Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN T1 t ' " 1 IH! Öigífandi; Frawt*6l«tarf)6itkurfnn ::Fr«mkv*iwJa5tiört; Krlstfán BenedlMssefl,'Rjtstíöfaf:. t»6rarirtn : bárarhnssorv::[:álj)>:AndréS:::ttrW|áníSOrti::iÖn::Hfl)gíí:t>nj::l.t)<)rfði::::: :C.. Þorsleinsson : og Tóma» Karf5S00v A«gtýs)ngaí)j6ri: Steirt- : : :: grifrtur Gislason. Rllsfjófnarskrifstofur t CddttihlÍJtrtU, s(«V8r :: : líaðo — 1830&. Skrifstofyr Cankastraeff 7. — AforeWsiusfrru Ií3á3t Augiýsíngasíroi 19S23> Aírar skrifstofvr simf T830Q, Áskrtfiargíalcl kr, Í2S.0Q á mánuSt innaniapiís. ( taUsasóltf kr. tí.OO alntaktí. — fiiaSaprsnt h.t. (Offwt) Rekstrarlán iðnaðarins Þótt flestir viðurkenni i orði, að iðnaðurinn sé orðinn þriðji undirstöðuatvinnuvegur þjóðar innar við hlið landbúnaðar og sjávarútvegs, hefur mikið skort á, að þetta hafi fengizt viður- kennt i verki, þegar um rekstrarlán til atvinnu- veganna er að ræða. Þar hefur iðnaðurinn ver- ið olnbogabarnið, og er það enn. Einkum gildir þetta i sambandi við hin svokölluðu afurðalán, sem sjávarútvegur og landbúnaður hafa notið um langt skeið, en iðnaðurinn enn ekki fengið að neinu ráði Siðastl. 14 ár hefur verið haldið uppi baráttu fyrir þvi á Alþingi, að iðnaðinum væri tryggt jafnrétti að þessu leyti. Þessi barátta hófst á vorþinginu 1958, þegar Sveinn Guðmundsson flutti tillögu um,að rikisstjórnin hlutaðist til um að Seðlabankinn endurkeypti framleiðslu- og hráefnavixla iðnaðarins eftir svipuðum reglum og gilda um endurkaup á framleiðsluvixlum landbúnaðar og sjávarútvegs. Þessi tillaga var samþykkt einróma, en þegar átti að fram- kvæma hana, var ,,viðreisnar” stjórnin komin til valda. Hún aðhafðist ekki neitt i málinu. Framsóknarmenn létu þetta mál samt ekki niður falla, heldur endurfluttu tillögu Sveins á átta þingum. Viðreisnarstjórnin hélt áfram að sofa á málinu. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi rikisstjórnar að taka þetta mál upp til af- greiðslu. 1 samræmi við það voru samþykkt á nýloknu Alþingi lög um verðtryggingu iðn- rekstrarlána. Þau lög eiga að tryggja, að framleiðsluvörur iðnaðarins séu metnar veð- hæfar á sama hátt og framleiðsluvörur sjávar- útvegs og landbúnaðar. í þessu felst mikil viðurkenning fyrir iðnaðinn, en mest veltur þó á þvi, hvernig framkvæmdin verður. Jafnhliða þessu samþykkti nýlokið Alþingi svo einróma tillögu, sem Framsóknarmenn hafa flutt á undanförnum þingum, um lág- marksrekstrarlán iðnfyrirtækja. Samkvæmt henni skal rikisstjórnin hlutast til um að Seðla- bankinn veiti viðskiptabönkunum fyrirgreiðslu til þess að iðnfyrirtæki geti fengið lágmarks- rekstrarlán, eins og hér segir: a) Fyrirtækin fái vixlasöluheimild (vixil- kvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum vixl- um, er nemi allt að þriggja mánaða fram- leiðslu þeirra. b) Auk þess fái fyrirtækin yfirdráttarheimild á reikningslánum (hlaupareikningsyfirdrátt), er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu við- komandi fyrirtækis. Að þvi er varðar báða ofangreinda liði, skal miðað við meðalframleiðslu og meðaltals- kaupgreiðslur s.l. tvö ár. Framkvæmd þessarar tillögu þarf að verða fyrsta sporið til að bæta úr hinni miklu rekstrarlánaþörf iðnaðarins. En höfuðtak- markið verður að vera það, að iðnaðurinn sitji hér við sama borð og aðrir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar. Francois Bernard: Fangelsin eiga að efla virðingu fyrir manninum Merkilegar tillögur gerðar á vegum Evrópuráðsins Forstöftumenn fangelsis- stjórna i aftildarrikjum Evrópuráðsins, 17 aft tölu, hafa samþykkt staftla, er miða aft bættri aöstöftu i fangelsum álfunnar. Undirstaöa þeirra er aft tryggt vcrfti aft borin sé virfting fyrir reisn mannsins, þrátt fyrir efnisleg og sift- ferðisleg skilyrfti i