Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN 13 og reynslan af þeim réði því að við völdum Alafoss teppi aftur núna Dæmigeró tilvitnum vióskiptavina okkar vió kaup á nýjum teppum. Ástæóan er wilton- vefnaóur Álafoss gólfteppanna, á honum byggjast gæói þeirra. ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, SIMI 22091 umboðsmenn um allt land Getur státað af því á miðju sumri að hafa séð öll verk sín á sviði Rætt við Birgi Engilberts, 26 ára gamlan leikritahöfund og leikmyndasmið, en tveir einþáttungar hans verða frumsýndir á Listahátíð Birgir Engiiberts Meöal dagskráratriöa á Lista- iiátið veröa tveir einþáttungar sftirungan höfund, sem átt hefur góöu gengi aö fagna innan Is- tenzks leikhúss, Birgi Engilberts, en þeir verða sýndir i Þjööleik- húsinu mánudagskvöldiö 5. júni. Einþáttungar þessir nefnast Hversdagsdraumar, sem varð til á siðasta ári, og Ósigur, sem Birgir Engilberts samdi fyrir þrem árum. Birgir Engilberts læröi leik- myndagerð i Þjóöleikhúsinu 1963- 1966, og hefur starfað þar aö miklu leyti siöan .Kynni hans af leikhúsinu hafa sennilega valdið þvi, aö hann fór aö skrifa leikrit, en fyrsta verk sitt samdi hann 18 ára þá búinn aö starfa I tvö ár hjá Þjóðleikhúsinu. Þetta fyrsta verk var einþáttungurinn Loftbólur, sem fluttur var I Lindarbæ ásamt öðrum einþáttungi eftir danskan höfund. Siöan kom Lifsneisti,sem Grima setti á svið 1967. En þriöja verk Birgis Engilberts er Sæöis- satira. Hún hefur einnig komizt á svið — var flutt af menntaskóla- nemendum á jólagleði. 1 sumar getur Birgir þvi státað af þvi, aö hafa séö öll fimm verk sin á sviði, og gætu margir eldri höfundar veriö ánægðir meö slikan árangur. í nýjum stil —Menn segja mér, aö þessir nýju einþáttungar minir séu skrifaðir i stil, sem ekki hefur sézt hér á sviði fyrr, sagði Birgir Engilberts i viötali viö Tlmann. — Þessi still byggist á leikmyndinní, sem kannski er ekki óeðlilegt frá minni hálfu, — eiginlega á röskun á stærðarhlutföllum i leik- myndinni. Upphafs þessarar stefnu varö vart I Lifsneista, þar sem ég stækkaði upp leikfangakaninu. En nú hefur þetta náö sterkari tökum á mér. Hversdagsdraumur gerist til dæmis uppi á borði i kringum öskubakka og blóma- pott. ósigur gerist hins vegar ofan i leikfangakassa, þar sem leikföngin, eða réttara sagt tin- dátar, cigast viö. —-Og efni einþáttunganna? —Þá má skilja á mjög marga vegu, og þaö er ég einmitt sáttur við. ósigurinn getur t.d. táknaö ótal marga aöra ósigra en þann, sem á sér stað i leikfanga- kassanum á sviðinu. —Veiztu til, að erlendir menn hafi samið leikrit I þessum stil? —Nei, þaö veit ég ekki. En þó er aldrei að vita, hvaö hefur veriö gert I einhverjum leikhúsum úti i heimi. Það er ekki gott að vita, hver á frumhugmyndina. Sagði ekki Halldór Laxness I blaöaviði- tal^að einhverjir menn úti i heimi væru að baksa við að finna upp púðrið? Farirtn að forðast að lesa mikið Og ég er i rauninni kominn á þá skoöun, að það sé stórhættu- legt að lesa mikið, þvi að þá kemst maður að raun um, að maður hefur engar frumlegar hugmyndir. Allt hefur verið gert áður. Ég er eiginlega farinn að forðast að lesa nokkuð að ráði. Ég las verk Halldórs Laxness mikið á timabili, rétt eftir að ég fór sjálfur að skrifa, og það varð til þess, að ég gat nær ekkert samið i eitt ár. Það er kannski heldur ekki óeðlilegt, að