Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 30
Jónas Ingólfur Gunnarsson, 21árs nemi, opnaði í gær mynd- listarsýninguna Náttúrubundin dulúð í glerskála K-byggingar Landspítala - háskólasjúkrahúss. „Ég hef ekki hætt að mála síðan ég var krabbameinssjúkur,“ segir Jónas. „Erna, iðjuþjálfarinn sem var með mig í þjálfun, kom því í gegn í fyrra að ég væri með sýn- ingu hér á Landspítalanum. Gler- skálinn er bjart og gott sýningar- svæði og það veitir ekki af að lífga upp á svæðið.“ Sýning Jónasar stendur fram á sunnudag. „Í fyrra stóð sýningin í tvo daga og ég á ekkert af þeim verkum lengur.“ Öll verkin eru máluð með akrýllitum og segist Jónas ætla að halda ótrauður áfram að mála. „Ég er ekki menntaður í myndlist en er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á myndlistar- og náttúrufræðibraut sem er rosalega mikið nám. Ég mála rosalega mikið upp úr sam- félaginu og er svolítið mikið fyrir náttúruna sem ég bind svolítilli dulúð og sálu hvers og eins. Það er mikil nákvæmnisvinna í þessum myndum.“ Tengsl hans við náttúr- una segir hann meðal annars stafa að því að hann er af Snæfellsnes- inu og þegar hann snúi aftur heim finni hann fyrir mikilli orkuupp- sprettu frá jöklinum. Í myndum Jónasar má sjá hvernig hann notar listina til að vinna sig upp úr þeim erfiðleikum sem baráttan við krabbameinið var. „Þetta var rosalega mikið áfall fyrir mig að greinast með alvar- legan sjúkdóm, sérstaklega þegar maður er ungur. Þetta var einnig áfall fyrir fjölskylduna og það má segja að hún hafi greinst með mér. Öll vinna, sérstaklega listræn og skapandi vinna, hjálpar fólki í erf- iðleikum og litameðferð virkar mjög vel.“ Sérstaklega segir hann hafa hjálpað að mála mikið með bláu og grænu sem eru litir sem hann vinnur mikið með. „Ef ég málaði mikið með þessum litum leið mér vel þann daginn og þá virkar ónæmiskerfið betur. Það er eitthvað við það að horfa á liti og viss útrás sem kemur fram þegar maður er að mála. Sumir berja í sófa, ég mála.“ ■ Áþessum degi árið 1967 stað-festu Sovétmenn samkomulag um að kjarnorkuvopnum skyldi haldið frá geimnum. Þetta var einn fyrsti meiriháttar samning- urinn milli stórveldanna um tak- mörkun á dreifingu kjarnorku- vopna en áður höfðu Bandaríkja- menn, Bretar og nokkrar aðrar þjóðir undirritað samkomulagið. Geimferðakapphlaupið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hófst árið 1957 þegar Rússum tókst að koma Spútnik-gervihnett- inum á sporbaug umhverfis jörðu og strax í kjölfarið vöknuðu áhyggjur af því að geimurinn yrði næsti vettvangur vígbúnaðar- kapphlaupsins. Viðleitni Banda- ríkjamanna til að koma í veg fyrir þessa þróun hófst árið 1967 þegar fyrrnefndur samningur var kynntur til sögunnar en hann gerði jafnframt ráð fyrir því að þjóðirnar sem komu að samkomu- laginu myndu ekki nota tunglið eða reikistjörnurnar sem her- stöðvar eða vopnabúr. Viðleitni stórveldanna til að stemma stigu við kjarnorku- vopnakapphlaupinu hafði hafist nokkru áður en árið 1959 gerðu nokkrar þjóðir og þar á meðal Rússar og Bandaríkjamenn samn- ing um að Suðurheimskautslandið skyldi vera kjarnorkuvopnalaust og 1963 var gert samkomulag um takmarkanir á tilraunum með kjarnorkuvopn. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1536 Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks VIII, er hálshöggvin fyrir framhjáhald. 1911 New York-búinn Caesar Cella verður fyrsti maðurinn sem hlýt- ur refsidóm byggðan á fingrafararannsókn. 1935 T.E. Lawrence, betur þekktur sem Arabíu-Lawrence, deyr af völdum áverka sem hann fékk í mótorhjólaslysi. 1943 Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, ávarpar Banda- ríkjaþing og lýsir yfir fullum stuðningi við Bandaríkjamenn í stríði sínu við Japani. 