Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.05.1972, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 30. mai 1972. TÍMINN 23 GOLF Framhald !af bls. 20. Einar Guðnason, skar sig samt úr. Hafði 4 högg i forustu eftir fyrri daginn og átti þau þar til á siðustu holu siðari daginn, að Björgvin Hólm náði af honum 2 höggum. Einar og Björgvin léku völlinn (9holurnar) á pari siðari daginn, en fyrri daginn lék Jón Haukur Guðlaugsson, Vestmannaeyjum völlinn á einu undir pari- eða á 35 35 höggum. Honum gekk ekki vel i næsta hring á eftir og missti þar með af forustunni. Þessi keppni gaf stig til lands- liðs GSI og fengu 1Ö fyrstu menn án forgjafar stig. Þeir 10 fyrstu urðu þessir: l'ögg Einar Guðnason, GR 152 Björgvin Hólm, GK 154 Sigurður Héðinss. GK159 Þorbjörn Kjærbo, GS 160 Óttar Yngvas., GR 161 Jóhann Guömundss., GR 161 Ingvar tsebarn, GK 163 Jón H. Guðlaugss, GV 163 Gunnl. Ragnarss., GR 164 Pétur Antonsson, GS 164 A niutiu ára afmæli Bændaskól- ans á Hólum, 14. mai 1972, komu saman að Hólum skólastjórar og allmargir af kennurum bænda- skólanna á Hvanneyri og Hólum og Garðyrkjuskóla rikisins á Reykjum i Olfusi og stofnuðu SALT-viðræður Framhald af bls. 24 var út yfirlýsing þess efnis, að á laggirnar hefði verið sett nefnd, skipuð fulltrúum beggja land- anna, og myndi sú nefnd fjalla um málið áfram. Nixon og frú hans fóru til kirkju i Moskvu á sunnudaginn, áður en hann hélt ræðu i útvarp og sjónvarp. Um það bil 1000 manns voru viðstaddir guðþjónustuna, og var kirkjan full út úr dyrum. 1 ræðu sinni fór Nixon lofsam- legum orðum um sovézku leiðtog- ana og taldi samningana mikið skref i áttina til varanlegs heims- friðar. Ekki minntist hann á Viet- nam-striðið en sagði þó: „Sagan kennir okkur, að stór- veldin þvælast oft inn i ágrehings- mál smáveldanna án þess að fá við ráðið. Það er skylda okkar sem stórvelda, að koma i veg fyrir slikt. Það er skylda okkar, að koma i veg fyrir, að riki berjist innbyrðis, eins og gerist og hefur gerzt. „Siðar i ræðu sinni sagði hann: „Raunverulegur friður skapast aðeins, ef smáriki finna sig jafn traust og örugg og stór- veldin.” I dag heldur Nixon til Teheran i tran og er haft eftir aðstoðar- mönnum hans i ferðinni, að for- setinn sé úrvinda af þreytu. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sagði i rit- stjórnargrein um helgina, að þrátt fyrir að samningarnir væru mjög mikilvægir og sýndu friðar- vilja Bandarikjamanna, þá væri hinu hugmyndafræðilega striði austurs og vesturs ekki Iokið. Búnaðar- og garðykjukennara- félag Islands. Hlutverk þess á aö vera að efla samstarf milli starfs- manna þessara stofnanna og vera málsvari þeirra út á við. I stjórn voru kjörnir: Guðmundur Jónsson, Hvann- eyri, Grétar Unnsteinsson, Garð- yrkjuskóla rikisins, Magnús Óskarsson, Hvanneyri, og til vara Haraldur Arnason, Hólum. A stofnfundi voru rædd fræðslumál bændastéttar og garðykjumanna. Meðal annars var gerð eftirfar- andi ályktun: „Fundur i Búnaðar- og garð- yrkjukennarafélagi Islands, haldinn á Hólum, 14. mai 1972, skorar á stjórnvöld að efla rann- sóknarstarfsemi i landbúnaði og garðyrkju við Bændaskólann á Hvanneyri og Hólum og Garð- yrkjuskóla rikisins á Reykjum i