Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 30. mai 1972. Irar og Bostonbræður i velferðarþjóðfélagi. í rúmlega 9 ár hefur verið rann- sökuð hjartaheilbrigði 575 „bræðrapara”, irskra að ætterni. Allir voru fæddir á Irlandi, en annar bróðirinn i hverju pari flutti til Boston og nágrennis um tvitugsaldur. Mennirnir voru af ýmsum stéttum, t.d. bændur, iðnaðarmenn, kaupsýslumenn o.s.frv. I ljós kom, að hjartaheilsa heima-lranna var mun betri en bræðranna i Boston og nágrenni. Heima-Irarnir virtust 15-20 árum yngri að þessu leyti. Þó neyttu heima-lrarnir 400-500 hitaeining- um meira á dag. Samt voru þeir léttari og fitulagið þynnra. Fæði Iranna hefði veriö taliö bráð- hættulegt Amerikönum. Heima-, Irarnir átu brauð og smjör, feitt flesk, kindakjöt, kartöflur, drukku mikið af m jólk og spöruöu ekki rjómann. Þeir borðuöu nær- andi árdegisverð, kröftugan hádegismat og góðan kvöldmat. Irar drukku talsvert af öli, en „Bostonbræður” öllu meira viski og gin. Vinnudagurinn var mun lengri á Irlandi og likamlegt erfiði meira, og minna um fritima. Einn bróðirinn irski var spurður um sumarfri. — Þaö tek ég aldrei, svaraði hann, — kýrnar sjá fyrir þvi. Vinnan er mikil á búi mfnu, en þegar guð skapaði timann, bjó hann til nóg af honum. Boston- bróöirinn hristi höfuðið. — Nei, nei, eða guö hefur kanski skapað minni tima hér vestra? Maöur þarf sifellt aö vera á þönum. Vekjaraklukkan glymur á morgnana. Þá sprettur maður upp, rifur eitthvað i sig, hendist út i bilinn og ekur mjög hratt til að ná grænu ljósi. Nú, eða hleypur á stöðina til að tryggja sér sæti i lestinni. A skrifstofunni hringir siminn si og æ. Þannig gengur það allan daginn. Sifelldur erill og órói, þótt maður sitji i skrifstofu- stólnum. Það er lika umstang og erill hjá þeim heima á Irlandi, en þeir sitja ekki alltaf i stól eða i bil, heldur ganga og erfiða likamlega miklu meira en við hér vestra. Lif okkar Bostonbræðra einkennist af likamlegu áreynsluleysi, en andlegri streitu og striti. Þótt heima-trinn sé fátækari, er fæði hans að sumu leyti betra. I g:'ófu brauði hans, kartöflum og grjóna mat er töluvert magníum.en þaö er talið tefja kölkun æðaveggja. Irinn drekkur og meira te, en minna kaffi, hann er nægjusam- ari og ekki eins órór og svartsýnn og Boston-bróðirinn. Dauðsföllum af hjartabilun fer þó fjölgandi á írlandi i seinni tið, e.t.v. er það afleiðing meiri vélvæðingar og minni hreyfingar en áöur var. Niðurstöður bræðrarannsókn- anna urðu á þessa leið: Til þess að hjartað haldist heil- brigt, þarf heilnæmt fæði og veru- legt likamlegt erfiöi til að halda „kólumkilla”, þ.e. hinu umdeilda kólesteróli i skefjum. Andlegt jafnvægi er dýrmætt, en „for- stjórastreita” greinilega af hinu illa. Nenntu að ganga, hlaupa og skokka, en sittu ekki alltaf á ógnarþungum rassi á skrifstofu- stólnum og i bilnum ! Kristinn Snæland: LÁGLAUNAFÓLK Ef rennt er huganum til kjara- baráttu undanfarinna ára, verður eflaust flestum efst i huga hin mikla áherzla, er lögð hefur verið á kjör hinna lægst launuðu. Það hefur jafnvel gengið svo langt, að óhætt er að fullyrða, að bætt kjör hinna lægst launuðu hefur verið sameiginlegt baráttumál, ekki aðeins allra verkalýðsfélaga, heldur og allra stjórnmálaflokk- anna. Gamalt máltæki segir, að oft velti lilil þúfa þungu hlassi. 