Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 18
Nú þegar Davíð Oddsson hefur breytt fjölmiðlafrumvarpi sínuí þriðja sinn og sneitt af því afleitasta brotið á stjórnar-skránni er tímabært að velta fyrir sér hvort rétt hafi verið af stjórnarliðum að kvarta undan umfjöllun fjölmiðla um frumvarpið. Stundum er sagt að ein af skyldum fjölmiðla sé að veita stjórnvöldum aðhald. Að baki því liggur sú hugmynd að þrátt fyrir að ríkisvaldinu sé ætlað að gæta að grundvallarreglum í samfélaginu og bera hag allra jafnt fyrir brjósti þá þarf að minna ráðamenn reglulega – og stundum rækilega – á þessar skyldur. Ef ekkert væri aðhaldið myndu stjórnvöld beita ríkisvaldinu fyrst og fremst í eigin þágu. Við undirbúning fjölmiðlafrumvarpsins kom sterklega fram að helsti hvatinn að baki frumvarpinu var óþol ráðherra ríkisstjórnar- innar gagnvart tilteknum fjölmiðlum. Ef við viljum ekki ætla þeim að hafa ekki þolað aðhald þessara fjölmiðla getum við í það minnsta ver- ið sammála um að þeir hafi ekki þolað hvernig þessir miðlar beittu aðhaldi sínu. Ef ráðherrarnir hafa ekki viljað skrúfa fyrir aðhaldið þá lýstu orð þeirra og gjörðir löngun til að stjórna aðhaldinu og draga rækilega úr því. Þótt fáir hafi viljað trúað því að óreyndu, að ríkis- stjórn Íslands myndi á árinu 2004 leggja fram frumvarp sem ætlað var að koma höggi á fjölmiðla sem ráðherrum líkaði ekki, þá gerðist það nú samt. Þegar efnisatriði fyrstu frumvarpsdraga Davíðs Oddssonar láku út voru viðbrögð flestra fjölmiðla á einn veg. Í drögunum var gert ráð fyrir að útgáfa dagblaða yrði gerð leyfisskyld og ritfrelsi þar með afnumið. Núverandi eigendum Norðurljósa var skammtaður sex mánaða tími til að hafa sig á burt úr fjölmiðlum. Skiljanlega brugðust flestir fjölmiðlar við þessum tíðindum og birtu ítarlegar fréttir af málinu og viðbrögðum við því. Morgunblaðið skar sig nokkuð frá öðr- um miðlum með takmarkaðri umfjöllun. Undanfarnar vikur hafa síðan flestir fjölmiðlar flutt fréttir af af- stöðu fjölda manna, félaga og samtaka til frumvarpsins. Yfirgnæf- andi meirihluti hefur verið andsnúinn frumvarpinu; ekki aðeins sök- um þess að það stangaðist á við ákvæði stjórnarskrár, mannréttinda- sáttmála og EES-samnings heldur ekki síður vegna þess að það vinn- ur þvert gegn yfirlýstu markmiði sínu; að auka fjölbreytni og fjöl- ræði í íslenskum fjölmiðlum. Meðal fárra stuðningsmanna frum- varpsins hafa verið forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem segja fyrirtæki sitt stefna í gjaldþrot innan 18 mánaða vegna fjöl- breytni og samkeppni á ljósvakamarkaði, og ritstjóri Morgunblaðs- ins. Morgunblaðið hefur fagnað öllum útgáfum frumvarpsins. Nú þegar ríkisstjórnin hefur bakkað nokkuð í málinu hlýtur hún að þakka þeim fjölmiðlum sem hafa haft dug til að veita henni aðhald. Ríkisstjórnin mætti hins vegar búa yfir þeirri reisn að taka tillit til þeirrar andstöðu sem þetta frumvarp mætir og fela góðu fólki að semja nýtt frumvarp. Það er vonlaust verk að ætla að gera gott úr upphaflegum drögum Davíðs Oddssonar – líklega sökum þess að í þeim var ekkert gott að finna en of mikið af illum hug til Norðurljósa- samsteypunnar, miðla hennar og aðstandenda. ■ Stuttu fyrir Alþingiskosningarn- ar í fyrra hafði glöggur maður innarlega úr Framsóknarflokkn- um samband við mig og vildi ræða Írak og Mið-Austurlönd. Hann sagðist lítið vita um þenn- an heimshluta en hafði þungar áhyggjur af framvindu mála og þá sérstaklega af því hvort her- ská stjórn Bandaríkjanna, sem hafði þá nýlega fyrirskipað inn- rás í Írak, myndi láta kné fylgja kviði og ráðast inn í fleiri ríki. Auðvitað hafði maðurinn áhyggj- ur af íbúum svæðisins en tilefni samtalsins var þó íslenskur veru- leiki. „Ef Bandaríkjamenn fara inn í Sýrland, sagði hann, er Hall- dór Ásgrímsson fallinn í Reykja- vík og ríkisstjórnin með honum“. Í áratuga umhugsun um Mið- Austurlönd hafði mér aldrei dott- ið í hug að örlög Framsóknar- flokksins yrðu ráðin í Írak eða Sýrlandi. Ég var þarna að