Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 19
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Kapphlaupið um íslandsmeistaratitilinn er hafið - IBK, KR, Fram og Breiðablik hafa tekið forustuna Alf—Reykjavik. — Eftir fyrstu um ferð i 1. deildar keppninni i knattspyrnu, sem hófst um helgina, hafa Kefla- vik, KR, Breiðablik og Fram tekið forustuna i kapphlaupinu um íslandsmeistaratitilinn 1972. Segja má, að úrslit sumra leikj- anna hafa komið mjög á óvart, sérstaklega sigur Breiðabliks gegn Vestmannaeyingum og sigur KR—liðsins gegn Val. Það merkilegasta er, að enginn leikur vannst á heimavelli, þannig töp- uðu bæði Vestmannaeyingar og Skagamenn sinum leikjum — og Valur og Vikingur áttu heimaleik gegn KR og Fram, þó að hæpið sé reyndar að tala um heimaleiki, þegar Reykjavikurliðin leika inn- byrðis. Leikur Fram og Vikings i gær- kvöldi var tilþrifalitill og olli áhorfendum á Laugardalsvellin- um miklum vonbrigðum. Fram sigraði með 1:0 og skoraði Simon Kristjánsson þetta eina mark leiksins, þegar 32. minútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Ásgeir Eliasson einlék upp miðju vallar- ins inn i vitateig Vikings, þar sem knötturinn hrökk af varnarmanni fyrir fætur Simonar, sem kom að- vifandi og skoraði örugglega. Fram átti heldur meira i fyrri hálfleik, m.a. munaði iitlu, að Sigurbergur skoraði mark fyrir Fram litlu siðar, en knötturinn hrökk i þverslá. 1 siðari hálfleik voru Vikingar aftur á móti mun ákveðnari. Og siðustu minútur leiksins pressuðu þeir stift, og mátti þá ekki oft miklu muna, að þeim tækist að jafna. En knöttur- inn vildi ekki i markið, og Fram hlaut bæði stigin, vissulega þýð- ingarmikil stig i hinni hörðu keppni 1. deildar. Dómari i leiknum var Einar Hjartarson. Hann notaði flautuna fulllitið, og var orðið mjög heitt i kolunum undir lokin. Einu sinn á dag 2E29I Steinar Jóhannsson á fullri ferð — skot — og knötturinn hafnar i marki, án þess að Einar, markvöröur Akraness, fái viönokkuð ráöiö. (Timamynd Róbert). Sannfærandi leilkur Keflvíkinga á Akranesi á sunnudaginn MARKAKONGURINN FRÁ KEFLAVIK SKAUT SKAGAMENN I KAF! Ef leikur Akraness og Keflavíkur er forsmekkur þess, er koma skal i íslandsmótinu i knattspyrnu, þurfa knattspyrnuunnendur engu að kvíða. Þessi fyrsti leikur íslandsmótsins, háður i blíðskapar- veðri á grasvellinum á Akranesi, bauð upp á flest það, sem áhorfendur vilja sjá — hraða, spennu, fallegan samleik, einstaklingsframtak og mörk. Og aðalhlutverkið i þessu knattspyrnusviðsverki lék Steinar Jóhannsson frá Keflavik, sem beinlinis sökkti Akranes-liðinu með tveimur fallegum mörk- um, en leiknum lauk 3:1 Keflavik i vil. Steinar varð markakóngur 1. deildar á siðasta ári. Konungs- tignin gengur i erfðir f hans fjöl- skyldu, en Steinar er bróðir Jóns Jóhannssonar, sem um langt skeið var marksæknastur Kefl- vikinga og gekk þá undir nafninu Marka-Jón”. Eftir leikinn á Akranesi vildi Steinar ekkert full- yrða um það, hvort hann yrði markhæstur i 1. deildinni i ár. „Það er allt of snemmt að spá um það”, sagði hann brosandi. En með sama áframhaldi þarf ekki að fara i grafgötur með það, að Steinar verður markakóngur i ár. Ekkert mark var skorað I fyrri hálfleik, þrátt fyrir, að nokkur hættuleg tækifæri sköp- uðust. En i siðari hálfleik fór fyrst að hitna i kolunum. Teitur Þórðarson, miðherji Akraness, komst i dauðafæri á 5. minútu, en Reyni Oskarssyni, markverði Keflavikur tókst að bjarga. A 17. minútu siðari hálfleiks kom fyrsta mark leiksins. Steinar fékk sendingu frá hægri. Hann var mjög vel staðsettur i vitateigi Akraness og átti mjög auðvelt með að skora framhjá Einari Guðleifssyni. Aðeins þremur minútum siðar bættu Keflviking- ar öðru marki við. I þetta sinn var nýliðinn Albert Hjálmarsson að verki. Hann gaf sér góðan tima, enda var vörn Akraness ekkert að amast við honum, og skaut hann föstu skoti frá vitateigslinu, sem Einar réði ekki við, 2:0. Þrátt fyrir þetta mótlæti, létu Akurnesingar ekki bugast. Þeir sóttu alltaf