stórir höfundar skilji eftir sig eyöimörk i hugum þeirra, sem fást sjálfir við skriftir. —Hvaða leikritahöfundum eöa leikritum hefur þú mestar mætur á? —Engum sérstökum höfundi. Hins vegar eru ótal verk, sem ég hef hrifizt af, t.d. Táningaást, Þjófar, lik og falar konur, Hús- vörðurinn, o.fl. o.fl. —Starfar þú ekki meö leikurunum og leikstjórunum að sviðsetningu verka þinna. —Jú, eins og kostur er. Ég var á æfingum þessara nýju ein- þáttunga fyrstu vikuna, en þeim stjórna Benedikt Árnason og Þór- hallur Sigurðsson i sameiningu. Mér leizt bærilega á. Ég hef ekki haft tlma siðan, en vonast til að geta farið að sækja æfingar að nýju og koma fram minum sicoðunum og gagnrýni. Niu ár að tjaldbaki Er ekki gott fyrir ieikrita- höfund að þekkja leikftúsið eins vel og þú hlýtur að gera. —Hafi maöur einhverja hæfi- leika, þá hlýtur það að vera mikill styrkur. Þau eru nú orðin niu árin, sem ég hef verið að tjalda baki, eitthvað ætti að hafa lærzt á þeim tima. —Ertu með eitthvert nýtt verk i smiðum? —Ég er að spá i að halda áfram i þessum hugmyndastil. En ég er ógurlega lengi að skrifa, og loka- útgáfan er allt annað leikrit, heldur en fyrsta uppkastiö. SJ Frá æfingu á einþáttungunum, sem fluttir verða á Listahátlð (Tlmamyndir Gunnar) MAGNÚS ÓSKARSSON, HÚSAVÍK: Hugleiðingar um Ibúum str jálbýlisins hefir fækkað um árabil, eh fjölgar að sama skapi i þéttbýlinu við Faxa- flóa. Nú er svo komið, að á lands- byggðinni búa nær einvörðungu bændur og fiskimenn, ásamt þeirra skylduliði: fáeinir, sem annast frumvinnslu og dreifingu og smáhópur oft sérmenntaðs fólks, er á að veita lágmarks samfélagslega þjónustu. Alkunna er, aö siðasttaldi flokkurinn er of fáliðaður i dreifbýli, og getur þar af leiðandi ekki gegnt hlutverki sinu sem skyldi. Má I þvl sam- bandi nefna læknaskortinn. En hér er aðeins um að ræða eitt ótalmargra dæma, sem öll leiða I ljós, að fólk úti á landi fær á flest- um sviðum lakari þjónustu en Ibúar Suðvesturlands. Þó að aðstöðumunur sé veiga - mikil ástæða, eru sjálfsagt fleiri forsendur fyrir flóttanum af landsbyggöinni. Ein er sú án efa, að landbúnaöur óg fiskyeiðar, sem verið hafa ráðandí atvinnu-- greinar úti um land, bæta ekkj viö sig mannafla sem stendur, sökum vaxandi tækni. Þær greinar, er geta útvegaö fólki atvinnu i stór- auknum mæli, eru þjónustustarf- semi, iðnaður og fullvinnsla af ýmsu tagi. En sá böggull fylgir skammrifi, að langveigamestu stofnanir þjóðarinnar á sviöi iðn- aðar og þjónustu eru á suövestur- horni landsins, að undanteknum iðnverum Akureyringa. Faxa- flóasvæðið hefir sem sé þróazt kringum rikisvaldið, notið góðs af nálægöinni, en um slika forsjá var naumast að rpeða annars staðar vegna fjárlægðar og ókunnugleika hins opinbera á framtiöarþörfum byggðarlaga. Að siðustu má svo ekki gleyma, að dreifbýlingar sjálfir hafa auk- ið á búseturöskunina með þvi aö heyja harða baráttu gegn fram- kvæmdum i öðrum landshlutum en sinum, i von um áð njóta þeirra sjálfir. Er þvllikur leikur, sem nefna má allir á móti öllum. einungis til þess fallinn að efla höfuöborgarsvæðið um of. Menn ættu I hans stað að koma sér sam- an um, hvað hæfir hverjum stað og berjast svo allir fyrir einn og einn fyrir alla. Flótti fólks frá einu svæði til annars skapar mýmörg vanda- mál, er gerast æ torleystari eftir þvi sem straumurinn vex. Er eitt með