á verðbólgunni, sem stefnt er að, þ.e. að draga úr vexti hennar svo að hún vaxi ekki hraðar hér en i nágrannalöndun um. Þvi var ekki heldur lofað af núv. stjórnarflokkum, að þetta myndi takast á fyrsta ári eftir kosningar, heldur var þvert á móti þráhamrað á þvi fyrir kosn- ingar af öllum núv. stjórnar- flokkum, að hér hlytu að verða miklar verðhækkanir, þegar verðstöðvuninni lyki. Þetta staf- aði einfaldlega af þvi, að haustið 1970 var orðið ljóst, að þá þegar þyrfti að gera erfiðar efnahags- ráðstafanir, og þvi vildu margir leiötogar Sjálfstæðisflokksins efna til þingkosninga þá strax, þvi að óvinsælar ráðstafanir yrðu ekki gerðar fyrir kosningar. Þessu hafnaði Alþýðuflokkurinn, og að ráði hans var gripið til hinnar svonefndu verðstöðvunar, þ.e. að fresta þvi að fást við vandann fram yfir kosningarnar og láta eins og allt væri i bezta lagi. Það var þó ljóst, að þetta myndi frekar auka vandann en auðvelda hann, enda likti færasti hagfræðingur þáverandi stjórnarflokka þvi ástandi, sem tæki við eftir verðstöðvunina, sem hreinni hrollvekju. Það er þessi hrollvekja eða verðhækk- anirnar, sem verðstöðvunin frest- aði, sem gengur yfir nú- Hefðu Jóhann og Gylfi hafnað kröfum Geirs? Framannefnd hrollvekja hefur þó orðið miklu minni en ella vegna tilkomu núv. rikisstjórnar, þvi að hún hefur beitt miklu strangara verðlagseftirliti en fyrrv. stjórn hefði gert. Þannig hefur hún ekki fallizt á nema brot af þeim verðhækkunum, sem Reykjavikurborg hefur farið fram á. Hver trúir þvi, að Jóhann og Gylfi hefðu ekki fallizt til fulls á verðhækkunarkröfur Geirs? Sama hefði gilt um fjölmörg önnur tilfelli. En þótt núv. rikis- stjórn hafi þannig tekizt að draga úr hrollvekjunni, hefur hún samt orðið mikil. En nú eru horfur á, að henni taki að linna og mesta verð- hækkunaraldan sé liðin hjá. Nú verður þvi að kappkosta að halda dýrtiðinni i skefjum, þótt útilokað sé að ætla að stöðva allar verð- hækkanir. En hér reynir ekki að- eins á rikisstjórnina, heldur alla þjóðina. Sifellt eru einstakir hópar að reyna að knýja fram hækkanir umfram aðra og skapa þannig hættuleg fordæmi. Það næst ekki fullnægjandi árangur i þessum efnum, nema þjóðin standi með stjórninni i glimunni við sérhagsmunahópana. Stefnuleysi og hringl stjórnarandstöðunnar Tvennt hefur einkennt mest það þing, sem nýlega hefur lokið störfum. Annað er hin mikla um- bótastefna rikisstjórnarinnar, hitt er hin stefnulausa og mót- sagnakennda framkoma stjórnarandstöðunnar. Nokkurt dæmi um þetta er afstaða hennar til framkvæmdaáætlunarinnar. Sjálfstæðismenn sögðu, að hún gerði ráð fyrir alltof miklum opinberum framkvæmdum, og er það i fullu samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins sem ihalds- flokks. En þegar til kastanna kom, báru Sjálfstæðismenn þó ekki fram neina tillögu um að draga úr framkvæmdum, heldur fluttu ásamt öðrum flokkum til- lögu um að hækka framkvæmda- áætlunina um 300 millj. kr. vegna aukinna framkvæmda. Alþýðu flokkurinn fylgdi Sjálfstæðis- flokknum i þessu eins og öðru, siðan Gylfi Þ. Gislason kom heim frá Kaupmannahöfn. Annað dæmi um þetta eru fjárlögin. Stjórnarandstaðan deildi á þau og sagði þau alltof há, en flutti þó ekki neina tillögu til lækkunar, heldur bar fram tillögur, sem hefðuhækkað útgjöldin um hálfan milljarð króna, og þar af flutti Gylfi Þ. Gislason einn tillögur um 200 millj. króna hækkun. Þriðja dæmið eru skattalögin. Stjórnar- andstaðan hefur haldið þvi fram á Alþingi, að skattarnir yrðu alltof háir samkvæmt hinum nýju skattalögum, en i borgarstjórn Ileykjavikur beitir Geir Hall- grimsson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sér samt fyrir þvi að hækka fasteignagjöldin um 50 prósent og og útsvörin um 10 