Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. standa áugliti til auglitis viö hann, og vissi að á meðan hann hélt sig aö sjónvarpinu og ég að leikhúsinu, var ekki liklegt að við hittumst. Maeve sagði mér að Fleur dveldi að mestu leyti heima á Fairfield, og að Chris færi þangað þegar tækifæri gæfist. Ég varð talsvert undrandi þeg- ar ég tók simann að morgunlagi og heyrði rödd Fleurs. — Elsku bezta Kay, ég hef ekki séð þig i eilifðartima. Ég er i borginni i innkaupaleiðangri — ungbarnaföt eins og þú getur nærri. t>ú getur ekki verið þekkt fyrir að neita mér um að borða miðdag með mér? Hin glaðlega, unglega rödd hennar hrærði streng i hjarta minu, og þaö gladdi mig,að ég skyldi enn geta borið þessar til- finningar til Fleur. — Ég get mætt þéreftirað ég hef verið á stofunni — hálftólf hugsa ég, ef það er ekki of seint fyrir þig? — Nei, það er ágætt. Mættu mér á Treasure Cot-torginu og svo borðum við á Ivy, borðið er frátekið. Og það er ég sem borga. Chris sagði,að ég ætti að gera það. Þegar ég hitti hana, varð mér nokkuð um það hve þreytuleg hún var. Það voru stórir skuggar undir augunum, sem urðu svo alltof stórir fyrir hiðmargra and- lit hennar. Hún fór vist nærri um hugsanir minar. — Ég veit.aö ég lit hræðilega út, en ég á nú ekki langt eftir, sem betur fer. Það á mjög illa við mig að vera ólétt, ég get ekki klætt mig i nokkra flik lengur — það er alveg hræðilegt. Við skulum fara dálitið snemma inn á Ivy, svo að ég geti veriö sezt þegar aðal- straumurinn kemur. Ég brosti til hennar. — í minum augum liturðu vel út eftir ástæð- um. — Þú ert nú svo góð, Kay, þú ert einmitt sú manneskjan, sem ég þarfnast. Ég hef það til að fara að gráta á daginn. Stella segir,að það sé eðlilegt, og hún veit hvað hún segir...... Við töluðum um fjölskylduna meðan við borðuðum. Auðvitað eru þau ágæt, sagði Fleur, — en eigi að siður er heilsusamlegt að skreppa frá. Ég verð löt og fyllist sjálfsánægju ef alltaf er stjanað við mig, og það er ekki rétt gagnvart Chris. Ég ætti sjálfsagt að fara oftar til Lunduna. Hún andvarþaði. — Það er alltaf svolitið um að vera hjá okkur á sunnudagskvöldum eftir sjónvarpið — þú verður að koma fljótlega. Ég vék mér undan að svara þessu, en spurði þess i stað hvort þau hefðu fundið ibúð. — Nei, það sem okkur leizt á fór útúr höndunum á okkur. Allt er svo dýrt, og svo höfum við svo litinn tima til að skoða nokkuð saman. Viö verðum að láta okkur nægja hótelibúðina fyrst um sinn, og sjá til hvort við getum fengið eitthvaö með vorinu. Ég sagði henni frá litla húsinu, sem ég væri að kaupa, og hve mikla ánægju ég heföi af þvi að koma mér fyrir. Eftir miðdaginn héldum við áfram innkaupunum, og seinast var Fleur orðin svo þreytt, að ég fór með hana heim til min og lét hana leggja sig. Við vorum farnar að drekka te, þegar feikilega stór blómvöndur var lagður inn til min. Hann var frá Drake. Það var ekki laust við,að Fleur liti mig öfundaraugum á meðan ég var að raða blómunum i vasa. — Þú ert heppin, Kay. Ég varð alveg af með alla heiðarlega trú- lofun. Þetta var alveg æöisgengin vika i New York með Chris, og ennþá æsilegra brúðkaup og brúðkaupsferð i þrjá daga — það var allt og sumt. Og svo þessar hræðilegu vikur þegar við vorum ekki einu sinni löglega gift. Og svo nýtt brúökaup með hraði. . . . mér finnst ég hafi verið prettuð. Ég settist við hliðina á henni og tók utanum hana. — Þú ert þreytt, Fleur. Þú hefur oftekið þig i dag. Chris verður sennilega reiður við mig fyrir að hafa ekki gætt þin betur. — Chris er aldrei reiður, alltaf jafn nærgætinn og