sambandi vift varfthald. Francois BERNARD, sem skrifar i FIGARO og DERNIERES NOUVELLES D'ALSACE, hefur samift grcin þessa sér- staklega fyrir biöft, sem njóta þjónustu Evrópuráftsins. Tilgangur fangelsa ,,Ég kenndi i brjósti um þig, þegar til vandræða kom i sl. mánuði”. ,,0g mér varð hugs- að til þin i fyrrasumar, þegar þú áttir á ámóta vanda”. Þessi kurteislegu orðaskipti fóru nýlega fram i Evrópuhús- inu i Strassburg milli fransks og austurrisks fangelsisstjóra. Starfsbræður þeirra frá ltaliu og Luxemburg kinkuðu kolli. Um eins árs skeið hefur verið ólga i fangelsum Evrópu, þar sem komið hefur til uppþota, er brotin hafa verið á bak aft- ur, og það með hörku á stund- um'. Segja má i stuttu máli, að eitthvað bjáti á i fangelsis- heiminum. Vandamálið varðandi með- ferð fanga er flókið vegna þess, að fólk utan fangelsis- múranna fýsir oft ekki að gera • sér áhyggjur af örlögum þeirra, sem inni sitja. „beir hefðu átt að komast hjá vandræðum” segja menn, og að þvi er þá manntegund varðar, þýðir litið að berjast fyrir bættri aðbúð fanga með þvi það er talin ótilhlýðileg til- litssemi eða áróður fyrir vinstri stefnu. Fólki, sem telur sig heiðarlega borgara, finnst yfirvöldin beita fanga of mik- illi linkennd með þvi þeir eigi skilið að þeim sé refsað fyrir það, sem þeir hafi kallað yfir sig. Menn segja,að réttara sé að gera eitthvað fyrir gamla fólkið, sem hafi erfiðað alla ævi, og að fé eigi að verja til að hjálpa heiðarlegu fólki en ekki brotamönnum. Að sjálfsögðu er þetta satt, en hafa ber i huga ummæli forstöðumanns rannsóknar- stofnunar einnar i sakamálum á fundi Evrópuráðsins, þegar hann sagði, að allir höfum við einhvern tima gerzt brotlegir eða eigum eftir að gera það. Að sjálfsögðu er oft um smá- vægileg brot að ræða, en hver getur haldið þvi fram, að hann hafi aldrei hnuplað neinu af búðarborði eða ekið bifreið undir einhverjum áfengis- áhrifum? Svarið er, aö margir okkar hafa haft heppnina með sér og þvi aldrei verið teknir eða aldrei ekið á neinn meðan áfengisinnihald blóðsins var nóg til að koma manni i stein- inn. Fyrir þá ástæðu eina saman eru þægindi i fangels- um hagsmunamál okkar. 47% gerast brotlegir á ný En þetta er ekki eina vanda- málið. 1 hinum ýmsu Evrópu- löndum gerast um 47% fyrr- verandi fanga brotlegir á ný. Með öðrum orðum lendir um helmingur brotamanna i fang- elsi a.m.k. öðru sinni. Þetta kostar mikið almannafé, sem varið er til starfsmannahalds i hegningarhúsum. Þjóðfélagið mundi þess vegna sparaá þvi að gera umbætur i fangahús- um, þvi það mundi hafa þau áhrif að draga úr fjölda af- brota og fækka vistmönnum i hegningarhúsum. Fyrir þessar ástæður hefur verið ákveðið að breyta til- ganginum, sem fangelsin eiga að þjóna. Aður fyrr var ætlun- in að hegna föngum, og afleið- ingin af þvi var oft sú, að þeir urðu uppreisnargjarnir af vistinni, og sagt var að þeir rotnuðu i steininum. Nú til dags er litið á varðhald sem frelsisskerðingu, sem ekki sé samfara nein ofsókn eða niðurlægjandi meðferð. Enn- fremur er álitið, að nota ætti tækifærið meðan fangar sitja inni til að koma undir þá fót- um i þjóðfélaginu, eftir að þeir eru lausir úr haldi. Með þvi oft er farið illa meö vistmenn i fangahúsum okkar, bæði félagslega og andlega, ber frekar að veita þeim lækningu eins og um sjúklinga væri að ræða. betta skýrir ástæðuna fyrir þvi, að Sameinuðu þjóðirnar settu árið 1955 reglur um með- ferð fanga, en texti þeirra var árangur af starfi, sem hófst 1929. Er hann þvi orðinn nokk- uð gamaldags, sérstaklega þar sem miklar framfarir hafa orðið i refsirétti hin siðari ár. betta leiddi til þess/ að Evrópuráðið ákvað að láta fara fram endurskoðun og umbætur á reglunum frá árinu 1955, og eftir fjögurra ára starf höföu fyrirsvarsmenn fangelsisstjórna 