Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 20
t/I/TMiT David Exall, framkvæmda- stjóri Everton. Myndin var tckin á Loftleiðahótelinu. ] (Tlmamynd Róbert). Fram- kvæmda- stjóri Everton gisti r island — einkaviðtal birtist við hann á íþróttasíðunni ó morgun UM HELGINA var hér á landi staddur sex manna hóp- ur forráðamanna þriggja enskra knattspyrnufélaga, fjórir frá Everton, einn frá Birmingham og einn frá Luton. Þeir komu hér við á leið sinni til Ameriku, þar sem þeir ætla aö leita nýrra leiða til fjáröflunar, félögum slnum til handa. Meðal þeirra var fram- kvæmdastjóri Everton, David Exall, en hann sér um allar framkvæmdir félagsins, utan knattspyrnuliðsins, sem Harry Catterick stjórnar. Ex- all er einnig blaðafulltrúi Everton. A morgun birtir TIMINN einkaviðtal við David Exall. Ekki synt undir OL-lágmarki á sundmóti KR, en... Guðjón setti met og vann bezta afrekið ÖE-Reykjavlk. Guðjón Guðmundsson frá Akranesivann mesta afrek Sund- móts KR, sem háö var I Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Hann hafði mikla yfirburði I 200 metra bringusundi og synti á nýjum mettima, 2:35,0 min. Gamia metið, sem Leiknir Jónsson, Á, setti 1970 var 2:35,3 mln. Hcrzlumuninn vantaði hjá Guðjóni aö ná Olymplulág- markinu, sem er 2:34,5 mfn. Það er enginn vafi á þvi að hann nær þvl, hvcnær sem er. Guðjón er oröinn okkar langbezti bringu- sundsmaður og framfarir hans hafa veriö örar og ánægjulegar siöustu mánuðina. Leiknir Jónsson varð annar I sundinu, synti á 2:44,3 min., sem er mun lakara en áður. Það þarf þó ekki að benda til þess, að hann sé húinn að vera I sundinu, viö skulum vona, aö Leiknir komi aftur, sterkur og i toppformi, eins og sagt er. Þriðji varð Sigurður Helgason, Æ, synti á 2:47,4 min. og fjórði hinn ungi Hafnfiröingur, Guömundur Ólafsson, SH, hann náöi sinum bezta tlma 2:47,8 min. Tveir þeir siðastnefndu mjög efnilegir sundmenn. Friðrik Guðmundsson, KR var öruggur sigurvegari i 400 metra skriðsundi á 4:38,6 min. sem er 6 I sek. lakara en Islandsmetið, en | þess skal getið strax.að sundmenn okkar hafa æft mjög stift upp á i siðkastið og keppnisgleöin kann ski ekki upp á það bezta. Þetta getur og mun breytast á næstu, vikum. Hinn ungi Sigurður Ólafsson, Æ varð annar á 4:41,1 , Guðmundur Gislason, A, þriðji á 4:47,8 og Páll Arsælsson Æ, fjórði á 4:54,9 . Yfir 100 þátt- takendur í þotukeppninni Árangurinn i 200 metra bringu- sundi kvenna var lakari en oft áður, en Helga Gunnarsdóttir Æ, sigraöi á 3:07,7 min. Hún hafði mikla yfirburði og vantaði til- finnanlega keppni, en Helga þarfnast einmitt keppni, þvi að hin er mikil keppniskona. önnur varð Guðrún Magnúsdóttir, KR, 3:19,0 min. þriðja Jóhanna Jóhannesdóttir, KR, 3:22,5 og Elinborg Gunnarsdóttir, Selfossi 3:24,8. Það sama má segja um timann i 200 metra fjórsundi kvenna og i 200 metra bringusundinu, hann var lakur. Sigurvegari varð Bára Ólafsdóttir, A, 2:55,6 min. Met Hrafnhildar Guömundsdóttur, 1R, er 2:38,3 min, sett 1968. Önnur varð Elin Haraldsdóttir, Æ, 3:04,5 og þriðja Elin Gunnarsdóttir, Self. 3:06,4 og fjórða Bjarnfriður Vilhjálmsdóttir, Breiðablik 3:14,2. Guðmundur Gislason, A hafði gifurlega yfirburði i 200 metra fjórsundi karla, en vantaði þó nokkuð á met sitt, timi hans var 2:23,4 min. en metið er 2:20,4 og Öllágmarkið er 2:19, min. Annar varð Hafþór B. Guðmundsson, KR, 2:33,6, þriðji Páll Ársælsson, Æ, 2:35,3 og fjórði