prósent. „Aðförin að Reykjavík og Reykvíkingum” Fjórða og siðasta dæmið af mörgum um þessi vinnubrögð stjórnarandstöðunnar eru verð- hækkanirnar. Annað veífíð deilir stjórnarandstaðan harðlega á þær, en hitt veifið deila stjórnar- andstöðublöðin á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki leyft meiri hækkanir. Það hefur meira að segja verið kölluð aðför að Reykjavik og Reykvikingum, að rikisstjórnin leyfði ekki meiri hækkun á heitu vatni, rafmagni og strætisvagnagjöldum. Þannig fylgir stjórnarandstaðan engri ákveðinni stefnu, heldur er bæði með og móti hækkunum. Þetta stefnuhringl og stefnuleysi for- ingja stjórnarandstöðunnar veldur nú vax'andi óánægju meðal stuðningsmanna hennar, og er stofnun hins svonefnda þriðja afls i þingflokki Sjálfstæðismanna nokkurt dæmi um það. Þar er um að ræða veika tilraun til að reyna að bæta vinnubrögð flokksins, en litil von er til þess að þetta beri árangur, frekar en hliðstæð til- raun, sem gerð var i Alþýðu- flokknum meðan Gylfi Þ. Gisla- son var i Kaupmannahöfn. I fimm hópum Þótt deilur fari vaxandi innan beggja stjórnarandstöðu- flokkanna vegna slælegrar og s te f nu la us r a r framgöngu íoringjanna, hafa þær aukizt mun meira i Sjálfstæðisflokknum. Segja má, að þær hafi nú magnazt um allan helming. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á siðastl. vori átti Gunnar Thoroddsen persónulega mestu fylgi að fagna, en þeir Jóhann Rafstein og Geir Hallgrímsson gerðu með sér bandalag á móti honum, og ákvað Gunnar þá að keppa ekki við Jóhann um sjálfa formannsstöð- una, heldur að keppa við Geir um varaform.ennskuna. Geir vann naumlega, þótt Jóhann styddi hann af alefli. Eftir ósigurinn i þingkosningunum magnaðist þessi ágreiningur, þvi að ýmsir kenna forustu Jóhanns og Geirs um hvernig för. Þá heíur einnig verið reynt að sakfella Gunnar og talið, að hann hafi stuðlað að sundrungu i flokknum, er hafi orðið honum til tjóns i kosningun- um. Sú skoðun á þvi talsverðu fylgi að fagna i flokknum, að skynsamlegast sé að vikja þess- um þremenningum til hliðar og velja i staðinn einhvern nýjan forystumann, #t.d.Magnús Jóns- son eða Ingólf Jónsson. Það er þvi rétt, sem Hannibal Valdi- marsson sagði i eldhúsdagsum- ræðunum, að þingmenn og flokks- stjórn Sjálfstæðisflokksins skiptist nú i fimm hópa i foringja- málunum. Vanrækt stefnu- mörkun í mikil- vægum málum En foringjadeilan er ekki nema annar þáttur sundrungarinnar i Sjálfstæðisflokknum. Hinn þátt- urinn snýst um málefnalega baráttu flokksins og stefnu- mörkun. Um það er mikill og vaxandi ágreiningur i flokknum. Sjálft Mbl. birti forustugrein um það i vetur, að stefnumörkunin hefði verið mjög i molum hjá flokknum á meðan hann var i rikisstjórn, og hefði hann t.d. að, mestu eða öllu vanrækt að marka sér stefnu i menningar- málum og félagsmálum, sem eru þó mikilvægustu mál nútimans. Fastar verður ekki að orði kveðið af flokksblaði um stefnuleysi i höfuðmálum. En þetta stefnu- leysi hefur enn magnazt siðan flokkurinn lenti i stjórnarand- stöðu. Framganga flokksins á þvi þingi, sem nýlega er lokið hefur borið öruggt vitni um, að flokkur- inn fylgir nú engri ákveðinni stefnu, heldur hrökklast til og frá og lætur tilviljanir einar ráða af- stöðu sinni til einstakra mála. Þessar deilur og sundrung i stærsta stjórnmálaflokknum eru ekki eingöngu einkamál hans. Þau varða þjóðina alla, þvi að þessi sundrung innan hans mun gera hann enn óábyrgari en ella og áhrif hans þvi óhollari á gang þjóðmálanna. Djörf og alhliða umbótastefna Það Alþingi, sem nýlega hefur lokið störfum, hefur markað djarfa og alhliða umbótastefnu, sem á margan hátt minnir á árin Framhald á bis. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.