ljúka langri ferð sem farin var til að heyra í mönnunm sem víðast í heiminum um hnattvæðinguna en enginn þeirra sagði mér neitt óvæntara um minnkun heimsins en þessi framsóknarmaður í Reykjavík. Við munum ekki vita hvort þetta var rétt metið hjá mannin- um, sem raunar hefur mjög næmt nef fyrir íslenskri pólitík, en ég hef smám saman hallast að því að svo hafi verið. Íslendingar voru eins og aðrir íbúar Vestur- Evrópu almennt á móti þessu stríði og kunnu því illa að vera settir á lista yfir viljuga stuðn- ingsmenn stríðsins. Sama var uppi á teningnum í nokkrum öðr- um löndum en fáir töldu þó að Írakstríðið yrði stórt mál í innan- landsstjórnmálum á Vesturlönd- um. Á síðustu mánuðum hefur annað komið í ljós og Írakstríðið orðið að máli sem hefur djúp áhrif á skoðanamyndun í stjórn- málum víðs vegar um heiminn. Þetta sést með beinum hætti í nokkrum ríkjum þar sem vald- hafar hafa lent í stórfelldum vandræðum vegna afstöðu sinn- ar til stríðsins. Þekkt eru vand- ræði hægri manna á Spáni sem voru vinsælir fyrir ábyrga og farsæla efnahagsstjórn en töp- uðu kosningum í vor og fá eftir- mæli sem snúast meira um Írak- stríðið og eftirleik þess en nokk- uð annað. Forsætisráðherra Ástr- alíu, einn hinna viljugustu, gæti tapað kosningum í haust sem all- ir töldu fyrir skemmstu að hann myndi vinna. Berlusconi, sem flestir utan Ítalíu líta á sem léleg- an trúð með vondar skoðanir, er líka lentur í vandræðum vegna Írakstríðsins. Sumir hinna viljugu valda- manna þurfa auðvitað ekki að hafa áhyggjur af almenningsálit- inu eins og hinn nýi bandamaður Bandaríkjanna, forseti Uzbekist- an, sem lét nýlega drepa einn andstæðinga sinna með því að sjóða hann í potti. Það hafði auð- vitað ekki frekar en annað í sama dúr áhrif á lykilstöðu hans í bandalaginu okkar, bandalagi hinna viljugu. Í öðrum tilvikum er ólíklegt að við fréttum mikið um afdrif leiðtoga, því hinir vilj- ugu voru margir hverjir stjórn- endur ríkja sem fáir taka eftir, ríkja eins og Míkrónesíu, Salómonseyja, Marshalleyja og Palau en tvö þeirra eru raunar einu ríkin sem styðja Ísrael og Bandaríkin í Palestínumálinu og hljóta því að teljast viljugust allra. Stóra spurningin í þessu öllu er auðvitað um örlög Tony Blair og George Bush. Báðir eru í vanda. Bæði ríkin hafa þó háð tugi styrjalda á síðustu áratugum án þess að það hafi komið niður á kjörfylgi leiðtoga þeirra, oftast öðru nær. Víetnamstríðið er til dæmis líklega eina stríðið í sögu Bandaríkjanna sem kostaði sitj- andi forseta embættið. Það gleymist stundum að Bretar hafa barist enn víðar en Bandaríkin. Aðeins eitt ár mun til að mynda hafa liðið á allri tuttugustu öld- inni án þess að breskur hermað- ur félli fyrir óvinahendi. Aðeins einn forsætisráðherra á öldinni tapaði þó embætti vegna stríðs, Eden eftir Suezstríðið. Ef Tony Blair hrekst úr embætti forsæt- isráðherra á næstu mánuðum eða misserum, eins og vaxandi líkur virðast á, verður það einungis vegna stríðsins í Írak. Það sama má segja um Bandaríkin. Ef Bush tapar í haust verður það vegna Írakstríðsins. Það er hins vegar ekki aðeins í ríkjum hinna viljugu leiðtoga sem stríðið hefur mikil áhrif á skoðanamyndun í stjórnmálum. Írakstríðið ásamt Palestínumál- inu virðist ætla að hafa mótandi áhrif á skoðanir fólks í mörgum af risasamfélögum Asíu á Banda- ríkjunum og að einhverju leyti á Vesturlöndum almennt. Meðal annars þess vegna mun afstaða nokkurra leiðandi ríkja Evrópu til Írakstríðsins og Palestínu- málsins hafa áhrif til langframa. Þessi áhrif gætu þegar fram í sækir orðið erfiðari fyrir Banda- ríkin en áhrif þess að hryðju- verkamenn eru nú framleiddir eins og á færibandi í Írak og Palestínu af herjum Bandaríkj- anna og Ísraels. ■ 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ríkisstjórnin hlýtur að fagna aðhaldi frá fjölmiðlum. Aðhald hefur áhrif – en ekki næg Viljugir menn í vanda ORÐRÉTT Allt getur gerst Og ef einhver gæti nú sagt okkur hversu líklegt hefði þótt fyrir bara misseri síðan eða svo að í leiðara Moggans væri vitnað í Ögmund Jónasson sem sérstakt- an lögspeking og sérfræðing í stjórnarskrárfræðum, þá skulum við éta hattinn hans Reynis Traustasonar. Grein undir fyrirsögninni „Ögmund- ur lögspekingur Moggans“ DV 18. maí. Aftur á byrjunarreit Ég lít þannig á að verið sé að reka þetta mál [fjölmiðlafrum- varpið] fyrir einn aðila, ríkis- sjónvarpið. Það séu sjónarmið flutningsmanna; að hér skulu ekki reknar einkasjónvarps- stöðvar, einungis ríkissjónvarp. Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður og einn af fyrrverandi eigendum Stöðvar 2. Mbl. 18. maí. Núna fyrst? Þegar horft er til alls þessa verð- ur ekki betur séð en fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórnarinnar sé að komast í réttan og málefna- legan farveg. Leiðari Morgunblaðsins sem stutt hef- ur fjölmiðlafrumvarpið frá upphafi. Mbl. 18. maí. Hefur þetta heyrst áður? Upp hlaðast einkenni þess að kominn sé tími á Davíð Oddsson forsætisráðherra. Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri. DV 18. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Ríkisstjórnin mætti hins vegar búa yfir þeirri reisn að taka tillit til þeirrar andstöðu sem þetta frumvarp mætir og fela góðu fólki að semja nýtt frumvarp. ,, Maddaman enn lokuð Enn getur að líta eftirfarandi tilkynningu á vefnum Maddaman.is, sem Samband ungra framsóknarmanna er skráð fyrir: „Maddaman er því miður óaðgengileg vegna bilunar í hugbúnaði. Maddaman biðst velvirðingar á uppákomunni“. Bilunin á vefritinu varð sem kunnugt er nokkrum klukkustundum eftir að þar birt- ust skrif sem einhverjum þóttu fela í sér óviðeigandi ummæli um afa eins af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Að sjálf- sögðu hlýtur að vera um tilviljun að ræða. Blað allra landsmanna Það kom víst einhverjum á óvart að sjá grein í Fréttablaðinu í gær eftir Júlíus Haf- stein, sem stundum er kenndur við Heimastjórnarflokkinn. Júlíus hefur á und- anförnum mánuðum harðlega gagnrýnt blaðið í vikulegum spjallþætti hjá Ingva Hrafni Jónssyni á Útvarpi Sögu. Hefur hann m.a. haldið því fram að blaðið birti ekki annað efni en það sem sé eigendunum þóknanlegt. En eins og margoft hefur komið fram er hátt til lofs og vítt til veggja í vistarverum Fréttablaðsins og þar rúmast ólíkar skoðanir. Skoðanir Heimastjórnar- flokksins eru þar engin undantekning. Þó það nú væri í útbreiddasta blaði landsins - blaði allra landsmanna! Í réttan farveg? Eindreginn stuðningur Styrmis Gunnars- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við fjöl- miðlafrumvarpið frá upphafi hefur vakið athygli en ætti þó ekki að koma á óvart þegar horft er til náinna tengsla hans og Davíðs Oddssonar undanfarin ár eftir erfitt tímabil í samskiptum þeirra. Einnig hafa menn veitt því eftirtekt hvernig Styrmir hefur beitt Morgunblaðinu - sumir mundu segja misbeitt - í þágu málstaðarins að undanförnu. Hafa vinnubrögð blaðsins minnt suma á þá tíð þegar Mogginn var hreint flokksblað. Telja margir að trúverð- ugleiki blaðsins hafi orðið fyrir alvarlegum skaða vegna vinnubragða ritstjórans. Í leiðara Morgunblaðsins í gær er komist svo að orði að „fjölmiðlafrumvarp ríkis- stjórnarinnar sé að komast í réttan og mál- efnalegan farveg“ eftir þær breytingar sem Davíð og Halldór gerðu á mánudaginn. Vaknar nú sú spurning í hvaða farvegi frumvarpið hafi verið frá upphafi. Varla „rétt- um og mál- efnalegum“? FISKBÚÐIN HAFBERG G N O Ð A R V O G I 4 4 S . 5 8 8 8 6 8 6 GLÆNÝR HUMAR STÓRLÚÐA OG SKÖTUSELUR degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÁHRIF ÍRAKSSTRÍÐSINS JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Írakstríðið ásamt Palestínumálinu virðist ætla að hafa mót- andi áhrif á skoðanir fólks í mörgum af risasamfélögum Asíu á Bandaríkjunum og að einhverju leyti á Vestur- löndum almennt. Meðal annars þess vegna mun af- staða nokkurra leiðandi ríkja Evrópu til Írakstríðsins og Palestínumálsins hafa áhrif til langframa. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.