Gunnar Kristjánsson, A, 2:36,9 . Hin efnilega sundkona Salóme Þórisdóttir, Æ sigraði i 100 metra skriðsundi kvenna á 1:07,3 min., sæmilegur timi, en alllangt frá Isl. meti Hrafnhildar Guðmundsdóttur, 1:05,2 min. önnur varð litt þekkt en rösk stúlka úr SH, Hafnarfirði, Vilborg Sverrisdóttir, 1:09,1 þriðja Guðrún Magnúsdóttir, KR, 1:11,3 og fjórða Sigriður Guðmunds- dóttir, IA, 1:12:6. Mesta þátttaka, sem verið hef- ur i opinni golfkeppni hér á landi, var i keppni, sem haldin var á golfvelli Hafnfirðinga um siðustu helgi. Þetta var 36 holu keppni, Einar Guönason undirbýr högg á 5. brautinni á Hvaleyrarvelli I Þotu- keppninni — Hann sló kúlunni um 250 metra vegalengd I það skiptið. ' , m »jsssW«-É» I ■ Guðjón Guðmundsson — náði ekki OL-markinu, en setti met. Yfirburðir Finns Garðarssonar, Ægi, i 100 metra skriðsundi voru miklir og hann synti vel, en timi hans var þó heldur lakari en reiknað var með 57.8 sek. Met hans fra i fyra er 55.8 sek. En Finnur á eftir að láta að sér kveða á næstu mótum og er einn af liklegum Ol-kandidötum. Ol-lágmarkið er 55,5 sek. Annar i sundinu var Sigurður Ólafsson, Æ, 61,0, þriðji Guðjón Guðmunds- son, 1A, 61,9 og fjórði Friðrik Guðmundsson KR, 63,1 Unglingasundin voru fjörmikil að venju og timarnir góðir. I 50 metra skriðsundi sveina 14 ára og yngri, sigraði Sturlaugur Stur- laugsson, 1A 30,8 sek. Annar varð Hróðmar Sigurbjörnssson, Umf. Hö, 30,9 og þriðji Hermann Alfreðsson, Æ, 31,7. Akurnesingar eru snjallir i sundinu, og i 50 metra bringu- sundi telpna 14 ára og yngri sigraði Jóhanna Jóhannesdóttir, á42,6sek. ElinbonGunnarsdóttir, Self. og Dagný Guðmundsdóttir, UMFN syntu á 42,9 sek. Að lokum var keppt i tveimur unglingaboðsundum. A-sveit Ægis sigraði i 4x100 metra bringusundi drengja á 5:49,2 min., önnur var A-sveit KR á 5:54,9 og þriðja B-sveit KR á 6:18,8. 1 4x100 metra bringusundi- stúlkna sigraðisveit Ægis á 6’: 25,7 min og önnur varð sveit KR á 6:35,0 min sem ber nafnið Þotukeppni og eru verðlaun til hennar gefin af Flug- félagi Islands. 1 keppnina mættu 107 kylfingar, sem er metþátttaka i opinni keppni af þessari tegund. Þessi fjöldi kom nær allur úr klúbbunum af Stór-Reykjavikur- svæðinu, en einnig frá Akranesi, Vestmannaeyjum og Selfossi. Þessi mikli fjöldi, sýnir glöggt, hve áhuginn á þessari iþrótt hefur aukizt hér á landi, en fyrir nokkr- um árum þótti það gott, ef um 45- 50 mættu i þessi opnu mót. Fer nú svo að verða, að klúbbarnir, sem halda þessi mót, verða að setja nýjar reglur um þátttökuskilyrði, þvi að vellirnir bera ekki öllu fleiri keppendur i einu. Eins og oftast á þessum mót- um, var ákveðinn hópur manna, sem skar sig úr, hvað getu og árangur snertir, en þó hefur sá hópur sjaldan verið stærri en nú. framhald á bls 23 Hola í höggi 1 Þotukeppninni i golfi á Hval- eyrarvelli á laugardaginn, var slegin hola i höggi. Það gerði einn af stjórnarmönnum Golfsam- bands Islands, Hermann Magnússon frá Vestmannaeyj- um. Þetta gerðizt á 9. braut, sem er par 3 og sló Hermann með járni nr. 6. Enginn sá,hvar kúlan kom niður og var leitað að henni fyrir utan flötina. En þá varð einum kylfusveinanna litið i holuna og þar lá hún. Að slá holú i höggi,er mjög sjaldgæft. Hér á landi hafa um 40 kylfingar gert það, og hafa þeir myndað með sér samtök, sem þeir nefna Einherja. —klp— Hermann Magnússon— sló holu I höggi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.