Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 30. mai 1972. TÍMINN 17 Fóðurflutningabíll Glóbus hlaðinn f Hafnarfirði. (Timamynd G.E.) Glóbus 25 ára: Reksturinn byggist mest á viðskiptum við bændur Glóbus h.f. er 25 ára um þess- ar mundir, en fyrirtækið var stofnað árið 1947, af Einari Egilssyni og fleiri. Núverandi forstjóri er Árni Gestsson. Siðan hann tók við rekstrinum, hefur starfsemi Glóbusar h.f. aukizt gifurlega og er nú reksturinn að langmestu leyti byggður á við- skiptum við bændur. Glóbus flytur inn mikið af margvisleg- um landbúnaðartækjum og fóðurvörum, en þegar fyrirtæk ið var stofnað, byggðist rekstur- inn að mestu á innflutningi á vörum frá Gillette-verk- smiðjunum i Bandarikjunum. Heildverzlunin Hekla eignað- ist Glóbus, og var fyrirtækið rekiðá hennar vegum um skeið, en 1956 eignaðist Árni Gestsson og fleiri Glóbus h.f., sem siðan hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Það var strax i upphafi ætlun forráðamanna Glóbus h.f., að hasla sér völl á sviði land- búnaðartækja og annarra vara til landbúnaðarins, sagði Árni Gestsson i tilefni 25 ára starf- semis fyrirtækisins. Auk þeirra umboða, sem áður getur og fylgdu frá Heklu h.f., hefur fyr- irtækið bætt við sig umboðum fyrir ýmsar aðrar verksmiðjur i Evrópu. Glóbus hefur átt mjög rikan þátt i þeirri þróun, sem orðið hefur i vélvæðingu land- búnaðarins undanfarin ár, og fullyrða má, að ýms tæki, sem Glóbus hefur rutt braut hér á landi, hafi valdið byltingu i bú- rekstri bænda. Glóbus h.f. hóf innflutning á hjólarakstravélum og heytætlum, en þessi tæki hafa gjörbreytt heyskaparað- ferðum bænda hér á landi. Nú virðast enn vera að gerast breytingar á heyverkunarað- ferðum, með tilkomu hey- hleðsluvagna og heybindivéla. Vagnana flytur Glóbus inn frá Fella verksmiðjunum i Þýzka- landi, og voru það fyrstu vagnarnir, sem prófaðir voru hjá Bútæknideildinni á Hvann- eyri. Bindivélarnar flytur svo fyrirtækið inn frá New Holland- verksmiðjunum, sem eru stærstu framleiðendur hey- bindivéla i heiminum. New Holland er nú mest selda bindi- vélin hér á landi. Arið 1969 gengust forráða- menn Glóbusar h.f. fyrir stofn- un Islenzk-tékkneska ver- zlunarfélagsins með það fyrir augum að flytja inn ýmsar vör- ur frá Tékkóslóvakiu, þar á meðal hjóladráttarvélar. Inn- flutningur á Zetor traktorum hófst svo sama árið, og er nú svo komið, að þetta er mest selda dráttarvélin hér á landi. Með tilliti til hinna miklu við- skipta, sem Glóbus átti við bændur, var ákveðið 1968 að hefja innflutning á fóðurvörum, og var samið um kaup á þessum vörum frá fóðurblöndunarverk- smiðju Elias B. Muus Odense A/S i Danmörku, sem er 150 ára gamalt fyrirtæki og nýtur mik- ils álits þar i landi fyrir vandað- ar vörur. Fyrsti farmurinn af fóðurvörum kom svo til landsins i desember 1968, og var hér ein- ungis um sekkjaðar vörur að ræða. Þróunin i þessum inn- flutningi hefur verið einkar ánægjuleg, og hefur innflutning- ur á þessum vörum numið fleiri þúsund tonnum. Glóbus hefur aðstöðu fyrir þessa starfsrækslu i Hafnarfirði, og siðan um ára- mótin 1970-’71 