Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 31
23MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2004 Þetta er verkefni sem ég hefverið að gera í fríum og í ferð- um fyrir Morgunblaðið síðastliðin fimmtán ár,“ segir Ragnar Axels- son ljósmyndari, betur þekktur sem Rax, um ljósmyndasýningu sem hann var að opna í Hamborg í Þýskalandi en hefur áður verið sýnd í Berlín við mjög góðar und- irtektir. „Þetta er eyjatríó, mynd- ir í svart/hvítu frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi. Myndir af flottum týpum úr menningu sem er að hverfa, frá veiðimannasam- félögum.“ Ragnar segir að það sé búið að sækjast eftir að sýningin fari víð- ar eða jafnvel að ný sýning á verkum hans verði sett upp, til dæmis í Brasilíu, Ástralíu, Nor- egi, Frakklandi og í Belgíu. „Þetta hefur eitt leitt af öðru og eftir að ég fékk flotta gagnrýni frá Þjóð- verjum fóru fleiri að sækjast eft- ir að fá sýninguna.“ Í sumar mun koma út ljós- myndabók frá Ragnari með mörg- um þeim myndum sem hann hef- ur tekið í þessu eyjatríói, um þrjá- tíu myndir frá hverju landi þar sem reynt verður að segja sögu þjóðanna í norðri. ■ Ímyndir hverfandi menningar SÝNING RAGNAR AXELSSON ■ Opnaði sýningu í Hamborg og frá honum kemur bók í sumar. www.toyota.is Corolla Verso. Hversu Verso viltu vera? Sjaldan hefur einn bíll boðið upp á jafn marga möguleika með jafn einföldum hætti. Með einu handtaki breytirðu Corolla Verso úr 2 manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Hvert sæti er sjálfstæð eining sem leggst alveg niður svo gólfflöturinn verður rennisléttur og jafn. Þetta þýðir að þú getur á einu augnabliki lagað innra rými bílsins algjörlega eftir þörfum hverju sinni. Aksturinn er léttur og lipur, hönnunin glæsilega rennileg og bíllinn hlaðinn öllum þeim hágæða- og öryggisþáttum sem kröfuharðir ökumenn ganga að sem vísum. Corolla Verso er byltingarkenndur 7 manna fjölskyldubíll. Í honum má finna Toyota-Full Flat 7 kerfið þar sem með einu handtaki má breyta Corolla Verso úr 2ja manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Corolla Verso er búinn 1,8 lítra VVT-i vél sem skilar 129 hestöflum við 6.000 snúninga. Hann er búinn VSC stöðugleikakerfi, 9 loftpúðum sem hlífa öllum farþegum bílsins, ABS hemlakerfi með BA. Corolla Verso er fáanlegur með hefðbundinni beinskiptingu eða rafstýrðri beinskiptingu og kostar frá kr. 2.229.000. Sportbíll að utan - 7 manna ættarmót að innan. Easy Flat-7® ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 40 6 0 4/ 20 04 Stálvaskar Stálvaskar RAGNAR AXELSSON Nýkominn frá Hamburg, þar sem hann opnaði ljósmyndasýningu sem sýnir andlit veiðimannasamfélaga á norðurslóðum. Við ætlum að halda okkarfyrsta aðalfund, kjósa nýtt ráð og fara yfir starfsemi síðasta árs,“ segir Katrín Anna Guð- mundsdóttir, talskona Femínista- félags Íslands, sem heldur aðal- fund sinn í Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3, klukkan 20 í kvöld. „Það verður áhugavert að sjá hvað verður rætt um starf félags- ins en virknin hefur verið mikil í félaginu. Það er erfitt að segja hvað hefur staðið upp úr á okkar fyrsta starfsári. Það er búið að vera svo margt gert og eiginlega ekki hægt að gera upp á milli at- burða. Stærsta átakið okkar var Jafnréttisvikan í fyrra sem heppnaðist mjög vel og var mjög skemmtileg. Það sama má segja um 19. júní og alla aðra atburði sem við höfum staðið fyrir.“ Strax að loknum aðalfundar- störfum verður haldið upp á eins árs afmæli félagsins. „Það verða fjölmörg skemmtiatriði og plötu- snúður sem mun spila til eitt. Við eigum von á góðri mætingu og að það verði mikið fjör og mikið gaman. Því viljum við bara hvetja alla félaga til að mæta, bæði á að- alfund og í afmælið.“ ■ Femínistafélagið eins árs TÍMAMÓT FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS ■ Heldur fyrsta aðalfund og afmælisveislu í Hlaðvarpanum í kvöld. KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Segir mikinn vöxt í Femínistafélaginu síðastliðið ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R JÖ KU LL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.