Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. mai 1972. TÍMINN 7 Reyndi Bremer að myrða Nixon í Kanada? NTB-New York Bandaríska tímaritið Newsweek skýrði frá þvi á sunnudaginn, að vitað væri, að Arthur Bremer, tilræðismaður Wallace ríkisstjóra Alabama, hefði farið til Kanada í april þeirra erinda að myrða Nixon Banda- ríkjaforseta, sem þá var þar á ferðalagi. Samkvæmt frásögn Newsweek, hafði Bremer fært dagbók sið- ustu mánuði, og að sögn eru í henni skýrar frá- sagnir af hátterni Bremers og gerðum. Bandariska alríkislög- reglan, FBI, fann dag- bókina í bíl Bremers eftir að hann var hand- tekinn. Newsweek segir, að Bremer hafi farið til Ottawa í Kanada 9. april og fer.gið sér herbergi á Lord Elgin hótelinu — þar sem öryggisverðir forsetans voru einnig. Tímaritið segir enn- fremur, að Bremer hafi verið á Parliament Hill þann 14. apríl, þegar Nixon kom þangaðtil að kasta kveðju á mann- fjölda. Ljósmyndir, teknar við það tækifæri, voru birtar opinberlega í síðustu viku og sýna þær, að maður, sem liktist Bremer mjög var meðal viðstaddra. Að lokum segir Newsweek, að Bremer hafi þar verið i hópi róttækra stúdenta, og því hafi öryggisverðir séð til þess, að Nixon stanzaði ekki lengi á Parliament Hill. Bremerer nú í strangri öryggisgæzlu og verður innan tíðar leiddur fyrir rétt. Hann kvaðst vera saklaus af ákærum, þegar hann kom fyrir rétt í síðustu viku. mánudaga miðvikudaga föstudaga LOFTLEIDIR Minnispeningar afab7sha‘d verður V-bjóðverjinn Lothar Schmidt, og er hann væntanlegur til landsins 29. júni. Þá er Edmondson, forseti bandariska skáksambandsins, væntanlegur til landsins 28. júni. t tilefni „einvigis aldarinnar” hér á tslandi, verður allmikið um, að gefnir verði út minnispeningar og aðrir minjagripir. Skáksam- bandi tslands hafa nú borizt nokkur tilboð þar að lútandi. Komið hafa fram tillögur um minnispeninga, litla veggskildi og veggplatta úr postulini. Er nú verið að athuga.hvað gefa eigi út af þessu. Sendiráð Kína Framhald af bls. 1. Pétur Thorsteinsson sagðist álita sennilegra,að Kinverjarnir vildu kaupa húsnæði hér á landi. Sjálf- ur sendiherrann kemur ekki fyrr en siðar, og sagði ráðuneytis- stjórinn, að tilkynning um það myndi berast með góðum fyrir- vara. Fréttatilkynning um við- ræðurnar og sendiráðsstofnunina verður að öllum likindum send út i dag. NATO-fundur Framhald af bls. 16 Bonn i gær og hélt þegar til fundar við kollega sina frá Bret- landi, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi. Búizt er við,,að hann hafi skýrt þeim frá helztu niður- stöðum viðræðna Nixons og Bresjnéfs i siðustu viku. Rogers kom beint frá Moskvu, þar sem hann tók þátt i viðræðum leiðtoga USA & USSR. Straumandaregg Framhald af bls. 1. Laxá nú i vor, nema minna af straumöndinni. Það verður að banna alla eggjatöku i nokkur ár. Straumandareggin eru mjög eftirsótt til útungunar erlendis, og eru þau keypt háu verði. Straumöndin er eitt af djásnum Laxár og má ekki fækka.” Straumandaregg voru áður seld úr landi til útungunar, en nú er það sem sagt harðbann- að. Menn, sem verða varir við slikt athæfi, eru beðnir að láta dr. Finn Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun tslands vita eða staðgengil hans. Mývetningar hafa leyfi til nokkurrar andareggjatekju, þó eru egg sumra tegunda undanskilin, einkum og sér i lagi straumandarinnar. Andaregg eru flutt úr landi til útungunar og skoða starfs- menn Náttúrufræðistofnunar- innar þau og hafa eftirlit með þvi að farið sé að lögum. kaupendur eru menn, sem ala upp endur til vistar f pörk- um og skemmtigörðum. Straumandaregg finnast hvergi nema við Laxá. Straumöndin er til i Norður- Ameriku og NA-Asiu, en hreiður hennar finnast nær aldrei, enda verpir hún þar á stöðum, sem mjög erfitt er að komastað. Um nánari upplýs- ingar um straumöndina visast til itarlegrar greinar eftir dr. F'inn Guðmundsson i nýlegu hefti af Náttúrufræðingnum. Við höfðum tal af Gunnlaugi Tryggva Gunnarssyni bónda i Kasthvammi, sem harmaði, að sér hefði verið ókunnugt um alfriðun straumandar- eggjanna. Hann kvaðst ekki hafa sannanir fyrir, að straumandaregg