einnig fyrir laust fóður, og er þvi fóðri blásið beint úr lestum skipanna i fóður- geymana. Hér var um braut- ryðjendastarf að ræða. Fóðrið er nú selt bændum og keyrt til þeirra bæði laust og i sekkjum. Á árinu 1970stofnuðu forráða- menn Glóbusar fyrirtæki i Skagafirði, Glóbus fóður h.f., ásamt innanhéraðsmönnum, og hefur salan á fóðrinu gengið vel þar. Glóbus telur það hafa verið mikið hamingjuspor, að ákvörð- un var tekin um að byggja reksturinn að miklu leyti á við- skiptum við bændur, og hafa þessi viðskipti verið mjög ánægjuleg. KONUR I REYKHOLA- SVEIT MÓTMÆLA frumvarpi um að leggja niður læknishéraðið Aðalfundur kvenfélagsins Lilj- an i Reykhólasveit, haldinn 11. mai 1972, átelur harðlega fram- komið frumvarp, þar sem lagt er til að leggja niður Reykhóla- læknishérað, án þess að læknisað- setur verði áfram á Reyhólum, en vegna landfræðilegrar sérstöðu sinnar, eiga ibúar Reyhóla- læknishéraðs ekki möguleika á að sækja viðunandi læknisþjónustu til nágrannabyggða. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til þingmanna Vestfjarðakjör- dæmis og allra annara þing- manna úr strjálbýli að koma i veg fyrir, að þetta frumvarp verði að lögum i núverandi mynd. Jafnframt lýsir fundurinn full- um stuðningi við ibúa þeirra hér- aða, sem svipað er ástatt um, og hvetur til samvirkrar forustu i heilbrigðismálum landsbyggðar- innar. Spurningakeppni um umferðarmál: BREIÐAGERÐIS- SKÓLI SIGRAÐI 23. mai fóru fram úrslit i spurn- ingakeppni skólanna i Reykjavik um umferðarmál. Til úrslita kepptu lið Hliðaskóla og Breiðagerðisskóla. Lauk þeirri keppni með sigri Breiðagerðis- skóla og var þetta i fyrsta skipti, sem sá skóli sigrar i keppninni, en i 7. skipti^em keppnin fer fram. I keppninni tóku þátt um 1400 börn úr öllum 12 ára bekkjardeildum barnaskólanna i Reykjavik. Runólfur Ó. Þorgeirsson skrif- stofustjóri afhenti, fyrir hönd samstarfsnefndar bifreiðatrygg- ingafélaganna, skólaliði Breiða- gerðisskóla farandbikar og annan bikar til eignar, og hlaut skólalið Hliðaskóla einnig bikar til eignar. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðarmála afhenti börnunum viðurkenningarskjöld frá lögreglustjóranum i Reykjavik. Stjórnandi keppninnar frá upp- hafi hefur verið Ásmundur Matthiasson lögregluvarðstjóri. 1 skólaliði Breiðagerðisskóla voru: Ingi Árnason, Agústa I. Sæmundsdóttir, Ævar Gisla son, Margrét Jónsdóttir, Jón H. Stefánsson, Hanna Marinósdóttir og Jón Pétursson. PDIYTEX býður yður glæsilegt litaúrval, Fegr- ið heimili yðar með Polytex plast- málningu úti og inni. Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám I 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna I Reykjavfk næsta vetur, fer fram fimmtudaginn 1. júniog föstudaginn 2. júni n.k. kl. 14.00 — 18.00 báða dagana. Það er mjög áriðandi, að nemendur gangi frá umsóknum sinum á réttum tima, þvi ekki verður hægt að tryggja þeim skóla- vist næsta vetur, sem siðar sækja um. Um skiptingu skólahverfis er vísað til orðsendingar, er nemendur fengu i skólunum. Fræðslustjórinn i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.