1964 40 leyndir hljóðnemar finnast í sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu. 1971 Ljóðskáldið Ogden Nash deyr á heimili sínu í Baltimore, 69 ára gamall. KJARNORKUSPRENGJAN Einn helsti ógnvaldur síðustu aldar var gerður útlægur úr geimnum á þessum degi árið 1967. 22 19. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT Gísli Már Jóhannsson, kántrítónlistar- maðurinn Gis, er 37 ára. 19. MAÍ 1967 SOVÉTMENN ■ Staðfesta samkomulag um að kjarn- orkuvopn skuli ekki notuð úti í geimnum. Myndlistarsýning FYRRUM KRABBAMEINS- SJÚKLINGUR ■ opnaði aðra sýningu sína á Landspítalanum. PETE TOWNSHEND Gítarleikari The Who er 59 ára í dag. 19. MAÍ Fjögur ný frímerki verða gefinút af Íslandspósti í dag. Tvö frímerkjanna, með verðgildunum 65 og 90 krónur, sýna sumarleyfi sem er sameiginlegt þema Evr- ópufrímerkjanna í ár. Íslensku Evrópufrímerkin sýna jöklaferðir á stórum jeppum og hjólreiða- menn á þjóðvegum landsins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Íslands- pósti hafa Evrópufrímerkin jafn- an verið meðal eftirsóttustu ís- lensku frímerkjanna og hafa ís- lensk Evrópumerki frá níunda áratugnum margfaldast í verði á safnaramarkaði. Í tilefni 100 ára afmælis síldar- ævintýrisins verður því gert skil á 65 krónu frímerki. Góð síldarsum- ur í heimskreppunni á fjórða ára- tugnum höfðu mikla þýðingu fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar þegar saltsíld var mörgum Evr- ópuþjóðum mikilvæg fæða á þrengingartímum heimsstyrjald- anna. Árið 1969 hvarf hins vegar stóri norsk-íslenski síldarstofninn vegna ofveiði Norðmanna, Íslend- inga og Sovétmanna. Til að minn- ast síldaráranna er starfrækt Síld- arminjasafn á Siglufirði og hefur hróður þess borist víða. Í tilefni aldarafmælis kven- félagsins Hringsins er einnig gefið út 100 króna frímerki. Stofnendur Hringsins voru 46 en nú eru félags- konur 309. Fyrsta verkefni félags- ins var aðstoð við fátækar sængur- konur og að byggja Kópavogshæl- ið, sem Hringurinn rak, um árabil fyrir berklasjúklinga. Barnageð- deildin við Dalbraut tók til starfa 1971 með tilstyrk Hringsins og nýr Barnaspítali Hringsins var tekinn í notkun 3. apríl á síðasta ári. ■ Frímerki ÍSLANDSPÓSTUR ■ gefur út fjögur ný frímerki í dag. Sumarfrí, síld og Hringurinn FJÖLBREYTT FRÍMERKI Evrópufrímerkin í ár sýna sumarfrí, auk þess sem gefin eru út frímerki í tilefni aldarafmæla síldarævintýrisins og kvenfélagsins Hringsins. Bláir og grænir litir hjálpa JÓNAS INGÓLFUR GUNNARSSON Segir listræna og skap- andi vinnu hjálpa fólki í erfiðleikum. Árni Brynjólfsson, (Tryggvaskála), Grænumörk 1, Selfossi, lést laugardag- inn 15. maí. Árni Snæbjörn Valdimarsson vélfræð- ingur, Rauðalæk 25, lést sunnudaginn 16. maí. Bjarni Magnússon, Borgartúni 30a, áður Heiðarvangi 8, Hafnarfirði, lést föstudaginn 14. maí. Gunnar Hlöðver Steinsson, Laufrima 6, Reykjavík, lést laugardaginn 15. maí. Ragnheiður Árnadóttir Nicholas lést í Washington D.C., sunnudaginn 25. apríl. ■ ANDLÁT 13.30 Einar Ólafsson, fyrrv. útsölustjóri ÁTVR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Hallgrímur Valgeir Guðmunds- son, Stórholti 47, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Garðakirkju. 15.00 Guðmundur Bragi Jafetsson, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. GRACE JONES Þessi skrautlega söng- og leikkona sem heimsótti Íslands með látum fyrir margt löngu er 52 ára í dag. Ásgeir Hannes Eiríksson, fv. al- þingismaður, er 57 ára. Ólafur Vignir Al- bertsson píanó- leikari er 68 ára. Guðjón Sig- mundsson (Gaui litli) er 47 ára. Dagný Kristjáns- dóttir prófessor er 55 ára. Engin kjarnorkuvopn í geimnum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.