Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 28. mai. 1972. ÞORSTEINN MATTHÍASSON Þetta var bara botnlangakast Stefán Pálsson „Mönnunum munar, annað hvort a ftur á bak, ellegar nokkuð á leið." Það er sagt, að enginn geti lifað ævi sina oftar en einu sinni, og sjálfsagt er það svo, i eiginlegri merkingu þeirra orða. En þó finnst mér, þegar ég sit hér and- spænis góðkunningja minum frá löngu liðnum dögum, Stefáni Pálssyni frá Viðidalsá i Stein- grimsfirði, að þær leifturmyndir, sem bregður fyrir frá glöðum æskudögum, verði örstutta stund skynjanlegur, nýliðinn veruleiki. Þá bjuggu á Viðidalsá foreldrar Stefáns, Þorsteinsina Brynjólfs- dóttir og Páll Gislason. Þar var rausnarlega setinn góðbónda- garður og gott að njóta þar gisti- vináttu. Mannvænlegur systkina- hópur var fús að bjóða til fagnað- ar. Þá hló i heiði hin sama sól, sem nú er gengin i Vesturveg. Stefán var lengi heima á búi foreldra sinna, ensiðustu tólf árin hefur hann verið bóndi á Hnit- björgum, nýbýli, sem Kristin systir hans og Ingólfur Lárusson, maður hennar, byggðu úr Viðidalsárlandi. Kona Stefáns er Fanney Páls- dóttir, ættuð að austan og þau eiga eina dóttur, tólf ára gamla. Það er viðar en á einum stað, sem gömul höfuðból mega muna sinn fifil fegri en hann nú er. Til þess liggja margar ástæður og margvislegar, eftir þvi hver i hlut á. En enginn má sköpum renna, var forn trú þjóðarinnar og ef- laust má i sumum tilfellum finna henni samsvörun i veruleikanum. Það hefur sjálfsagt ekki verið ætlun þeirra Viðidalsárbræðra að gefa upp búskap sinn fyrr en starfsævinni væri að mestu lokið, en hvorugur þeirra gengur nú heill til skógar, og þegar svo er högum háttað verður búskapur litt viðráðanlegur eigi þar öllu að vera vel til skila haldið, enda þótt tækni i vinnubrögðum geri margt auðveldara en áður var. Ég hefði ekkert fremur kosið en halda áfram búskap heima á Hnitbjörgum, en þegar það sýnd- ist ekki lengur fært, var ekki ann- arra skárra skota völ, en selja jörðina og leita eftir einhverjum auðveldari atvinnuháttum, hvernig sem úr þvi kann að ráð- ast. Það veit vist enginn sitt skapadægur fyrir fram. En þau ár, sem við höfum búið á Hnitbjörgum hefur okkur vegn- að vel. Búskapur foreldra minna var alla tið góður, svo að ég hef frá bernsku til þessa dags, haft framfæri mitt af ávöxtun jarðar- gróðurs. Þótt ekki sé nema rúmlega hálf öld siðan ég var hálfvaxinn drengur heima á Viðidalsá, eru timarnir svo breyttir, að ungt fólk trúir þvi naumast, þegar maður segir frá lifsháttum þess tima, að sú frásögn sé sannleikanum sam- kvæm og eigi sér stoð i veru- leikanum. Eitt atvik frá æskuárunum er mér öðrum minnisstæðara og það sýnir vel hver stökkbreyting er á orðin. Arið 1918 er vafalaust flestum minnisstætt, sem þá voru komnir svo til vits og ára,að þeirfylgdust með lifsframvindunni. — 1 byrjun ársins, þann 6. janúar fylltist Húnaflói af hafis, sem fljótlega fraus saman, svo ganga mátti allar venjulegar bátaleiðir. Um haustið kom svo spánska veikin, mannskæð drepsótt, upp i Reykjavik, og Kötlugjá i Mýr- dalsjökli gaus eldi og eimyrju yfir landið. Þennan vetur, á Þorláksmessu, er gestkomandi hjá okkur á Viði- dalsá, Þuriður Guðmundsdóttir, húsfreyja i Naustavik, og með henni dóttir hennar á svipuðum aldri og ég. Þegar liða fór á dag- inn, var veður ágætt.og ég fór út á flóann til að leika mér á skautum, eins og krökkum var titt i þá daga og kom ekki heim i bæ fyrr en i ljósaskiptum. Rétt þegar ég er búinn að taka af mér útifötin fæ ég óþolandi kvalir i kviðarholið, svo ég má ekki af mér bera. Okkar ágæti læknir, Magnús Pétursson, var sóttur til Hólma- vikur. Hann vill ekki