Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 14
14 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR HÚS SPRENGT Í KÍNA 22 hæða háhýsi var fellt í borginni Wenzhou í Zhejiang-héraði í Kína í gær. Húsið var reist til að hýsa starfsemi Kína- banka en hefur ekki verið notað síðan árið 1997 vegna galla í byggingunni. Átökin í Írak halda áfram: Barist við breskar og ítalskar hersveitir ÍRAK, AP Að minnsta kosti 28 Írakar létu lífið í átökum við breskar her- sveitir á laugardag. Átökin áttu sér stað nærri Amarah og er talið að flestir þeirra látnu hafi verið uppreisnarmenn. Þá voru þrjár íraskar konur sem unnið hafa fyrir bandaríska herinn skotnar af uppreisnar- mönnum í suðurhluta landsins í gærdag. Þar áttu sér auk þess stað blóðug átök milli uppreisnar- manna og ítalskra hersveita. Tveir Írakar létu lífið í átökunum og sex ítalskir hermenn særðust nokkuð. Uppreisnarmennirnir skutu á ítölsku hersveitirnar úr gluggum sjúkrahúss í borginni Nasiriyah. Bandarískur hermaður lést þegar sprengja sprakk í Bagdad í fyrrakvöld. Þá hafa 776 banda- rískir hermenn látist í Írak síðan ráðist var inn í landið á síðasta ári. ■ Útvarpsráð fjallaði um synjun Helgu Völu um starf á fréttastofu: Ráðningarreglur mjög matskenndar ÚTVARPSRÁÐ Ráðningarreglur Rík- isútvarpsins eru mjög mats- kenndar og óljósar að sögn Svan- fríðar Jónasdóttur, fulltrúa Sam- fylkingarinnar í útvarpsráði. Á fundi útvarpsráðs í fyrradag óskaði Svanfríður eftir því að far- ið yrði yfir reglurnar í kjölfar þess að Bogi Ágústsson, forstöðu- maður fréttasviðs Ríkisútvarps- ins, synjaði Helgu Völu Helga- dóttur um starf hjá fréttastofu vegna þess að hún hefði tekið þátt í kosningabaráttu Vinstri grænna á síðasta ári. Í Fréttablaðinu í byrjun mánaðar- ins gagnrýndi Svanfríður þessa niðurstöðu Boga og benti á að Sig- mundur Sigur- geirsson, fyrrum k o s n i n g a s t j ó r i Sjálfstæðisflokks- ins í Árborg, stýrði nú svæðis- útvarpi Ríkisútvarpsins á Suður- landi og sem slíkur starfaði hann líka sem fréttamaður. Þegar Bogi var beðinn að svara fyrir þetta sagði hann Sigmund ekki vera starfsmann fréttasviðs og bætti við: „Ég er með mínar reglur og fylgi mínum reglum en svara ekki fyrir einhverja aðra.“ Svanfríður sagði ljóst að yfir- menn Ríkisútvarpsins færu ekki eftir sömu reglum við ráðningar og legðu ekki sama mat á hluti eins og pólitíska fortíð umsækj- enda. Hún setti fram ósk um að reglurnar yrðu gegnsæjar og öll- um ljósar. Það væri nauðsynlegt fyrir trúverðugleika stofnunar- innar. ■ Ísraelar gera árás á flóttamannabúðir Palestínumanna: Átján felldir í Rafah-búðunum RAFAH, AP Ísraelskar herþyrlur gerðu umfangsmikla árás á Rafah- flóttamannabúðirnar á Gaza- svæðinu aðfaranótt þriðjudags. Þetta er sögð umfangsmesta að- gerð Ísraela á svæðinu um árabil. Ísraelsher segir flesta þeirra átján sem féllu hafa verið vopn- aða. Palestínumenn sögðu sex vera óbreytta borgara. Þeirra á meðal voru þrettán og sextán ára systkin. Í gær var gert ráð fyrir að fjöldi fallinna kynni að hækka enda særðust 32 og þar af voru tólf sagðir hættulega slasaðir. Talsmenn Ísraelsmanna segja að ástæða innrásarinnar sé að Rafah- búðirnar, sem eru við landamæri Egyptalands, séu miðstöð vopna- smygls og gera ráð fyrir áfram- haldandi aðgerðum á svæðinu. Al- þjóðsamfélagið, þar á meðal Banda- ríkjamenn, hafa gagnrýnt Ísrael fyrir að leggja um eitt hundrað hús á svæðinu í rúst í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að eldflaugar og önnur vopn hafi verið flutt yfir landamæri á síðustu misserum og mun herinn því vakta landamærin af aukinni hörku á næstunni. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, hefur skorað á Ísra- elsmenn að láta af eyðileggingu heimila Palestínumanna og Am- nesty International segir aðgerð- irnar flokkast sem stríðsglæpi. ■ Sænskur skiptinemi: Kynntist bjarnarhúni ALASKA, AP Sænskur skiptinemi kynntist náttúrulífinu í Alaska mun betur en hann bjóst við þeg- ar hann kynntist óvænt bjarnar- húni. Max Bergman, menntaskóla- nemi frá Linköping, var í sólbaði þegar hann fann eitthvað loðið og mjúkt koma við sig. „Fyrst hélt ég að þetta væri hundur og reyndi að ýta honum í burtu,“ segir Berg- man. Honum brá heldur betur í brún þegar í ljós kom að hundur- inn var í raun bjarnarhúnn. Á fjórum fótum var húnninn rúmlega metra hár og er talinn um það bil tveggja ára gamall. ■ Orrustan um Cassino: Hildarleiks minnst ÍTALÍA, AP Sextíu árum eftir að þús- undir hermanna létu lífið í orrustunni um Monte Cassino var fjölmenni við- statt minningarathöfn sem fram fór í grafreit hermanna sem létu lífið. Meðal þeirra sem tóku þátt í minningarathöfninni var Aleksand- er Kwasniewski, forseti Póllands. Pólskir hermenn léku lykilhlutverk í lokabaráttunni um klaustrið í Monte Cassino og náðu því loks að morgni 18. maí 1944. Þá hafði það fyrir löngu verið sprengt í loft upp í fimm mánaða bardögum. ■ LILJUR DALSINS Eitt Faberge-eggjanna nefnist Liljur dalsins. Faberge-egg: Komin aftur til Moskvu MOSKVA, AP Opnuð hefur verið sýn- ing á fimmtán Faberge-eggjum í safni í Kreml í Moskvu. Þau eru hluti listasafns sem rússneski auðkýfingurinn Viktor Veksel- berg keypti fyrir andvirði tæpra átta milljarða króna. Faberge-eggin þykja með mestu dýrgripum rússneskrar sögu en eins og margir aðrir dýrgripir voru þau flutt úr landi í rússnesku bylt- ingunni eða seld til útlanda í kjölfar hennar. Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja slíka dýrgripi heim á nýjan leik. ■ DEAN VIÐ HLIÐ KERRY Howard Dean, fyrrum keppandi um út- nefningu Demókrataflokksins til forsetaembættisins, tekur nú þátt í kosningabaráttu John Kerry af kappi. Dean gagnrýndi Kerry mjög þegar þeir voru keppinaut- ar en talið er að stuðningur Dean við Kerry geti dregið úr líkunum á því að vinstrisinnaðir kjósend- ur velji Ralph Nader fremur en Kerry. PENTAGON REFSAR HALLIBURTON Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið hefur ákveðið að halda eftir tæpum tólf milljörðum króna sem það skuldar verktakafyrir- tækinu Halliburton. Varnarmála- ráðuneytið telur að um vanefndir að hálfu Halliburton sé að ræða. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, var forstjóri Halli- burton áður en hann tók við emb- ætti. ■ BANDARÍKIN - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 27. maí Frá kr. 29.995.- Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spáni, einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur og fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar, gott úrval veit- ingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl. Verð frá kr. 29,995.- á mann. m/v 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann. Verð frá kr. 39,990.- á mann. M/v 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 2.000.- á mann. SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR SKRIÐDREKAR Á GAZA Ísraelskur hermaður gengur framhjá skriðdrekum á Gaza-svæðinu. Gert er ráð fyrir að að- gerðir Ísraelsmanna á svæðinu haldi áfram þrátt fyrir mótmæli alþjóðasamfélagsins. FRÁ ÍRAK 776 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan ráðist var inn í landið á síðasta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.