góður. Góðvilj- aður, nærgætinn, gjafmildur og þolinmóður. . . . það er það sem hann er. Við lifum ekki saman lengur, Kay, ekki eftir að við gift- um okkur i annað sinn. Ég fann blóðið streyma úti kinnar minar, en svo varð ég föl og köld. Ekkert rauf hina djúpu þögn i herberginu, nema hinn hljóðláti grátur Fleurs, og ég reyndi að hugga hana eins vel og ég gat. A endanum brosti hún litillega. — Alltaf þarf ég að vera til leið- inda hérna hjá þér,Kay. En þú ert manneskja, sem biánar eins og ég ljá allan sinn trúnað. Heima get ég ekki talað um þessi mál — sizt af öllu við mömmu — hún mundi fá taugaáfall. Mér fannst ég vera orðin gömul og vitur. — Það breytist allt þegar þú ert búin að fæða, Fleur. Þú munt verða stolt, Chris verður stoltur. Þú munt byrja nýtt lif. Sérstök fjölskylda myndast, þin eigin — þú, Chris og barnið. Þetta endar allt vel, Fleur, biddu bara og sjáðu til. — Byrja uppá nýtt? Já, ég verð að reyna aö lita þannig á það. Já, ég er beinlinis neydd til að gera það bezta fyrir okkur öll — bein- linis neydd til þess. Henni leið alla vega betur, og þegar ég ók henni heim i ibúðina sina, um leið og ég fór sjálf i leik- húsið, var hún aftur orðin kát og ánægð. Nokkrum kvöldum seinna birt- ist Maeve, einmitt þegar ég var að bera á mig andlitsfarðann. — Ég get aðeins stanzað eitt augnablik, Kay. Ég er boðin til kvöldverðar með Edwin. Ég lét i ljósi aðdáun mina á nýju kápunni hennar — vinrauðri flauelskápu. Hún bar litinn, en glæsilegan fjaðrahatt við hana. — Þú litur út eins og tuttugu og fimmára, hámóðins stelpa, Maeve. — Vonandi þó ekki ungleg um of? — Alveg mátulega. Hún brosti. — Ég verð að flýta mér. Sjáumst á morgun. Ég horfði á eftir henni þegar hún fór. Ég hafði lengi reynt að fá hana til að kaupa utaná sig falleg nýtizku föt. Var þetta árangurinn af þvi — eða var ástæðan önnur? Þegar ég gekk upp á skrifstofu Edwin Wades næsta morgunn, var það enn hin sama glæsilega Maeve, sem tók á móti mér. Hún var klædd nýjum, dökkum kjól glæsilega sniðnum. Það var einn- ig eitthvað nýtt og kvenlegt yfir Maeve sjálfri, og það var likast þvi að veizlugleði rikti á skrifstof- unni þegar ég undirritaði kaup- samninginn og fyllti út ávisunina. — Ég vona,að þér kunnið vel við yður i húsinu, sagði Edwin þegar öllu var lokið. — Ég er alveg viss um,að svo verði — en nú liggur fyrst fyrir að laga og innrétta. Ég er undir þaö búin að það taki langan tima. Til þess að byrja með verð ég liklega að láta mér nægja rúmið mitt og eina tvo þrjá stóla. — Það standa þá vist ekki miklar vonir til þess,að manni verði boðið i miðdag fyrst um sinn, sagði Edwin brosandi. — Ef þið gerið ykkur að góðu eldhúsborð og stóla, eruð þið hjartanlega velkomin, svaraði ég- — Það skulum við muna, en á meðan við biðum eftir þvi, gætuð þér kannski hugsað yður að sjá heimili mitt i Rickmond? Það er gamalt og hefur sinn eigin ,,persónuleika”. Maeve stóð fyrir innréttingu öllum til ánægju. . . . Hún brosti við lofinu og roðnaði. Svo fóru þau að hlægja að ein- hverju, sem viö hafði borið. — Mundi það henta yður að þetta yrði næsta sunnudag, Kay? Þá varða bæði börnin min heima, og þau eru mjög spennt fyrir þvi að fá að sjá yður. Þvi var slegið föstu að Maeve gisti hjá mér sunnudagsnóttina, og að við svo færum saman til Richmond. Það varð indæll dag- ur. Börn Edwins heilsuðu Maeve hjartanlega, en mér með lotn- ingarfullri aðdáun, og ég gat ekki við það ráðið,að ég varð svolitið upp með mér. Bæði komu með rithandarbækur, og Rob hafði stóra mynd af mér meöferðis. Hann spurði mig, og roðnaöi um leið, hvort ég vildi vera svo góð að skrifa á myndina „frá Kay til Rob”. Félagar hans i flugliðinu mundu allir verða grænir af öfund. Það var litill vafi á þvi, að á heimilinu þróaðist allt á hinn ókjósanlegasta hátt. Manneskjur eins og Maeve og Edwin fara að eingu óðslega. . . . Ég hafði sofið i margar klukku- stundir að mér fannst, þegar ég iili IsiHSI riliís 1116. Lárétt 1) Fiskur.