1 þessu máli virðist öfugt farið, og mætti þvi segja, að oft veldur mikið moldviðri íitlum spjöllum. Það er ekki mikið sagt, þótt fullyrt sé, að meira en heilan ára- tug, hafi allir ábyrgir aðilar innan stjórnmálaflokkanna og verka- lýðsfélaganna tönnlast á þvi, hve nauðsynlegt sé að bæta k jör hinna lægst launuðu. Hver eru þá kjör þeirraidag? Er hægt að lifa af erfiðisvinnulaunum Dagsbrúnar? Er hægt að lifa af verksmiðju- launum Iðju, mánaðarlaunum verzlunarmanns eða mánaðar- launum iðnaðarmanns? Fyrir þá,er fylgja stjórnarliði hvers tima er auðvelt að seilast i tölur hagstofunnar til að svæfa samvizkuna. — Samkvæmt tölum hagstofunnar eru meðallaun all- há, og þvi kjör almennings tölu- lega hagstæö. Með þvi að skyggn- ast að baki þessum tölum og kynnast þeirri baráttu, sem þær byggjast á, verða þeir ef til vill ekki jafn kokhraustir, er telja kjör almennings góð i dag. Laun fjölskyldu geta verið 500 þúsund á ári, og telst vitanlega á blöðum Hagstofunnar góö út- koma. Það er síðan lagt til hliðar án þess að dregið sé fram, að bæði hjónin hafi unnið fullan vinnudag allt árið, til þess að ná þessum launum. Segja má að ekkert sé við sliku að gera, svo framarlega sem þessi hjón væru barnlaus, — en þegar um er að ræða fjöl- skyldur, 4ra-5 eða 6 manna eða stærri, þá er lifsbaráttan orðin hörö og heimilislif á margan hátt i molum. Það er óþarfi að fara nánar út i lýsingar á kjörum ein- stakra launþega, — allur almenn- ingur þekkir af eigin raun eða persónulegum kynnum, þau kjör, sem lifað verður við af almennum launum samkvæmt gildandi kjarasamningum. Til þess að bregða nokkru ljósi á hver almenn laun eru fyrir dag- vinnu, hafði greinarhöfundur samband við skrifstofur nokkurra verkalýðsfélaga og leitaði eftir upplýsingum um lægstu laun, hæstu laun og meðallaun félaga hvers félags — auk annars. Verz.lunarmannafclag Reyk- javikur: Lægstu laun 17,749 krónur á mán. hæstu laun 34,929 krónur á mán. meðallaun 21,000 krónur á mán. Þorri félagsmanna hefur yfir 20 þús. á mánuði, en 70-75% þeirra hafa laun innan við 30 þús. á mán- uði. Iðja, félag verksmiðjufólks Reyk- javik: Lægstu laun 1 17,749 krónur á mán. hæstulaun 19,133 krónur á mán. meðallaun 18,500 krónur á mán. Nokkuð er um yfirborganir, en 70-75% félagsmanna vinna á lægsta taxta, en sá hópur er lang- mest konur. Félagar i Iðju eru um 2500 manns. Bandalag starfsmanna rikis og bæja: Lægstu laun 17,749 krónur á mán. hæstu laun um 60,000 krónur á mán. Þaö kom fram, að innan banda- lagsins er fólk af öllum stéttum, og er nú með um 10% lægri laun en gerist á hinum frjálsa vinnu- markaði. Kennarar eru stærsti hópurinn, en laun barnakennara fara mest upp i 29-30 þús. á mánuði. Félagar 7800 manns. Félag járniðnaðarmanna: Lægstu laun 4987 krónur á viku hæstu laun 5249 krónur á viku Tveír vinnugallar eru friir á ári. Meðallaun eru nú hæstu taxtinn, að viðbættu 10% álagi vegna sér- stakra aðstæðna við vinnuna, en mjög margir hafa þessi 10% föst á laun sin. — Félagar eru 725 manns. Verkamannafélagið Dagsbrún: Lægstu laun 102,40 kr á timann hæstu laun 112.34 kr á timann ekki fullfrágengið meðalmánaðarlaun eru 18,500 kr. Félagar 3600-3800 manns. Framangreindar upplýsingar sýna að þorri launþega hefur dag- vinnulaun innan við 30 þúsund á mánuöi og jafnframtað mjög stór hópur hefur mánaðarlaun, er liggja neðan við 20 þúsund. Til þess að draga enn skýrari mynd af kjörum þessara laun- þega vil ég geta iðnaðarmanns, sem starfað hefur i 20 ár að iðju sinni. Þessi maður með hæstu samningsbundin iaun stéttar sinnar og að auki 10% + 15% álag þar á ofan og loks orlof reiknað inn i kaupið. — Með öllu þessu er timakaupiö 186 krónur. Ef reikn- að er með 4 1/2 viku i mánuði, verða mánaðarlaun hans 33.480 krónur. Þessi laun verða