Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN 19 Fjáröflunarmöguleikar íþróttahreyfingarinnar Hvort sem okkur likar betur eða verr, er ljóst, að iþrótta- starfið verður ekki starfrækt án fjármagns i vaxandi mæli. Sú er þróunin i öllum ná- grannalöndum okkar. Það leiðir hugann vitaskuld að þvi, með hverjum hætti iþrótta- hreyfingin getur aflað sér fjármagns. 1 þessu sambandi er stuðningur rikis og sveitar- félaga mikilsverður, og sem betur fer er skilningur þessara aðila að aukast á þýðingu iþróttastarfsins. Bæjarfélög- in, til að mynda Reykjavikur- borg, hafa aukið fjárframlög sin til iþróttamála talsvert á siðustu árum. Og nú er svo komið, að sá aðili, sem heldur um rikiS'kassann, lætur meira af hendi rakna til iþróttahreyfingarinnar en nokkru sinni fyrr, þó að ennþá vanti talsvert á, að framlag rikissjóðs til iþróttamála geti talizt viðunandi. En allt um það má iþrótta- hreyfingin ekki eingöngu treysta á framlög opinberra aðila. Hún verður að nýta hverja möguleika, sem bjóð- ast. Þegar áhugamanna- reglurnar voru rýmkaðar fyr ir ári, opnaðist möguleiki fyrir iþróttafélögin að auglýsa á iþróttabúningum sinum. Aug- lýsingatekjurnar hafa fært þeim drjúgan skilding. Þvi miður hefur skammsýnt út- varpsráð reynt að bregða fæti fyrir þessa starfsemi með þvi að banna að sýna i sjónvarpi kvikmyndir frá iþróttamótum og kappleikjum, þar sem þessar auglýsingar eru við- hafðar. Það hefur orðið til þess, að auglýsendur hafa heldur hikað við og eru tregari tii að auglýsa. En að sjálf- sögðu verður þessi varnarmúr útvarpsráðs brotinn niður, þegar þessar auglýsingar verða algengari, þvi að þá hef- ur útvarpsráð um það að velja að fella niður iþróttaþætti sina eða aflétta banninu. Astæðan til þess, að ég minnist á þetta mál nú, er sú, að á ferðalagi um Belgiu ný- lega, varð ég þess var, hve iþróttahreyfingin þar i landi nýtir alla möguleika til fjár- öflunar. Til að mynda eru knattspyrnuvellir þar i landi skreyttir með auglýsinga- spjöldum i bak og fyrir, ef svo má að orði kveða. Þessar aug- lýsingar, flestar frá stórfyrir- tækjum, skila milljónum króna til iþróttahreyfingar- innar. Hér á Iandi hafa aðeins tveir aðilar, eftir þvi sem ég bezt veit, nýtt þessa möguleika Keflavik og Akureyri. Þó að tekjur Iþróttahreyfingarinnar i þessum tveimur kaupstöðum af auglýsingaspjöldunum skipti ekki milljónum króna, skipta þær þó hundruðum þús- unda, og nægja þeim e.t.v. til þess að greiða þjálfaralaun. Það er kominn timi til að iþróttafélögin i Reykjavik fái tækifæri til að nýta þessa möguleika. Þvi hefur verið haldið fram, að auglýsinga- spjöld væru til litils augnaynd- is og beinlinis til óprýði. Auð- vitað er smekkur manna mis- jafn, eins og gengur, en það er Framhald á bls. 8. INNLENT LAN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1972.2.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI ER EKKI KOMINN TIMI TIL AO ■þú HÆTTIR Samkvæmt heimild í lögum nr.26 frá 25. maí 1972 hefur fjármála- ráðherra.fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út verð- tryggð spariskírteini, samtals að fjárhæð 300 milljónir króna. Lánskjör skírteina eru ó- breytt frá síðustu útgáfu, þau eru lengst til 14 ára frá15.sept- ember 1972, en eiganda í sjálfs- vald sett hvenær hann fær skírteini innleyst eftir 15. sept- ember1977.Vextireru3%á ári fyrstu fimm árin, en meðaltals- vextir allan lánstímann eru 5% á ári, auk þess eru þau verð- tryggð miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar. Skírteinin eru skattfrjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og verið hefur, en þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þrem stærðum 1.000, 10.000 og 50.000 krónum. Sala skírteina hefst þriðju- daginn 30. maí og verða þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og innláns- stofnunum um allt land, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Liggja útboðs- skilmálar frammi hjá þess- um aðilum. Maí 1972 11 SEÐLABANKI ISLANDS A-Ð REYKJA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.