hefðu verið tekin á þessu vori, hins vegar hefðu þau verið tekin undan- farinár i Mývatssveit. ,,Ég tel auk þess vist, að frásögnin i Degi hefði verið rekin ofan i mig ef um staðlausa stafi væri að ræða”, bætti hann við. „Straumöndinni hefur fækk- að mikið undanfarin ár hér i nágrenni minu, neðst i Laxár- dal, að ég ekki orði nú frá þvi ég var unglingur. Þá var hér verulegt straumandarvarp, en nú á margra ára bili hef ég að- eins fundið tvö hreiður. Sér- staklega finnst mér straum- öndinni hafa fækkað eftir 1960, er stiflurnar voru byggðar við Mývatn.. Mér finnst vera með minn- sta móti af straumöndum hér nú, en aðrir segja mér að með mesta móti sé af þeim ofan til við Laxá, en um það hef ég enga aðstöðu til að dæma.” Að lokum tók Gunnlaugur i Kasthvammi það fram, að til- gangur sinn með áðurnelna- um ummælum um straum- öndina i Degi hefði fyrst og fremst veriö að vernda þenn- an fagra fugl og stuðla að við- haldi hans við Laxá. Stýrimannaverkfallið Framhald af bls. 3. lega atkvæðagreiðslu félaganna, og að úrslit þeirrar atkvæða- greiðslu skæru úr um það, að samningarnir allir yrðu sam- þykktir eða felldir, enda gerðu fulltrúar i samninganefnd yfir- manna enga athugasemd við undirritun samninganna, við þá yfirlýsingu, sem þeir höfðu til út- gerðanna i upphafi samningavið- ræðnanna i janúar og áður er getið. Undirrituð samtök staðfestu siðan alla samninga fyrir sitt leyti. Hin einstöku aðildarfélög yfirmanna héldu fundi þann 11. og 12. april, þar sem samningarnir voru skýrðir og mun siðan hafa farið fram allsherjaratkvæða- greiðsla, sem aluk 21. april s.l. Er atkvæðagreiðslunni var lokið, var upplýst, að atkvæði hefðu fallið þannig: U tuD ÖX) 1. Vélstjórafélag Islands 69 45 24 2. Félag isl loftskeytamanna 14 10 3 1 3. Stýrimannafélag Islands 48 19 29 Samtals 131 74 56 1 Stjórn og trúnaðarmannaráð Félags bryta samþykkti hins vegar samningana fyrir sitt leyti. Samkvæmt framanrituðu voru allir samningarnir samþykktir með 74 atkv.á móti 56 alls. A sáttafundi, sem haldinn var 19. þ.m., var þvi eindregið haldið fram af útgerðunum, að samn- ingar væru i gildi og töldu þær sig tilknúðar ef til verkfalls kæmi að fá úr þessu skorið fyrir dómi. Stýrimannafélag Islands vildi bera þetta undir lögfræðing sinn til næsta fundar. Sá fundur var haldinn 25. þ.m. og náðist ekkert samkomulag. Þann 17. mai barst siðan út- gerðunum bréf Stýrimanna- félagsins, þar sem félagið boðar til verkfalls frá kl. 24.00 þann 25. mai. Óskuðu útgerðirnar eftir þvi að Stýrimannafélagið frestaði verk- fallinu og að aðilarnir leituðu úr- skurðar Félagsdóms um það, hvort samningarnir frá 11. april s.l., væru gildir og bindandi samningar á milli aðilana. bessum tilmælum útger-ðanna hafnaði Stýrimannafélagið, þrátt fyrir itrekaðar ábendingar útgerðanna um ólögmæti aðgerða þeirra, sem þarna voru fyrirhug- aðar. Verkfallið kom siðar til fram- kvæmda á miðnætti 25. þ.m., og stendur enn og hafa þegar stöðvazt allmörg skip af völdum þess. Fréttalilkynning frá Vinnuveitendasambandi Islands og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. DAGHEIMILIÐ BJARKARÁS Nokkur pláss laus fyrir pilta og stúlkur 13 ára og eldri. Nánari upplýsingar hjá forstöðukonunni i sima 85330 og skrifstofu Styrktarfélags vangefinna simi 15941. Heimilisstjórnin. • • RAFGEYMAR OfUggastÍ FRAMLEIÐSLA _ Oö RAFGEYMIRINN á markaðnum •••i•• Fást í öllum kaupfélögum °g bifreiðavöruverzlunum ||| NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA •••••••••••••••••• ••••••♦•♦•••••••♦• ••*••••••♦• •••••••••••••••♦«* ••••«*•••••••••••• •••••••••♦•••••»•• •••••*•••»••••••♦• ••••••••••♦♦♦••••• >•♦♦••••••••♦♦♦♦•••••!• >•♦•••••♦♦•♦•♦♦♦••♦♦••• •••••••••♦♦♦♦•♦♦•••♦♦♦• ••••••••••♦♦•••♦••••♦- •••♦•••♦•••••••♦♦•••• t ♦ •••••••♦«•••••••••••• •••♦••♦♦•••••••• ♦♦♦♦•••♦♦•♦•••♦•••••••• •••••♦•♦♦•••••••••♦•••• ♦•♦•♦♦•♦♦•♦•••♦♦•♦•♦♦♦♦ ••♦•♦••••••♦•• •♦•••♦•♦♦••♦♦♦♦•••♦•♦••♦•♦••• •••♦••*••••••••♦♦•••••••••♦♦••«•••• ••••••♦••••••••••••••••••••♦♦♦••••• •••••••••♦•••♦•♦•♦♦♦♦•♦•♦«♦•••••♦♦♦ mánudaga föstudaga LOFTLEIDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.