- 6) Svif,- 8) Útibú,- 10) Lausung.- 12) 51.- 13) Eins,- 14) Elska- 16) Pers.forn,- 17) Strákur,- 19) Sæti,- Lóðrétt 2) Grænmeti.- 3) Hasar.- 4) Mál,- 5) Högg.- 7) Garg,- 9) Stök.- 11) Styrktarspýta,- 15) Veiöitæki.- 16) Veggur,- 18) Kusk,- X Ráðning á gátu nr. 1115 Lárétt 1) Rósin,- 6) Sæl.- 8) Óra,- 10) Lát,- 12) Gá,- 13) Ra,- 14) Upp.- 16) Tau.- 17) Aga,- 19) Stáli,- Lóðrétt 2) Ósa.- 3) Sæ.- 4) 111.- 5) Bóg- ur,- 7) Staup.- 9) Ráp.- 11) Ara,- 15) Pat,- 16) Tal,- 18) Gá,- Dreki er meðvitundarlaus og sekkur i fljótið...1. Sunudagur 28. mai 8.00 Morgunandakt 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. 11.00 Messa á Hálsi I Fnjóska- dal. 14.00 Miðdegistónleikar: „Messe Solennelle” eitir Rossini. 15.30 Sunnudagslögin. 16.55 Veðrufregnir. 17.00 Barnatimi 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn meö búlgarska söngvaranum Boris Christoff.sem syngur lög eftir Tsjaikovský. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.30 Ertu meö á nótunum? 20.15 Öld liðin siöan Færey- ingar byrjuðu fiskveiðar við island Lúðvik Kristjánsson rithöfundur flytur erindi. 20.45 A listahátið. 21.30 Bækur og bókmenntir. Ólafur Jónsson ritstjóri, Elias Mar rithöfundur og Óskar Halldórsson lektor ræða um skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, „Hreiðrið”. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðrufregnir. Danslög. Guðbjörg Páls- dóttir danskennari kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 28. maí 17.00 Endurtekið efni. Huldu- byggðin i heiðinni. Kvik- mynd, sem Sjónvarpið lét gera siðastliðið haust um Nato-herstöðina við Kefla- vikurflugvöll og starfsemi þá, sem þar fer fram. Umsjón Magnús Bjarn- freðsson. Kvikmyndun Sig- urður Sverrir Pálsson. Hljóðsetning Oddur Gústafsson. 18.00 Helgistund Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. 18.15 Teiknimyndir. 18.30 Sjöundi lykillinn. Norskur framhaldsmynda- flokkur fyrir börn og ungl- inga. 1. þáttur. Wellington. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. Gamall maður kallar tilsinerfingja sina, þar sem hann liggur á banabeði. Meðal þeirra eru tveir pilt- ar, og gefur hann þeim sinn lykilinn hvorum. Jafnframt segir hann þeim, að auk þessara tveggja lykla séu fimm samstæðir, sem þeir þurfi að finna, og mikið sé undir þvi komið, hvor þeirra finni hinn sjöunda (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 A reginfjöllum Il.Seinni þáttur sjónvarpsmanna um ferð þeirra norður yfir há- lendið. Hér er staldrað við i Dyngjufjöllum og Askja skoðuð, og siðan haldið norður i Herðubreiðarlindir. Umsjón Magnús Bjarn- freðseon. Kvikmyndun örn Harðarson. Hljóðsetning Oddur Gústafsson. 20.55 Shari Lewis Brezkur skemmtiþáttur. Auk Shari Lewis kemur þar fram gamanleikarinn Dickie Henderson og hópur dans- ara. Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 21.20 Albcrte. Framhalds- leikrit frá norska sjónvarp- inu, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Coru Sandell sem fjallar meðal annars um lif listafólks i Paris. 1. þáttur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.35 Maður er nefndur.Emil Jónsson, fyrrverandi ráð- herra. Eiður Guðnason, fréttamaður, ræðir við hann. 23.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.