að likindum að teljast góð, en sann- leikurinn er sá, að þegar þessi iðnaðarmaður segir frá launum sinum er vanasvarið ,,já, en þetta er ekki nóg, þú verður að vinna aukavinnu”. Það er þvi taisvert áleitið, hve mikla. aukavinnu sá verður að vinna, sem hefur 17.749 kr. á mán. og jafnframt, hvað teljast góð laun i dag. Er ekki ástæða til þess að fram- kvæma itarlega könnun á yfir- vinnuþrældómi launþega og finna samtimis trgustan grunn fyrir það, sem ætti að vera lágmarks- laun. Enginn vafi getur leikið á þvi, að þau laun, sem kölluð eru i dag lágmarkslaun, er i raun rétt- ara að kalla þrælalaun. Verkamaður (svo eitthvað sé nefnt) sem vinnur fullan vinnu- dag við erfiðisvinnu, er þjóðfélag- inu miklu verðmætari en 102.40- 112.34 kr. á timann, eins og hann er metinn nú. Þaö er sannarlega þörf á, á timum vinstri stjórnar, að hreyfa málum sem þessum og leitast við aö létta slikum smánarkjörum af islenzkri al- þýðu. Framhald á bls. 14. Að loknu þingi hefur hið svo- kallaða sameiningarmál á nýjan leik færzt i brennidepil þjóðmála- umræðunnar. Blöðin hafa birt um það ýmsar greinar og viðræðu- nefndir vinstri flokkanna eru að hefja fundi sina að nýju. Á þessu stigi i þróun málsins er nauðsynlegt fyrir alla, sem það snertir, að gera sér ljósa grein fyrir staðreyndum þess. Sérstak- lega er mikilvægt, að fram- sóknarfólk um allt land viti um afstöðu flokksins og þær aðgerðir, sem trúnaðarmenn hans hafa beitt sér fyrir. Þessi grein er skrifuð til upplýsingar um þátt Framsóknarflokksins i samein- ingarmálinu. Hvers vegna samningarviðræður? Aður en vikið er að stefnu og aðgerðum Framsóknarflokksins i þessu máii er gagnlegt að gera sér grein fyrir nokkrum meginor- sökum þeirra viðræðna, sem nú eiga sér stað milli vinstri flokk- anna. Þótt ástæða væri að rita um orsakirnar langt mál, verður upptalning fáeinna atriða látin nægja f þetta sinn, enda til- gangur greinarinnar annar. Við- ræður vinstri flokkanna eiga sér stað meðal annars vegna eftirtal- inna ástæðna: i fyrsta lagi hefur þjóðfélags- þróunin siðustu áralugi, breyttir atvinnuhættir og ný búsetuhlut- föll, eytt að mestu þeim stétta- grundvelli, sem upprunalega og allt til siðari heimstyrjaldar var eðlileg forsenda núverandi flokkaskipunar Þegar höfuð- drættir þjóðfélagsgerðarinnar breytast, hlýtur slikt óhjákvæmi- lega að leiða til endurskoðunar flokkakerfisins. i öðru lagihefur stefnusamruni vinstri flokkanna á siðustu ára- tugum dregið úr bilinu á milli þeirra. Sá grundvallarágrein- ingur, sem fyrrum setti svip sinn á stjórnmálabaráttuna, er ekki lengur fyrir hendi, i eins rikum mæli. Þeir, sem áður töldu það eðlilegt að vera i ólikum her- búðum, hafa nú fundið til æ meiri samstöðu. Viðræður vinstri flokk- anna snúast meðal annars um að kanna i hverju samstaðan og sér- staðan séu raunverulega fólgnar. 1 þriðja lagi hefur sundrung vinstri aflanna s.l. 30 ár leitt til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allan þann tima verið forystuflokkur i islenzkum stjórn- málum. Hann hefur i krafti flokksfjölda á vinstra væng stjórnmálanna getað tryggt sér stjórnaraðild i 9/10 hluta þessa timabils. Viðræður vinstri flokk- anna beinast meðal annars að þvi að leiða i ljós, hvort sundrung og flokkaf jöldi til vinstri i Islenzkum stjórnmálum séu óhjákvæmilegt náttúrulögmál og hvort hægri menn eigi að fá að sitja einir að einingunni. i fjórða lagi hefur ungt fólk i vinstri flokkunum óskað þess, að slikar viðræður færu fram. Ungir vinstri menn i hinum ýmsu flokk- um hafa á undanförnum