á þessu stigi gefa ákveðinn úrskurð um það, hvað að muni vera og lætur þó einhver meðöl, sem munu hafa átt að lina þjáningar minar, þó að litlu gagni kæmu, þvi að ég lá sár- þjáður tvo næstu sólarhringa. Þá gefur læknirinn þann úrskurð,að ég muni vera með botnlanga- bólgu. Ég ligg svo áfram heima fram yfir áramót og er mjög illa hald- inn, verður ekki annað sagt en að þetta varð heldur döpur jólahelgi, enda þótt foreldrar og systkini gerðu sitt til að létta mér lifið. Þegar liðið var fram um hátið- ar, fór heldur að brá af mér og kemur lækninum þá til hugar að skera mig upp. Hann hafði sam- band við Matthias Einarsson, þjóðkunnan skurðlækni i Reykja- vik um þetta,og var ég svo fluttur inn á Hólmavik og lagður þar á sjúkraskýlið. — Ekki varð þó af þvi,að ég væri skorinn og munu læknarnir hafa haft samráð um það. A sjúkraskýlinu lá ég svo i þrjár vikur og var hlynnt að mér eftir föngum. Hjúkrunarkona var Sigriður Jónsdóttir, en þjónustustúlka og til aðstoðar á læknisheimilinu, Kristbjörg Torfadóttir frá Aspar- vik. Á sjúkrahúsinu voru með mér tveir Bjarnfirðingar, Bjarni Jónsson, bóndi á Skarði og Elias Bjarnason frá Klúku. Bjarni var mér sérstaklega góður, og eftir að ég var kominn heim og hann sennilega lika, sendi hann mér ýmiss konar dýr: hesta, kindur, fugla o.fl., haglega skorin úr birki. Þessi leikföng átti ég lengi og hafði af þeim mikla ánægju. Ég er nú fluttur heim af sjúkra- skýlinu, er þá orðinn þrauta- minni, en geng i hálfgerðum keng. Fer þessu fram um hrið, en þá er afráðið að fara með mig til Reykjavikur. Skipaferðir voru þá strjálar, en um aðrar samgöngur var ekki að ræða. Það var þvi komið fram i byrjun marz, þegar loksins féll ferð með Sterling. Faðir minn fór með mér og vor- um við viku á leiðinni frá Hólma- vik til Reykjavikur. Þegar þangað kemur, er ég fluttur á Landakotsspitala og fá- um dögum seinna skáru þeir mig upp, Matthias Einarsson og Hall- dór Hansen. F'aðir minn dvaldist i Reykja- vik þangað til ég var svo hress orðinn, að fullvist var talið,að að- gerð þessi yrði mér ekki að aldur- tila. Ýmislegt man ég frá veru minni þarna, þvi að allt,sem fyrir augu bar var nýstárlegt fyrir mig. Aldrei fyrr hafði ég séð ein- kennisbúnar nunnur og varð mér ætið starsýnt á þær, þegar þær voru á stofugangi. Sú, sem eink- um annaðist mig, var kölluð syst- ir Balbina. Ýmsir siðir þeirra komu mér ókunnuglega fyrir sjónir, t.d. hvernig þær krupu og hófu bænalestur við ýmis tæki- færi. Systir Balbina mun seinna hafa hjúkrað a.m.k. þrem systkinum minum. Minnisstæðast er mér þó, þegar Guðmundur Magnússon, prófess- or kom á stofugang til sinna sjúklinga og með honum kandi- datar læknaskólans. Hann var virðulegur maður og öllum aug- ljóst, jafnvel ellefu ára dreng, að nemendurnir litu upp til hans. Á sjúkrahúsinu lá ég i fimm vikur. Skurðurinn hafðist heldur illa við i fyrstu, mest sökum þess að igerð var komin i botnlangann. Um páskana var ég orðinn ról- fær og þá drifu nunnurnar mig i kirkju. Það var hátiðleg stund fyrir sveitadreng, sem ekkert hafði séð þvi likt,sem þarna fór fram. Kirkjuskrautið og hátið- leiki athafnarinnar heillaði mig. Eftir fimm vikna dvöl á spitalanum fór ég heim á Lauga- veg 20 til Kristinar Sigurðardótt- ur, kaupkonu,og hjá henni var ég i þrjár vikur. Á þvi timabili var sumardagurinn fyrsti. Þá horfði ég á viðavangshlaupið, auðvitað mér til mikillar ánægju, þvi flest það, sem fyrir augu og eyru bar var nýtt og stórt i sniðum fyrir mér. En nú var farið að vora, ég orðinn hress^og mig langaði heim, þá voru það ferðirnar, þær voru i þá daga heldur strjálli en nú er, ekki fyrir hendi,þegar hver kaus. Um þetta