17 aðildar- rikja ráösins samþykkt nýjan texta. Er þetta mikilsvert skjal. Viröing fyrir reisn mannsins Kjarni málsins felst i þrem- ur greinum þessara regla: — Frelsisskerðingu ber að framkvæma við efnisl. og sið ferðisleg skilyrði, sem tryggja virðingu fyrir reisn mannsins. Ber að grundvalla viðtökuskil- yrði fanga efnislega og sið- ferðislega á ofangreindri meginreglu og þannig,að fang- ar séu aðstoðaðir við að leysa brýnustu persónuleg vanda- mál sin. — Gera ber nauðsynlegar ráð- stafanir til aö tryggja, að fangar geti aðlagaö sig venju- legum þjóðfélagsháttum á ný. Þar á meðal ætti að búa þá undir varðhaldslok, annað hvort i fangelsinu sjálfu eða annarri viðunandi stofnun, eða þá að veita þeim skilyrðis- bundna reynslulausn undir eftirliti og i sambandi við að stoð félagsfræöings. — Meðferð fanga má ekki veröa til þess að leggja áherzlu á,að þeir séu útskúfað- ir úr þjóöfélaginu, en ber þvert á móti að innprenta þeim, að þeir séu enn aðilar aö þvi. Greinarnar 94 um meöferð fanga, sem evrópsku sérfræð- ingarnir sömdu, ná i smá- atriðum til allra meginregla, sem varða kynnu frelsiskerð- ingu. Sumar þeirra eru algjör- ar nýjungar, t.d. það að karlar og konur geta hitzt i sambandi við vissar aðgerðir (t.d. hóp- lækningar). A sama hátt ber að gera breytingar á dreifingu fanga milli stofnana. Arið 1955 var mælt með þvi, að hafðir yrðu aðskildir dæmdir fangar og þeir, sem biðu dóms. Sama gilti um þá, sem sátu inni fyrir fyrsta brot og vana- brota- menn, svo og ófullveðja menn og fullorðna. En kerfi þetta reyndist gallað. Ungur maður, sem settur hafði verið i fang- elsi i fyrsta sinn á ævinni fyrir að stela bifreið, gat lent i klefa með margföldum brotamanni, sem jafnan hafði tekizt að losna undan ákæru og loks hafði náðst. Fangar, sem ekki hafa verið dæmdir, geta nú verið inni meö dæmdum föng- um, ef þeir hafa ekkert á móti þvi. Einnig er ákveðið gert ráð fyrir að bæta samband fanga við fjölskylduna og fyrir þvi að hann geti fylgzt fullkomlega meö fréttum i blöðum, útvarpi og sjónvarpi og fengið reglu- legar heinisóknir hvers sem er, eða aö fulltrúar félaga-. samtaka geti bætt félagslega endurhæfni hans. Þá er og fyr- ir lagt,að skyldum þjóðfélags- ins lýkur ekki þegar fangi er laus úr haldi og að skipuleggja verði fangahjálp á siðara stigi. Erfitt vandamál Meðal þeirra ráðstafana, sem lagt er til að gerðar verði, eru þær sem hér fara á eftir: Föngum ætti yfirleitt að koma fyrir i eins manns klefum að nóttu til, nema þegar gera þarf ráðstafanir i sérstökum tilvikum, eins og þegar um sjálfsmorðshættu er að ræða eða menn, sem þjást af þung- lyndi o.s.frv. Matinn ber að búa til og fram- reiða á viðeigandi hátt, þannig að hann sé i samræmi við nú- tima sjúkrafæði. Sérstök áherzla var lögð á mikilvægi þess, að fangar nytu likamsæfinga utanhúss (og undir þaki þegar illa viðr- ar) a.m.k. eina klukkustund á dag. Banna ætti hóprefsingar, og sama gildir likamlegar refs- ingar og svartholsvist. Ef setja á mann i einangrun, ætti fyrst aö ráðgast við lækni banna ætti notkun hlekkja og járna, handjárn ætti ekki að nota nema sem öryggisráð- stöfun meðan verið er að flytja fanga og spennitreyjur ekki nema að ráði læknis eða sam- kvæmt skipun forstjóra fangelsisins, ef allar aðrar leiðir hafa verið reyndar til að hafa hemil á föngunum. Starfslið fangelsa ætti að fylgjast með breytingum á rekstaraöferðum með þvi að fara til þjálfunar og ætti að hegða sér þannig,að það hefði góð áhrif á fanga. Ekki er mælt með, að forrétt- indi séu veitt, en i stað þess er lagt til að fangar fái tækifæri til samvinnu og þátttöku i eig- in meðferö með tilliti til þess, að þeir þroski ábyrgöartilfinn- ingu sina. Framhald á bls. 8. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.