annað veifiö og upp- skáru loks mark á 32. minútu. Haraldur Sturlaugsson tók auka- spyrnu út við hliöarllnu. Spyrna hans var nákvæm og knötturinn sveif yfir Keflvikur-vörnina til Matthiasar Hallgrimssonar, sem skallaði i netið, 2:1. Og nú var spennan I hámarki. Akurnesingar gerðu itrekaðar til- raunir til að jafna, en teflu of djarft. Þeir veiktu vörnina — sem var þó veik fyrir — með sóknar leik sinum, og það var litill vandi fyrir Steinar á 38. minútu, þegar hann fékk sendingu á miöjum vallarhelmingi Akraness, að ganga að marki Ákraness og skora 3:1. Þar var engin vörn fyr- ir. Leikurinn á sunnudaginn var góður, og Keflvikingar áttu skilið að sigra, enda þótt Akranes-liðið léki ekki illa. Yfirburðir Kefla- vikur fóiust i þvi, að skipulag liðs- ins, bæði I sókn og vörn, var betra. Einar Gunnarsson og Guöni Kjartansson láta ekki vaöa yfir sig i vörninni, mjög samstillt og skemmtilegur miðvaröardú- ett. Karl Hermannsson stóö sig vel i hlutverki tengiliðsins, en hér áður lék hann i fremstu viglinu. En bezti maöur liðsins var Steinar Jóhannsson, bæöi fljótur og fylg- inn sér — meö ágæta knatttækni — fyrir utan það, að sjötta skiln- ingarvitið segir honum alltaf, hvar hann á að staðsetja sig. Það er ekki litill kostur fyrir miöherja að kunna að staösetja sig. Akranes-liðið lék skemmtilega, en vörnin er ekki nógu góö. Það er eins og varnarleikmennirnir kunni ekki að staðsetja sig al- mennilega. Eyleifur Hafsteinsson átti ágætan leik, svo og Matthias Hallgrimsson. En mesta hættan stafar þó af Teiti Þórðarsyni, miðherja. Þrátt fyrir þetta tap, eiga Akurnesingar áreiðanlega eftir að láta að sér kveöa I deild- inni i sumar. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn vel. —alf. Súrt í broti fyrir Vestmannaeyinga að tapa fyrsta leiknum á heimavelli BK—V estmannaey jum. — Áhorfendur i Vest- mannaeyjum urðu fyrir geysilegum vonbrigð um með lið sitt i fyrsta leik íslandsmótsins i Eyjum. Fyrirfram hafði verið búizt við fremur léttum sigri gegn Breiðabliki, en það fór á aðra leið. Breiða- bliksmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og léku skynsamlega frá byrjun til enda og uppskáru sig- ur, 3:2, sem verða að teljast sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Mjög gott knattspyrnuveður var i Vestmannaeyjum á sunnu- dagskvöld, loksins, þegar hægt var að leika leikinn, en Breiða bliksmenn höfðu verið veður- tepptir I Reykjavik siðan um hádegisbil á laugardaginn. Vestmannaeyingar byrjuðu leikinn ágætlega. Og ekki voru liðnar, nema 13. minútur, er knötturinn hafnaði i neti Breiða- bliks eftir þrumuskot óskars Valtýssonar, sem hafnaði efst I blávinklinum. Stórglæsilegt mark. Nokkrum minútum siðar jafn- aði Ólafur Friðriksson fyrir Breiðablik, 1:1. Áhorfendur voru mjög óánægðir með þetta mark og töldu, að linuvörðurinn, sem gaf til kynna, að knötturinn hefði fariðinn fyrir linu, hefði ekki ver- ið I aðstöðu til að dæma um það. A 27. minutu siðari hálfleiks náðu Breiðabliksmenn forustu i leiknum með fallegu marki Haralds Erlensdssonar. Og á 34. minútu jókst forusta Breiðabliks i 3:1, er Guömundi Þórðarsyni tókst að skora úr þvögu. Rétt fyrir leikslok skoraði Guðmundur Jónsson, Breiðablik, sjálfsmark, og urðu lokatölur leiksins 3:2 Breiðablik I vil. Auðvitað þótti Eyjamönnum súrt i potti að tapa fyrir Breiða bliksmönnum á heimavelli. En staðreyndin var sú, að Breiðablik lék árangursrikari knattspyrnu. Guðmundur Þórðarson ásamt tveimur útherjum léku framar- lega — og unnu vel úr langsend- ingum fram. Þá var vörnin, með Guðmundi Jónssyni, sterk, þótt Guðmundi hafi orðiö á að skora sjálfsmark. Lið Vestmannaeyja olli von- brigðum. Liðið var ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrri leiki á árinu. Ólafur Sigurvinsson var bezti maður liðsins. Einnig átti Tómas Pálsson ágætan leik, en þó var það áberandi, hve kantmenn- irnir voru sveltir. Leikinn dæmdi Valur Bene- diktsson. Áhorfendur voru fjöl- margir. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.