leyti var svo haldinn aðalfundur Sambands islenzkra samvinnufél.. A þann fund kom Jón Ólafsson kaupfélagsstjóri i Króksfjarðarnesi. Hann var góð- vinur foreldra minna og faðir minn hafði einhvernveginn náð sambandi við hann og beðið hann að taka mig með sér vestur. Við fórum svo með Suðurland- inu i Borgarnes, en þar átti Jón geymda hesta sina, þá, sem hann hafði komið á að vestan. Hann hafði þó aðeins hesta handa sjálf- um sér og varð þvi að fá að láni hest handa mér. Frá ferðalaginu vestur i Króks- fjarðarnes man ég ekkert sér- stakt að segja, annað en það að Jón hafði lagt drög fyrir, að komið væri með hesta á móti okkur, og mættum við manni þeim á Svina- dal. Þar var mér fenginn rauður klár hinn mesti stólpagripur, sem kallaður var Drellir. I Króksfjarðarnesi var ég einn eða tvo daga, þá var Bjarni Jóns- son frá Gróustöðum fenginn til að flytja mig norður yfir Tunguheiði að Tröllatungu. Þar bjuggu þá rausnarbúi Jón Jónsson og Hall- dóra kona hans. Létu þau flytja mig heim að Viðidalsá. Þessi sjúkleiki minn, sem i byrjun var aðeins, það sem nú er kallað botnlangakast, var þá bú- inn að taka nokkuð á fimmta mánuð. Þetta sýnir hinn geysilega mun, sem orðinn er á lifsháttum fólks- ins. Nú tekur það aðeins nokkra klukkutima að koma sjúklingi á sjúkrahús, gildir næstum sama, hvar hann er búsettur á landinu. Þessi mikli aðstöðumunur fólksins og aukna hagræði frá þvi, sem áður var, sýnist að mætti verða til þess,að það yndi betur hag sinum á heimaslóðum. Þessu er þó mjög á annan veg farið. í sumum héruðum er fólksfæð orð- in slik, að til vandræða horfir fyr- ir þá, sem eftir sitja. En á þeim áratug, sem þetta atvik, sem ég hef sagt hér frá, henti mig, held ég að byggðaflutningur hafi verið mjög fjarri hugsun þess fólks, sem búsett var i minni sveit. Þennan vetur, 1918, var mann- margt heima á Viðidalsá. Syst- kini min voru mörg á bernsku- skeiði, önnur að komast á ung- lingsár. Þar var starfandi skóli og var kennarinn Daniel Ólafsson, sem seinna bjó i Tröllatungu. Eitthvað var af aðkomukrökkum, sem dvaldi þar heima og naut kennslunnar. Daniel sá að ein- hverju leyti um gripahirðingu fyrir föður minn, meðan hann var i ferðalaginu og dvaldi fyrir sunn- an, til þess að fylgjast með þvi, hvort ég hyrfi að jarðlifskortinu. Sjálfsagt hefur honum fundizt það skipta nokkru máli. Á Viðidalsá var alltaf margt fólk 14-15 manns i heimili. Jörðin er fólksfrek, sérstaklega um hey- skapartimann, þvi slægjulönd liggja fjarri. Venjulega var legið við tjald allan engjasláttinn, og bundið heim vota-band hvern dag vikunnar, sem fært var veðurs vegna. Oftast 8-9 hross undir reið- ing. Þetta, sem ég hef minnzt hér á, er kannske tæplega i frásögu fær andi, ef á það er litið sem eitt ein- angrað atvik. En þau voru mörg þessu lik á þeim tima og alltof oft höfðu þau ekki svo farsælan endi sem hér varð. Þetta er bara botnlangakast, segir fólk nú á timum, og sem betur fer þurfa fæstir að hafa af þvi áhyggjur. En það var ekkert baraá þvi herrans ári 1918, þegar það eitt, að koma mér i sjúkra- rúmið á spitalanum tók vikutima eða vel það. ARKITEKT EÐA BYGGINGAFRÆÐINGUR 0G TEIKNIKENNAR! óskast til starfa Opinber stofnun óskar eftir að ráða til sin nú þegar eftirtalda starfsmenn til starfa á teiknistofu: Arkitekt eða byggingafræðing. Tæknieiknara. Laun og kjör samkvæmt kjarasamningum starfsmanna rikisins. Nauðsynlegt er, að viðkomandi starfs- menn hefji störf sem allra fyrst. Þeir, er óska eftir frekari upplýsingum um störf þessi, leggi nöfn sin og heimilis- föng inn á afgreiðslu blaðsins innan tiu daga, merkt ,,Tæknistörf”. Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.