ölfusi. Fundurinn bendir á, að fram- farir og breytingar eru afar örar i þessum greinum. Skólunum ber að hafa þar nokkurt frumkvæði og stuðla að þvi, aö starfsmenn skólanna hagnýti betur þær fram- farir, sem verða,með þvi að gefa þeim kost á að vinna að rann- sóknastörfum. A skólasetrunum eru fyrir hendi aðstaða, sem nýta má og nýta ber til þessara verk- efna.” LÖGFRÆÐI- SKRIFSTOFA Tómas Árnason, hrl. og j Vilhjálmur Árnason, hrl. j Lækjargötu 12. (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Simar 24635 7 16307. V______________________) JÓNSMESSUMÓT í BOTNSDAL Skátafélag Akraness gengst fyrir skátamóti i Botnsdal 22. - 25. júni. Félagið hefur áður haldið mörg skátamót á þessum stað. Þau hafa verið afburða vinsæl og fjölsótt af skátum viðs vegar að af landinu. Auk tjaldbúða skátanna verða þarna sérstakar fjölskyldu- búðir, sem nú eru orðnar fastur þáttur i skátamótum. Botnsdalur i Hvalfirði er rómaður fyrir náttúrufegurð. Staðurinn hefur upp á mikla fjöl- breytni að bjóða. Nefna má, að þaðan er tiltölulega stutt göngu- ferð á hinar tignarlegu Botnssúl- ur, einnig á fjallið Hvalfell. I Botnsá er fossinn Glymur, sem er hæsti foss á Islandi. Farin veröur ferð á báti i hinn sögufræga Harðarhólma i Hvalfirði, einnig skoðunarferð i Hvalstöðina. Dagskrá mótsins verður fjöl- breytt og nýstárleg á margan hátt eins og mottó mótsins, Nýtt — Nýtt — Nýtt, ber með sér. Þar verða auk fastra tjaldbúðar- starfa, leikir, keppnir, ferðir og varðeldar á kvöldin. Nú þegar er vitað um gifurlegan áhuga skáta á þessu móti. AUGLYSINGASTOFA KRISTÍNAR 9.44 ' Urvals hjolbaröar Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi Fljót og góö þjónusta KAUPFELAG TILKYNNING FRÁ HROSSARÆKTARSAMBANDI VESTURLANDS Stóðhesturinn Roði frá Skörðugili verður staðsettur i Svignaskarði eitt timabil, sem hefst i byrjun júni. Þeir, sem áhuga hafa á að nota hann,hafi samband við Skúla Kristjánsson, Svigna- skarði. Ennfremur verður tamningastöðin starf- rækt að Hvitárbakka ef næg þátttaka fæst. Hafið samband við Braga Andrésson tamningamann, Hvitárbakka eða ein- hvern úr stjórninni. BÚNAÐAR- 0G GARÐYRKJU- KENNARAFÉLAG ST0FNAÐ Þrir fyrstu með forgjöf urðu þessir: Jón Marinósson, GK 177—48= 129 Sigurður Thorarensen, GK 166-22= 144 Jóhann Stefánsson, GK 189-46= 143 Ostur Næsta opna keppnin verður hjá Golfklúbbi Ness um næstu helgi. Er þaö Pierre Robert-keppnin, sem fsl.-ameriska heildverzlunin gefur vönduð verðlaun til. Keppni þessi er flokkakeppni og hefst hún á föstudag. Þá verður leikið I kvennaflokki og unglinga- flokki (yngrien 18 ára). A laugar- dag verður keppt i meistara- og 1. fl. og i 2. flokki á sunnudag. Þá leika einnig 16 fyrstu menn frá deginum áður, þvi að þetta mót gefurstig til landsliðs GSI, og þar þarf a.m.k. 36 holu keppni til. er orkulind! Hreysti og glaðlyndi í leik og starfi. Orkulindin er í nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börn og fullorðnir eggjahvítuefni (Protein), vitamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Á starfsemi þess byggist athafnavilji þeirra, kjark- ur og hæfni í leik og starfi. Ostur eykur orku,léttír lund. Byggjum upp,borðum ost.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.