árum, þegar þeir hafa kynnzt hver öðr- um i samstarfi um hin margvis- legustu málefni , fundið að það er mun fleira, sem sameinar þá en sundurskilur. Þessi vitneskja ungra vinstri manna um pólitiska stöðu sina er e.t.v. meiri ábend- ing en flest annaö um það, sem framtiðin kann að bera i skauti sinu. .7 Samþykktir Framsóknarflokksins Þegar- trúnaðarsveit Fram- sóknarflokksins kom saman ti! flokksþings fyrir rúmu ári siðan, settu þær pólitisku staðreyndir, sem siðan hafa leitt til svo- nefndra sameiningaviðræðna, mjög sterkan svip á umræður og ályktanir þingsins. I kjölfar sam- þykktar flokksþingsins hafa siðan komið samþykktir annarra stofn- ana flokksins: Miðstjórnar flokksins, miðstjórnar SUF, framkvæmdarstjórnar flokksins og ýmissa annarra aðila. Þessar samþykktir mynda i sameiningu hina opinberu stefnu Fram- sóknarflokksins i málinu. Til skýringar og upplýsingar verða þær allar raktar hér. Fyrsta samþykkt: 15. flokks- þing Framsóknarflokksins sam- þykkti i april 1971: „Fram- sóknarflokkurinn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýöræðis.” Önnur samþykkt. Fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins samþykkti i ágúst 1971 „að gerast aðili að stofnun nefndar, sem hafi það hlutverk að kanna og gera tillögur um á hvern hátt verði bezt mó,tað sameigin- legt stjórnmálaafl allara þeirra.sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. Framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins leggur til, að i slikri nefnd eigi sæti auk Fram- sóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn.” Framkvæmda- stjórnin kaus 5 manna nefnd til að taka þátt i þessum viðræðum. I viðræðunefndina voru kosnir Ey- steinn Jónsson formaður Þórarinn Þórarinsson, Stein- grimur Hermannsáon, Már Pétursson, og ólafur Ragnar Grimsson. Það, að framkvæmdastjórnin samþykkti nokkru eftir að nú- Dr. Ólafur i sa verandi rikisstjórn var mynduð að hefja viðræður við hina vinstri flokkana um mótun sameiginlegs stjórnmálaafls, afsannar algjör- lega þá túlkun einstakra manna, að rikisstjórnin sé þetta umrædda sameiginlega stjórnmálaafl. Framkvæmdastjórnin kaus viðræðunefndina eftir stjórnar- myndun vegna þess, að ólokið var að ræða mótun hins sameiginlega stjórnmálaafls. Þótt ýmislegt megi ef til vill að gerðum framkvæmdastjórnarinnar finna, er hún ekki svo utan við sig, að hún kjósi nefnd til að vinna verk, sem búið er að vinna. Viðræðu- nefndin var kosin vegna þess, að framkvæmd umræddrar álykt- unar siðasta flokksþings er enn ólokið. Þriðja samþykkt. Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti á aðalfundi sinum i marz s.l. að lýsa yfir „samþykki sinu við ákvörðun framkvæmdarstjórnar um að gerast aðili að stofnun nefndar fjögurra flokka, sem hafi það hlutverk að kanna og gera til- lögur um á hvern hátt verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmála- afl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis.” Sú stofnun i Fram- sóknarflokknum, sem fer með vald flokksþinga milli þess, sem þau eru haldin, hefur þvi lýst samþykki sinu við ofangreinda túlkun framkvæmdastjórnar- innar á stefnuskrá flokksings- ins. Fjórða samþykkt. Miðstjórn Sambands ungra framsóknar- manna, sem erein af helztu stofn- unum flokksins, ásamt flokks- þingum, þingum SUF og mið- stjórn flokksins, samþykkti i júni 1971, að þegar yrði hafinn undir- búningur að framkvæmd loka- orða stefnuskrár siðasta flokks- þings, þar sem kveðið er á um, aö Framsóknarflokkurinn eigi á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.