öðru, að framfarir verða venjulega litlar á stöðum, þar sem gætir útstreymis miðað við þau svæði, sem halda i horfinu eða bæta við sig fólki. Þetta ástand hefir siðan i för með sér, að landsmenn búa við æriö misgóð atvinnu- og menntunar- skilyrði, ásamt þvi að vera mis- munað um hverskonar þjónustu, er þykir sjálfsögð i nútima þjóð- félagi. Og sé þvilik þróún, sem hér um ræðir, látin óáreitt, standa afleiðingarnar trauðlega á sér. Heil héruð munu fara úr byggð samfara þvi, að náttúru- auðævi þeirra verða hvergi nærri nýtt eins og þau hafa þol til. Jafn- framt eru miklar likur fyrir rán- yrkju, ef sá háttur yrði hafður á að nytja náttúruauð eyðisvæða úr fjarlægum stööum mestmegnis til drýginda, án þess að heimamenn eigi framtið sina undir viöhaldi hans. Loks er þess að minnast, að yfirráðaréttur þjóðarinnar á landinu grundvallast á byggð, þar sem húandi er. 1 framhaldi af þvi hljóta Islendingar að glata þeim svæðum, sem eru i eyði. Ástæö- urnar eru deginum ljósari, sem sé að mikill hluti mannkyns býr við offjölgun og landþrengsli. Annars verður landnám I viðustu merk- ingu orösins með aðstoð nútima tækni að firra þjóðina þessháttar vandræðum. Ljóst má vera af framan- skráðu, að nauðsynlegt er Islenzkri þjóö að sitja og nytja land sitt allt. Gildir það ekki siður um þann hluta hennar, er býr við Faxaflóa, þar eð óeðlilega mikill ibúaflutningur til einhvers svæðis getur skapað ýmis vandamál, svo sem atvinnuleysi og húsnæöis vandræöi. Og ef braskarar not- færa sér eftirspurn eftir nauð- synjum, sem ekki er hægt að sinna eðlilega, leiðir það til verð- bólgu. Sömuleiöis nýtur höfuð- borgin og næsta nágrenni góðs af verðmætum, sem framleidd eru alls staðar á landinu. Skulu fáein dæmi nefnd, en tala þeirra er legió: A Stór-Reykjavikursvæðinu er mikið notað rafmagn, en það fæst úr orkuverum, sem aðallega eru starfrækt I strjálbýli. A Stór- Reykjavíkursvæðinu starfar mýgrútur fólks við ullar- sútunar- og niðursuðuverksmiðj- ur, er fullvinna afurðir bænda úr öllum fjórðungum. A Stór-Reykjavikursvæðinu vinnur lýsisherzlufyrirtæki úr hráefnum, sem aflaö er umhverf- is landið og koma hálfunnin frá útgerðarbæjunum oft á tíðum. A hinn bóginn munar eflaust mest um það fé, er streymir frá dreif- býlinu til höfuðborgarinnar gegn- um starfsemi, sem Reykjavik ein getur látið i té eins og er. Þvi má telja öruggt, að sægur höfuö- borgarbúa missi spón úr aski, ef ekki verður lifvænlegt i byggðum og bæjum þessa lands. Sér grefur gröf, þótt grafi. Þau verðmæti, er framleiðslu- stéttir vinna úr náttúruauðlind- um, skapa grundvöll þess lifs, sem lifað er hérlendis. Þar sem auðlindir þessar eru dreiföar um allt land og hafið kringum það, er búseta sem viðast óhjákvæmileg, svo að gerlegt sé að nýta þennan auð. Og fyrst byggð um allt Island er höfuönauðsyn framtið þjóðar- innar, hlýtur og að skipta nokkru máli, að búa sæmilega að öllum þegnum, en ekki einungis þeim, sem eiga heima á fáeinum svæð- um, þótt fjölmenn séu. Hinsvegar er einkar örðugt og kostnaðar- samt i fámennum byggðarlögum að veita þá margvíslegu þjón- ustu, sem maður nútimans krefst og er forsenda þess, að fólk hald- ist við úti á landi. Af þeim sökum verða sem viðast að myndast fjöl- mennari bæir en áður hafa þekkzt — bæir, þar sem landbúnaðaraf urðir og sjávarafli er unnin til hins ýtrasta. Slikir staðir