Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 181 stk. Keypt & selt 16 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 9 stk. Kennsla & námskeið 1 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 29 stk. Atvinna 30 stk. Tilkynningar 5 stk. Misdýr útilegubúnaður BLS. 2-3 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 19. maí, 140. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.59 13.24 22.55 Akureyri 3.22 13.09 22.59 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég þarf ekki að kaupa einhverja hluti til að öðlast ham- ingjuna,“ segir Halldór Gylfason, leikari í Borgarleikhús- inu og söngvari í hljómsveitinni Geirfuglunum. „Ég kem frá verkamannaheimili og var alinn upp við það að verða ekki alltaf að kaupa það nýjasta. Reyndar erum við öll systkinin þannig. Ég eltist aldrei við nýjungar og þannig spara ég heilan helling. Lykillinn að sparnaði er að leyfa ekki framleiðendum og auglýsendum að gera fólk óham- ingjusamt. Þá opnar það veskin og rýkur út í búð og kaupir sér hamingjuna.“ Halldór leggur ekki mikið upp úr sparnaði í matvörum og verslar bara þar sem hann er staddur, hvort sem það er hjá kaupmanninum á horninu eða í einum af stórmörkuðum borgarinnar. „Ég kaupi bara matvöru þar sem ég er – fer allt eftir því hvað vantar.“ Þegar kemur að fatakaupum skín hagsýni Halldórs í gegn. Hann notar góða tengiliði í tískuiðnaðinum sem eru tveir vinir hans. Annar þeirra er skóinnflytjandi og fer Halldór tvisvar sinnum á ári með honum á verksmiðjuút- sölur til að kaupa sér föt. Buxurnar hins vegar kaupir hann hjá góðvini sínum í einum af betri verslunum bæjar- ins og skefur hann ekkert af gæðunum og segir þær bestu buxur í öllum heiminum. ■ Kaupir alltaf buxur í sömu búðinni: Bestu buxur í heimi Halldór Gylfason kaupir sér ævin- lega buxur hjá góðvini sínum í einni af betri verslunum bæjarins. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Hattar á staura. Verð 850 kr. stk. Pant- anir í síma 895 0502. Tilboð óskast í þennan glæsilega Víking árgerð 2000 í 0 kerfi. Útbúinn á línu og handfæri. Upplýsingar í síma 864 3805 og 437 1365. Háls í Kjós - til sölu mjög góður bjálka- sumarb. með húsg. Eignin skiptist í stofu, eldhús, baðh. Rafm., heitt vatn. Tilb. 4.999 m. S. 847 7510. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Ferðalán eru það nýjasta hjá Sparisjóði Kópavogs. Vaxtakjör Ferðalána eru hagstæðari en rað- greiðslusamningar kredit- korta. Lánið er óverð- tryggt með breytilegum vöxtum en ber 11,7% vexti miðað við 11.02.2004. Vextir á rað- greiðslusamningum eru á bilinu 12-16%. Til 31. ágúst er veittur 50% afsláttur af lántökugjaldi Ferðalána. Lánið er veitt til allt að fjögurra ára og lánsfjárhæð er allt að 500 þúsund krónur. Heimilt er að borga aukalega inn á lánið og greiða það upp hvenær sem er að kostnaðarlausu. ■ fjarmal@frettabladid.is Verslun á netinu virðist vera á uppleið í Noregi en ný könnun sýnir að helmingur landsmanna hefur einhvern tímann keypt sér vöru á netinu. Tregða Norð- manna til að greiða fyrir vörur í gegnum netið hefur minnkað og almenningur segist sjá þar tækifæri til að gera betri kaup. Þá þykir fólki það kostur að geta yfirleitt fengið góðar og ítarlegar upplýs- ingar um vöruna sem það vill kaupa. Fyrri hluti sumarsins er yfirleitt líflegasti tíminn hvað netverslun varðar, en þá er algengast að fólk sé að leita að ferðatil- boðum af ýmsu tagi. Neytendasamtökin hafa afhent Sam- keppnisstofnun kæru vegna auglýsingar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja um samanburð á þjónustugjöldum í bönkum á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er álit lögfræðinga Neytendasamtakanna að auglýsingarnar brjóti í bága við ákvæði samkeppnislaga enda gefi þær engan veg- inn rétta mynd af aðstæðum. Skýrslan sem auglýsingarnar byggja á hafi alvarlega galla og sé algerlega óviðunandi grundvöllur fyrir auglýsingu sem beint er að neytendum. Liggur í loftinu FYRIR FJÁRMÁLIN Ferðalán: Hægt að greiða upp hvenær sem er

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.