eiga ennfremur að ráða yfir margháttuðum iðnaði öðrum og bjóða upp á fjölþætta fyr- irgreiðslu og menningarstarf- semi. Raunar er uppbygging af þessu tagi óhugsanleg út um land, utan peningaflóðið suður verði stöðvað að einhverju leyti. Höfuðborgar búar yrðu þá aö koma upp nýjum atvinnugreinum og auka við gamlar til þess að vega upp á móti fjármagnsmissinum. Ennfremur er ljóst, að þær sveitir, sem liggja að fjölmennum heimamarkaði, eiga öruggari framtið fyrir höndum en hinar, er senda framleiðslu sina að stórum hluta á fjarlæga markaði. Þar aö auki hefir það augljósa kosti I för með sér, fái sveitaalþýðan sem næst sér alla nauðsynlega fyr- irgreiðslu, sem stórbæir einir geta veitt, en þurfi ekki aö reka erindi sin I fjarlægum landshorn- um. Og ef umtalsverður vöxtur verður I bæjum og þorpum þessa lands, er einnig grundvöllur fyrir fleiri bændum vegna aukinnar neyzlu. Fjölgun I bændastétt yröi þó að vera innan þeirra marka, sem landkostir, landrými og ræktunarmöguleikar setja. Til sanns vegar má færa, að vörn verði eingöngu snúið I sókn i byggðamálum, leggist Ibúarnir sjálfir, félög þeirra og sveita- stjórnir ásamt rfkisvaldinu á eitt. En einmitt þess vegna er gott til þess að vita, að nýskipuð stjórn lætur hendur standa fram úr ermum. Og ekki spillir, að stærsti flokkurinn innan hennar hefir á stefnuskrá að koma á jafnvægi i byggð landsins, raunar á hann lika framtið sina að verulegu leyti undir þvi, að það takist. Með þessar staðreyndir i huga, er og von til þess,að eitthvað mikilsvert verði gert út um land I þágu framtíðarinnar. En svo að stefna rikisvaldsins i þessum efnum geti orðið eins áhrifarik og kostur er má hugsa sér hana þríþætta: 1 fyrsta lagi sé um að ræða að- stoð við þaðframtak, sem fyrir er I einstökum bæjum, byggðum og landshlutum. Framkvæmda- stofnun rikisins^byggðasjóður og landshlutaáætlanir eru að þessu leyti spor i rétta átt, viðurkenning á að leysa beri vandann. 1 öðru lagi ætti rfkisvaldið sjálft að hafa frumkvæði um fram- kvæmdir, er miða aö þvi, að fólk Ilendist úti á landi. 1 þessu augna- miði ber rikinu að dreifa þeim at- vinnufyrirtækjum, sem fyrirhug- að er aö reisa á næstunni að ein- hverju eða öllu leyti, á þess veg- um, en ekki hrúga þeim öllum saman við einn flóa eins og gert hefir verið. Og það sama á við um stórvirkjanir, rlkisfyrirtæki og fjölmargar aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Reyndar er eðli- legast að byrja á þeim stöðum, sem verst hafa oröið úti. 1 þriðja lagi eiga rikisstofnanir, er sjá um samfélagslega þjón- ustu, fyrirgreiðslu og menningar- starfsemi, að reka útibú fjarri höfuðstaðnum, til þess að treysta búsetu (sbr. 2. lið), þar sem þessar stofnanir eru vinnuafls- frekar, og siðast en ekki sizt til að jafna félagslegan aðstöðumun. Ef sú gjá, sem er milli Suð- Vesturlands og annarrra lands- hluta, hvað snertir ibúafjölda og samfélagslega þróun, heldur áfram að dýpka, kann að skapast jarðvegur fyrir óheillavænleg átök innanlands. Vitin eru alls- staðar til varnaðar. Á Indlands- skaga hefir afrækt landssvæði rif- ið sig úr tengslum við rikisheild- ina. Minnihluti, sem hefir lakari lifsafkomu og býr við minni mannréttindi en meirihlutinn, heyr harða baráttu I Úlster á Ir- landi. Magnús Óskarsson Húsavlk 7. jan. 1972. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.